Tíminn - 16.06.1963, Side 6

Tíminn - 16.06.1963, Side 6
að á góðærlstlmtun, hafl tap- að í kosningum, hversu léieg, sem hún hefur verið. Óánægj una með stjómarstefnuna má bezt marka á þvi, að Fram- sóknarflokkurinn vttumr á, þrátt fyrir þessar aðstæður. Hvað gerir stjómin? Eftir er nú að sjá, nvemlg ríkisstjórnin notar þann velka meirihluta, sem hún hefur fengið. Stjómarblöðin segja, að hún eigi að nota hann til að fylgja áfram óbreyttri „við reisnarstefnu". Það er þó al- ger rangtúlkun á úrslitunum, elns og bent er á hér að fram- an, þvi að ella hefði ekki helzti stjómarandstöðuflokk- urinn unnið á. Frambj óðend- ur stjómarflokkanna munu líka hafa fundið það glöggt í kosningahríðinni, að liðs- menn þeirra vora ekki að votta kjaraskerðingarstefn- unni fylgl með því að styðja þá áfram, heldur gerðu það miklu fremur í trausti þess, að haldið yrði á kjaramálun- um á annan og réttlátarl hatt en að undanfömu. Enn meiri misskilnlngur er það, sem kemur fram í Stak- steinum Mbl. í fyrradag, að stjórnarflokkarnir hafi feng- ið umboð til að fylgja fram „stefnu sinni í EBE-málinu“? Hvaða stefnu? mun mörg- um spurn. Stjómarflokkamir sögðu ýmist, að málið værl úr sögunni, eða að enginn mun- ur væri á tolla- og viðskipta- samningi og aukaaðild Stjórn arflokkarnir hafa því ekki fengið umboð til að aðhaf- ast hér neitt meira en feist í tolla- og viðskiptasamningi. Jákvætt aðhald Það er hlutverk stjórnarand stöðuflokks að veita ríkls- stjórn jákvætt aðhald Þetta gerði Framsóknarflokkurinn á seinasta kjörtímabili. Vegna þess hefur þjóðin nú vottað honum aukið traust. Fram- sóknarflokkurinn mun gera sitt tíl þess að sýna í verki, að hann haf' átt þetta traust skilið. Hann mun gera sitt bezta til þess að skapa ríkis- stjórninni jákvætt aðhald. Hann mun vera á verði ef ríkisstjórnin grípur tll kjara- skerðingaraðgerða eða neitar launþegum um réttmætar kjarabætur. Hann mun standa fast með verkalýðs- samtökunum, ef tilraun verð- ur gerð til að skerða réttlndi þeirra. Hann mun fylgja því fast fram, að landbúnaðurinn njóti jafnréttis við aðra at- vinnuvegi. Hann mun berjast fyrir því, að unga íólkið fái bætta aðstöðu til að stofna heimili og njóta hæfileíka sinna. Hann mun ekki sízt vera á verði, ef ríklsstjórnín er undanlátssöm í skiptum við erlent vald og auðfélög. eða vinnur að innlimun í stór- ríkjabandalög. Baráttan fram undan getur átt eftir að vetða hörð, en mest fer það þó eftir því, hverníg ríkisstjórnin b~ld ur á málum. UM MENN OG MÁLEFN Síldveföarnar nyrSra eru aS hefjast Ofl þykfa veiSlhorfur Allir hafa sigrað Það er kostur við kosning- ar, að flestir eða aliir telja sig hafa sigrað eftir að úrslit- in era kunn. Sumir telja sig hafa unnið raunverulega sigra, en aðrir reyna bæði að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að þeir hafi unnið svokall aða varnarsigra. Það á að þýða það, að þeir hafa tapað minna, en þeir sjálfir og aðr- ir bjuggust við. Þannig telur t.d. Alþýðu- flokkurinn sig hafa unnið vamarsigur í þessum kosning um, þ.e. tapað minnu en bú- izt var við. Þetta er ekki fjarri lagi að vera rétt. Svo fullkom lega hafði Alþýðuflokkurinn brugðizt fortíð sinni og stefnu á hinu nýlokna kjörtimabili, að hann átti skilið að tapa miklu. Sj álfstæðismenn komu hins vegar til hjálpar og veittu flokknum liðveizlu á ýmsum stöðum. Þetta kom að haldi í Reykjavík og á Vestur landi, en mistókst á Vestfjörð um. Líklegt er, að þessi að- stoð geri Alþýðuflokkinn enn háðari Sjálfstæðisflokknum, a. m. k. hvað forastumenn flokksins snertlr. Hitt getur hins vegar átt eftir að gerast, að ýmsir frjálslyndir menn í Alþýðuflokknum sætti sig ekki endalaust við íhaldsþjón ustuna og rísl þvi fyrr en síð- ar gegn hennl. Annars mun flokkurinn veslast upp og renna inn í Sjálfstæðisflokk- inn. Sigur Framsóknar- flokksíns Ef litið er hlutlaust a kosn- ingaúrslitin, getur það ekki dulizt neinum að Framsókn- arflokkurinn er helzti sigur- vegarinn í kosnlngunum. — Hann einn eykur þingmanna- tölu sina og hann eykur at- kvæðamagn sitt mest. í þess- um sigri aðalandstöðuflokks stjórnarinnarervissulega fólg inn áfellisdómur um stefnu stjórnarinnar og viðvörun til hennar. Þetta er alveg ótví- lætt, þótt sigur Framsóknar- flokksins nægði ekki til að steypa stjóminni úr stóli Hitt er eftir að sjá, hvort stjórnin og flokkar hennar læra nokkuð af þessu Þeir hafa vissulega fengið viðvör- un.