Alþýðublaðið - 18.11.1927, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 18.11.1927, Qupperneq 2
ALfeÝÐUBUAÐI Ð |ALÞÝÐUBLAÐIÐ[ | kemur út á hverjum virkum degi. | IAfgreiðsla i Alpýðuhúsinu við [ Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. t til kl. 7 síðd. \ Skrifstofa á sama stað opin kl. t i 91,/;—10l/a árd. og kl. 8—9 siðd. ji Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► J (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á | J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 í hver min. eindálka. t Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ! (i sama húsi, sömu simar). Siðabót Kr. A. Kristján Albertsson hóí rit- stjórnarstarfsemi með pví að ger- est umvandari og siðbótarfröm- ■Rður islenzkrar blaðamensku. Það má sjálfsagt gera ráð fyxir, að það Iiafi verið einlæ'gur vilji hans að gera sitt til, að blaðamensk- an yrði prúðari, ráðvandari og heiðarlegri en hún er nú, en sú snurCa hefir hlaupið á öriagaþráð hans að lettda í blaðamenskuvinnu hjá flokki, sem viðgangur hans er undir því kominn, að blöö hans séu óprúð, óráðvönd og óheiðar- leg. Þess vegna hefir Kr. A. ver- ið neyddur til að traðka á sjálf- um sér og „hugsjón“ þeirri, sem hann hefir talið sína. Síðasta dæmið um það, hversu snara auð- valdsins herðist að hálsi honum, er fxásögn „Varðar“ 12. þ. m. af rannsókninni á atkvæðafölsunar- iriálinu vestfirzka. Þar er alveg farið eftir „Vesturlonds“-skeytun- um, sem alllr eru á einu rnáli um að hafi veriö ósæmilega hlutdræg og fjandsamleg réttvísinni. Það á sjálfsagt að gilda sem handa- þvottur Kr. A. af sök hans í hlut- drægninni, 'að þess er að vísu getið, að farið sé eftir ,,Vestur- landi“, en hann vottar þó hlut- drægninni samúð sína með því að geta annara fréttaskeyta af rannsókninni á þann hátt, að ó- kunnir lesendur hljóta að halda, að frásögn „Vesturlands" sé í þvi því einu ábótavant, að af því sjá- ist ekki, að rannsóknardómarinn ha£i sjálfur greitt far sitt tU ísa- fjarðar frá Bolungarvik með 40 kr.(!). Ef þetta þykir ekki lævíslega hlutdrægur frásagnarháttur, vaf- :inn yfirdrepsskap og hræsni, þá er óhætt að fullyrða, að fólk viti ékki, hvað það er, en eftirtektar- vert er, að þetía verður eitthvað hið síðasta, sem Kr. A. sýnir í framkvæmd jreirrar „hugsjónar“ sinnár að gera íslenzka blaða- mensku prúðmannlegri, ráðvand- legri og heiðarlegri. Á þetta, sem erekki nema eitt dæmi af mörgum um það, hversu rauna’.ega aubvaldið hefxr beygt Kr. A , er drepið nú sérstaklega að etns af því, að {>etta verður víst eitthvert síðasta afrek Kr. A. í ,,siðbótarstaríi“ hans. Hann er nú að slep’pa úr þrælkun'inni og á þapn hátt að deyja frá blaða- starfk og þá gildir um hann í þessu efni látnesfea reglan að segja ekki annað en gott um dauðan mann. Frá bæjarstjórnarfundi í gær. Á fátækranefndarfuncli 10. þ. m. bar Sigurjón Á. Ólafsson fram þá tillögu, að rannsakað verði á næsta ári, hvað bygging og rekst- ur barnahælis og gamalmennahæl- is muni kosta, og sé fjárveiting til rannsóknarimiar heimiluð úr bæjarsjóði í fjárhagsáætluninni. Fátækranefndin vísaði tillögunni til fjárhagsnefndar, en ekki hefir hún enn verið tekin ti! umræðu þar. Við umræðu málsins á bæj- arstjómarfundinum vittu jafnað- armenn þá ráðstöfun bæjaxstjórn- aríhaldsins, að lána gamalmenna- hælissjóð bæjarins, 90 þúsund kr„ til dliheimilis einstaklinga og binda hann þar, í stað þess að koma upp elliheimili bæjarins 'sjálfs. K. Z. ýfðist vib og svaraði engu fyrirspurnum, er þar að lutu. Spurði þá Haralclur Guðmunds- son, hvort honum hefði stigið launahækkunin svo til höfuðs, að hann þykist síðan of góöur til að svara fyrirspurnum bæjaTfulItrú- anna. Urðu talsverðar ■ umræður um elliheimilismálið. Samþykt var eftir tillögu fá- tækranefndar að fela borgarstjóra að láta setja upp innvaTpstæki (móttökutæki útvarps) á Selja- landi (fátæklingabústaðnum). 