Tíminn - 01.08.1963, Síða 9

Tíminn - 01.08.1963, Síða 9
MINNING INGOLFUR DAVIÐSSON Þekkiröu hóffífil? HÉR og hvar í Reykjavík sjást breiður af stórum hóflaga eða hjartalaga blöðkum, sem eru grænar að ofan, en hvít- lóhærðar á neðra borði. Þetta eru blöð hóffífilsins. Hans er getið í jurtaskrám frá 19. öld, en sennilega hafa þá aðeins fá- ein ei.nt.ök borizt til landsins og svo dáig aftur. Hugsanlegt er líka að hóffífill hafi verið flutt ur inn í gamla daga, því að hann er gömul lækningajurt. Hófíifill hefur lengi verig al- gengar við vegi og bæi á Norð- urlöndum og víða um Evrópu. En hérvera hans á íslandi var a-5 fullu staðfest suenarið 1934. Þá fann Gísli Gestsson safnvörff ur dáiitla hóffífilsbreiðu á rusla haugum skammt fyrir neðan gamla stúdentagarðinn í Reykja vfk. Nú er hóffífill víða í Reykjavík og grennd, og raun- ar víðar suðv.lands. Á stríðs- árunum nam hann land á Siglu firði og kominn er hann til Vestfjarða. Gísli Gestsson hefur og fundið hóffífil austur í Þjórsárdal fjarr; bæjum og er það merkilegur fundarstaður, er gæti bent til langrar veru í landinu Hóffífill er mjög sérkenni- leg jurt. Snemma á vorin spreVa blómstönglar með lít- il hreisturkennd blöð og með litla, guia körfu í toppinn, oft- ast í maí. Á Norðurlöndum er sums staðar fyrstu hóffífilblóm unum fagnað á vorin likt og börnm fagna fyrstu fíflunum og sóleyjunum hér. Norska skáldið Wergeland orti Ijóð til hóffífilsins. Fræið þroskast snemma og fýkur burt, blómstöngullinn fell ur. En seinna koma í ljós niður við jörð, hóflaga eða hjartalaga blöð, sem eru að stækka fram á haust og geta orðið meira en lófastór. Jurtin hefur þannig tvö vaxtarskeið, þ. e. blómgun- ar- og blaðvaxtarskeið. — Hóf fifill sómir sér talsvert og breið ist einnig mikið út með jarð- renglum, sem sumar hverjar vaxa djúpt. Getur hann orðið slæmt illgresi. Hann berst all- oft í garða með öðrum jurtum, því rætur hans og renglur geta verið fléttaðár um rætur ann- arra jurta, t. d. skrautjurta. — Sumir hafa tekig misgrip á hóf fífli; p. e. álitig hann litla rab- arbarajurt og gróðursett í garðinn sinn. — Rómverjar hin ir forna notuðu hóffífil til lækn inga — og hann þekktist í lyfja búðum sums staðar fram á okk ar öld. Blöð hans hafa líka ver ið notug í tóbaks stað. Hóffífil má nú telja ílendan og líklega berst hann víða um land á næstu áratugum. BOGI TH. STEINGRÍMSSON FRÁ BÚÐARDAL Bogi var fæddur að Miklagarði í Saurbæ, Dalasýslu, hinn 18. júní 1922. Hann var elstur syst- kina sinna, en þau voru sjö og fósturbræður tveir, annar aðeins eldri. Foreldrar Boga voru hjónn Steinunn Guðmundsdóttir og Stein grímur Samúelsson, bóndi, Mikla- garði, en að þeim hjónum standa dugmiklar bændaættir úr Dölum og Strandasýslu. Árið 1936 fluttust foreldrar Boga að Heinabergi á Skarðsströnd og þar ólst hann upp í glaðværum systkinahópi og vandist ungur fjöl þættum sveitastörfum. Heimili þeirra Steinunnar og Steingríms hefur frá fyrstu tíð verið tii fyrir myndar, þar hefur snyrtimennska, myndarskapur og gestrisni verið í hávegum haft, og börnin tdeink- að sér í æsku þeirra góðu dyggðir. Bogi fór ungur í bændaskólann að Hvanneyri og fylgdust