Tíminn - 11.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.06.1963, Blaðsíða 14
verja. Sem siik nær hún emnig til allra kristinna Þjóðverja/1 Vor- ið 1938 tók Marahrens biskup loka skrefið í þá átt að skipa öllum prestum í biskupsdæmi sínu að sverja foringjanum persónulega hollustueið. Á skömmum tíma sór stór hluti mótmælendaklerka e^ðinn, og skuldbatt sig þannig löglega og siðferðilega til þess að hlýða skipunum einræðisherrans. Það væri villandi að gefa í skyn, að ofsóbnir na'ústaríkisins gegn mótmælendum og kaþólikkum hafi fengið mikið á eða svo mikið sem hreyft við meiri hluta þýzka þjóðaráinar. Það gerðu þær ekki. Þjóð, sem hafði svo léttilega af- salað sér stjórnmálalegu, menn- ingarlegu og efnahagslegu frelsi sínu, var ekki að hugsa um að deyja, að örfáum undanskildum, eða svo mikið sem hætta á það að verða varpað í fangelsi til þess eins að hafa leyfi til þess að til- biðja guð sinn. Það, sem reglulega hafði áhrif á Þjóðverja á árunum tnilli 1930—40 var, hversu vel Hitler heppnaðist að útvega mönn um atvinnu, koma á velmegun, endunreisa herstyrk Þýzkalands, og hvernig hann vann hvern sigur inn á fætur öðrum í utanríkis- pólitíkinni. Það voru fáir Þjóðverj ar, sem urðu andvaka vegna hand- taka nokkur púsunda presta ka- þól'skra og mótmælenda eða deil- an innan ýmissa mótmælenda- flokka, og enn færri stöldruðu við til þess að hugleiða, að undir stjórn Rosenbergs, Bormanns og Himmlers, sem studdir voru af Hitler, hafði nazistastjórnin ætlað sér smátt og smátt að leggja krist- indóminn í Þýzkalandi í rúst, ef hægt væri, og innleiða í hans stað hinn gamla heiðindóm og átrúnað i forna germanska guði og nýjan heiðindóm öfgamanna nazismans. Eins og Bormann, einn af nánustu samstarfsmönnum Hitlers sagði opinberlega 1941, „Þjóðernissósí- alismi og kristindómur eru ósam- ræmanlegir.“ í stefnuskrá „þjóðríkiskirkj- unnar“, sem vrr í þrjátíu grein- um kom skýrt j ljós, hvað Hitl'ers- sfjórnin hafði í huga fyrir Þýzka- land. Það var Rosenberg, sem gerði þessa stefnuskrá í stríðinu, en hann hafði m.a. með höndum starf „Fulltrúa foringjans í málum um alla menningar- og heimspeki- lega menntun og kennslu fyrir Þjóðerni|ssósíalistaflokkinn.“ Nokkrar hinna þrjátíu greina greina sýna höfuðatriðin; 1. Þjóðríkiskirkja Þýzkalands krefst afdráttarlaust einkaréttar og algjörs valds til þess að stjórna öllum kirkjum innan landamæra ríkisins: hún lýsir þessar kirkjur þjóðkirkjur þýzka ríkisins. 5. Þjóðkirkjan er ákveðin í að útrýma óriftanlega . . . hinum er- lendu og undarlegu kristnu trú- arbrögðum, sem fluttust til Þýzka lands hið illsvitandi ár 800. 7. Þjóðkirkjan hefui enga menn til þess að útskýra hin nelgu lög, eins og þá, sem Gyðingar hafa, presta, djákna eða kaþólska presta, heldur þjóðríkisræðumenr, sem tala munu í kirkjunum. 13. Þjóðkirkjan krefst þess, að þegar í stað verði hætt við útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar í Þýzka- landi. 14. Þjóðkirkjan lýsir því yfir, að ákveðið hafi verið að í henpar augum, og þá um leið þýzku þjóð- arinnar, sé Mei.n Kampf foringj- ans mest allra ritverka. Hún . . . innihaldi ekki einungis mestu heldur nái hún til hreinustu og sönnustu siðfræðikenninga líðandi stundar og sömuleiðis fyrir fram- tið þjóðar okkar 18. Þjóðkirkjan mun hreinsa burtu af öl'turum sínum alla krossa, Biblíur og dýrlingamyndir. 19. Á ölturunum má ekkert vera nema Mein Kampf (þessi bók er þýzku þjóðinni helgust allra bóka, og því er hún það einnig fyrir Guði) og vinstra megiin vi.ð altarið skal vera sverð. 