Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 9
erum baráttuglöð GÓÐIR fniKÍarmenn. Landið okkar, ísland, hefur sérstætt svipmét og svo er einn ig um þjóðina. Því að um- hverfið skapar manninn ekki síffur en maðurinn umhverfið. Útlendingar sem hér koma, reka augun í margt sérkenni- legt og framandi bæffi í fari náttúrunnar og fólksins. Berist talið að stjómmálum, spyrja þeir gjarnan, af hverju kommúnistar séu miblu öflugri hér en á hinum Norðurlöndun um. Af hverju skyldi nú þetta stafa? Er það vegna þess, aff við íslendingar séum þetta tor næmari að skilja effli og til- gang kommúnismans en frænd ur okkar eða stafar það af því, að við erum svo langt frá móð- urlandi kommúnismans, Rúss- landi, og „fjarlægðin gerir fjöll in blá og mennina mikla“, eins og alkunna er. Þá er oft spurt, hvernig standi á því, að sósíal- demókrataflokkurinn á fslandi sé svona pínulítiil og í nánu samstarfi viff íhaldsmenn, alls staðar þar, sem hann getur því við komið. Eru þetta virkilega sósíaldemókratar þama á ís- landi, sem eru í ríkisstjórn með íhaldsflokknum, sagði einn af fulltrúum í borgar- stjóm Stokkhólms við mig fyr- ir skömmu: Hér í Svíþjóð væri samvinna þessara flokka alveg óhugsandi: Þá finnst mörgum útlendingum það mjög merki- legt og raunar einstætt aff hér á íslandi skuli vera til flokkur, sem er flokkur allra stétta. Og aff þessi flokkur, skuli hafa inn an sinna vébanda svo til alla heildsala og kaupmenn lands- ins en vera samt, eftir því sem blað hans hefur haldið fram bezti málsvari samvinnustefn- unnar á landii hér. Ekki síður þykir þaff merki- legt. að þessi flokkur skuli vera mesti þjóðnýtingarflokk- ur landsins í útgerð, og hafa þá innan sinna vébanda flesta stórútgerðarmennina. Að ekki sé minnzt á þau ósköp, að hann telur sig vera langbezta málsvara verka- manna og annarra launþega, þótt atvinnurekendur ráði meiru í flokknum en nokkur önnur stétt. Það er ekkert und- arlegt, þegar á allt þetta er litið, þótt mörgum finnist þessi flokkur merkilegur og sérstæð ur. Það er margt öðruvísi á ís- landi en annars staffar. Viff srum samankomin hér vegna þess, að eftir tvo daga á að kjósa til alþingis. Það er svo sem engin stórframkvæmd aff setja blýantskross á papp- írsspjald. Samt er þetta athöfn, sem engínn ætti aff gera í hugs- unarleysi, því að það getur skipt ótrúlega miklu máli, hvar kross er settur. Stjórn málamennirnir hafa að undan- förnu verið og eru enn önnum kafnir við að sannfæra hæst virta kjósendur um, hvar kross- inn eigi að vera. Talsmenn Al- þýffuflokksins segja, að bezt sé að setja hann í fremsta reitinn á kjörseðlinum. Það sé trygg- ing fyrir því, að fólk fái að njóta blessunar viffreisnarinnar næstu 4 árin og að hér stjórni flckkar. sem engin hætta sé á að t'ari aff rífast á miðju kjör- Ræða Kristjáns Benediktssonar, fjórða manns B-Iist ans í Reykjavík, á kosningafundinum í Gamla Bíói tímabili, a. m. k. ekki út af málefnaágreiningi. Það stend- ur sem sé þannig á hjá Alþýffu- flokknum, að hann hefur að eigin sögu tæmt málefnaskrána og ekki fundið nein ný mál til að berjast fyrír. Hann er því í eins konar rúsmennsku hjá íhaldinu og aðstoðar eftir getu við framkvæmd viðreisnarinn- ar. Ekki eru samt allir Alþýffu- flokksmenn ánægðir með þetta hlutskipti. T. d. virðist Hannes á hominu óttast mjög, að við- reisnin og íhaldsstuðningur muni ekki reynast flokknum eins vel til atkvæðaöflunar og meðan hann barðist fyrir verk- fallsréttlnum, almannatrygging unum eða afnámi vökulaganna á sínum