Tíminn - 10.07.1963, Side 14

Tíminn - 10.07.1963, Side 14
 ÞRIDJA RÍKID WILLIAM L. SHIRER ' - 1 ‘ 1 - ‘ ’ - 1 » : 1 í - » : ' : : : ■ =. ‘ ■ V. ’ ' r •' lamaðir af innanríkisdeilum og þar að auki að sökkva í uppgjöf, vissu ekkert um þetta, þégar hinn litli liðstyrkur Þjóðverja flykkt- ist yfir Rínar-brýrnar í dagrenn ingu 7. marz og fór inn á herlausa svæðið. KLukkan 10 fyrir hádegi kallaði Neurath, hinn auðsveipi utanríkisráðherra, ambassadora Frakklands, Bretl'ands og Ítalíu á sinn fund, skýrði þeim frá því, sem gerzt hafði í Rínarlöpdum, og afhenti þeim formlega orðsend- ingu, þar sem Lokarno-sáttmálan um, sem Hitler hafði verið að enda við að rjúfa, var sagt upp — og stungið var upp á nýjum friðaráætlunum! „Hitler laust andstæðinga sína í andlitið", sagði Fnancois-Poncet, „og um leið og hann gerði það, tilkynnti hann: „Ég flyt ykkur tillogur um frið!“f' Aðeins tveimur klukkustundum síðar stóð foringinn í ræðustóln- um í Reichstag fyrir framan ofsa káta áheyrendur, og lýsti friðar- þrá sinni og síðustu hugmyndum um það, hvernig hægt væri að láta hana haldast. Eg fór yfir í Krollóperuna til þess að sjá það, s.em ég á aldrei eftir að gleyma, því að það var bæði stórkostlegt og ógnvekjandi. Eftir mikinn orða flaum um allt hið illa, sem sam- fara var Versalasáttmálanum og ógnanir Bolsévismans, tilkynnti Hitler rólega, að sáttmálinn milli Frakka og Rússa hefði gert Lo- karno-sáttmálann ógildan, en þann sáttmáia höfðu Þjóðverjar undir ritað af frjálsum vilja, gagnstætt því sem var um Versalasáttmál- ann. Eg skrifaði lýsingu á því, sem á eftir fór í dagbók mína um kvöldi’ð — „Þýzkaland finnur sig ekki lengur bundið af Lokarno-sáttmál anum (sagði Hitler). Þýzka stjórn- in hefur frá og með deginum í dag komið á aftur algerum og ótakmörkuðum yfirráðum ríkisins yfir hinu herlausa svæði, með til- liti til þess, að þjóðin hefur rétt á öruggum landamæfum og sömu. leiðis að varnir hennar séu tryggð ar!“ Nú stökkva á fætur sex hundr- uð fulltrúar, allir persónulega til- nefndir af Hitler, litlir menn með stóra iíkama og úttútnaða hálsa, nagað hár og uppþembdan maga í brúnum einkennisbúnirtgum og þungum stígvélum . . . þeir stökkva á fætur eins og sjálfvirkar vélar, rétta fram hægri handlegginn í nazistakveðju og öskra „Heil“ ... Hitler lyftir hendinni til merkis um að hann vil.ji þögn . . . Hann segir djúpri hljómmikilli röddu: „Menn þýzka þingsins!“ Alger þögn. „Á þessu sögulega aúgnabliki, þegar þýzkif hermehn í vesturhér- uðum ríkisins ganga nú á þessum mínútum inn í herbúðir friðar- tíma framtlðarinnar, sameinumst við allir í tveimur heilögum heit- um“. Hann Kemst ekki lengra. Þetta eru frét.tir fyrir þennan „þinglega'’ skríl, að þýzkir hermenn séu þeg- ar komnir inn í Rínarlönd. Allur hernaðarandinn í hinu þýzka blóði þeirra streymir upp til höf- uðsins. Þeir stökkva Upp, hróp- andi og æpandi . . . Handleggirn ir eru réttir út í þrælsóttakveðju, andlit þeirra afmynduð a.f tauga- veiklunartryllingi, munnarnir ^ap andi, öskrandi, öskrandi, augun, brennandi af ofstæki, einblína á hinn nýja guð, Messías. Messías leikur hlutverk sitt af srtilld. Hann lýtUr höfði eins og í auðmýkt og bíður eftir þögn. Þá segir hann fram þessa tvo eiða, röddm er enn lág og eins og hann sé að kafna af geðshræringu: „í fyrsta lagi sverjum við að láta ekki undan síga fyrir nokkru afli í endurreisn heiðurs þjóðar oklcar . . í öðru lagi heitum við, að nú fremur en nokkru sinni munum við leitast eftir að koma á skilningí milli þjóða Evrópu, og sérstaklega að koma á samkomu-! ídgi við nábúaþjóðir okkar í' vestri . . Við höfum engar land- svæðakröfur fram að bera í Evr- ópu! . . . Þýzkaland mun aldrei rjúfa friðinn!