þeir að, Kristinn bróðir hans og hann, enda sem einn maður alla tíð. Bústörfin voru Boga mjög huglei'kin og um- bótaþráin var honum í blóð borin, og vildi hann verða bóndi, en heiisuleysi á tímabili olli því að svo varð eigi. Hann dvaldi um tíma á Vífilsstaðahæli, og þurfti jafnan að gæta heilsu sinnar, en það var honum oft erfitt í annríki dagsins. Hann var jafnvígur til allra starfa, stundaði smíðar, verkstæðisvinnu, og var um skeið með jarðýtu og vann að jarðrækt á sumrum, en stundaði ýmsa vinnu á vetrum, jafnframt því sem hann hafði sauð :.;fé, sem hann hirti af svo mikilli .'kostgæfni. að til fyrir.myndar var. Þótt verklegu störfin tækju mestallan tíma hans, var hann engu síður fallinn til félagsmála- starfa. Hann var kosinn af Laxdæl ingum á búnaðarsambandsfundi og trúnaðarmaður Búnaðarfélags ís- lands var hann hjá Búnaðarsam- bandi Dalamanna. Mörg önnur störf voru honum falin, og leysti hann þau öll vel af hendi. Bogi var mjög myndarlegur mað ur ,hár vexti, ljóshærður og svip- hýr. Hann var dulur, en þó gaman samur, greindur vel, skemmtileg- ur og ákveðinn í skoðunum. Hann ávann sér traust og hylli samferða manna sinna og var af þeim dáður og virtur, enda hjálpfús og greið- vikinn og gott að leita til hans hvenær sem var. Árið 1954 kvæntist Bogi Unu Jóhannsdóttur, Búðardal, hinni mestu myndarkonu. Heimili þeirra var í Búðardal. Þau eignuðust fimm börn, og var auðsætt þeim sem að garði bar, að þau hjónin voru mjög samhent við að búa börnum sínum friðsælt og gott heimili. Bogi lézt af slysförum hinn 12. júlí síðast liðinn og var jarðsett- ur að Hjarðarholti 20. sama mánað ar að viðstöddu fjöimenni. Veður var fagurt, sólskin og gola, heið- rikja eins og jafnan fylgdi hinum látna. Hinzta kveðajn var hátíðleg og virðuleg. Mannkostamaður, ágætur eiginmaður og faðir og augasteinn foreldra og systkina er fallinn í valinn. „Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“. Okkur er jafnan kær komið að heilsast, en erfitt að kveðja, ekki sízt undir þessum kringumstæðum sem hér eru, þar sem athafnamaður í blóma lífsins er kallaður burtu. En þótt sökn- uður ástvina sé sár, mun minning- in um hinn góða dreng græða sárin og varpa ljósi á líf og störf þeirra. Samúð mína votta ég eiginkonu, börnum, foreldrum og tengdafor- eldrum, systkinum og öðrum vanda mönnum hins látna. Þökk sé þér, Bogi, fyrir kynn- inguna og störfin. Blessuð sé minn ing þín. Ásgeir Bjarnason. Þegar ég las í Tímanum í frétt frá Búðardal, að Bogi Steingríms son hefði látizt af slysförum fannst mér ég stirna upp. Mitt fyrsta orð var: Guð hjálpi mér. Hvernig mátti þetta ske, þessi þaulvani vélamað- ur. Ég fór að láta hugann reika til liðins tíma og þótti þetta því óskiljanlegra. Bogi heitinn var sonur hjónanna Steingríms Samúelssonar og Stein unnar Guðmundsdóttur frá Heina- bergi á Skarðsströnd, hinna frá- bæru dugnaðar- og ágætis hjóna. Bogi heitinn ólst upp hjá foreldr- um sínum með systkinum og fóstur börnum sem hvert er öðru mann- vænlegra og geðþekkara. Snemma bar á hjá Boga heitnum hæfni í störfum og voru miklar vonir bundnar við hann hjá foreldrum hans. Bogi heitinn aflaði sér mennt