30. Á stofnunardegi hennar herður að flytja hinn kristna kross úr öllum kirkjum, dóm- kirkjum og kapellum . . . og í stað hans skal koma hið eina ósigrandi tákn, swastikan. Áhrif nazismans á menninguna. Að kvöldi 10. maí 1933 um það bil fjórum og hálfum mánuði eftir að Hitler var gerður að kanslara, gerðist það í Berlín, sem ekki hafði gerzt í hinum vestræna heimi frá því einhvem tíma seint á miðöldum. Um miðnætti end- uðu stúdentar blysför sína á torgi Unter den Linden, andspænis Berl ínarháskólanum. Blys voru lögð að stórum haug bóka, sem þar hafði verið safnað saman, og þeg- ar logarnir fóru að sleikja þær, var varpað á bálið enn fleiri bók- um, þar til um tuttugu þúsund höfðu verið brenndar. Svipaðir at- burðir áttu sér stað í nokkrum öðrum borgum. Bókabrennurnar voru byrjaðar. Margar þeina bóka, seni hinir fagnandi stúdentar vörpuðu á eld- inn þetta kvöld í Berlin, á meðan dr. Göbbels fylgdist ánægður með, höfðu verið ritaðar af heimsfræg- um mönnum. Af þýzkum höfund- um má nefna: Thomas og Hein- rieh Mann, Lion Feuchtwanger, Jakob Wassermann, Arnold og Stefan Zweig, Erich Maria Re- marque, Walter Rathenau, Albert Einstein, Alfred Kerr og Hugo Preuss, sá síðastnefndi var einmitt fræðimaðurinn, sem gert hafði uppkastið að Weimarstjórnar- skránni. En það voru ekki ein- ungis verk heillar tylftar þýzkra rithöfunda, sem brennd voru. Allmargir erlendir höfundar fengu einnig að fylgjast með: Jack London, Upton Sinclair, Hel- en Keller, Margaret Sanger, H. G. Wells, Havelock Ellis, Árthur Schnitzler, Freud, Gide, Zola Proust. Svo notuð séu orð stúdent anna sjálfra, var hver sú bók dæmd í logana, „sem hefur skað- vænleg áhrif á framtíð okkar eða sneiðir að rótum þýzkrar hugs- unar, þýzkra heimila og þess afls, sem knýr þjóð okkar áframj' Dr. Göbbels, hinn nýi áróðurs- láðherra, sem áttl eftir að setja þýzika mönnángu í spennátreyju nazismans, ávarpaði stúdentana, á maöan hinar brennandi bækur urðu að ösku. ,Sál þýzku þjóðiarám ar getuf nú aftur tjóð slg. Þessdr logar lýsa ekki einungis upp enda lok gamals tímabils. Þeir lýsa einnig upp hið nýja.“ Hi.ð nýja nazistatímabil þýzkr- ar menningar yar ekki aðeins upp ljómað af bókabrennum og aðferð- um til að afnema sölu eða útláu úi söfnum hundraða binda og við að gefa út margar nýjar bækur, sem var enn áhrifaríkara, þótt það væri ef til vill ekki jafn tákn- rænt, heldur einnig með svo ströngu eftirliti með menning- unni, að engu líktist því, sem þjóðir í Vesturlöndum átt'u að venjast. Þegar 22. september 1933 hafði verið komið á fót, samkvæmt lögum, menntamálaráðuneyti und- ir stjórn dr. Göbbels. Takmark þess var ákveði.ð í lögunum um 'Starfsemi þess, og hljóðuðu svo: „Til þess að framkvæma stefnu um þýzka menningu, er nauðsyn- legt að safna saman hinum skap-. andi listamönnum á öllum sviðum í sameinaðan félagsskap undir for ystu ríkisins. Ríkið á ekki einungis að ákveða, hvernig framfarimar verða, andlegar og trúarlegar, heldur leiði það einnig og skipu- leggi atvinnugreinarnar.“ Sjö undirráðuneyti voru sett upp til þess að leiðbeina og stjórna öllum greinum menntngar lífsins: Ráðuneyti fyrir listir, tón- list, leikhús, bókmenntir, blöð, út- varp og kvikmyndir. Allir þeir, sem störfuðu í þessum greinum voru skyldaðir til þess að ganga í hvert sitt ráð, en ákvarðiainir þess og leiðbeiningar jafngiltu lögum. Meðal annars höfðu ráðin völd til þess að reka — eða neita 20 við ræddumst við um leið og ég réttí henni sígaretturnar. Það var einnig önnur ung stúlka hér, bandarísk stúlka að nafni Laura Meadows. Þú verður að taka mig trúanlegan. Það, sem okkur fór á milli var aðeins lítilvægt hjal, rétt eins og þegar fiskimenn tala um veðrið.