Tíminn - 22.06.1963, Side 7

Tíminn - 22.06.1963, Side 7
Útgeféndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. _ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán, innan- lands. f lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Flugmannaverkfallið f greinargerð þeirri, sem Loftleiðir h.f. sendi blöðun- um um nýlokinn aðalfund félagsins, segir meðal annars: „Fram kom að beint tjón félagsins af nýafstöðnu verkfalli flugmanna næmi um 3 mílljónum króna, auk hins óbeina tjóns, sem verkfallið hefur valdið." Verkfall það, sem hér um ræðir, var nokkuð óvenju- legt, því að það snerist ekki fyrst og fremst um kaup flugmanna, heldur rétt atvinnurekenda til að segja starfs- manni upp atvinnu, án tilgreindra saka. Tilefni verkfallsins var það, að annað flugfélagið hafði sagt upp flugmanni, sem staðið hafði framarlega í félagi flugmanna og átt í samningum um kjör þeirra, án þess að greina opinberlega hver væri orsök uppsagnarinnar. Við ortdurnýjun kjarasamninga vildu flugmenn fá það tryggt, að ekki yrði hægt að segja flugmanni upp atvinnu, án tilgreiudra ástæðna. Sú krafa flugmanna var ekki óeðlileg, þar sem þeir hafa aflað sér dýrrar sérmenntunar og starfsaldur þeirra er yfirleitt styttri en annarra stétta. Þess vegna þurfa þeir að hafa það tryggt, að þeim sé ekki vikið úr starfi, neiha af gildum ástæðum. Sennilegt er, að þær reglur, sem gilda um opinbera starfsmenn, geti orðið hér til fyrirmyndar. Ríkið getur ekki sagt starfsmanni upp atvinnu án tilgreindra saka. Sérstakur dómur fjallar svo um málið, ef brottvisun úr starfi stafar af því, að viðkomand. starfsmaður sé af ein- hverjum ástæðum talinn óhæfur til að gegna því. Það verður vafalítið þróunin í þessum efnum, að fleiri og fleiri starfsstéttir, sem vinna hjá einkaatvinnurekend- um, munu í þessum efnum tryggja sér svipaðan rétt og opinberir starfsmenn njóta. Það er t. d. óhæg aðstaða fvrir sérmenntaðan mann eins og flugmann, að honum sé sagt upp atvinnu án til- greindra ástæðna og síðan skapist ýmsar kviksögur um. að það hafi verið gert vegna vanhæfni hans. Duttlunga- samur atvinnurekandi getur á þann hátt eyðilagt fram- tíð viðkomandi manns. Flugmannaverkfallið, sem áður var rætt um, mun hafa leystst þannig, að viðkomandi flugfélag hefur gefið upp ástæður fyrir uppsögninni og munu sérfróðir menn fjalla um þær. Þetta er spor í rétta átt. En nauðsynlegt er þó, að miklu fastari reglur skapist um þetta. svo að flugsam- góngur þurfi ekki að stöðvast vegna deilna um slík mál. V erðlagsef tirlitið í Alþýðublaðinu i gær er borin fram krafa um, að verðlagshöftum verði haldið áfram og starfslið verðlags- eftirlitsins aukið frá því, sem nú er í tilefni af þessu er ekki úr vegi að minna á, að það verðlagseftirlit, sem hefur gefi7.t nágrannaþ.jóðum okkar bezt, er samkeppni milli kaupfélaga og kaupmanna. Þar hefur verðlagshöftum yfirleitt ekki verið beitt nema þeg- ar eftirspurnin eftir vörum hefur verið meiri en fram boðið. Vöruskortur getur gert verðlagshöft nauðsynleg Til þess að samkeppm kaupfélaga og kaupmanna geti notið sín, þurfa báðir aðilar vitanlega að njóta svipaðs réttar og aðstöðu Ef það er ætlunin að þrengja að kaup félögunum, eins og Alþýðublaðið hefur verið að boða getur það vitanlega spillt svo samkeppnisaðstöðu beirra að verðlagshöft verði nauðsynleg Áð öðrum k"«tJ mnn samkeppni þeirra og kaupmanna 'ryggia bezta verðiags- eftirlitið hér eins og í nágrannalöndunum. Vigfús Guðmundssom