20 mönnum hafði verið veittur ellistyrkur, auk þeirra, er hon- um var áður úthlutað i haust, 25 kr. hverjum. Borgarstjóri skýrði frá, að bú- ið væri að ryðja bátavör hjá Ið- unni. Hinn hlutann af tillögu Ól- afs Friðrikssonar á næsta bæj- arstjórnarfundi áður, að þar verði ger bryggja eða steinkampur, svo að hægt sé að kasta þar upp fiski, hafði hafnamefnd falið hafn- arstjóra að athuga. Staðfest var svofeld samþykt brunamálanefndar: „Brunamálanefndin ákveður, að hvergi megi liggja á almannafæri benzíntunnur, hvort heldur tómar eða með benzíni. Enn fremur á- kveður neíndin, að ekki megi láta benzín úr tunnum í benzingeyma ’á almannafæri á timabilinu frá kl. 10 að morgni til kl. 1 að nóttu.“ 1 sambæidi við þetta mál gat Ól. Fr. þess, að þótt tóbaks- reykingar séu bannaðar í kvik- myndahúsum, þá sé þó rnikið gert iað þeim þar, en það eigi alls ekki að eiga sér stað. Það geri salina óvistlega og auki eldhættu. Fundi var loks skotiö á x gær- morgun í bæjarlaganefndinni, en næst áður kom hún samian ná- lægt máðju sumri. Héðinn Valdi- marason og Stefán Jöh. Stefáns-- son víttu það, hve borgarstjóri kallaði neíndina sjaldan saman, og á fundi nefndarinnar kröfðust þeir þess áður en honum var slit- ið, að aftur yrði haldinn fundur í nefndinni áður en bæjarstjómin kæmi i annað sinn saman á reglu- legan fund. Héðinn kvað borgar- stjóra liggja á þeim málum, er vfsað væri til nefndarinnar, og sið- asta fundinum hefði verið slitið í miðju kafi og fyrir því yrðu að- almálin út undan. St. J. St. benti á, að auk skólanefndarinnar er bæjarlaganefndin eina nefndin í bæjarstjórninni, sem skipuð er á réttilegan hátt, svo að jafnaðar- menn hafi þátttöku að tiltölu, 2 menn af 5, af því að borgarstjóri er ékki sjálfkjörinn í þær nefndir eins og hinar. Þess vegna kyn- oki borgarstjóri sér rneira við að kalla hana saman. Héðinn skoraði á Knút að gæta embættisskyldu sinnar og kalla nefndina á fund, svo að mál þau, er fyrir henni liggja, verði afgreidd. Þeir H. V. ag St. J. St. fluttu tillögu um, að bæjarstjórnin skari á alþingi að samþykkja sams kon- ar frumvarp og það, sem H. V. flutti á síðasta þingi um skyldu- söfnun atvinnuleysisskýrslna. Frumvarpið var birt hér í blað- inu um þingtímann s. 1. vetur. Þingið sendi bæjarstjórninni frv. þetta til umsagnar s. I. vetur, og var því vísað til bæjarlaganefnd- ar. Það konr það ekki íjtt til urnræðu, og' vildi borgarstjóri jafnvel færa það fram til afsök- unar nefndinni, að það hefði aldr- ei verið lagt fram fyrir hana, en H. V. benti á, að K. Z. hafbi haft frumvarpið til athugunar allan tímann, i 8—9 mánuði. Til þess að enginn bæjarfulltrúanna gæti borib því við, að þeir hefðu eldri heyrt frumvarpið, las Héðinn það upp á fundinum. Pétur Magnús- son vildi visa málinu enn til bæj- arlaganefndar. Það var felt. Síð- an var tiJJaga þeirra H. V. og St. J. St. sjálf feld með 8 auð- valdsatkvæðum gegn atkvæðum jafnaðarmannanna 6. Samþ. var að Itaupa Melblett III. Niðurjöfmmamefndin