Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 6
Frá hinum glæsilega kosnlngafundi B-listans í Reykjavík í Gamla Bíói s.l. föstudagskvöld, í dag er valdið kjósandans. í dag kveður enginn upp dóma nema hann. Harðri kosningabaráttu er lokið, þar sem málln hafa verið sótt og varin fyrir dómi þjóðarinnar, og nú taka málafærslumenn- irnir sér sæti, en dómararnir ganga inn í kjörklefann. Og á næstu, nóttu og degi verða dömar kveðnir upp. Hér skal ekki getum að því leitt, hvern ig þeir falla, þegar saman kemur, en við lok kosninga- baráttunnar er ekki ófróðlegt að líta yfir leikinn og íhuga, hversu honum hefur undið fram. Stutt og hörð Segja má, að stjórnmála- átök hafi verið allhörð allt þetta kjörtímabil. Framsókn- arflokkurinn hefur verið meg infylking stjórnarandstöðunn ar og deilt fast en þó með ábyrgum og rökföstum hætti á ríkisstjórnina, „viðreisnar“- stefnu hennar í innanlands- málum og breytt viðhorf í ut- anríkismálum, er hafa stefnt sjálfstæði þjóöarinnar í beina hættu. Framsóknarflokkur- inn hefur gagnrýnt fast þá öfugþróun, sem hófst í is- lenzku stjórnarfari árið 1958, þegar íhaldsöflin í landinu, sem haldið haföi verið i skef j um með nokkrum frávikum allt síðan 1927, belgdust út með kjördæmabreytingunni og settust i ráðherrastóla með það í huga að ná sér niðri, helzt vinna eitthvað unp og taka að leggja grundvöli að traustu þjóðfélagi stór-kapí- talismans. Ráðstafanir í efna hagsmálum voru við þetta miðaðar. í samræmi við það var þeirri utanríkisstefnu, sem samkomulag lýðræðis- flokka í landinu hafði tekizt nokkurn veginn um, ger- breytt. Þessi breyting kom fram í undanhaldssamningn- um við Breta og síðar 1 til- raunum til að koma þjóðinni í Efnahagsbandalag Evrópu. Það var snúið fra sjálfstæðis stefnu í utanrikismálum, stefnu, sem vildi gott sam- starf við allar þjóðir og forð- -aðist ánetjun, og tekin upp stefna samruna og sameining ar við rikjabandalög. Vegna þessarar tvíþættu gerbreyt- ingar í íslenzkum stjórnmál- um við tilkomu þessarar rikis stjórnar, hlaut Framsóknar- flokkurinn að snúast gegn ríkisstjórninni af meira afli en nokkru sinni áður, og við slík vátíðindi hlutu andstæð- urnar að skerpast að mun milli þessara tveggja höfuð- fylkinga í íslenzkum stjórn- málum. Þess vegna hafa átök in verið hörð allt kjörtíma- bilið. Síðasti sprettiarinn En segja má, að kosninga- baráttan sjálf — síðasti spretturinn — hæfist ekki fyrr en að loknum flokksþing um Frámsóknarmánna og Sjálfstæðismanna um mán- aðamótin apríl og maí, og hefur hún því verið venju fremur stutt, en eigi að síður mjög hörð. Höfuðeinkenni hennar er það, ag þar hafa meginfylkingarnar tvær, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur, átzt við og lítt verið tekið eftir öðrum. Það lét að líkum, að þegar hin atkvæðamikla stórfylking til stórkapítalismans haslaði sér völl i ríkisstjórninni, hlutu lýðræðissinnaðir um- bótamenn, sem áður voru í tveim eða þrem flokkum, að skilja það, að eina ráðið til þess að hindra það að kapital istafylkingin kæmist í sigur- höfn, væri að sameinast í ein- um sterkum umbótaflokki, fylkja sér um stærsta og sterk asta íhaldsandstæðinginn. Þetta kom skýrt fram í bæj arstjórnarkosningunum með stórsigri Framsóknarflokks- ins. en kommúnistar guldu af hroð, því að æ fleiri skildu, að þeir áttu ekki samleið með þeim, og óhæft og gagnslaust var að efla þá gegn íhaldinu. Gils Guðmundsson varafor- maður Þjóðvarnarflokksins sagði um þessi úrslit: Enginn vafi er á því, að Eramsóknar- flokkurinn er sigurvegari þessara kosninga. Vinstra fólk hefur brugðið á það ráð að fylkja sér um hann gegn íhaldinu. Þetta var rétt og sú þróun hefur haldið áfram, línurnar skýrzt og þróunin í þá átt, að í landinu væru tveir meginflokkar, íhalds- flokkur eins og stjórnarflokk arnir eru nú saman, og einn sterkur umbótaflokkur, Fram sóknarflokkúrinn. Ddgskipunin og panik-fundurinn Þetta setti þegar mark sitt á kosningabaráttuna. íhaldið óttaðist nú æ meira samfylk ingu vinstri manna í Frarft- sóknarflokknum og að komm únistar mundu tapa. Þess vegna var í forystugrein í Mbl. hiklaust sagt við fólk, sem vildi yfirgefa’:r.komntún- ista, ag það skyldi heldur kjósa kommúnista en Fram- sókn. Það var dagskipan og neyðarhemill íhaldsins. Fyrsti kosningafundurinn, sem íhaldið boðaði til, hafði það dagskrármál eitt að ræða um kosningaáróður Fram- sóknarflokksins, og