Tíminn - 16.06.1963, Síða 7
WilEiam Attwood
Útgefc ndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7: Af-
greiðslusími 12323 Auglýsingar, sími 19523 — Aðrar skrif-
stofur. sími 18300 - Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
Sjálfstæðishugur
Við fögnum frelsi og sjálfstæði 17. júní. Við gleðjumst,
syngjum og dönsum. Þessi dagur er vafalítið mesti fagnað-
ardagur þjóðarinnar, enda er það við hæfi. En gleði þessa
dags á ekki og má ekki vera inantóm skemmtan. Hún á
að búa yfir ríkum sjálfstæðishug og frelsiskennd, sem
á sér kjarna í innstu sjálfsvitund mannsins.
í sjálfstæðisbaráttunni keppa menn að sjálfsögðu að
ytri táknum sjálfstæðisins, eigin stjórn, sjálfræði ríkis-
ins gagnvart öðrum og viðurkenningu annarra á því sjálf-
ræði. En þegar betur er að gáð, er þetta ekki sjálfstæðið
sjálft. Það er sjálfstæðisvitund mannsins, sem máli skipt-
ir Flestir menn setja sér ákveðnar meginreglur í lífi og
lífsviðhorfum. Þeir eiga sér siðalögmál, sem þeir lúta
og láta samvizkuna dæma um, hvort rétt er breytt. Þar
em ákveðnir hlutir, sem þeir gera aldrei — eða aðrir,
sem þeir hljóta að gera, hvað sem við liggur, og líf eða
dauði getur engu um breytt. Sjálfstæði þjóða er undir
því komið, að sjálfstæðisviðhorfin séu hluti af þessari
lifsvitund mannsins, hluti af hugsun hans, hluti af breytni
hans. Allt er undir því komið, að menn geri það upp
við sig, hvað það er í sjálfstæðismálum, sem menn geta
aldrei gert og munu aldrei gera, og hverjar fórnh’ það
eru, sem menn hljóta að færa fyrir sjálfstæðið, hvernig
sem á stendur og hvað, sem í húfi er. Aðalatriðið er að
sjálfsögðú að menn gæti þess að gera aldrei neitt, sem
skaðar sjálfsfæðið eða stofnar þvi í hættu að mati bez'tu
vitundar.
Sumar þjóðir eru svo stórar og voldugar, að mönnum
íinnst sjálfstæði þeirra geta staðið á eigin fótum og ekk-
ert þurfi um gæzlu þess að hugsa. Ein mesta hætta
smáþjóðar er að tileinka sér slík viðhorf og meta sjálf-
sræðið á sömu vog og þessar þjóðir Sjálfstæði smáþjóða
stendur á allt öðrum fótum. Þar ræður sjálfstæðishugur
hvers einasta manns úrslitum. Þar getur allt glatazt, ef
einn einasti hlekkur brestur í þeirri keðju.
Samningar eru oft nauðsynlegir við aðrar þjóðir tii
þess að ná áföngum sjálfstæðis og treysta ytri tákn þess
En íslendingar hafa af því bitra reynslu, að slíkir samn-
ingar, þótt vel orðaðir og með góðum varnöglum séu.
verða æði oft vopn, sem snúast í hendi. Þeir eru beztir
með gát. Dómsmálaráðherra landsins hefur á það bent
með rökum, að þeir menn, sem gerðu undanlátssamninga
íslenzkrar sögu, voru ekki að svíkja sjálfstæði lands sím
vitandi vits, heldur að reyna að bjarga því, sem bjargað
yrði og trúðu því. Þessi sannleikur á við enn í dag, en
hann bendir jafnframt á þá hættu, sem ætíð vofir yfir
sjálfstæðinu í hverri einustu mikilvægri samingsgerð og
þá nauðsyn, að hinn hviklausi, óbringlaði og skilyrðis-
lausi sjálfstæðishugur ráði gerðum samningamanna, og
að þeir minnist þess, að samningar bjarga oftast aðeins
hálfum hlut. en sjálfstæðið er þann veg vaxið, að um þá
kosti eina er tíðast að ræða að bjarga því öllu eða glata
meiru en hálfum hlut.
Oft er það svo að kyndill sjálfstæðishugarins logar
skærast með þjóðum, þegar þær eru hnepptar í fjötra,
en hættir til að dofna þegar viðjar rakna og ytri sigur
virðist unninn. Og áður en varir er silkiböndum -smeygt
á í gervi, og undir ýmsu yfirskini. Að viðhalda og
efla sjálfstæðishugann á dögum glæsilegs og óskoraðs
vtra sjálfstæðis er sama og að gæta fiöreggs þjóðarinnar.
