Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 7
Útgefó (ioi ~KAMSO;<NARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason _ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðslusími 12323 Auglýsirigar. simi 19523' — Aðrar skrif- stofur. sími 18300 - Áskriftargjald kr 65.00 á mánuði innan lands í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Orlagadagur Þingkosningarnar í dag eru hinar örlagaríkustu, sem hér hafa farið fram síðan 1908. í dag er kosið um, hvort þjóðin skuli innlimast með einum eða öðrum hætti í hið nýja stórríkiabandalag, sem er risið upp í Evrópu. Foringjar stjórnarflokkanna stefna leynt og Ijóst að þessu, þótt þeir hafi reynt nokkuð að tjylja það seinustu mánuðina fyrir kosningar. Framsókn- arflpkkurinn beitir sér eindregið gegn þessu. Sigur hans f kosningunum í dag myndi stöðva öll slík áform, alveg eins og kosningaúrslitin 1908 stöðvuðu öll áform um inn- limun íslands í Danaveldi. Þetta er meginmál kosninganna, en jafnframt er kos- ið um fleiri örlagarík stórmál. Það er kosið um, hvort hér skuli endurreist þjóðfélag hina „góðu, gömlu daga", eins og stefnt er að með „viðreisninni" — þjóðfélag hinna fáu ríku og mörgu fátæku. Framsóknarflokkur- inn berst jafn eindregið gegn þessu úrelta þjóðfélagi og hann gerði í upphafi, þegar það var enn í blóma. Sigur hans í kosningunum í dag, myndi tryggja það að aftur yrði hafizt handa um að byggja hér upp þjóðfélag sem alira flestra efnalega sjálfstæðra einstaklinga, eins og gert var á árunum 1927—'58. Þá er kosið um það, hvort íslendingar eigi að stefna að því að búa við jafngóð kjör og nágrannaþjóðir þeirra eða hvort þeir eiga að dragast aftur úr. Samkvæmt þjóðhags- og framkvæmdaáætlun þeirri, sem ríkisstjórnin hefur látið semja, er ekki stefnt að nema 4% áriegum hag vexti, þ. e. aukningu þjóðartekna. Þetta er mun minni hagvöxtur en fyrirhugaður er í sambærilegum löndum og fslendingar hlytu því að dragast aftur úr, ef hagvöxtur- inn yrði ekki meiri. Þess vegna vill Framsóknarflokkur- inn að gert sé miklu stærra átak til að efla atvinnuveg- ina og taka vísindi og tækni í þiónustu þeirra en ráðgert er í framkvæmdaáætlun stjórnarflokkanna. Þessu marki á auðveldlega að vera unnt að ná, ef rétt er stjórnað eða hefur hagvöxturimn á undanförnum árum verið meiri en 4%. Framsóknarflokkurinn vill stefna að því að þjóðin komist jafnfætis nágrannaþjóðunum, en drag- ist ekki aftur úr þeim. Seinast, en ekki sízt er svo kosið um, hvort frjálslynt fólk og íhaldsandstæðingar ætla að vera áfram sundraðir ; smáflokka og efla og styrkja íhaldið á þann hátt eða hvort efla skuli einn sterkan umbótaflokk gegn íhaldinu Framsóknarflokkinn. Örlög þjóðarinnar geta mjög ráðht af því á næstu ár um og áratugum, hver verður afstaða kjósenda til þess- arra höfuðmála. Framsóknarmenn ganga til þessara kosninga vongóð- ir á sigur góðra málefna. En góðar vonir og bjartsýní nægja ekki. Það þarf einnig vinnu — mikla vinnu, þvi að andstæðingarnír munu ekki liggja á liði sínu og einskis látið ófreistað. Framsókr.armenn! Herðið því baráttuna og gerið 9. júní að miklum sigurdegi góðra málefna. Látum ekki hneppa þjóðina í EBEfjötra — Hugleiðingar undir útvarpsumræðum — Stjómmálaílokkarnir leiða nú saman hesta sína í útvarpinu. Enda ekki nema 4 dagar, þar til þú og ég, kjósandi góður, eig- um að leggja lóð okkar á voga- skálar örlagaríkustu kosninga, sem háðar hafa verið á íslandi til þessa. Örlagaríkustu vegna þess, að nú er auðsætt, að kosið er um sjálfa tilveru þessarar þjóðar. Er þetta svona alvarlegt? Já, það er svona alvarlegt. Það er staðreynd jafn einföld em hún er ömurleg, að stjórnar- flokkamir hafa lagt ofurkapp á að blekkja þjóðina til fylgis við inngön"u í EBE. Þó sagði