Tíminn - 01.08.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.08.1963, Blaðsíða 2
FRÆGAR STÚLKUR ÞESSI ÞELDÖKKA stúlka heitir Maria Awuzie, 19 ára að aldri og vann sér það nýlega til frægðar að vera á for- síðu The New York Times Magazine. Hún var þar sem nokkurs konar tákn fvrir hina nýju konu í Afríku, en hún er ekki síður sjálfstæð og menntuð, en konan í Evrópu. Það er til gamall nigeriskur málsháttur, sem er eitthvað á þessa leið: Það er sama hvað konan tekur sér fvrir hendur, hún á alltaf heima í eldhúsinu. í dag er það sívaxandi hópur Afríkukvenna, sem mælir gegn þessum málshætti. Þær láta sér ekki Ivnda, að verða fiórðu eiginkonur einhverra ríkra kaupmangara, sem hafa efni á að kaupa þær, og þær vilja heldur bera börn á brjóstinu alla ævi og þræla. Og eins og umferðalögregluþjónninn Maria Awuzie segir, þá eru nú- tímakonur í Afríku fylgjandi hjónabandi, en jafnframt vilja þær geta staðið á eigin fótum í sinni starfsgrein. r' íky "'fj ■ S ' & " 4*. , -V t v-" í gervii spánskrar stúlku, — ÞETTA er allt saman ein og sama stúlkan á þessum þremur myndum, þótt ótrúlegt sé. Hún er þýzlc og heitir GARDI LOR- ENZ og er 21 árs ag' aldri. And- lit hennar má sjá á plötuum- slögum úti um allan heim, en samt syngur hún hvorki né spil- ar. Hún er heldur ekki leikkona, fyrirsæta, fegurðardrottning, sýn ingarstúlka eða neitt þess háttar. Eiginlega er ekki hægt að kalla hana annað en plötuumslaga- stúlku og er það líklega nýyrði i íslenzku, en það er það sem hún er. Gardi er mjög hugmyndafrjó og miklum hæfileikum gædd, og getur t. d. breytt sér í hvaða gervi sem er. Öll meiri háttar plötufyrirtæki í Vestur-Þýzka- landi nota Gardi i myndir á plötu umslög sín, og hún fær sjálf hugmynuirnar að útliti þeirra og sínu eigin gervi. Aðalhjálpar- meðul hennar eru hárkollur af öllum gerðum, aragrúi af snyrti vörum og fjöldi af ýmiss konar búningum Hárkollurnar á hún í öllum lengdum, í öllum litum og í öllum greiðslum. Stundum kem Framhaid á 6 síðu AINO KORWA, er danska stúlkan, sem varð nr. 2 í Miss-Universe-keppninni á Miami Beach, sem nýlega er afstaðin. Þegar hún kom heim ti! Kaupmannahafnar, þá lýsti hún því yfir, að hún væri glöð yfir því, að hafa ekki unnið, því að þá hefði hún ekki getað gifzt mann- inum, sem hún elskar. Aino er annars 20 ára gömul og hefur starfag sem skrifstofu- stúlka. Mörgum stúlkum mundi þykja súrt að bíta í þag epli, að verða einungis nr. 2, svo skammt frá 1. sæti, en Aina er að segja sannleikann, hún er ekki að reyna ag leyna vonbrigðum sín- um. Faðir henngynPají} lýorwa,; sem leikur í hljómsveit Peters Rasmussens, í Kaupmannahöfp, hefur sagt dönskum blaðamönn- um frá því, ag dóttir hans hafi verið með sama stráknum í tíu ár. Hann heitir Gert Jensen og er rafvirki. Þau hittust í fyrsta skipti, þegar þau voru tíu ára gömul í skóla, og síðan þá hafa þau verið hrifin hvort af öðru. Maður skyldi ætla, ag ekkert kæmi í veg fyrir það, að Miss Universe giftj sig, en samkvæmt reglunum má ungfrú alheimur Framhald á bls. G. sem „teena.ger“. Sýningarstúlkurnar, sem sýndu hausttízkuna hjá Dior eru auðvitað mjög umtalaðar sem stendur. Þær eru allar þarna á stóru myndinni og í mlðjunni er Marc Bohan sjálfur, arftaki Diors. Þetta eru allt glæsilegar stúlkur og er athyglisvert, hvernig þær greiða hárið, en það er svipað á flestum þeirra. Sú, sem er iengst til hægri er skozk og heitir Louise McGregor. Venjulega öðlast stúlkur ekki sýningarstarf fyrr en eftir mikla erfiðisvinnu. Þær hafa annað hvort gengið í gegnum hverja þreytandi fegurðarsamkeppnina eftir aðra, eða þá barizt í bökk- um og hálfsvelt sig