Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 3
Afstaðan til kaupgjaldsmála Vegna árása Þjóðviljans á Vinnumálasam'band samvinnu- félaganna í tilefni af kjara- samningum, sem nú standa yf- ir á Akureyri, þykir Tímanum rétt að vísa til eftirfarandi um- mæla Helga Bergs í útvaxpsum ræðunum s.l. miðvikudags- kvöld: „Vegna furðulegra ummæla Eðvards Sigurðssonar um Vinnumálasamband samvinnu- félaganna vil ég taka skýrt fram, að afstaða þess til kjara- málanna er óbreytt og samn- ingar við viiðsemjendur þess standa nú yfir. Það dylst nú engum hugsandi manni að kaupgjald og afurða- verð verður að hækka eftir þá dýrtíðarbylgju, sem orðin er, og hlýtur ag hækka.“ Attræður maður settur fyrirvaralaust á götuna Inni í Soigiamýri stendur lítið hús, er nefnist Sogavellir. Þar liefur í 22 ár búið gamall maður, nú nálægt áttræðu. Hann reisti þetta hús, er honum var vísað út úr húsnæði, er bærinn þurfti að rýma, og var ekki séð fyrir neinu nýju í staöiiTin, Hann var þá rek- inn út „á Guð og gaddinn“ og reisti þetta hús „í óleyfi“, sem kallað var, eins og fleiri á þeim tíma. Siðar leiddi bærinn bæði vatn o»g rafmiagn í húsið, og nú hefur það áunnið sér hefð. En nú fyrir nokkru kómu stór- virkar vinnuvélar á vettvang [ ná- grenni Sogavalla. Þar á að rísa nýtt iðnaðarhverfi. Þar verður því öllu bylt um á næstunni. Gamla manninum var ekkert tilkynnt um það, að hann yrði að rýma. Vél- arnar bara komu. Þegar venzla- menn Runólfs fóru á fund borgar- yfirvalda og fóru fram á, að bær- inn útvegaði gamla manninum annað íbúðarhúsnæði í stað hins, var svarið NEI. Synir hans hafa Nú er búið að grafa alit í kringum Sogavelli. Ljósm.: TÍMINN—GE til dagsins í dag verið að reyna að fá borgaryfirvöldin til þess að greiða úr málum gamla mannsins. Þeix hafa talað við marga ráða- menn, allt upp til borgárstjóra. En svarið er sífellt hið Sama.iNú er búið að grafa allt í kringum húsið og svo nálægt, að það er farið að springa. Honum er sagt, að húsið múni rifið í haust. „Ég veit ekki hvað hann hefur gert þeim, nema það, að hingað til hefur hann alltaf kosið þá,“ sagði einn sona hans við blaðið. „Þetta eru víst launin, og þannig reyn- ast þeir öldruðu fólki, þegar kosn- ingaraupi þeirra sleppir.“ Vitanlega hefur þróun tímans simn gang, og ekki er við því am- azt, þótt lítt byggð svæði séu tek- in til skipulagningar, enda hér ekki á. það. deilt, ,En er það ekki lágmarksskylda að tilkynna því fólki, sem þar býr, um breyting- una, áður en grafið er undan hús- um þess, og ber ekki bænum skylda til þess að sjá því fólki, sem þar býr, fyrir nýjum vistar- verum? Annars sýnir þetta dæmi mætavel hug íhaldsins til hinna öldruðu þegar kosningaraupi þess sleppir, eins og sonur Runólfs Eyjólfssonar Sverresen sagði. VERK- FÖLL Verkalýðsfélgið Einingin og Iðja á Akureyri, hafa tilkynnt vi.ninustöðvun frá 16. júní. í fyrradag fór fram þriðji við- ræðufundurinn milli fulltrúa fé- iaganna annars vegar og fulltrúa Vinnumálasambands samvinnu- manna og Vinnuveitendafélags Ak- ureyrar hinsvegar. Að’ilar skipt- ust á skoðunum og urðu sammála um að ræða við sáttasemjara rík- isins um fyrirkomulag á framhaldi samningsviðræðna. Wilson í Moskvu NTB-Lundúnum, 8. júní í dag hélt Harold Wilson, for- æaður brezka verkamannaflokks- ins, af stað í ferðalag til Sovétríkj anna og er þetta fyrsta ferð hans þangað, eftir að hann var kjör- ínn formaður verkamannaflokks- ins. WHson mun eiga viðræður við Krustjoff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, um kjarnorkumál, Berl- ínarmál, viðskipti Breta og Sovét- ríkjanna, ástandið í Asíu og um fleiri mál. Við brottförina sagði Wilson, að hann fýsti að heyra álit Krustjoffs á lausn kjarnorkuvanda niálanna, an sér virtist, að um mis- skilning væri að ræða milli Sovét ríkjanna og