Alþýðublaðið - 03.06.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.06.1941, Blaðsíða 2
>KE>JUDAGiNN 3. JÚMÍ 1941 Á HVEBFANDA HVELI (@oiae with tise wiaid) Sfærsfa og glæsilegasfa skáldrlf, sem n©fl® iieflr w©rlll út á ðsiandi. BélIM, sem náði| sölumeti í Ameríku, er hún kom út^[og seldist í tugþúsund- um á Norðurlöndum á örfáum mánuðum. BéKIM, er svo hrífandi|og áfeng, að fágætt, er, og aðsóknin að filmunni, sem gerð er eítir henni virðist vera óstððvandi. Bókin kemur út í heftum, [6 arkir hvert og »• -rJíwnM* . í- . Tntr— ,n kostar heftið kr. 5,50, Þrjú fyrstu heftin eru komin og svo kemur 1 hefti á 10-15 daga fresti. Þeip, sem kanpa keftin, geta feragið í Jiaost ódýr Mndi fyrir IHl heftin. Taklð þessa bók með yður í sveitina. Verið búin að lesa / i hana áður en filman kemur í HVERFANDA HVELI undlrtektirnab Á NORÐURLÖNDUM Frh. af 1. síöa. mu. En forystumenn .í stjórn- málum Dana hefðu þá reynt að gera lítið úr þessum yfirlýsing- mn, eins og þær hefðu enga þýðingu. „Sannleikurinn er þó sá, að þó að ekki hefði komið til neinnar stórveldastyrjaldar, myndi ísland nú hafa krafizt endurskoðunar á sambands- lagasáttmálanum. Og það, sem eftir hefði orðið af honum eftir þriggja ára reiptog, hefði áreið- anlega ekki verið þess virði, að neitt veður væri gert út af því. Það er því réttast, að taka þeim samþykktum, sem alþingi hefir nú gert, með viðeigandi ró.“ Knud Berlin lætur að end- ingu þá skoðun í Ijós, að í raun og veru séu sambandslögin nú Allar stærðir ávalt éeÝUUST í firetfisBStD 57 Simi 284® 1 iti A-**— — — w A. lengur í gildi (suspenderet), þar eð 1. og 7. greiri þeirra hafi ekki staðizt. Niels Hieisea veaar að is iaiiffiii leriirlSaðia. Niels Nielsen prófessor, hinn þekkti jarðfræðingur, sem mörgum er að góðu kunnur hér, segir: „Ég myndi skoða það sem mikla ógæfu, ef ísland veikti eða sliti þau bönd, sem tengja það við önnur Norðurlönd. En þegar á þessu augnabliki ekki ég vona, að það haldi áfram að fylgja þeim.“ ttki verlð hreyit vlS staios qae. „Berlingske Tidende” segja í ritstjórnargrein um samþykkt- ir alþingis, að í raun og veru hafi ekki verið hreyft við status quo með þeim, því að ísland lýsi því yfir, að það telji ekki enn tímabært að slíta samband- inu formlega. Kosning ríkis- stjóra sé ekki annað en prakt- ísk ráðstöfun. Blaðið lítur svo á, að stefná Jónasar Jónssonar, sem miði að algerum sambands- slitum, hafi í raun og veru beðið ósigur við samþykktir al- þingis. En þær séu hins vegar dönskum íslandsvinum ekkert gleðiefni. Blaðið segist þó vona, að þau bönd, sem tengja bæði löndin saman, verði ekki að fullu sundurslitin. Sam- bandið milli íslands og Dan- merkur sé báðum til gagns og þýðingarmikill þáttur í hinni norrænu samvinnu, en það ai- varlega ástand, sem nú hafi skapazt, hafi sízt dregið úr gildi hennar. Hotað tér erfcðleika Dan nerkar, seglr Bðrsea. Þ. 24. maí, eða viku eftir að alþingi gerði samþykktir sínar í sjálfstæðismálinu, höfðu dönskum blöðum borizt ís- lenzkar blaðagreinar síðan í marz og apríl um sjálfstæðis- málið. Strax daginn eftir, þ. 25. maí, létu mörg dönsk blöð í ljós vonbrigði yfir samþykktum al- þingis og þó sérstaklega yfir því, að þær skyldu hafa verið gerðar meðan eins væri ástatt og nú. Þannig skrifar t. d. „Börsen“: „Það spor, sem alþingi hefir stigið, vekur mikinn sársauka. Við höfðum ekki getað hugsað okkur þann möguleika, að Is- land notaði sér erfiðleika Dan- merkur til þess að segja skilið við hana. Skírskotunin til van- efnda á sambandslagasáttmál- anum af hálfu Danmerkur er líka mjög vafasöm, þegar litið er á það nauðungarástand, sem Danmörk á nú við að búa. Með tilliti til þess verður ekki ann- að en viðurkennt, að danska stjórnin sé saklaus að því, hvernig komið er. ísland er líka hernumið land. Þess vegna hefði átt að mega vænta þess, að það tæki meira tillit til þess, hvernig ástatt er fyrir Dan- mörku, án þess þó að það fyrir- gerði á nokkurn hátt sjálfsá- kvörðunarrétti sínum.“ Hversvegna yiirifsiii nm lfivelli ná legar? „Nationaltidende“ segja: „Það, sem ísland hefir á- kvarðað, er í raun og veru ekki annað en það, að áskilja sér öll réttindi, en að halda hins vegar sambandið til ófriðarloka. Engu að síður vekur það form, sem ákvörðuninni hefir verið val- ið, nokra undrun í Danmörku. Danmörk vill ekki hindra ís- land í því, að ráða sér sjálft. En við skiljum ekki, hvers vegna ísland lýsir nú þegar yf- ir þeim vilja sínum að verða lýðveldi, þar eð.svo virðist, sem •uppsögn sambandslagasáttmál- ans samkvæmt þeim ákvæðum sambandslaganna, sem þar um fjalla, ætti að fara á undan slíkri yfirlýsingu.“ „Berlingske Tidende“ láta þá skoðun í ljós, að það hafi verið unnið til samkomulags milli stjómmálaflokkanna á ís- landi, að láta alþingi gera slík- ar samþykktir, en það geti að vísu ekki nema að litlu leyti dregið úr vonbrigðum manna í Danmörku, ef það þá einu sinni geti það. Blaðið segir einnig, að það sakni yfirlýsingar af hálfu íslands um það, að það ætli sér framvegis eins og hing- að til að varðveita þau tengsl, sem halda því við Norðurlönd. „Politiken“ segir, að sú stað- reynd út af fyrir sig, að ísland óski þess að nota sér endur- skoðunarákvæði sambandslaga- sáttmálans, geti ekki komið neinum á óvart. En hið mjög svo ákveðna (kategoriske) orða- lag alþingissamþykktanna veki undrun. Dönsk blöð utan Kaupmanna hafnar eru sögð hafa bift svip- uð ummæli, en þó yfirleitt heldur mildari í tón. Bræðralagið framvegis eioa feandið. Blöðin í Svíþjóð hafa yfir- leitt farið velviljuðum orðum um samþykktir alþingis í sjálf- stæði&málinu. (F.rh. á 4. sí'ðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.