Tíminn - 10.07.1963, Qupperneq 9
208 sýningar
á leikárinu
LEIKÁRI Þjóðleikhússins lauk
laugardaginn 29. júní s. 1. með
sýningu leikílokks frá Þjóðleikhús
inu, á leikritinu ANDORRA, á
Btönduósi. Sýningar á leikárinu
urðu alls 208, þar af 192 í Reykja-
vík og 16 utan Reykjavíkur.
Á leikárinu voru sýnd 9 verk-
efni, þar ax 1 gestaleikur.
Hér fer á eftir skrá yfir sýning-
ar og tölu leikhúsgesta á leikárinu:
1. José Greco ballettinn — gesta
ieikur spánsks ballettsflokks —
Stjórnandi. José Greco. 9 sýning-
ar, sýmngargestir 5.699.
2. Hún frænka mín, eftir J. Lawr
ence og R E. Lee. Leikstjóri: —
Gunnar Eyjólfsson. 29. sýningar.
sýningargestir 10.879.
3. Sautjánda brúðan, eftir Ray
Lawler. Leikstjóri: Baldvin Hall-
dórsson. 17 sýningar, sýningargest
ir 3.880.
4. Dýnn í Hálsaskógi, barnaleik-
rit eftir Thorbjöm Egner. Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson. Hljóm-
sveitarstjóri: Carl Billich. 42 sýn-
íngar, sýningargestir 23.825.
5. Pétur Gautur, eftir Henrib
Ibsen. Leikstjóri: Gerda Ring. —
Hljómsveitarstjóri: Páll Pamplich-
er Jálsson. 41 sýning. Sýningar-
gestir^ 21.923.
6. Á undanhaldi, eftir Francois
Billetdoux. Leikstjóri Baldvin Hall
dórsson. 10 sýningar, sýningargest
ir 2.178.
7. Dimmuborgir, eftir Sigurð Ró-
bertsson. Leikstjóri: Gunnar Eyj-
ólfsson. 11 sýningar, sýningargest
ir 2,391.
8. Andorra, eftir Max Frisch. —
Leikstjóri: Professor Walter Fim-
er. 20 sýningar í Reykjavík, 16 úti
á landi, sýningargestir 6.263 í Rvík,
S.547 úti á landi.
9. H Trovatore eftir Verdi. —
Leifcstjóri: Lars Runsten. Hljóm-
sveitarstjóri: Gerhard Schepelern.
13 sýningar, sýningargestir 5.679.
Sýningargestir alls 86.264, þar af
82.717 í Reykjavík og 3.547 utan
Reykjavikur.
S.L. SUNNUDAG kom leikflokk-
ur Þjóðleikhússins til Reykjavík-
ur eftir vei heppnaða leikför um
Norður- og Austurland með leik-
íitið Andorra. Aðsókn að leikn-
um úti á landi var mjög góð, senni
iega sú bezta, sem Þjóðleikhúsið
hefur haft á leikferðum um land-
ið. Að jafnaði voru um 260 á sýn-
s má það teljast mjög gott.
á 14 stöðum, en sýningar
, 16. Sýnt var í tveimur
og glæsilegum félagsheimil
um þar sem Þjóðleikhúsið hefur
ekki sýnt áður. í hinu nýja félags
heimili á Blönduósi og var það
fyrsta leiksýningin í því húsi. Einn
ig var sýnt í nýju samkomuhúsi á
Fáskrúðsfirði, en þar sýndi Leik-
félag Reykjavíkur leikritið Hart í
bak, kvöldið áður.
25 leikarar og aukaleikarar tóku
þátt í þessari leikför Þjóðleikhúss-
iiis og mun þetta vera ein fjöl-
mennasta leikfeið, sem farin hefur
verið hér á landi. Andorra var sýnt
nér í Þjóðleikhúsinu 20 sinnum
og er ákveðið að sýna leikinn þar
aftur í byrjun næsta leikárs. Ekki
vannst tími til að hafa fleiri leik-
sýningar úti á landi að þessu sinni,
sökum þess að sumarfrí hefjast
hjá starfsfólki Þjóðleikhússins
þann 1. þ. m. Með þessari leikför
lvkur þessu starfsSri Þjóðleikhúss
ms, sem er það 13. Næsta leikár
hefst þann 1. september n .k. Þá
er væntanlegur til landsins ballett-
fiokkur frá Konunglega leikhúsinu
í Kaupmannahöfn og mun sýna
hér nokkrum sinnum á vegum Þjóð
leikhússins.