Sumarkvöld viö Lagarfljót GEITAGERÐI í FLJÓTSDAL Það var í fyrra sumar, að ég kom niður hinn heillandi Fljóts- dal, eitt fagurt sumarkvöld og staðnæmdist í mynni hans dá- litla stund, meðfram til þess að sjá þar roskna konu, er flutt hafði þangað á yngri árum sín- um úr æskubyggð okkar, Borg- arfirðinum, og gert hér garðinn frægan í nær því 'hálfa öld. Hafði mér dottið í hug eftir hinar höfð- inglegu viðtökur á þessu mynd- ar-heimili að minnast þess cneð fáeinum línum. En s«m fleira varð það í undandrætti hjá mér. En nú nýlega 9á ég að blaðamað- ur hjá Mbl. hefur orðið á undan mér að minnast Geitagerðis. En mér finnst skorta talsvert í frá- sögn hans, og ýtti það við mér að taka penna í hönd örlitla stund. Geitagerði er myndarlegur bóndabær á fögrum stað að norðanverðu við Lagarfljót á móti Hallormsstað, sem er að sunnanverðu við fljótið. Bygg- ingar þar eru miklar og reisuleg- ar. Fólkið var margt og mjög al- úðlegt: Bæði eldri og yngri hjón- in tóku mér elskulega. í grein Mbl. var karlmannanna aðeins getið Vigfúsar Þormars og Gutt- orms sonar hans, en helzt leit út fyrir að konur væru þar engar. Helga Þorvaldsdóttir hefur þó átt sinn ríkulegan þátt í nær hálfa öld að byggja upp þetta mikla myndarheimili, og þá ekki síður að rækta upp þann myndar lega skóg, er umíykur það. Þarna prýða einhver stærstu tré lands- ins um 12 metra há, er gefa um- bverf'nu tagran og heillandi svip. Blómamergð og margs kon- ar fagur gróður hjálpuðu til að gera sumarkvöldið yndislegt. þarna í hlíðinni með speg'lslétt an Löginn framundan. Barnahópurinn gerði sitt til að auka svip gróandans þarna. Stálpuð barnabörn hjónanna Helgu og Vigfúsar og einnig böm yngri hjónanna, Guttorms og Þuríðar Skeggjadóttur. Gutt- ormur Þormar íþróttakappi og kona hans hafa nú að mestu tek- ið við jörðinni. Þuríður er gott dæmi um það, hver vorhugur og manndómur býr í brjósti sumra ungu stúlknanna í höfuðstaðn- um. Þuríður hlaut 1. ágætiseink- unn í stærðfræði við stúdents- próf í Menntaskólanum í Rvík, en rétt á eftir valdi hún sér mannsefnið og flyzt austur til Geitagerðis og gerist þar bónda- kona. Þetta dæmi bendir á, að tú séu ungar Reykjavíkurstúlkur. sem hafa manndáð í sér að fara á mótj straumnum eins og lax- inn, sem . . . stiklar bratta fossa“ Og nú leika litlu börnin hennar <ér við fagra skógarlundi og um grænar grasbrekkur og grundir við sitt eigið fagra æskuheimili. Það var reglulega ánægjulegt að dvelja kvöldstundina á þessu heimili við Lagarfljót, sem borg- firzka myndarkonan, hún Helga frá Brekku, hete' hjálpað mjög til þess að skapa og gera að einu af mestu myndarheimilium á ís- landi við fljótið fagra, þar sem það fellur niður úr Fljótsdalnum og út eftir Héraðinu. Mun ég lengi minnast þar góðs fólks, en þó lengst Helgu húsfreyju, m.a. fyrir skoðanafestu hennar og djarfan og ákveðinn umbótahug. Þegar rætt er um heimilin og hve dýrmæt þau eru fyrir þjóð- arheildina, virðist ómaklegt að minnast ekkert á húsfreyjurnar, sem ósjaldan eiga drýgsta þátt- inn að byggja upp þessa oft beztu gróðurreitj manndóms og hollrar menningar. ,Þá er það bóndabærinn, sem ber af öliu þó“. Ásbjörn Stefánsson: Öfgafullur listdómur Hvað mér finnst? Mér finnst það sama um listina og svo margt annað, trú og siði, — tíma- bundin upplausn, sem síður en svo er óþekkt í sögunni og vafa- laust á einnig nú eftir að frarn- kalla reaktion. Menn leita þar t'l þeir villast. Svo sækja aðrir þá heim aftur. Mönnum