Tíminn - 11.06.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.06.1963, Blaðsíða 13
MINNING ÁSGEIR JÚNSSON frá Gottorp Vlmir minn, merkisbóndinn Ás- 'geir frá Gottorp er horfinn af sjónarsviðinu. Hann lézt að heim- ili sínu Leifsgötu 24 í Reykjavik að morgni uppstigningardags þann 23. maí s.l. á 87. aldursári. Eg þekkti Ásgeir í Gottorp af afspum frá því ég var lítill dreng- ur og dáði hann fyrir afrek hans sem fjárræktarmanns, en fundum okkar bar ekki saman fyrr en hann var kominn á sjötugsaldur og ég þá orðinn sauðfjárræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís- iands. Kynni okkar síðan hafa orðið því meiri og betri. Síðustu 17 árin hötum vig verið nágrann- ar og tíðir gestir á heimili hvors annars. í þessum fáu minningar- og kveðjuorðum verður stiklað á stóru um ætt og æskuár Ásgeirs. Aðrir munu lýsa þeim þáttum. Ásgeir var fæddur að Þingeyr- um 30. nóvember 1876. Að honum stóðu ágætar ættir. Faðir hans var hið gáfaða glæsimenni Jón Ásgeirsson Einarssonar á Þingeyr um, en móðirin Signý Hallgríms- dóttir af þingeyskum bændaætt- um. Bamsskónum sleit Ásgeir í Skagafirði. Frá tveggja til þrett- án ára aldurs var hann með móð- ur sinni á Mælifelli hjá hjón- unúm séra Jóni Sveinssyni og konu hans, Hólmfríði Jónsdóttur frá Reykjáhlíð, sem var frænka Ásgeirs. Þeim Mælifellshjónum, ekki sízt Hólmfríði, unni Ásgeir mjög og til hinztu stundar naut hann þess með óblandinni ánægju að rifja upp bernskuminningar frá Mælifelli. Frá því um fermingu fram á þrítugsaldur dvaldi Ásgeir á ýms- um stöðum á Norðurlandi, ýmist hjá vandalausum eða hjá móður sinni og stjúpföður, Dýrmundi Ól- afssyni, en þau hjón bjuggu i Litla dalskoti í Lýtingsstaðahreppi um nokkurra ára bil, en þar lézt Dýr mundur eftir fáira ára hjúskap. Á þessum árum vann Ásgeir að öllum venjulegum sveitastörfum og þótti snemma ágætur skepnu- Iiirðir og snjall hestamaður. Tuttugu og sex ára gamall fór Ásgeir í Hólaskóla og stundaði þar nám í tvo vetur. Var það sú eina menntun, sem hann naut, auk eins vetrar dvalar hjá Sigurði bónda Jónssyni í Yztafelli árið eftir fermingu, en þar þurfti hann jafnframt náminu ag vinna fyrir sér. Vorið 1908 hóf Ásgeir búskap i Gottorp og var móðir hans bústýra. Hann tók jörðina á leigu, enda voru efnin því nær engin. Bústofn inn var 19 leiguær, er móðir hans átti, 1 kýr og þarfahestar. Honum búnaðist vel i Gottorp, enda var Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauð- arárporti fimmtudaginn 13 þ.m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna Mann vantar til starfa í vörugeymslu vora að Hverfisgötu 52 nú þegar. Upplýsingar á staðnum. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Afgreiðslustarf Röskur maður óskast til afgreiðslustarfa, nú þeg ar eða 1. júlí. Upplýsingar í síma 1500. KefJavík. Kaupfélag Suðurnesja jörðin notadrjúg, þótt hún sé iítil. Skömmu eftir, að Ásgeir fllitti þangað, tókst honum að kaupa jörð'ina, með því að fá lán hjá efnabændum, sem treystu hon um. Árig 1911 kvæntist Ásgeir eftir- lifandi konu sinni, Ingibjörgu Bjömsdóttur frá Vatnsenda í Vestunhópi. Þau hjónin bjuggu í Goftorp til ársins 1942. Þau Ásgeir og Ingibjörg gerðu fljótt garðinn frægan, og áttu þar bæði óskiptan hlut að. Hann sléttaði og stækkaði túnið og bætti jörðina á ýmsan hátt eftir því, sem tækni þess tíma leyfði. Hann stækkaði búið, þótt það yrði aldrei stórbú, enda leyfði stærð jarðarinnar það ekki. En búig var arðsamt. Ásgeir var mikill fjárræktarmaður* Hann hafði glöggt auga fyrir því hvernig kostakindur ættu að vera byggðar, vissi um kosti og galla hverrar kindar í hjörð sinni, og notaði sér það vi® val og ræktun fjár- ins. Auk þss var hann snilldar • fjárhirðir, natinn og umhyggju- samur um líðan