er slíkt alger nýlunda, að flokkur boði til panik-fundar til þess að vara sitt fólk við áróðri annars flokks. Eftir þessu hefur öll kosningabaráttan orðið — látlaus og linnulaus viðureign Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þannig hefur það verið viður kennt í verki, að höfuðorrusta íslenzkra stjórnmála standi milli þessara tveggja fylk- inga. Sjálfstæðismenn hafa varazt að kreppa að kommún istum og .liggur í augum uppi, að von þeirra er sú, að komm únistar haldi sínu sem allra mest, og að þróunin frá bæj- arstj órnarkosningunum stöðv ist. Milwood kemM- til sögu Það gerðist í þann mund, sem flokksþingunum var að ljúka, ag Milwood-málið kom til sögunnar. Framkoma rikis stjórnarlnnar i þvi máli var eins og undirstrikun á fyrri stefnu í utanríkismálum. Þar kom fram furðuleg linkind við erlent vald, og enginn vafi er á, að það mál svipti grím- unni af ríkisstjórninni í aug- um margra. Urðu um mál þetta allharðar sviptingar, og það hefur án efa veruleg áhrif á kosningarnar vegna þess hve táknrænt það er um stjórnarstefnuna og þá stefnubreytingu, sem varð í utanríkismálum með þessari stjórn. Bergur og Gils Annað, sem menn hafa að sjálfsögðu veitt allmikla at- hygli í þessari kosningabar- áttu, eru þau samtök, sem tengd voru milli kommúnista- qg pokkurra fyrrverandi Þjóð varnarmanna undir forystu Gils og Bergs. Þar gerðist koll steypa, sem fáir hefðu að óreyndu trúað, því að Þjóð- varnarflokkurinn hafði marg lýst sig hiklausan og eindreg- inn lýðræðisflokk. Nú urðu tjaldhælar þeirrar fylkingar, sem eftir stóðu, er tjöld höfðu verið upp tekin, til þess að ganga í sveit kommúnista. Til þess bandalags var stofnað með þeim kynlega hætti, að eiginlega samþykktu hvorki þjóðvarnarmenn né kommún istar bandalagið formlega. Síðan gerðist skringilegur feluleikur í Reykjavík með Berg, en Gils talaði yfir tóm- um stólum oftar en einu sinni á Suðurnesjum.Bíða menn nú og sjá hvað setur, hvort Berg ur og Gils fá nógu marga með sér af gömlum samherjum til þess að vega upp á móti fylgis tapi kommúnista, svo að þeir komi sléttir út. Gamall skollaleikur Ýmislegt kynlegt hefur skot ið upp kolli í þessari hrið. Má t. d. nefna það, að Mbl. hefur flesta daga haft næturgagn að vopni. Einnig hitt, að Mbl. tók að vekja upp grýlu skömmtunar og hafta og reyndi að kenna hana Fram- sóknarflokknum, en þetta UM MENN OG MÁLEFNI varg „búmerang“, þar sem blaðið virtist hafa gleymt því, að stj ómarflokkamir sj álfir áttu skömmtunarkerfið í heilu lagi og úr þeirra hópi höfðu allir skömmtunarráðherrar verig fyrr og síðar. Undir lok- in.hóf Mbl. svo gamalkunnan skollaleik, þann, að brigzla Framsóknarmönnum um hat- ursáróður gegn Reykjavík fyr ir tiu eða tuttugu árum og tíndu til einhverjar gamlar tilvitnanir slitnar úr sam- hengi. Er sá barnaskapur all- ur hin mesta kómidia, sem enginn tekur mark á. EBE En viðamesta mál kosninga baráttunnar hefur að sjálf- sögðu verið Efnahagsbánda- lagsmálið. Þar hefúr gætt. und arlegustu feimni stjórnar- flokkanna, enda eru þeir þar i mikilli sjálfheldu og vafa- samt er, að nokkurt mál hafi eins mikil áhrif á þessar kosn ingar. f útvarpsumræðunum ræddi enginn ræðumaður stjórnarinnar um þetta mál, þó að ræöumenn Framsóknar flokksins deildu fast á stjóm ina fyrir meðferð þess alla. Og svo bíðum við dóms kjós endanna. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir, að þeir muni halda áfram á sömu braut — braut stórkapitalismans, braut innlimunar í ríkja- bandalög, halda áfram þeirri nýju stefnu, sem upp var tek- in 1958 og þverbrýtur þá hefð sem s.iálfstætt íslenzkt lýð- veldj hefur myndað sér og starfað eftir, ef þeir fá meiri hluta til. Haldi stjómin sama meirihluta og hún hefur nú, og haldi kommúnistar hlut sínum eða vel það, þá hefur garður umbótamannanna, íhaldsandstaðan, lækkað í landinu og vonir um að við- nám verði veitt veikzt mjög. En bregði til hins, að stjórn in missi meirihluta eða veik- ist mjög í sessi, og að enn sneiðist af kommúnistum, en bróunin haldi áfram á þá lund, að umbótafólkið í land inu fylki sér fastar saman I einn íhaldsandstöðuflokk, svo að.hann vinni á, þá hefur varnargarður íslenzks sjálf- stæðis ha-kkað og vonir glæðzt ,um. að kuldakastið frá 1958 líði hjá en v?rði ?kki að löngurfi og hðrðum vetri. 6 T f M I N N, sunmidagurinn 9. Júní 19f3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.