á meðan þær klifu tindinn. En Loulse litla gerði hvorugt, hún labbaði bara inn á skrif- stofu hjá Dior, bað um vinnu og fékk hana. Hún hafði ekki dvalið nema fáeinar vikur í París, þegar hún tók í sig kjark, um leið og hún gekk fram hjá þessu heimsfræga tízkuhúsi og bað um vinnu. Hún kom upphaflega til Parísar til að reyna fyrir sér sem Ijósmyndafyrirsæta, og þegar hún kom tii Diors, þá mældi forstöðukonan hana vendilega út, og sagði henni að koma aftur um kvöldið tll að Bohan gæti skoðað hana. Þetta tók ekki nema einn dag, og Bohan lýsti því yfir, að Lousie byggi yfir rómantískri fegurð. Louise er dóttir bankastarfs- mannsins Richard McGregor, og fóru foreldrar hennar bæði til Parisar til að vera viðstödd tízkusýninguna og dáist að dótturinni. draugagang ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur en- staka sinnum undanfarið birt greinar, þar sem ymprað hefur venið á gömlum stefnumálum Alþýðuflokksins. Blaðið hefur talið sig sýna meg því, ag Al- þýðuflokkurinn hefði þó enn að einhverju leytú sjálfstæða stefnu og væri ekki alveg genginn í Sjálfstæfflisflokkinn. Mbl. svarar þessum skrifum Al- þýðublaðsins með örstuttri forustugrein síðastliðinn sunnu dag. Sú grein hljóðar þannig: „Alltaf öðru hverju verður vart reimleika á Alþýðublað- ánu. Hcyrist þá úr djúpunum drungaleg rödd löngu liðins tíma. Sem betur fer hræðast nútímamenn yfirleitt ekki draugagang og hafa því flestir gaman að fyrirgangii þessa draugsa. En það er með Alþýðublaðs- drauginn eins og aðra drauga, að hann lifir í heimij síns tíma og skilur ekki annað ástand en það, sem þá ríkti. Þess vegna er erfitt fynir þá, sem nú eru uppi, að komast í samband við hann. Nútímamenn skilja ekki vel þankagang hans, né hann þeirra. Þess vegna er líka ástæðu- laust að vera að eyða orðum að kenningum afturgöngunnar um þjóðnýtingu, eignaupptöku og andlega forsjá „drauga“, sem halda ag þeir séu í heim- inn bornir til þess að bjarga fólkinu frá því að sjá sjálft fótum sinum forráð. Þess vegna lætur Morgunblaðið draugaleið ara Alþýðublaðsins afskiipta- lausa“ Þessi grein Mbl. sýnir bezt álit forráðamanna Sjálfstæðis- flokksins á Alþýðuflokknum og forustumönnum hans. Þeir líta bersýnilega á þá eins og drauga sem búig er að beizla, en hægt er svo að kveða niður, þegar ekki er talin þörf fynir þá lengur. Hindra tækniþróun Á ársþingi iðnrekenda, sem haldig var í apríl síðastl. var samþykkt áskorun á rík- isstjórnina „ag hefja nú þegar undirbúning að afnámi opiin- berrar ihlutunar um verðlagn- ingu iðnframleiðslunnar“. f greinargerð fynir tillögunni segir m. a.: „Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að veðlagsákvarðan ár hins opinbera eru á tímum venjulegs viiðskiptafrelsis alls ekki til þess fallnar að tryggja hag neytenda. Þegar til lengdar Iætur hindra þau eðlilega fjár munamyndun fyrirtækja og draga úr hagkvæmni í rekstri og tækniiþróun, og þá um leið úr hæfni þeirra til að fram- leiða ódýra og góða vöru og standast hina hörðu samkeppni við erlenda iðnaðarfram- Ieiðslu“. Ðraga ór hagvexti Þá segir einnig í áðurnefndri greinargerð iðnrekenda fyrir tillögu þeirra um niðurfellingu verðlagshafta: „Til frekari rökstuðnings vís- ast einnig til hinnar nýju þjóð- hags og framkvæmdaáætlunaT ríkisstjórnarinnar, sérstaklegE annars kafla, þar sem rætt er um þróun þjóðarbúskaparins á árunuin eftir styrjöldina, m. a. um verðlagsákvæðin og þau á- hrif og ,.aflögun“ verðkerfiisins, er þau hafa skapað, og hindrað eðlilegan hagvöxt. Þar segir: Framhald a 6 síðu 2 T f M I N N, f hnmtudagurinn 1. ágúst 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.