Þvímiður bera skrif stjórn arbiaðanna eftir kosningarn- ar ekki merki um, að stjórn- in hafi neitt lært af þessu. í blöðum stjórnarflokkanna er fullyrt, að þjóðin hafi lýst fylgi við „viðreisnina“, þ. e. kjaraskerðingarstefnuna Mbl. tekur jafnframt verr í óskir launþega en nokkru sinni fyrr. Það vill auðsjáaniega eng ar kjarabætur veita, þrátt fyrir aukna dýrtíð og vaxandi þjóðartekjur. Ef stjórnin þver skaliast á sama hátt gegn eðli legum kjarabótakröfum, þá dregur hún ekki réttar álykt- anir af sigrl Framsóknar- flokksins. flokkinn. Kosningamar á sunnudaginn urðu drjúgur á- fangi að þvi marki. góSar. að þeim mun verr takast í framtíðinni að halda slíku blekkingarstarfi áfram Hitt er jafnvíst, að þeir munu ekki hætta að reyna að dulbúast og nota menn eins og Hanni- bal, GIls og Berg í blekking- arskyni. En þróunin verður samt ekki breytt. Hér eins og annars staðar mun brátt sækja í það horf, að komm- únistar verða ekki annað en lítill sértrúarsöfnuður. Góðærið hjálpaði stjórninni Þrátt fyrir sigur Framsókn arflokksins, urðu úrslitin þau, að ríkisstjórnin hélt meiri- hluta sínum, en að vísu þann ig, að hann má ekki naumari vera. Það, sem vafalaust veld- ur mestu um þessi úrslit. er það góðæri, sem verið hefur við sjávarsíðuna undanfarin misseri. Þetta góðæri er að vísu ekki ríkisstjórninni neitt að þakka, heldur hefur hún á ýmsan hátt gert sitt til að draga úr því. Góðærið hefur tryggt næga atvinnu, þrátt fyr ir samdráttaraðgerðir ríkis- stjórnarinnar, og með löng- um vinnudegi geta því flestir haft nægilegt til hnífs og skeiðar. Undir slíkurr kring umstæðum eru menn minna breyingagjamir en ella. Erfitt mun að finna dæmi pess, að ríkisstjórn, sem hefur stjórn- Samstaða íhaldsandstæðinga Því er ekki að neita, að næst Framsóknar flokknum, er Sjálfstæðisflokkurinn annar sigurvegarinn í kosningunum Hann eykur að vísu ekki þlng mannatölu sína, en bætir tals verðu við atkvæðamagn sitt. Til þess veröur svo að taka tillit, að margir Sjálfstæðis- menn kusu Alþýðuflokkinn að þessu sinni. Ekki er ósenni- legt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 1—2 þingsætum meira, ef hann hefði haldið öllu sínu til haga. Það væri háskalegt að látast ekki sjá þá staðreynd aðSjálf stæðisflokkurinn er mjög sterkur og hefur nú með að- stoð Alþýðuflokksins mikið vald til að treysta aðstöðu sína. Gegn þessu mikla valdi, sem purkunarlaust er beitt. í þágu auðstéttarinnar þegar eitthvað ríður á, duga ekki margir sundurlausir flokkar íhaldsandstæðinga. Rétta svarið við hinu míkla veldi íhaldsins, sem svo oft er harkalega beitt gegn launa- stéttunum og bændum. er að efla einn sterkan umbóta- flokk eins og Framsókuar Misheppnaður feluleikur Kommúnlstar tala eins og Alþýðuflokksmenn um varnar sigur sinn I kosnlngunum. Þá miða þeir eingöngu við þá at- kvæðatölu, sem Alþýðubanda- lagið fékk I seinustu þingkosn ingum. Atkvæðamagni banda- lagsflokksins í kosningunum, Þjóðvamarflokksins, er alveg gleymt. Það munu ekki hafa sézt um það mörg orð í Þjóð- viljanum eftir kosningarnar, að Þjóðvarnarflokkurinn hafi verið í samfloti með Alþýðu- bandalaginu. Hann er þurrkað ur út úr kosningasögu Þjóð- viljans, líkt og Trotskis er ekki lengur getið í söguritum Rússa. Þetta stafar ekki aðeins af því, að í ljós kæmi stórfelldur ósigur kommúnista, ef Þjóð- varnarflokkurinn væri talinn með. Skýringin er ekki síður sú, að kommúnistum er ljóst, að þeim misheppnaðist að mestu að nota „samfylking- una“ við Þjóðvarnarflokkinn til að breiða yfir nafn og númer, líkt og Kveldiilfstogar ar gerðu i gamla daga. Vafalítið verður þessi felu- tilraun kommúnista til þess, 6 TÍMINN, sunmuhgiim 16. júní 1963

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.