“ Það leið löng stund, áður en fagnaðarlátunum linnti . . . Fá- einir hershöfðingjar gengu út. Það var ekkj hægt að. komast hjá því að taka eftir því, að á bak I við bros þeirra duldist' tauga- óstyrkur .. . . Ég rakst á von Blom berg hershöfðingja . . . Andlit hans var hvítt, og það komu kipp- ir í kinnarnar. Og ekki að ástæðulausu. Varn- armálaráðherrann, sem fimm dög um áður hafði með eigin hendi ritað skipanirnar um að hefja að- gerðirnar, var að því kominn að missa kjarkinn. Næsta dag komst ég að því, að hann hafði gefið sveittim sínUm skipun uin að hörfa yfir Rín, ef Frakkar virt- ust ætla að snúast gegn þeim. En Frakkar létu aldrei á sér kræla. Francois-Poncet segir, að eftir að hann hafði aðvarað stjórn sína í nóvembermánuði, hafi frartska yfirherstjórnin spurzt fyr- ir um það hjá stjórninni, hvað hún myndi gera, ef sendiherrann reyndist hafa haft rétt fyrir sér. Svarið var, segir hann, að stjórn- in myndi leggja málið fyrir Þjóða bandalagið. Reyndin var sú, að þegar höggið kom, var það franska stjórnin, sem vildi grípa til gagnaðgerða, ert franska her- foringjaráðið kom í veg fyrir það. „Gamelin hershöfðingi", segir Francois-Poncet, „sagði, að hern aðaraðgerðir, hversu takmarkaðar sem þær annars væru, gætu haft 1 för ffieð sér ófyrirsjáanlegar af- ieiðingar og ekki væri hægt að framkvæma þær, án þess að láta allan hefinn vígbúast11. Það mesta sem Gamelin hershöfðingi., yfir- maður herforingjaráðsins, vildi gera — og gerði — var að safna saman þrettán herdeildum í nánd við þýzku landamærin, en einung- is til þess að styrkja Maginot-lín- una. Jafnvel þetta var nægilegt til þeSs að skjóta þýzku yfifher stjórninni skelk í bringu. Blom- berg, studdur af Jodl og flestum æðstu liðsforingjunum, vildi láta þær þrjár herdeildir, sem höfðu fárið yfir Rín koma aftur. Eins og Jodl bar í Niirnberg, „Þegar tillit er tekið til þeirra aðstæðna, sem við áttUffi við að búa, þá hefðj franska liðið getað skotið okkur í sundUr" Það hefði getaö þuð — jg hefði það vefið gert, myndi það vissu- lega hafa orðið éndalök Hitlers, og eftir það hefði sagan getað tekið allt- aðra og bjartari stefnu ^ heldur en hún gerði, því að ein- I tæðisherrann hefði aldrei getað ! staðizt slíkan reginósigur. Hitler sjálfur v'iðurkenndi þetta. „Ef við hefðum hörfáð“, sagði hann síðar, „myndi það hafa þýtt sama og að tapa“. Það voru stáltaugar Hitlers einar, sem nú, eins og á mörgum örlagaaugnablikum, sem lágu framundan, björguðu málinu . og færðu sigur Um leið og hann lét sig engu skipta, hversu treg- ir hershöfðingjarnir voru. En þetla var ekki auðvelt augnablik fyrir hann. „Fyrstu fjörutíu og átta klukku stundirnar eftif að ráðizt var inn 1 Rínarland1' heyrði Paui Schmidt, túlkur hans, hann síðar segja, „tóku meira á taugarnar en nokkr ar aðraf í mínu lífi. Ef Frakkar ! hefðu farið lnn i Ríharlönd, hefð- | um við orðið að hörfa með skott- ' ið á milli lapþanna, því að sá her styrkur, sem við höíðum yfir að |ráða, var algerlega ófttllnægjandi ' jafnvei til þess að veita hjna | allra minnstu mótspyrnu". Ful'lvissir um að Frakkar myndu ekki koma. hafnaði hann afdrátt- arlatist öllum uppástungum um að hörfa til baka, Sem hin hik- andi yfirherstjórn bar fram. Beck hershöfðingi, yfirmaður herfof- . ingjaráðsihs, vildi að foringinn : drægi að minnsta kosti úr högg- inu með því að lýsa yfir, að hann . myndi ékki Víggirða svæðið vest- ur af Rín. — Þetta var uppástunga, „sem foringinn hafnaði algerlega" 44 leyfi?