var end- urkosin. Fyrst var Magnús V. Jó- hannesson kosinn af Alþýöulista, en Sigurbjöm Þorkelsson í „Vísi“ og Páll Steingrimsson, ritstjóri „Vísis“ af Burgeisalista, en f'elix Guðmundsson (á Alþýðulistan- um) og Pétur Zóphóníasson (á B-Iista), fengu jöfn atkvæði, en Pétur komst að á hlutkesti. Otdráttur fór fram á einu skuldabréfi af Lauganessláni, og kom upp nr. 40, og á 5 skulda- bréfum af baðhússláni, og voru dregin nr. 38, 39, 40, 48 og 58. Á skóIanefndarfunrJi 8. þ. m. var samþykt: „Skólanefndin beinir því til fjár- hagsnefndar, að hún athugi, hvort ekki muni fært að taka- upp á fjárhagsáætlun fyrir árið 1928 50 —100 þúsund króna f járveitingu til byggingar nýja bamaskólans." Málið hefir enn ekki verið tekið fyrir í fjárhagsnefndirini. — K. Z. kvað gert ráö fyrir því, að kjaliari skólans sé reistur í ár, hæðir hússins næsta ár, en full- gerður verði skólinn árið 1929. K. Z. lagði fjárhagsáætlmi bæj- arins fram til fyrri umr. næstum þegjandi, eins og hann hefir verið vanur. Haraldur Guðmundsson kvað réttara, að borgarstjóri breytti þeim hætti og skýrði á- ætlunina þá þegar fyrir bæjar- stjóminni. Benti Haraldur á, að- útsvörin eru sífelt að verða meiri og meiri hluti af tekjum bæjar- sjöðsins, en nú hefir úrskurðar- valdið um útsvatskærur verið dregið úr höndum bæjarstjórnar og fengið yfirskattanefnd. Benti hann á grein Magnúsar V. Jóhann- essonar niðurjöfnunarnefndar- manns, sem birtist hér x blaðinu á þriðjudaginn var, og þann ójöfn- uð, sem af því ieiðir, ef skatt- svikurum er hlíft. Bentu þeir ól. Fr. á nokkur merk atriði bæjar- stjórninni til athugunar í sam- bandi við fjárhagsáætlunina. M. a.. spurði Haraldur um, hvernig á því stæði, að stöðugt yrði meira og meira tap á grjótnámi bæjarins og hvernig stjórnnini á því væri varið. K. Z. kannaðist við, að þar væri eitthvert ólag á ferðum, sem athuga þyrfti nánara. Þessar ræð- ur urðu tii þess, að hann skýrði fjárhagsfrumvörpin dálítið. Har- aldur benti m. a. á, að nú hækka útsvörin um á priðja hundrað þúsxxnd kr. vegna vangreiddra-út- svara frá 1926. K. Z. kvað 970 þúsund kr. nú vera greiddar af þessa árs útsvörum og séu það betri heimtur en í fyrra. I fjárhagsáætlun hafnarinnar er gert ráð fyrir 50 þúsund kr. til kaupa á dráttarbát og ísbrjót. Einnig er þar gert ráð fyrir, að Vitatorgsviti verði færður sökum þess, hve erfitt er að greina hann þar, sem hann er nú, og að nýtt grunnmerki (dufl) verði reist á. Akureyjarrifi. Síðast fór fram 2. umr. um breytingu á skipun fátækrafull- trúanna. Hafði borgarstjöri bætt mokkuð orðalagið á tillögu meiri. hlutans og breytt því eftir tillögu Hallbjamar Halldórssonar, en að- alatriðið var óbreytt: Borgarstjóri skipi sjálfur fátælcrafulltnxana. í þessu formi flutti borgarstjóra- hluti fátækranefndarinnar tillög- una nú. Hallbjörn brýndi fyrir bæjarfuUtrúunum að athuga vel,. ao samkvœmf peirri tillöcju eru fátœklingarnir alveg ofurseldir: einrœdi borgarstjóm. St. J. St. kvaðst hafa í hyggju að hreyfa í bæjarlaganefndinni nokkrum breytingum á bæjarsamþyktinni... Færi bezt á, að þetta mál væri ekki tekið út úr, heldur yrði það athugað ásamt öðrum væntanleg- um breytingum á henni. Lagði hann til, að Jrví yrði frestað til næsta fundar, og kæmi það til nánari athu'gunar í bæjarlaga- nefnd. Sú tillaga var feld með 7 atkv. gegn 6 (Alþýðuflokksins) og tillaga meiri hlutans síðan sam-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.