Tíminn - 16.06.1963, Qupperneq 8

Tíminn - 16.06.1963, Qupperneq 8
Gefur út fréttablað handa löndum í Los Angeles-borg Sem kunnugt er, komu hingað á dögunum tveir hópar Vestur-íslendinga til að taka J>átt í þjóðhátíðinni og heim- sækja frændur og vini. í fyrri hópnum voru um 40 manns, en í þeim seinni 110 manns, og er það langfjölmennasta hópferð, sem Vestur-íslendingar hafa farið hingað. Við hittum að máli nokkra þessara landa okkar, og fer hér á eftir stutt spjall við þá. GUÐNÝ ÞORVALDSSON (Ljósm.: TÍMINN-GE). Guðný Þorvaldsson ber það með sér að hafa verið fóstr- uð í íslenzkri byggð, svo rammíslenzk er hún í öllu fari, þótt hún hafi alla ævi, í nærri áttatíu ár, átt heima utan íslands, en hingað hefur hún komið einu sinni áður, á Alþingishátíðina 1930. Hún fæddist í Garðarbyggð í Norður-Dakota, þar sem faðir hennar, Friðrik Jóhann esson, bjó, og síðan átti hún heima þar og á nálægum slóð um til ársins 1942, að hún fluttist með manni sínum, Bimi Stígssyni Þorvaldsson, til Los Angeles í Kalifomíu, þar sem Björn var bílakaup maður, en hann lézt 1956. Þau eignuðust tólf börn, en þau em aðeins sex á lífi, sum við búskap á gömlu slóðunum í Dakota, sum í grennd við Guðnýju í Suður-Kaliforníu. Guðný hefur manna mest unnið i þágu íslendingafé- lagsins í Los Angeles, verið formaður þess í mörg ár og ritstjóri „Félagsblaðsins", sem ber þetta íslenzka nafn en er prentað á ensku. En hún er orðin æðivön for- mennsku, og kann ég ekki nöfn á öllum þeim félögum, sem hún hefur veitt forustu. Hún var formaður kvenfélags Vídalínssafnaðar, kvenna- deildar Oddfellowa, lífsá- byrgðarfélagsins Degree of Honor, svo að nokkur séu nefnd. — Hvemig lagðist í þig að setjast að í Kaliíomíu eftir að hafa átt heima á sléttun- um í Dakota alla ævi? — Mér leizt alls ekki vel á það, hélt ég myndi aldrei festa þar yndi, það er svo margt ólíkt með þessum tveim ríkjum, Norður-Dakota og Kaliforníu, ekki aðeins land og loftslag, heldur flest ann- að líka. En það er hægt að venjast flestu, og ég er farin að sætta mig við lognmolluna í Suður-Kalifomíu. — Kemur íslendingafélag- ið saman til fundar að stað- aldri eða oft á ári? — Þetta er svo undarlegt byggðarlag, Los Angeles, borg in er svo mikið flæmi, land- amir búa svo dreift, að mlkl- um erfiðleikum er bundið að ná þeim saman. Þess vegna höidum við afar sjaldan fundi eins og þeir gerast með gamla sniðinu, heldur oftast nær skemmtanir, og þær eru allt að fimm sinnum á ári. Ein bættist við fyrir nokkmm ár um, þegar ísland fór að senda þátttakanda í fegurðar samkeppninni á Long Beach. Við höldum alltaf sérstaka skemmtun, þegar fegurðar- drottningin íslenzka kemur vestur, og þá er hún heiðurs- gesturinn. Stundum reynum við að bjóða upp á alíslenzk- an mat. Annars er nokkur hörgull hjá okkúr á skemmtl- kröftum, einkum vantar okk- ur snjalla íslenzka söngvara. Sá, sem bezt og lengst hefur skemmt okkur á því sviði, er Gunnar Matthíasson, en hann er að vonum búinn að syngja sitt fegursta, kominn yfir áttrætt. Hann var mikill músíkmaður, og Þóra dóttir hans hefur erft þann hæfi- leika og syngnr fallega. — Viltu nú ekki segja okk- ur frá blaðinu, sem þú gefur út, Félagsblaðinu? — Það er nú ekki merki- legt, en þó er það vel þegið af mörgum. Það gerir ekki hálft gagn að gefa það út á íslenzku, því að satt að segja eru margir Ameríkanar í fé- laginu okkar, menn eða kon- ur, sem eiga íslenzka maka og vilja fylgjast með því sem gerist heima. Eg set greinar í blaðið, ef einhverjir nenna að senda mér greinar, en það vill verða misbrestur á því. En