táma. Hannes segir í Alþýðublað- inu fyrir skömmu: „Það eru fleiri en ég sem finnst, að for- ystu Alþýðuflokksins hafi stundum skort hugkvæmni. Að vísu hafa ágætismenn verið valdir. En hvar er fólkið? — Hvers vegna er það ekki með? Eitthvað meira en lítið hlýtur aff vera að — ástæðuna verffum við að vita“. Svo mörg eru þau orð. Hannes á horninu eða Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson hefur um langt skeið veriff í forystu- sveit Alþýðuflokksins og blaða maður við Alþýðublaðið. Úr ritstjórnarskrifstofu blaðsins hér í næsta húsi sér hann vítt yfir líkt og Ingólfur á Arnar- hóli Hann sér höfnina, lífæð höf- uðborgaiinnar. Verkamennim- ir, sem þar vinna, eru fyrir löngu hættir að láta sig dreyma um 8 stunda vinnudag. Þeir hugsa um það eitt að standa sem lengst, svo að launin hrökkvi fyrir nauffsynlegustu þörfum fjölskyldunnar. Slík er nú_ viðreisnin. í höfninni gefur aff líta skip og báta. Þar era sjómenn að búast til síldveiða. Hví skyldu þeir ekki hugsa hlýtt til Al- þýðuflokksins og viðreisnarinn ar og þá alveg sér í lagi vegna ferffardómslaganna á s. 1. árl. norðaustri gnæfir Amarhvoll. Flestir þeir, sem þar vinna, höfðu þokkaleg laun á dögum vinstri stjómarinnar. Þessi laun hefur viðreisn íhalds og Alþýffuflokks gert að sultar- launum og verra en það. Hvað ætli dvelji þetta fólk að sýna sig hjá Alþýðuflokknum. Og ef þeir við Alþýðublaðið litu nú dálítið lengra upp úr raunum sínum en rétt til næsta nágrenn is gætu þeir greint græn tún á bændabýlum undir Esju og Akrafjalli. Mikið held ég að bændurnir þar vegsami „við- reisnina . einkum ef þeir þurfa aff kaupa sér dráttarvél og borga nærri helmingi hærra verð fynr hana en þurfti fyrir 5 árum Þag er víðsýnt úr gluggum Alþýðuhússins. Þaðan má margt sjá og skoða. En illa er nú Bleik brugðið, ef þeir Al- þýðuflokksmenn koma ekki Kristján Benediktsson auga á ástæðurnar fyrir því, að fólkiff yfirgefur flokk þeirra. Slíkt heíffi einhvern tíma þótt feigðarmerki á landi hér. Talsmenn Sjálfstæðisflokks- ins eru ekki síður vissir í sinni sök varðandi staðsetningu krossins á kjörseðlinum en þeir hjá Alþýðuflokknum. „Auðvit- aff kjósa menn flokk allra stétta” Þetta hljómar afar fal- lega og freistar margra. Það era nefnilega ekki allir, sem átta sig á þvi, að SjáHstæðis- flokkurinn er ekki aðeins floks ur allra stétta heldur líka flokk ur einnar stéttar — þeirrar, sem fjármagninu ræður. Meðan þeir herrar sitja í gullkerrunni og halda um stýristaumana er leið annarra stétta til bættra lífskjara hvorki beinn né breið ur vegur, því að flokkur hinna ríku byggir tilveru sína á því, að margir séu fátækir. Þetta hefur viðreisnin sýnt og sann- að áþreifanlega. Meðan Fram sóknarmenn stjórnuðu, þótti sjálfsagt, að sem allra flestir þegnar þjóðfélagsins eignuðust verffmæti, enda var það svo. Eftir fjögurra ára „viðreisn arstjórn“ er hins vegar svo komið aö stór hluti þjóðarinn ar hefur vart möguleika til að eignast neitt. Einkum unga fólkið, sem byrjar sinn búskap með tvær hendur tómar. Þetta er nú orðiff svo augljóst, að jafnvel íhaldið óttast afleiðing- amar. Hvarvetna gefur að líta slagorg þeirra „Eign handa öll- um“. Það er ekkert sagt um það hvort allir eigi að eiga jafnt Og það er heldur ekkert á það minnzt hversu mikil þessi eign má vera. Á það má benda að í Rússlandi var til skamms tíma leyfilegt aff eiga 10 hæn- ur og eitt svín. Nei, „viðreisnin“ hefur gert hina ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Og það slagorff íhalds ins nú að gera