einn af fulitrúum þeirra núna í útvarpinu, að þeir væru mjög bjartsýnir á framtíð þjóðarinnar. Og nú væri í fyrsta sinni undirbúningur að nýtingu íslenzkra auðlinda á vísinda. legum grundvelli. Enn ein mótsögnin. Eða vitnar það um bjartsýni að vilja opna landiö fyrir auð- jöfrum EBE-þjóðanna? Er það leiðin til að íslendingar nýti auðlindir sínar á visindalegan hátt? Slíkar blekkingar þýðir ekki að bera á borð fyrir ísl. kjós- endur í dag. Sem betur fer eru þær svo stórgerðar og grófar, að þær dyljast fárra augum. Það er hrein móðgun að bera þær á borð hugsandi manna. nrno:íö 11-'hfataða stj.fl. vitnar uriá • uppgjöf og þjónkun við erlend öfl_ sem vissulega vilja nýta ísl. auðlindir til Jands og sjávar og hafa þegar hafið undirbún- ing þess, einmitt vegna yfir- lýstrar afstöðu stj.fi. til EBE. Það er sams konar bending til auöfélaga EBE, eins og afstaða Sjálfstæðisfl., áður en landhelg- in var færð út í 12 mílur, var Bretum bending um vísan stuðn ing. Bretar gengu auðvitað á lagið Og afleiðingin varð afsláttar- samningurinn um landdhelgina ISmánarsamningur, sem stj.fl óttast nú meira en flest annað og reyna nú að telja almenningi trú um, að hafi verið stórsigur. Er unnt að ganga öllu lengra: Smán stórsigur. Á þessari smán bera kratarnir jafna ábyrgð með Sjálfst.m. Og svo hrósa, já hrósa sér af þessu á blygðunarlausan hátt og biðla enn einu sinni til fylgis kjósenda og það eftir að hafa lýst því yfir, að stjómar- stefnan verði óbreytt, fái þeir fylgi til þess. Er verið að gera grín að okkur kjósendum? Annan veg verður jafnstork- andi ósvífni varla skilin, nema við kjósendur séum taldir ótínd- ir glópar, sem hægt sé að telja ti-ú um, hvað sem vera skal? Gengislækkanir, gerðardómar, sem mismuna sjómönnum, svikn ir kjarasamningar, aukin dýrtlð svik i landhelgismálinu, sjálf- dæmi Breta um frekari útfærslu undirlægjuháttur og stuðningur við erlenda ásælni, Mihvood-mál og fleira af slíku tæi, sem rétt hefur verið að okkur, og nú fyr- irheit um frh. þessa, á víst að vera okkur hvöt til að kjósa stj.fl. Ég get fullyrt, að svo er ekki Mælirinn er fullur og meira en það. Það flóir út af. í kjörklefanum á sunnudaginn verða sakirnar gerðar upp við þá foringja, sem skirrast jafnvel ekki þess_ að reyna að koma ís- lendingum í EBE, vitandi þó, að milljónaþjóðir telja sér það ekki áhættulaust . En fyrir okkur, 180 þús. þjóð í landi mikilla og lítt nýttra möguleika, væri innganga í EBE útþurrkun. Og það á skömmum tíma, eða löngu áður en sú kyn- slóð, sem nú slítur barnsskónum, lokar augum. Sú staðreynd, að EBE-þjóð- irnar fengju sama rétt og við sjálfir til atvinurekstrar í land inu, ætti að vera nær til að engum íslendingi gæti aðild til hugar komið. Skoðum málið opnum augum frá fleiri hliðum, kjósendur góð- ir, áður en við göngum að kjör- borðinu þessu sinni, hvar í flokki sem viö stöndum, minnugir þess að fái stjJtl. óskert fylgi, skoða þeir það sem traustsyfirlýsingu við stefnu sína, einnig um inn- göngu í EBE, sem þeir vilja þó sem minnst ræða fyrir kosn- ingar, en sem fyrst framkvæma eftir kosningar, hafi þeir bol- magn til. En það er á valdi þínu og mínu, kjósandi góður. Og vald til að binda okkur og niðja okk- ar í EBE veitum við engum flokki, nú né nokkru sinni. Hvers vegna ekki? Vegijá ,þess, áð vjð vitum, að aúðfélög ÉBE eru hvárvetna skimandi eftir möguleikum til athafna með auðmagn sitt, sem er svo mikið, að þau munar blátt áfram ekkert um að kaupa ár okkar og fossa, hveri okkar og larid hvar sem þeir telja heppi- legt til athafna. Auðjöfrar Evrópu og Ameríku vita orðið vel, að við búum í lítt' numdu landi og við einhver auð- ugustu fiskimið heims. Og þeir hafa margfalda möguleika á við okkur að nýta þetta allt saman Tilvera og