Bandaríkjanna í af- stöðunni til afvopnunar og þess- um misskilningi þyrfti að eyða. Sjálfshirting Morpnbl. fyrir skömmtun og höft TK-Reykjavík, 8. júní. Menn hlæja almennt að þeim kenningum stjómarflokkanna, að með því að kjósa þá kjósi menn öryggi og farsæla stjórn. Upplausnin og glundroð'inn í íslenzkum efnahagsmálum getur naumast orðið meiri en hann er hú. Allir kjarasamningar laus- ir og verkföll ag skella á og skollin á. Holskeflur nýrrar dýrtíð- ar á næsta Ieyti. Og menn geta gengið að því vísu segir ríkis- stjórniin hverju þeir megi eiga von á, ef þeir kjósi þá, í stað glundroðans, ef þeir kjósi Framsóknarflokkinn. Og hvað er mönnum bá boðið upp á með því ag kjósa stjórnarflokkanna: Nýjar gengisfellingar, meiri vinnuþrældómur, minnkandi fram kvæmdiir, hægari hagvöxtur en í nokkru öðru menningarlandi, ekkert nýtt átak í húsnæðismálunum (sbr. framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar) ranglátari skipting þjóðartekna. Þetta er nú ,;öryggið“, sem mönnum verður búig á næsta kjörtímabili, ef stjórnin lafir. í dag snýst umtal manna um liinn eftirminnilega rassskell, sem Mbl. veitti sjálfu sér í hinni taumlausu blekkingariðju þess við að koma hafta og skömmtunarorði á Framsóknarflokk- inn. Gengu beir svo langt að ráðast á sína eigin lagasetningu og svívirða fyrrverandi ráðherra sinn látinn fyrir að liafa gegnt skyldu sinni sem embættismaður af trúmennsku og iátið höfða mál gegn þeim, sem brotlegir gerðust við þau skömmtunar- eg haftalög, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði sjálfur sett, en sú lagasetning var afleiðing af rangri stjórnarstefnu nýsköpun arstjórnar Ólafs Thors og kommúnista, sem sóaði öllum hinum geipilega stríðsgróða og þurrjós hina gildu gjaldeyrissjóði þjóð p arinnar, sem þessi stjórn tók við til ávöxtunar. Hvetur Bretastjórn til að segja af sér NTB-Lundúnum, 8. júní Jo Grimond, leiðtogi frjálslynda flokksins f Bretlandi gaf í dag út yfirlýsingu, þar sem hann hvetur Macmillan og stjórn hans til að segja af sér, vegna hiins umtalaða Profumo-hneykslis. í greinargerð Grimonds meg á- skoruninni segir hann, að ekki sé seinna vænna að hreinsun fari fram innan íhaldsflokksins. Sá maður, sem verður að líða fyrir Profumo-málið er forsætisráðherr ann, Macmillan, því að hann ber ábyrgðina, og getur ekki skotið sér undan henni. Annað hvort hefur Macmillan ‘ærið ljóst, hverjar hættur voru samfara þeim samböndum, sem fyrrvrandi hermálaráðherra hans hafði, bæði við hina rauðhærðu l.iósmyndafyrirsætu, Christine Keeler og rússneska sendiráðs starfsmanninn, Ivanov, sem grun aður er um njósnir í Bretlandi. eða hann hefur verið grandalaus. Hvort heldur sem er, ber forsæt isráðherrann ábyrgð. í fyrra tilfelljnu vegna þess, að nann lét hjá líða að hefjist handa þrátt fyrir vitneskju sína og i seinna tilfellinu vegna þess, að hann sýndi ekki næga aðgæzlu og lét ekki rannsaka málið, er orð- FB-Reykiavík, 8. júni í dag var annar dagur Norræna tiaðamannanámskeiðsins, sem hér f-r haldið utn þessar mundir. — Ætfunin ei. að blaðamennirnir tái tækifæri til þess að fylgjast n;eð kosningunum, sem fram fara á morgun, og í því sambandi var peim í dag kynnt stefna og starf- semi stjórnmálaflokkanna fjög- urra. rómurinn um samband Profumo og Keeler komst á kreik f Lundún- Þessir menn komu fram fyrir hönd flokkanna: Jóhannes Elías- son fyrir Framsóknarflokkinn Gylfi Þ. Gíslason fyrir Alþýðuflokk inn, Einar Olgeirsson fyrir Al- þýðubandaiagið og Ólafur Björns scn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á morgun heimsækja blaða mennirnir nokkra kjörstaði, en á mánudaginn fara þeir til Hafnar tiarðar í boði bæjarstjórnarinn ai þar. um. Heimsækja kjör- staðina á morgun T í M I N N, simnudagurinn 9. júní 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.