“ „En fiskimenn álíta ekki veðrið lítilvægt umræðuefni", sagði Don Julio, brosandi. „Já, já, já, ég veit,“ sagði hann og fórnaði hönd- um. „Þú tókst bara svona til orða. En það er ekki alltaf, sem maður gerir sér fulla grein fyrir, hvað maður er að segja." „Jæja, nú hefur þú yfirheyrt mig,“ sagði Beecher. „Hvernig er hennar útgáfa?“ „Hún er á þessa leið. Hún kom hingað til þess að fá lánaðar sígar- ettur. Þú varst vingjarnlegur að vanda og lánaðir henni þær. En þú sagðir henni jafnframt, að þú sagði hann og lyfti upp sjerrí- flöskunni. „Spánskt aperitíf. Toll- merki B. Síðastliðið hálft ár hef ég ekki átt dropa af viskíi í hús- inu. Spurðu vini mína. Ég drekk Fundador. Ef ég hefði öll þessi dularfullu sambönd, þá hl'yti að vera ' einhver sönnunargögn að finna hér í húsinu, ekki sat't? Hvaða djöfuls dyntir hafa dottið í stúlkuna?“ Don Julio hló að honum. „Þú sannfærir mig fullkomlega, vinur minn. Ég verð að játa, að ég trúði aldrei orði af því, sem hún sagði. En af hverju laug hún? Það skil ég ekki.“ „Hvað ætlarðu að gera í mál inu?“ „Þið voruð áreiðanlega hvorki annað né meira en góðir kunn- ingjar?“ „Alls ekki meira“. Beecher hristj höfuðið ákveðinn. „Ég skal játa, að þetta gæti litið út eins og hefnd afbrýðisamrar ástmeyjar, en þannig er það nú einu sinni ekki.“ „Eg ætla að tala betur við hana,“ sagði Don Julio. „Og er það allt og sumt.“ Don Julio brosti. „Stundum get ég verið mjög strangur." „Leyfðu mér að tal'a við hana fyrst", sagði Beecher. „Af hverju?“ „Það veit ég fjandakprnið ekki.“ Hann var sjálfur hissa á bóninni. „Kannske hefur hún horn í síðu mér út af einhverju, sem ég veit ekki, hvað er; einhverju, sem henni finnst hún þurfa að hefna“. „Ja, það er hægt að hefna sín á ýmsa vegu. Bæði löglega og ólög- lega. En hins vegar ber ég ábyrgð á, að hún læri að þekkja muninn“. „Leyfðu mér að tala við hana fyrst. Gerðu mér þann vinar- greiða, Don Julio.“ „Hvað heldurðu að þú græðir á því?“ „Eg býst við, að hún standi inni á skrifstofunni þinni eftir klukkutíma og dragi kæruna til baka. Væri það ekki í þína þágu?“ Don Julio yppti öxlum. „Ef til vill. En skrifstoía mín er enginn staður til að leysa á persónulegar ýfingar. Það er opinber skrifstofa og hefur hvorki hjarta, sál eða kímnigáfu.“ „Ég spyr þig. ekki skrifstof- una.“ „Gerðu þig þá ánægðan með, að hún dragi kæruna til baka?“ „Fullkomlega. Ég hugsa, að þetta sé ckki annað en fljótfærni og taugaveiklun.“ „Gott Ég skal gefa þér tæki- færi. En ef ég verð ekki búinn að heyra frá henni eftir klukkutíma, geri ég henni sjálfur hcimsókn.“ hefðir sambönd í Tangier og Gí- I braltar, og þaðan fengirðu til sölu viskí og tóbak í stórum stíl, Þú sagði henini áð þú hefðir átt í þess- ; ari verzlun í tvö ár og gætir út- | vegað henni og Don Willie, eða i vinum hennar þessar vörur við | lágu verði. „Don Julio krosslagði fætunna og saup á drykknum. „Hún hefur skrifað undir kæru- skjalið, Mike.“ i „Já, sem sagt, hún lýgur. Og hvað er næsta skref réttvísi.nnar í málinu. Hef ég sönnunarbyrðina?“ „Nei, auðvitað ekki. En ég verð í að rannsaka málið.“ I „Þá skulum við ekki eyða tím- i anum í óþarfa. Gerðu húsrann- sókn, ef þig langar til. Yfirheyrðu 'griðkonurnar. „Beecher tók upp pakka af Bisontes, sem lá á borð- 1 inu. „Líttu á þetta!" sagði hann hneykslaður. „Spánskar sígarettur. Tollmerki A. Og hvað með þetta?“ llitið á Msbánaðmn hjá okkurl ekkert heimili án húsbúnaðar samband húsgagna framleiðenda laugavegi 26 iimi 20 9 70 TÍMINN, þriðjudaginn 11. júní 1963 __ t: :* ‘ V liiU.U.4. Í.J. ,V J' t'« ’ i' V:.-0 ,/\ Á-'V'j'W I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.