f
■^.JWWato. JBBWWWWamai
INGOLFUR DAVIÐSSON
SVIPAZT UM
í JÚLÍBYRJUN er enn þá
eyðilegt um að litast í görðum
í Reykjavík, Alaskaaspirnar
standa blaðlausar og minna
helzt á beinagrindur. Ef vand-
lega er að gáð, sjást þó hér og
hvar á stofni sumra þeirra of
urlitlir blaðskúfar og sýna að
líf leynist í. stofninum. Aðrar
eru enn alveg eins og skinin
bein. líklega steindauðar. Rót-
arsprotar koma sums staðar í
ljós, en lengi verða þeir teins-
ungar að komast á legg. — Þing
víðirinn er víða því nær eins
illa fannn og öspin. Tryggvi
heitinn Gunnarsson flutti hann
inn og gróðursetti í Alþingis
húsgarðinum á árunum 1893—
1895. Þingvíðirinn er því búinn
að lifa i landinu um 70 ár og
hefur aidrei orðið fyrir öðiu
eins áfalli og i páskahretinu á
því herrans ári 1963. Sumar aðr
ar viðitegundir stóðust mun bet
ur, t. d gullvíðir eða Vesturbæj
arvíðir, sem laufgast seinna
einnig viðjar og islenzkur gull-
víðir — og ekki sizt hinn Iauf-
fagri gljávíðir sem lítið hefur
skemmzt. Grenið hefur sloppið
mjög misvel, standa allviða hlið
við hlið algrænar, frísklegar
sitkagrenihríslur og rauðbrún
sitkagreni stórskemmd, svo
barrnálarnar r‘rjúkast af ef við
er komið. Alls konar millistig
skemmdanna sjást einnig. Hvað
veldur þessum mikla mun? —
Sjálfsagt eru ástæðumar fleiri
en ein, jarðvegur-getur verið
misjafn og er það oft, jafnvel
þó stutt sé milli hríslanna. —
Nýlega gróðursettar hríslur eru
vitanlega viðkvæmari en ella að
öðru jöfnu. Nú og svo getur
ætternið verið ólikt, þótt um
tré í sama garði sé að ræða. —
| ■-■.'.
1 > ht'.<í? i ®
' tV t ^
Blaðlaus Alaskaösp við Stjórnarráðið.
V.
(Ljósm.: TÍMi'NN—GE).
Heimkynni þeirra vestur í Al-
aska er viðáttumikið og líka um
að ræða ýmis afbrigði og bast-
arða. Heímatrén birki og reyn
ir hafa þolað hretið miklu bet
ur, en samt sér á þeim líka og
þau eru næsta misjöfn. Revni-
viðurinn er viða rengluíegur og
honum verður hætt við reyni-
átuskemmdum í sumar og
næsta vor. Sumar birkihríslur
eru óvenju rytjulegar. Og svo
byijuðu skógarmaðkarnir að
naga lauf trjágróðrar jafnskjótt
og hiýnaði í veðri og hafa sums
staðar nær aflaufgað trén. —
Dynur i úðadælum heyrist um
alla borgina og hafa þær varla
við að halda möðkunum i skefj
um. Runnar hafa lika staðizl
mjög misvel. Rifsið er að verða
allaufgað.og bústið, en b :rja-
tínsla verður víða sáralitil. —
Kvistír (spissur), dísarunnar
(sýrenur). dvergmisplar, runna-
murur, rósir o.s.frv. eru ömur-
legir útlits. Reglan er yfirleitt
Framhalo a 13 -iiðu
J
Jónas Jósteinsson:
HiS græna gras
Enn mun það vart dregið í
efa á íslandi, að Fjölnismenn
hafi verið einhverjir vitrustu og
snjöllustu íslendingar í séinni
tíma sögu okkar. Sagt er um þá,
að þeir hafi hugsað bæð'i um
fegurðina og nytsemlna. Mönnum
eru þó mjög mislagðar hendur
í þessu efni, hneigjast jafnan til
annars hvors. En ef til vill má
segja, ef djúpt er kannað, að eðli
þessara tveggja hugtaka hafi
gagnkvæman tilgang.
Hver hlutur og efni, sem geymir
þessa tvo eiginleika, fegurðina
og nytsemina, þykir okkur frá-
bær. Sjálfsagt er hægt að finna
margt, sem þessum kostum er
gætt. Nú í dag er oft talað og
skrifað um „silfur" hafsins, síld
ina. Ilún er líka litfegursti fiskur
inn hér við strendur, og ö>llum
vöxnum íslendingum er nú Ijós
nytsemi hennar, svo stór þáttur
er hún í þjóðarbúskap okkar í
dag. Ekki er nú laxinn heldur
leiður á að líta, er hann kemur
spegilglansandi í ár íslands, em
mitinú um þetta leyti, og enginn
efast uim nytsemi hans.
Fleira mætti fram telja í is-
lenzkri náttúru, sem sómdi sér
vel í þessurn flokki, og vær'i okk-
ur góð og nytsöm hugvekja mn
það að hugsa nú í hásumardýrð-
inni, þá er land og haf er í
blóma sínum. En ég ætlaði ein-
ungis að víkja nánar að einu efni,
eins og fyrirsögn greinarstúfsins
bendir tU.
Oft var og sagt: „Það vorar
seint núna“. Bak við þessa setn-
ingu bjó mikill kvíði og vonleysi
í hugum íslendinga, fyrr og síðar.
Köld veðrátta veldur, þá er
seint vorar. Hvað er það sem þá
vantar? Það er, að hið græna
gras vex ekki.