bregður ekki við allt. Samt hrökk ég óvenju hart v'ð nú, er myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins rak upp villi- mannaöskur á þeim vettvangi þ 13/6 s.l. Mér brá. Er svona kom- ið hjá okkur nú? Hver er þessi Valtýr Pétursson? Hvað hefur hann lært fram yfir aðra menn? Hvað afrekað? Getur hann spil að „Gamla Nóa“ með einum fingri, hvað þá meira? Mér hefði fundizt þessi grein hans býsna hörð, þótt hér hefði verið ritað um einhvern byrjunarklaufa, en það er nú síður en svo, að svo sé. Hann labbár inn á sýningu þar sem ýmsir af beztu og þekkt ustu listamönnum landsins sýna ásamt nokkrum ungum mönnum sem mislangt eru komnir á lista braut sinni. Vitanlega er ekki allt fyrsta flokks á sýningu þess ari, jafnvel eru þar myndir, sem ég fyrir mína parta tel að ekkert erindi hafi átt þar inn. En svo eru líka stór listaverk mnan um — ógleymanlegar, fagrar mynd- ir. — Hvernig bregzt svo Valtýr Pét ursson við? Hann tryllist. Úr penna hans streymir dónaskapur og móðganir. „Krit kin“, sem átti að verða, breytist í sjúklega. haturskennda árás. Hann hyggst Ieggja mikla lislamenn á hné sér og hirta þá eins og smákrakka Hann er svo óður, að hann gáir sín ekki og fer líka óviðeigandi orðum um myndlistarmenningu hinnar brezku þjóðar. Meistararnir hafa greinilega farið illa í taugarnar á Valtý Það er skiljanlegt út af fyrír sig En hann hefði þurft að geta dulið það betur. Krustjoff sagði um mynd eina á sýningu ; Moskvu: Þetta er eins og asni hafi slett litunum á léreftið með halanum Ekki ska) ég dæma um sanngirni þessara orða. Hér á íslandi skeður það öfuga. Hér er risinn upp eins konar „Lista-Krustjoff“ sem seg ir svo ekki verður misskilið: Hvernig vogið þið að beita pensb af kunnáttu og listfengi? Notið heldur asnahala. En hvernig er svo með Morg unblaðið, málgagn stærsta stjórn málaflokks landsins? Er því sæm andi að birta svona grein? Geta ekki áhrif hennar náð út fyrir bröngan hring listamanna og listunnenda. blaðinu sjálfu og jafnvel flokknum til beins skaða? Tækniaðstoð SÞ Vegna aukinna framlaga frá að- ildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, hefur aðstoð þeirra aukizt veru- lega á síðustu tveimur árum segir í skýrslu, sem samin hefur verið fyrir ráðstefnuna um tæknihjálp, er haldin er ; Kaupmannahöfn 17. júní—1. júlí. Fjárframlögin. sem heítið hefur verið á þessu ári, benda til þess að aukningin verði énn meir í framtíðinni. Það er stjórn Tæknihjálpar Sameinuðu þjóðanna (TAB), sem ' skýrslu sinnj um árið 1932 til Efnahags- og félagsmálaráðsins gerir grein fvrir starfsemi hinnar samvirku tækniaðstoðar (EPTA) — þ.ea s þeim skerfi, sem Sam- einuðu þjóð'rnar og níu sérstofn- anir þeirra hafa lagt fram j sam- einingu — og einnig að nokkru þeim skerfi, sem einstakar sér- stofnanir haía lagt fram. Bráða birgðaskýrsla um árið 1961 hafði áruð verið lögð fram, en hin nýja skýrsla tekur yfir bæði árin. 1961 og 1962 Hin samvirka tækniaðstoð veitti á árunum 1961 og 1962 121 landi beina hjálp, en auk þess tók 21 land þátt í og naut góðs af svæðis bundnum áætlunum Aldrei fyrr hafa jafnmörg lönd notið aðstoð ar. Áður var hæsta tala landa sem hlotið höfðu hjálp á einu ári 113 Á árinu 1962 voru alls 2552 sérfræðingar starfandi á vegum tækniaðstoðar S.Þ. (árið áðut voru þeir 2381 talsins) Af þess um sérfræftineum voru 54 frá Framhald á 15. síðti. T í M I N N, laugardagurinn 22. júní 1963. 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.