menning lítillar þjóðar er þeim aukaatriði. Lítunr á aðra staðreynd: Hér lrefur verið skortur á vinnuafli undanfarin ár. Jafnmikil staðreynd er það, að erlend auðfélag leita ekki hingað með annað í huga en stórrekst- ur, sem krefst ekki tuga eða hundraða, heldur þúsunda og tugþúsunda starfsliðs. Hvar á að taka það? Þau geta flutt það inn. Það er nóg af atvinnulysingjum báðum megin Atlantshafsins. Þau gætu flutt hingað alls konar lausingja lýð á lágu kaupi, sem harla lítill fengur væri að fá inn í landið. en margföld hætta. Trúlegt er einnig, ,að þau myndu þegar í byrjun að meira eða minna leyti reyna að fá ísl vinnuafl. En það geta þau, auð- fél., aðeins fengið frá ísl. fyrir- tækjum og úr ísl. sveitum. Og þau munar ekkert um að bjóða í fyrstu hærri laun en hér eru greidd. Afleiðingin yrði auðvitað sú að rekstur ísl. fyrirtækja myndi lamast. og fjöldi myndi komast á vonarvöl. ísl. fyrirtæki og jarðir myndu fljótlega verða auðveld bráð og ódýr erlenduro auðfélögum, sem hér hefðu fót- festu. Íslenzkum fyrirtækjum myndi fækka, hin erlendu stækka. Og áfram myndu hin erlendu félög ota sínnm tota, en ekki okkar þar til þau teldu fulinýtta mögu leika hér. Og hver væri þá orðinn hlutur þimr verkamaður, sjómaður, bóndi, útgerðarm., atvtonurek- andi? Hlutur þinn og minn, og barna okkar, sona okkar og dætra? Hann væri orðinn harla lítill, því að víst er að erlend auðfélög munu aldrei verða íslendingum neinir bræður í leik. í krafti auðs síns myndu þau sölsa undir sig nýtingu auðlinda okkar til lands ag sjávar. íslend- ingar yrðu þjónar þeirra en ekki drottnar, þiggjandi þau laun, sem húsbændunum þókn- aðist að skammta. Vilt þú stuðla að slíkri þróun mála? Nei, þú vilt það ekki. Ég vil það ekki. Við viljum það ekki hvar í flokki, sem við stöndum. Stfngum við fótum, áður eii of seint er. VÖKNTJM. Fljótum ekki sofandi að feigðarósi. Strjúkum alla áróðursglýju af augum. Athugum vel, hvar við stönd- um í dag. Og hvar við stöndum á morgun, ef vis veitunr stj.fl. ekki hæfilega ráðningu við kjör- borðiö. Fái þeir óskert fylgi, verðum við fyrr en við vitum af, fjötr- aðir EBE-fjötrum. En þeir eru þann veg úr garði gerðir, að úr þeim losnar enginn. Engin þjóð getur sagt sig úr EBE, þótt líf og tilvera sé i veði. Leið liggur inn en engin út. Og engum heilvita manni get- ur dottið í hug, að EBE verði stjórnað í samræmi við ísl. hags- muni. Hversu ágætir sem full- trúar okkar væra þar, mættu þeir síir lítils. Góðir kjósendur, við getum bæði afsakað og fyrirgefið mis- tök sem stjórnmálamenn okkar gera. Það er ekki ávallt hægt að sjá hvaðeina fyrir. En við verð- unr og hljótum að kippa bæði snöggt og fast í tauma, ef þeir sýna tilhneigingu til að afhenda erlendum auðfélögum i hendur landsréttindi okkar og liísaf- komu. Bölsýnismenn, sem svo hafa misst kjark vegna mistaka, þótt við viðreisn séu kennd, getum við ekki stutt til valda, fyrr en þeir hafa horfiö frá stefnu, sem sýnt er að leiðir til tortímingar Okkur ber að hafa vlnsamleg skipti við allar þjóðir, sem vin- samleg samskipti vilja við okkur hafa Og við verðunr að hafa manndóm til að standa i báða fætur gegn þeim þjóðum. hvort sem er í austri eða vestri, sern sýna vilja yfirgang og ofbeldi — eða seilast eftir auðlindum okk- ar til lands eða sjávar. Núverandi stj.fl. hafa því mið ur þrugðizt þessari höfuðskyldu Við verðum þvl að refsa þeim Hér í Reykjavík ættum við a.a styðja ungan, glæsilegan os drengilegan baráttumann, Einai Ágústsson. Hann hefur sýnt, að mikils má af honum vænta Og við verðum að kappkosta að velja góða menn, sem treysta má til góðra verka. E.Á ER einri þeirra. Einn úr fjöldanum. T f M I N N, sunnudagurinn 9. júní 1963. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.