“ sagði hún gremjulega.- „Af hverju ertu að ónáða hann?“ „Hann er með pakka af pappírs- klútum í vasanum. Nolckuð fleira, sem þú vilt vita?“ Þegar hann svaraði ekki, sagði húni: „Takk“, eins þurrlega og henni frekast var unnt og fór út. Þegar dyrnar höfðu lokazt að baki hennar og skóhljóð hennar heyrðist í þurrum sandinum, kall- aði Lynch veikum rómi til Beech- ers: „Kctmdu hingað snöggvast". Beecher kraup við hlið hans. Máninn hellti skini sínu yfir ljóst hár Lynch og brunasárin á af- skræmdu andliti hans. Beecher sá, hvernig sérsaukinn logaði úr aug- um hans. „Hvað er að?“ „Hún tók ska-mimbyssu mína“, hvíslaði Lynch með erfiðis.mun- um. „Hún stingur af. Eg lofaði að gefa henni forskot. En reyndu að stanza hana. Hún vUÍ ekkx hlusta á mig. Hún skilur ekki“. „Vertu rólegur“, sagði Beecher. Lynch reyndi að rísa upp, en áreynslan varð honum um megn. Beecher ýtti honum hægt niður á teppin aftur. „Reyhdu ekki svona á þig. Hún kemst hvergi. Það eru hundrað og fimrntíu kílómetrar til Goulamine. Hún þoúr ekki sól arhitann lengur en í mesta l'agi klukkutíma". „Hún fer ekki gangandi. Hún komst að einhverju samkomulagi við þessa helvítis Araba, sem fóru hjá áðan. Hún ætlar að hitta þá — og verða samferða þeim“. „Hvaða vitleysa“, sagði Beech- er. „Hún var ein með þeim í fá- einar mínútur. Hvernig hefði hún átt að komast að samk.ómulagi við þá? Hún kanh ékki þeirra mál. hvernig hefði hún átt að geta tal- að við þá?“ Lynch hristi höfuðið hægt. „Hún talar alþjóðamál. Þú ættir að vita það. Eg vissi, að eitthvað var á seyði, þegar hún kom hing að inn aftur. Eg þekki hana. En hún grátbændí mig um að gefa sér tækifæri. Eg gat ekki fengið inn í hausinn á henni, að það þýddi ekki“. „Heldur hún, að þeir fari með hana til Goulamine?“ „Já“. Lynch herpti saman aug- un af sársauka. „En þeir gera það ekki. Þú hlýtur að skilja það. Viltu ekki reyna að stanza hana“. Beecher hugsaði um, hvernig hún hafði staðið og horft ó eftir Aröbunum ríða af stað út í eyði- mörkina. Grannir fótleggirnir og þrýstln brjóstin undir nælonblúss unni. Jú, það var víst áreiðanlega fullboðlegt alþjóðamál. „Þeir fara ekki með hana til Goulamine", sagði Lynch. „Hún ætti það eiginl'ega skilið", sagði Beecher. „Svo mikið geturðu ekki hatað hana“. „Hvers vegna ekki?“ „Af því að þú ert heiðursmað- ur, ekki annars flokks náungi eins og ég. Þú gætir ekki óskað nokk- urri konu slíkra örlaga". „Hvar ætlaði hún að hitta þá?“ „Eg veit það ekki. En þeir bíða hennar“. Beecher ýtti upp hurðinni og stökk niður á sandinn. • Hann hljóp aftur fyrir stélið og yfir að pálrnatrjánum. Máninn lýsti skært nú og hellti geislum sínum yfir eýðimörkina, elns og andlit Lynch áður. Auðnin var eins og landslag í ævintýi-i, silfurlitað og ókenni- legt. Hún hljóp í suðurátt. Það glitr- aði á ljóst hár hennar sem flaks- aðist til á hlaupunum. — Hann hrópaði nafn hennar. Hún sneri sér snöggt við og það glampaði á skammbyssuna í hendi hennar. Beecher hljóp á eftir henni, hrasaði um ójöfnurnar með dynjandi æðaslátt fyrir eyrunum. „Reyndu ekki að stanza mig“, hrópaði hún. „Komdu aftur til flugvélarinn- ar“. „Þú getur fengið að drepast þarna, en það geri ég ekki“. Gol- an var orðin snarpari og hár henn ar stóð aftur af henni, eins og vængir. Andlit hennar var ná- bleikt í mánaljósinU. „Það er von- laust um, að nokkur finni okkur. Og