unar bæði í andlegum og verkleg um efnum, með gætni, eftirtekt og ákveðinni festu. Fyrir 16 árum réð ist hann til Ræktunamambands Vestur-Dalasýslu sem ég undirrit- aður veitti forstöðu. Þar sýndi hann mikinn dugnað og samvizku- semienda líkaði öllum vel við hann í hvívetna. Hann var alltaf eins í viðmóti hver sem átti hlut og gerði vissulega eins í verkum sínum. Þegar hann lét af starfi hjá Rækt- unarsambandinu réðist hann til vegagerðarínnar sem Jakob Bene- diktsson veitti forstöðu, sem flokksstjóri og náin samstarfsmað ur hans og gat sér þar hið bezt« orð fyrir reglusemi, skyldurækni og drenglyndi. Hjá vegagerð ríkis ins mun hann hafa unnið að mestu síðan. Bogi Steingrímsson kvæntist eft- irlifandi konu sinni Unu Jóhanns- dóttur frá Búðardal. Þeim varð 5 barna auðið, og er það elzta aðeins 9 ára gamalt. Hennar missir er því stór og sporin þung og trega- bundin eins og að líkum lætur. — Eftir giftinguna settust þau að í Búðardal á æskuheimili hennar og ráku þar smábúskap og var það að mestu í hjáverkum hans og farnaðist honum það vel sem ann- að sem hann lagði gjörfa hönd á. Bogi heitinn var einmitt að vinna að því starfi þegar hann var burt kallaður frá okkur á svo sorglegan hátt. Þegar ég nú að leiðariokiim sendi mínar hjartans þakkir fyrir samstarfið, minnist ég þín og þinn ar einlægu kveðju sem veitti mér hlýleik í sál og sýndi manngildi þitt. Það er sagt að eitt bros í lífi sé betra en þúsundir tára á leiði og þetta sannaðir þú í kveðju þinni. Orðstýr deyr aldrei. Hveim sér góðan getur. Vatni, Höfðaströnd 24.7. ’63 Óskar Krlstjánsson. Áskorun frá áfengis- varnarnefnd Rvíkur EIN mesta ferðahelgi ársins — verzlunannannahelgin — er á næsta leiti. Eftir þjóðvegunum þjóta þéltar fylkingar bifreiða, með konur og karla, unga og aldna. Þúsundum saman þyrpist fólk í allar áttir, úr borg og bæ og önn hversdagsins, í leit að hvíld og ró, í faðmi sveita og óbyggða. í slíkri umferð sem reynsla lið- inna ára. hefur sýnt ag er um þessa helgj og eykst ár frá ári, er eitt boðorð öðru æðra: öryggi, en að það boðorð sé ekki brotið, get- ur gætniii ein tryggt. Það eru ömurleg ferðalok hvíld- ar- og frfdags, þeim sem verður, wegna óaðgæz'u, vaidur að slysj á sjálfum séi ástvinum sínum, kunn ingjum eð» samferðafólki. Sá sem naldur er ag slíku, bíður þess aldr- ei bætur. Einn mestur bölvaldur í nútíma þjóðfélagi, með tilliti til marg- bættrar og síaukinnar vélvæðing- í.r, og þá ekki hvað sizt í hinni miklu umferg á hátíðar- og frídög- um, er áfengisneyzlan. Það er dæmigert ábyrgðarleysi, a hæsta stigi, að setjast að bíl- stýri undir áhrifum áfengis. En dæml paT um og afleiðingar þess, eru hins vegar, því miður, deginum ijósari og birtast oft í hryllilegum dauðdaga eða lifstíðarörkumli. Áfengisvarnarnefnd Reykjavík- ur skorar á alla þá, sem nú hyggja á ferðaiög. um þessa verzlunar- mannahelgi að sýna sanna um- gengismenningu, jafnt í umferð sem á dvalarstöðum svo sem frjáls bornu og siðuðu fólki sæmir. En bv.í aðeins verður það, að hafnað sé allri áfengisneyzlu í skemmtiferðalögum. T f M I N N, fimmtudagurinn 1. ágúst 1963. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.