ég tek fréttir úr ís- lenzku dagblöðunum, endur- segi þær eða þýði á ensku, þegar ég rekst á eitthvað frá sagnarvert, og það er raunar alltaf eitthvað stórfenglegt að gerast hér hjá ykkur. — Hvernig kemur ísland þér fyrir sjónir frá því sem þú sást það 1930? — Reykjavík hefur breytzt svo, að mér finnst enginn samanburður komast að. Mér finnst alveg furðulegt, hvað hér er byggt myndarlega, og þó hef ég' ekki orðið var við mikinn íburð, eins og sumir eru að tala um, að mikið sé af hér. — Áttu margt frændfólk hér, sem þú veizt af? — Nei, það er harla fátt, sem ég tilþekki. Þegar ég kom hingað 1930, fór ég að heimsækja Höfn í Melasveit, þar sem Þórunn frænka mín Sívertsen bjó. Nú man ég ekki eftir neinum úti á landi. Hér í Reykjavík eru einhverjir frændur mínir, svo sem Rík- harður myndhöggvari og bræð- ur hans, móðir mín og amma þeirra voru systur. Leynilögregla í fyrra stríði og síðan hjá frönskum Kanadabúum Þegar ég fór að hitta Ragn- Swanson á heimili Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra, vissi ég harla fátt um mann- inn, ætt eða uppruna, en þó hafði einhver sagt mér, að hann hafi lengi starfað sem leynilögreglumaður. — Ertu fæddur vestra, eða hvernig stendur á ættarnafni þínu? spurði ég Ragnar, sem er hressilegur og snyrtilegur strax við fyrstu kynni, bauð okkur í stofu og í nefið. — Það stendur þannig á þessu nafni, að það er ensk útgáfa af föðurnafni föður mins. Pabbi var Ámi .Sveins- son kaupmaður á Isaflrðl, og systkin mín hér, t. d. Lára kona hans Steingríms héma, Ámi sem margir kenna við Vöruhúsið, og Brynjólfur lög- fræðingur bera öll nafn pabba. En þegar ég hélt vest- ur um haf frá ísafirði sumar- ið 1901. fór ég að ráði föður- bróður míns, Sveins Sveins- sonar, sem kominn var vestur og búinn að taka sér ættar- nafnið Swanson. — Hvað hafðirðu íyrir stafni fyrst í stað? — Eg vann við það sem til féll, mest í byggingarvinnu. Þá unnu langflestir íslending Marglr urðu síðar bygginga- meistarar og stóðu fyrir sum um stærstu byggingunum í ar í Winnipeg í byggingum. borglnni. Nú er þetta orðið breytt, íslendingar em dreifðir í flestar starfsgreinar. — Þó munu ekki margir hafa haft sama lifsstarf og þú, eftir því sem mér skilst. eða varst þú ekki „leynilögga“ eins og börnin hér í Reykja- vík myndu kalla það? — Jú, ég var býsn lengi í því starfi. í fyrra stríðinu var ég meðal sjálfboðaliða, sem sendir voru til Evrópu. Það var víst vegna þess, að ég var hraustur og nokkuð vel að manni, að þeir settu mig í herlögregluna, nánar tiltekið leynilögregluna, og var í því til stríðsloka. Þegar ég kom heim, fékk ég með tímanum starf í leynilögreglunni í St. Boniface, borg, sem er nú orð in samvaxin Winnipeg, en hefur þó sér borgarstjórn. Þar var frá fyrstu aðalbyggðarlag Frakka í Manitoba. Þar gegndi ég starfi upp frá þvi þangað til fyrir fáum árum og var síðustu árin yfirmaður leynilögreglunnar, lét af þvi starfi 65 ára, en þá gegndi ég nokkur ár starfi sem umsjón armaður með ungu fólki, sem lent hefur á glapstigum og reynt er að leiðbeina inn á heilbrigðan lífsferil. Því starfi lét ég af í fyrra, þegar ég varð 71 árs. Enginn Islend ingur hafði verið i leynilög- reglunni þarna á undan mér, en þegar ég hætti, tók annar Islendingur, Nordal að nafni, maður á bezta aldri og ágæt- lega hæfur maður. — Féll þér vel að vinna með Frökkum? x — Já, það var góð sam- vinna með okkur alla tíð. Yf- irleitt er hið bezta samkomu- lag milli hinna misjöfnu þjóð 8 TÍMINN, sunnudaginn 16. júní 1963

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.