í gleði 17. júní hlýtur sú heitasta ósk að búa, að það meg'
takast.
Við bjóðum gleðilega hátíð, og í nandtaki dagsins býr
alvara þeirrar ábyrgðar.
Mistök Rússa í Afríku
Fram að þessu hefur þeim misheppnast að ná fótfesfu þar.
FLESTIR Bandaríkjamenn
gera sér alranga hugmynd
um ástandið í Afríku. Þetta
er engum að kenna. Þvi veld-
ur einungis, að ill tíðindi
þykja ávallt fréttnæmari en
góð.
Við lesum um öngþveiti í
Kongó, kyriþáttaóeirðir í Suð
ur-Afríku og aukna áhrifavið
leitni kommúnista hvarvetna.
Við erum þvi uggandi um
frelsis- og framfaravonir
þessa meginlands, sem nefnt
hefur verið „ungur, reiður
t'isi“.
Okkur láðist að minnast
þess, að á 7 árum hafa 27 ríki
með 150 millj. íbúa hlotið
sjálfstæði í Afríku, og það hef
ur kostað minni blóðsúthell-
ingar en slysin á þjóðvegum
Bandaríkjanna valda á einu
ári.
Það er ekki síður mikil-
■ vægt, að Sovétríkjunum, sem
hugðu að Afríka yrði galop-
in fyrir áhrifum kommúnista
hefur ekki tekizt að nú á sitt
band stjórn eins einasta af
þessum 27 ríkjum.
SVO leit út í upþhafi, sem
Sovétríkin hefðu öll tromp á
hendi. Hinar ungu þjóðir voru
andstæðar nýlendustefnu og
því að líkindum andstæðar
Vesturveldunum. Margir leið-
toganna höfðu hlotið þjálf-
un marxista. Almenningur
var að mestu ómenntaður og
því sennilega auðginntur. Öll
um þjóðum þessa meginlands
lá mjög á inn í 20. öldina, og
Sovétríkin töldu sig geta
boðið fljótfarna leið eftir
braut kommúnismans.
Sameinuðu þjóðirnar urðu
Sovétríkjunum Þrándur í
götu í Kongó og þá lögðu þau
höfuðáiherzl'u á aukin áhrif
í öðrum mikilvægum ríkjum
Afríku, svo sem Etíópíu,
Ghana, Mali, Sómali og Súd-
an. Þessum ríkjum hafa þau
nú veitt aðstoð, sem nemur
619 millj. doilara, mestmegn-
is sem lán. Valdhafarnir í
(f Moskvu hvöttu önnur komm-
Íúnistaríki til að láta í té fjár-
hagslega aðstoð til viðbótar
þessu. Tæknifræðingar frá
kommúnistaríkjum streymdu
til Afríkuríkjanna og var
fagnað sem nýjum vinum í
raun.
Þrátt fyrir þetta eiga Sovét
ríkin í dag enga raunveru-
lega bandamenn meðai þess-
arra þjóða. Og tæki frá Sovét
ríkjunum, aðstoðaráætlanir
og tæknifræðingar njóta rén
andi álits og sæta aukinni
gagnrýni.
HVAÐA skyssur gerðu Sovét
ríkin? Svör við þessu flestu er
að fá í einu Afríkuríki, Guin
eu. Þetta land var áður frönsk
HÖFUNDUR þessarar greto-
ar er einn af yngstu sendiherr
um Bandaríkjanna í Afríku.
Hann var blað'amaður áðnr
en Kennedy skipaði hann
sendiherra ■ Guinea. Hann
þykir hafa reynst þar vel og
átt mikinn þátt í að bæta
sambúð Bandaríkjanna og
Guinca, en Bandaríkjamenn
hafa nokkuð tortryggt forset-
ann þar, því að hann var um
skeiðtalinn hlynntur komm-
únistum.
SEKOU TOURE,
forseti Guineu, ásamt upp-
drætti, er sýnir legu
landslns.
nýlenda. Yfirvöldin í Moskvu
treystu á að ná þar öruggri
fótfestu og geta útbreitt það
an fagnaðarerindi kommún-
ismans um Vestur-Afríku.
Guinea var galopin fyrir
sovézkum áhrifum þegar
Frakkar hurfu þaðan 1948,
eftir að Guineumenn höfðu
samþykkt sjálfstæði Guineu
menn voru vinalausir og fé-
vana og fögnuðu þessum ó-
kunnu mönnum, sem tóku
undir andúð þeirra á nýlendu
stefnu og lofuðu íhlutunar-
lausri efnahagsaðstoð.