verði sérstakar ráðstafanir til þess aff tryggja að allir geti eignazt eitthvað, auglýsir betur en nokkuð annað þá misskiptingu auðs og eigna. sem „viðreisnarstjórnin er að innleiða hér á landi. Blað þeirra Sjálfstæðismanna, Morg unbiaffig hefur gert nokkuð að því á undanförnum vikum að birta viðtöl við fólk úr ýmsum stéttum og fá þdð til að vitna um ágæti ríkisstjómarinnar og viðreisnarinnar. Vitanlega er þess vandlega gætt að ekkert komi fram 1 þessum viðtölum annaff en lof og prís um þessa aðila. Stundum henda þó smá slys og annað gægist fram en ætlað var. Þannig átti Mbl. fyr ir skömmu viðtal við bónda af Vesturlandi og spyr hann fyrst nokkurra almennra spurninga, sem bótidinn svarar greiðlega. Þá spyr blaðamaðurinn, hvern- ig sé að búa núna, og hvað sé að segja um afkomuna. Og skynja þá allir er lesa, að blaðamaðurinn er kominn að kjamanum. Sjálfstæffisbóndinn virðist líka skilja, aff þetta er hin mikla prófraun, sem hann, sanntrúaður flokksmaður verð- ur aff standast. En erfitt er það „Jú, afkoman er sæmileg. Búið gefur af sér góffan arð og svo er þaff áin. Tekjurnar af henni Koma í góðar þarfir núna. Fátt sýnir betur, hvernig við horf aimennings til kommún- ista er en einmitt það, að fylg- ismenn þeirra ýmsir og jafnvel forystumenn telja vænlegast að halda- því fram að það séu raun veralega allt aðrir en kommún- istar, sem ráða Alþýðubanda- laginu. Þessu hafa alltof marg- ir trúað til þessa og því er flokkur kommúnista hlutfalls- lega miklu stærri hér en í ödl- um nágrannalöndum okkar. Á sama tíma og menn á hinum Norðurlöndunum yfirgefa kom múnista í stóram stíl, era menn hér, sem telja sig lýðræffis- sinna, og ég hygg aff séu það, sem ganga kommúnistum á hönd og berjast raunveralega undir merki þeirra nú í þess- um kosningum. Á ég hér við þá Gils Guffmundsson og Berg Sigurbjömsson, sem gerzt hafa húskarlar á þvf samyrkjubúi, sem kallar ság Alþýðubandalag. Þeir menn, sem þar stjórna, trúa ekki á þaff þjóðskipu- lag, sem við búum við. Mark- miff þeirra er að koma hér á öðrum þjóðfélagsháttum, sem viff þekkjum af afspurn. Þessu má enginn kjósandi gleyma í hita kosninganna, þegar önnur og óskyld mál eru á dagskrá. Ég vii engu um það spá hvort hinir nýju húskarlar dragi mikla björg f bú kommúnista, tel ég þó litlar líkur til þess. En ömurlegt má nú hlutskipti Bergs og Gils kallast, miðað vig það, sem þeir hafa áffur sagt og skrifað, að þeir skuli nú verja kröftum sínum til að reyna að þoka þeim Einari og Brynjólfi í áttina að því marki sem allir kommúnistar allra landa stefna að, þótt þeir fari ýmsar leiffir til að ná því. Það þarf engan ag undra, þótt ýms- um fyrrverandi Þjóðvarnar- mönnum sé óljúft ag fylgja for •ingjunum í vistina. Um Framsóknarflokkinn er það að segja, að flestir eru sammála um ag hann muni vinna á í þessum kosningum. Kemur þar tvennt til: Góð mál efni og skelegg barátta annars vegar — en hins vegar óvinsæl stefna stjórnarflokkanna í svo til öllum málum, einkum þó í kaupgjaldsmálum og afstöffu okkar til annarra þjóða og þá einkum varðandi EBE og land- helgina Framsóknarflokkurinn er ekki stéttarflokkur. Hann rúmar alla, sem vilja réttlátt þjóðfélag á íslandi. Hann hef ur trú á þjóðinni og landinu. „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann“ Framsóknarflokkurinn bersi gegn þeim öflum í þjóðfélag- inu sem ætla sjálfum sér meiri rétt en öðram, þeim sem vilja Framhald A 13. sRíu. tTm 1 ÍI Ns raEMdagurínn 9, júní 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.