ef svo verður, eru það mín endalok. Eg sting af, ög ef þú reynir að hindra mig, skýt ég þig á staðnum“. Hún byrjaði að hörfa aftur á bak burt frá honum. „Eg kemst til Goulamine og lögi-eglan mun trúa sögu minni. Það máttu reiða þig á. Eg er aðeins saklaus, lítill túristi, sem að ósekju hefur orðið fyrir barðinu á alþjóðlegum giæpamönnum". „Og heldurðu, að þeif muni leggja trúnað á slika sögu?" „Það et eina sagan, sem þeit fá að heyra. Þið hin veíðið þá öll daúð“. „Hvernig veiztu, að þeir ætli að fara með þig til Goulamine?" Bros hennar var kuldalegt. „Þú sagðir sjálfur, að ég mæti líkama minn háu verði. Og ég hef alltaf fengið það, sem ég hef sett upp“. „Þú ert bölvað fífl“. „Ertu ekki farinn að þreytast á því að vera allt.af góði, þægi strákurinn? Viltu endilega láta lífið við að reyna að bjarga mér frá verri örl'ögum en dauðanum?“ „Hefurðu komizt að samkomu- lagi við þá?“ „Með tilliti til takmarkaðrar tungumálakunnóttu á báða bóga gat mér ekki skilizt annað“. „Ertu viss um, að þú ofmetir ekki eigið mótstöðuafl?" Hún yppti öxlum. „Á því sviði er ekki margt, sem ég get ekki gleymt eftir gott, heitt bað. Iíomdu ekki nær, Mike“ „Hlustaðu nú á mig“, sagði Beecher rólega. Tíu metrar voru nú á milli þeirra.. „Þú skalt ekki vera hrædd Um, að ég féyni að stanza þig. En hlustaðu á mig andartak, Þú hefur þitt mat á líkama þínum. En þessir náungar hafa sitt eigið mat. Verðmiðinn, sem þú héfur skellt á hann, er af vestrænum toga. Kvöjdverðar- boð með dýrum vínum, minka- skinn á öxlunum og demantar um háls og arma ásamt kurteisum fýlginaut, sem hjálpar þér inn og út úr dollaragrihinu. Þahnlg hljóð ar verðmiðinn þinn. En það gilda aðrar reglur í heirni Arabanna. Og það verður ekki þú, sem nýtur góðs af kaupunum. Þar verðurðu aðeins varningur, en ekki seljandi um leið. Og þeir vilja fá eitthvað fyrir snúð sirtn. Þeir ríða hestum sínum oftar en einu sinni út og þeir heímta meira en einn lítra úr hverri kú Þú ótt ekki eftir að sjá Gouiamine, fyrr en þeir hafa haft eins mikið gagn af þér og unnt er. Og það getur tekið lang- an tíma, jafnvei allt þitt líf“. „Þú hefur lesið Þúsund og eina nótt“, sagði hún og glotti hæðnis lega. „Við lifum á tuttugustu öld. Þú hefur kannske ekki gert þér grein fyrir því?“ Beeéher hristi. höfuðið hægt. „Ekki Þúsund og eiha nótt, Laura, heldur dagblöðin. Fyrir tvejmur árum hurfu frönsk hjón nálægt Agadir. Það hefur ekki spurzt til þeirra síðan. í fyrra stanzaði amerjsk stúlka í bíl sínum á þjóð- vegittum um fimmtán kílómetra frá Marfakech. Þeir fundu bílirtn skammt frá Berbaþorpi. En hana sjálfa fundu þeir aldrei. Fyrir hálfu ári ók kona belgísks sendi- fulltrúa upp í Atlasfjöllin til að Ijósmynda landslagið. Þeim hefur ekki einu sinni tekizt að finna bíl- inn hennar enn þá. Fjallabúarnir og hirðingjarnir hér hafa ekki lært að opna dyrnar fyrir kven- fólkinu eða ganga götumegin á gangstéttinni. Þeir hafa alizt upp við aðrar kurteisisreglur og hafa sln eigin iög — sína eigin fram- komu gagnvart konum“ Beecher bentj út á endalausa sandauðnina. „Heldurðu, að ferða skrifstofurnar hafi einhver útibú hét? )g heldurðu, að þú getir kallað á næsta iögregluþjón, ef gamanið fer að kárna? Jú, jú, það máí vel vera, að þú komist tií Goulamine. En það verður ef tjl vill ekki fyrr en eftir tíu ár. Og þá liturðu ekki lengur út eins og saklaus, lítili túristi, Þú verðui með sár og skeinur uffi allar T í M I N N, mfSvikudagurinn 10. júlí 1963._ 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.