Þremur árum síðan ásök-
uðu Guineumenn sendiráð
Sovétríkjanna um íhlutun
innanlandsmála og vísuðu
sendiherranum úr landi. Síð
an sneru þau sér til Vestur-
veldanna um efnahagsaðstoð
og tóku að reyna einkafjár-
festingu sem leið til efnahags
’egra framfara.
MEGINISKYSSUR Sovót-
rikjanna í samskiptum við
Afríkuríkin voru fimm:
1 fyrsta lagi vanmátu þeir
þjóðerniskennd Afríkumanna
og stjórnmálakænsku þeirra.
Rússar létust styðja hlutleysi
og þjóðernislegt sjálfstæði, en
í raun og veru getur kerfi
þeirra ekki þolað neitt frá-
hvarf frá kenningum Lenins.
Fyrr eða síðar hefja þeir boð
un ómengaðs kommúnisma.
En Afríkumenn hafa enga
þörf fyrir að skipta á einni
nýlendustefnunni fyrir aðra
Þeir brugðu hart við, þegar
þeim varð ljóst, hvað komm
únistar ætluðust fyrir. Lög-
reglan í Guineu tók nöndum
kommúnistíska leiðtoga stétt
arfélaga og kennara, sem
höfðu átt samstarf við sendi
ráð Sovétríkjanna.
í öðru lagi vanræktu Sovét
ríkin oft grunnþarfir þjóða
í efnahagsaðstoð sinni og
meta meira áferðarfallegar
framkvæmdir, sem hafa póli
tískan tilgang. Meðal stærstu
framkvæmda kommúnista-
ríkjanna í Guineu má t.d.
nefna útvarpsstöð, prent-
smiðju, íþróttaleikvang, gisti
hús, útileikhús og hátalara-
kerfi. En það sem þjóðir eins
og Guineumenn þarfnast
fyrst og fremst er menntun,
starfsþjálfun, framfarir í
landbúnaði, góðir vegir og
efldur smáiðnaður.
í þriðja lagi reyndu Sovét-
ríkin að ná undirtökum í efna
hagslífinu með vöruskiptum,
sem litu vel út. En Guineu-
menn voru fljótir að komast
að raun um, að Tékkar og
aðrir seldu þeim of dýr og oft
léleg tæki fyrir framleiðslu-
vörur frá Guineu, en seldu
þær svo Vesturveldunum fyr-
ir harðan gjaldeyri.
I fjórða lagi hafa tækni-
menntaðir Rússar og aðrir
Austur-Evrópumenn, sem til
Afríku voru sendir, litla eða
enga reynslu i samskiptum
vúð Afríkumenn. Þeir skilia
ekki háttu þeirra; gremjast
þeim og þá er hætt við ágrein
ingi. Afríkubúar eru andhverf
ir framkomu þeirra, sem ein
kennist annars vegar af
nöldri og hins vegar af af-
skiptaleysi. Afríkumenn vilja
að ókunnugir séu vingjarn-
legir og óþvingaðir.
KOMIZT hefur á kreik sá
orðrómur, að Rússar séu gefn
ir fyrir að einangra sig (af
því að þeir blandast ekki öðr
um). séu ómenntaðir (af þvi
að þeir tala ekki annað en
rússnesku og klæðnaður
þeirra er oft ósmekklegur),
og þeir séu óduglegir (af þvi
að mikið af tækjum þeirra er
lakara en Guineumenn kynnt
ust til dæmis hjá Frökkum).
Og ef orðrómur kemst á kreik
í Afríku, þá berst hann víða.
Að lokum hefur misheppn
azt tilraun Rússa til að
tryggja sér unga Afrikumenn
með því að veita þeim skóla-
menntun í ríkjum kommún-
ista. Afríkubúar hata orðið
fyrir kynþáttaandúð í Austur-
Evrópu, þar sem þeir áttu
ekki von á henni. Þeir kvarta
undan tímafreku stjórnmála-
námi, sem þeir urðu að
stunda. Þegar heim kemur
bera þeir saman bækur sin-
ar og þeirra, sem hafa farið
til Bandaríkjanna, Frakk-
lands eða Bretlands. og óska
að þeir hefðu heldur farið
til Vesturlanda.
ÞAÐ er því sennilegt, að
leiðtogar Sovétríkjanna séu
að endurskoða afstöðu sina
til málefna Afríku. Sovétrík
in og fylgiríki þeirra hafa
veitt. Guineumönnum 125
millj. dollara lán og styrki á
þremur árum, en þó hafa
þeir ekki af neinu að státa
Þeir hafa horfið frá hálfgerð
Framhald .* 13 sí'ðu
TÍMINN, sunnudaginn 16. júní 1963
1