Enn er hið græna gras gildur
þáttur í lífsafkomu íslendinga,
og hefur þó verið nkari á liðnum
öldum, er fábreytni í atvinnu var
meiri hér. Þá var oft þröngt fyrir
dyrum, ef gras spratt ekki. Við
getum rennt huga til þess hve
þráin var rík eftir sól bg vori
td þess að ylja svörðinn, svo að
grösin lifnuðu.
Gömul vísa segir:
„Fjalls úr hlíð og fögrum dal,
fargast víða snærinn.
Hrindir kvíða úr sinnusal
sunnan þýði blærinn.“
Já, andvörp mörg hafa liðið
frá brjóstum íslendinga, þá er
seint voraði og hið græna gras
spratt ekki. Lí'ka var, sem betur
fcr, oft sagt: „Það vorar snemma
Jónas Jóstelnsson
nú.“ í þeirri setningu feLst gleði
og fögnuður eftir langan 'og
dimman vetur. Sá feginleiki á
von og traust á góðri afkomu og
bjartara og sælla lífi. Það er
gagnstætt kvíðanum og vonleys-
inu, þá er seint vorar. Hún er
kannski barnaleg þessi gamla
vísa:
„Nú er úti hláka hlý,
hiti, dögg og vindur.
Fönnin bráðnar fjöllum í
fyllast allar kindur“.
Þá hefur vorað vel, máttur
sólar yljað mönnum og skepn-
um, ytra og innra, hið græna
gras nær að gróa, það er mikil
sköpun.
Mjög er nú talað utn ræktun
á fslandi og mikið hefur henni
skilað fram á leið á seinni árum.
En hver er þessi ræktun aðal-
lega: Grænt gras, án þess eng-
inn landbúnaðúr, það vita allir.
Hið græna gras er undirstaðan,
sem búsikapurinn nærist á.
Nú hefur lítið eitt verið vikið
að nytsemi hins græna grass. En
hvað um fegurðina? Er hægt að
segja um svo algengan hlut eins
og grænt gras er á íslandi, að
það sé fagurt. Er sólskinið ekki
alþekkt fyrirbrigði í náttúrunnar
ríki? Hver vill neita því, að það
sé fagurt, sem annars hefur aug-
un opin. Svona er um margt sem
algengt er, en þó fagurt, við róm
um það ekki eins og vera ber,
njótum ekki fegurðar þess ems
og efni standa til.
En sannleikurinn er sá, að feg-
urð græna grassins á íslandi er
mjög rómuð af erlendum ferða-
mönnum, telja græna litinn á
grasinu einn hinn fegursta, sem
þeir hafa augum litið. Margir ís-
lendingar hafa líka þessa sömu
skoðun. Ástæðan til litfegurðar-
innar er langdegið, hinar björtu
nætur vorsins. Hver borg og
bær víða um lönd telur sér skylt
að hafa mörg og víðlend svæði,
sem gróin eru grænu grasi íbú-
um sínum til yndis og heilsubót*
ar. Það ætti og okkur öllum ís-
lendingum að vera ljóst, hve
mikla fegurð og nytsemi, grænir
vellir geyma.Skógar eru tígulegri
í fegurð sinni, en mér finnst hinn
græni völlur fela í sér og anda
að okkur dulmagnaðri fegurð.
Fátt eða ekkert er betur á veg
komið j görðum Reykjavíkur, c«-
sléttir, grænir vellirnir, mjúkir
og hreinir með magnaðan angan,
þá er þeir er u slegnir. Þeir bregð-
ast sjaldan, hvernig sem viðrar.
Það er einnig gaman að líta yfir
vel hirt og víðlend tún, að slætti
loknum. — Bleikir akrar og sleg-
in tún —, sagði oft gamall sláttu
maður á haustin. — Við sjáum
því, af þessari litlu frásögn, sem
ég hef greint frá, að hið græna
gras geymir bæði fegurð og nyt-
semi.
Nytsemin er víst öllum ljós,
og fegurðin stendur öllum börn-
um íslands til boða, aðeins ef
þau vilja veita henni viðtöku.
Hvar er betra að njóta hvíldar
en á grænni grund?
— Á svalri grund í goluþýðum
blæ
er gott að hvíla þeim er vini
syrgir —
sagði skáldið.
Það er mörgum hvíld og hug-
fró mikil að halla sér að grænni
grund, hvílast við mýkt hennar
og angan. — Og svo að lokum,
— þá er lokið er dagsins ys og
erli —, höllum við okkur að
græimi gjund — hverfum undir
græna torfu. Sjáið hin grónu
leiði horfinna kynslóða í kirkju-
görðum á íslandi. Þau eru vaxin
grænu grasi. Stráin raula islenzk
þjóðlög við hina framliðnu á síð-
kveldum, svo hugsvalandi er hið
græna gras við börn þessa lands,
alla tíma.
^T í M I N N. mfSvikudagurlnn 10. júlí 1963. —
9
'/