hverrar skepnu. Á fáum ámm tókst honum að rækta upp kostamikinn fjárstofn, Gottorpsféð, sem breiddist ört út um flestar sýslur landsins, þó mest um Hiinavatnssýslur, Skagafjörð, Borgarfjörð og Dalasýslu. Fyrir fjárræktarstarfið varð Ásgeir í Gottorp landskunnur. Heimilið í Gottorp varð einnig mjög rómað af öllum, sem því kynntust, en þeir vora margir, sem kræktu úr þjóðbraut til að gista þau góðu hjón í Gottorp. Þar fór saman frábær umgengni jafnt utanhúss og innan og gestrisni, sem ein- Kenndist af alúð, hlýju og höfð- íngslund þeirra hjóna. Asgeir í Gottorp var mikilúðieg- ur persónuleiki, glæsimenni að vallarsýn, ágætum gáfum gæddur og hverjum manni ógleymanlegur, sem kynntist honum. Hann var listhneigður og unni allri fegurð í náttúrunnar ríki, jafnt í dauðum Augiýsing um skoSun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist að aðalskoð- un bifreiða fer fram, sem sér segir: Fimmtudaginn 13. júní J—1 til J—50 Föstudaginn 14. júní J—51 til J—100 Þriðjudaginn 18. júní J—101 til J—150 Miðvikudaginn 19. júní J—151 og þar yfir Bifreiðaskoðunin fer fram við lögreglustöðina of- angreinda daga frá kl. 9—12 og 13—15,30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög nr. 3 frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir því að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið séu í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt umferðarlögum nr. 26 frá 1958 og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna mér það bréflega. Athygli er vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu vera læsileg og er þeim er þurfa að endur- nýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera það nú þegar. Skoðunardagar fyrir bifreiðar skrásettar JO verða auglýstir síðar. Athuga ber, að þeir er hafa útvarpsviðtæki í bif- reiðum sínum, skulu hafa greitt afnotagjöld þeirra, áður en skoðun fer fram. Þetta tilkynnist öllum er hlut eiga að máli. ihjutum og lifandi verum. Ilið næma Hstræna auga hans og feg- urðardýrkun samfara hagsýni, áttu tvímælalaust mestan þátt í því, hve giftusamlega honum tókst fjárræktarstarfið. Ásgeir var ljóð- eiskur og hagmæltur og frábær hestamiaður. Hann átti afburða gæð inga, ætíð stríðaida og vel með farna á alla lund. Þekktastur þeirra var Blesi, sem hann lýsir vel í Horfnir góðhestar, og heygð ur er í Gottorp. Þrátt fyrir önn búsins, gaf Ásgeir sér oft tíma til útreiða, stundum í önnur héruð til að heimsækja vini og kunningja, sem hann átti marga, ekki sizt í Skagafirði. Flesttr eldri Húnvetn ingar og Skagfirðingar muna, að enginn meðalmaður var á ferð, þar sem Ásgeir í Gottorp reið um héruð á Blesa. Ásgeir var mikill gleðimaður. Hann naut sín bezt í hópi ljóð- elskra hestamanna og þótti ekki spilla fram efttr ævi, þótt Bakk- us væri með í þeim félagsskap. Framhald á 15. síðu. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 7. júní 1963 Björn Ingvarsson KEFLVÍKINGAR — NJARÐVÍKINGAR Viljum ráða síldarstúlkur á söltunarstöðina Haf- silfur Raufarhöfn. Upplýsingar hjá Sumarliða Larussyni, sími 1697, Keflavík í dag frá kl. 1 til 6 e.h. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa, hálfan daginn. Upplýsingar í síma 36863 eða verzluninni ___________ Verzlunin MÖRK, Kópavogi Ódfr utanlandsferð KEFLAVÍK — MALMÖ — KEFLAViK 15. júlí—26. júli Flogið frá Keflavíkurflugvelli hinn 15. júlí til Malmö í Svíþjóð. Heimferð frá Malmö til Keflavíkurflugvallar 28. júlí Báðar leiðir verður flogið með DC 6 B flugvél frá sænska flugfélaginu TRANSAIR SWEDEN. Verð kr. 4.800.00 báðar leiðir. Frekari upplýsingar í síma 1-62-48 SKRIFSTOFA SKEMMTIKRAFTA Fétur Pétursson — Sími 1-62-48. TÍMINN, þriðjudaginn 11. júní 1963 — I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.