Tíminn - 22.08.1963, Page 8
1
Böit-------
I.LJLUUI
ssm
Jón h. r Aag nússoi n skrifar V:. * , ‘K Bandar ‘i. . \ . * íkj iui num: 0
Lð Qi RJ EGj LAI N líci l 1 CAG0
„ÞAÐ er yfirleitt auðvelt og
um Iéi5 fljótlegt að finna út
vinnubrögð afbrotamannsins og
geta sniðið gildru eftir því, sem
hann svo sjálfur fellur í. Til
dæmis erum við nýbúnir að ná
manni, sem rændi fólk i vissu
hverfi hér í borginni. Hann kom
alltaf aftan að fólki á fáförnum
götum að næturlagi, stakk bys-su
í bakið á því og hótaði þvi blý-
kúlu í hausinn, ef það liti við;
síðan tók hann veskið og lét fólk
ið ganga nokkra metra og stakk
svo af inn í eitt sundið”.
Þannig útskýrði einn af yfir-
mönnum í glæparannsóknadeild
lögreglunnar í Chicago hvemig
þeir vinna þar, fyrir fréttamanni
Tímans, er hann var einn dag
með iögreglu borgarinnar.
„Þegar við erum búnir að sjá,
að þjófurinn heldur sig í sama
hverfinu og notar alltaf sömu
vinnubrögðin og segir dlltaf það
sama, samkvæmt lýsingum
þeirra, sem fyrir honum verða,
þá förum við á stúfana og leggj-
um okkar net. T. d. sendum við
lögreglumann klæddan eins og
konu; og hefur hann byssu og
iítið senditæki undir klœðum
sínum og svo sendum við aðra
lögreglumenn í nágrennið ásamt
nokkrum ómerktum lögreglubíl-
2. grein
um. Stundum gengur óþokkinn
í gildrana í fyrstu tilraun, en
stundum verðum við að halda
þessu áfram um sinn. Þegar hann
ræðst svo á „konuna” er hann
kominn í gildruna, og „konan”
kall'ar á hjálp í senditækið, og
um leið birtast allir þeir lög-
reglumenn, sem faldir voru og
vinurinn er stundum svo undr-
andi á öllu þessu, að hann veit
ir enga mótspyrnu.”
Það tók mig nokkra daga að
komast í rétt sambönd í Chi-
cago, sem síðan sáu til þess að
ég gat eitt heilum degi og hluta
af nóttu með Chicagolögreglunni.
í fyrstu gat ég fengið venjulegan
túr um aðalstöðvarnar; en þá
sér maður bara það, sem allir
sjá, sem gerir það að verkum,
að efckert efni fæst í grein. Það
var loksins á þriðjudegi, sem ég
hitti réttan mann og hann
hringdi í einn æðsta mann lög-
reglunnar og sagði mér að „fara
á fimmtudag og hitta Herman
Goldstein, fulltrúa lögreglustjóra;
hann kemur þér í hendurnar á
réttum mönnum”.
Herman Goldstein tók mér vel
og sagðist háfa skipulagt ferð fyr
ir mig um kvöl'dið ætti ég að
hitta leynilögreglumann úr ungl
ingadeildinni og vera með hon-
um í bíl. Fyrst yrði ég þó að
skrifa undir plagg eitt og taka
alla ábyrgð á sjálfum mér og
því, sem kynni að koma fyrir
mig, jafnvel þó að ég yrði drep-
inn. Ég sagðist fús vilja hripa
nafnið mitt á blaðið, svo lengi
sem þeir stæðu við sín l'oforð.
Fyrst hlttl ég officer Potesta
í upplýsingadeiidinni, hann sagði
mér „að fimmtudagar eru daufir;
föstudagur hefði verið betri”. —
Potesta sagði mér hvað ég myndi
sjá, hvenær og hvar; síðan
kynnti hann mig fyrir ungum
Svertingja, officer Normann
White, sem átti að sýna mér
aðalstóðvarnar. White hafði ver-
ið „lögga” í nokkur ár og verið
í ýmsum deildum, allt frá götu-
eftirliti og nú siðast í upplýsinga
deildinni; sagðist vonast til að
komast í unglingadeildina, því
að hann vildi vinna með vand-
ræðaunglingum.
Aðalstöðvarnar eru niðri í að-
alhluta Chicago og þar fer svo
til öll löggæzla fram, nema það
sem framkvæmt er af lögreglu
stöðvunum, sem eru í úthverfum.
Borginni er slkipt niður i átta
hluta og hver hluti hefur aftur
svo og svo margar „hverfis”-lög-
reglustöðvar. Hver hverfisstöð
framkvæmir hin daglegu störf
löggæzlunnar.
Fyrst fór officer White með
mig upp á aðra hæð, þar sem
eitt fullkomnasta simakerfi í
heimi er fyrir komið. Þetta kerfi
er algjör nýjung og hefur að-
eins verið í notkun síðan í nóv-
ember 1961.
— Eins og þú veizt þá er Chi-
cago á átta hlutum, sem samtals
eru 244 fermflur að stærð; þessu
svæði þjónar þetta símakerfi og
í því eru 3.500.000 manns. Eins
eru í þvf 1400 lögreglubílar með
taltáeki, en alls er bílakostur okk-
ar um 10.000 bfl'ar. Við þurfum
300 manns til að vinna hér og
er opið hér 24 tfma á dag 365
daga á ári.
— Þetta nýja sfmakerfi bygg-
ist á nýjum grundvelli, sem er
hraði og betri vinnubrögð. Hvert
skiptiborð, sem þú sérð hér, hef
ur upplýst kort af þeim hluta
þess hverfis, sem það þjónar og
má sjá á þvf, hvaða lögreglubíll
ORLANDO W. WILSON
lögreglustjóri í Chicago
er í gangi og hvar og hvað hann
er að gera. Þegar símtal kemur
inn, þá svarar lögreglumaðurinn
og tekur niður á smá kort, hvað
um er að ræða og hvað sé að
gerast. Síðan kallar hann á þann
bíl, sem bezt liggur við og send
ir hann á staðintí. ’ Kíorfið fér
svo áfram inn á spjaldskrárdeild
ina, þar sem upplýsingarnar á
því eru gataðar inn á það og síð-
an fer það inn á rafmagnsheil-
ann.
— Hvert símaborð getur tekið
við 10 símahringingum í einu, ef
efcki er svarað innan 10 sek-
úndna, fer símtalið yfir á skipti
borð, sem aðeins svarar, þegar
hinn getur ekki haft undan; þann
ig að enginn þarf að hringja
lengi. Uppi á hverju skiptiborði
eru tvö Ijós, annað rautt, sem
sýnir öryggisborðinu, að það
þarf að svara, en hitt er til að
fá snúningastrák til að sækja
eitt eða annað, sem lögreglumað
urinn þarf á að halda. Sfðan við
fengum þetta kerfi getum við
sent bíl á umbeðinn stað á allt
að þrem mínútum, frá þvf að
síminn hringir á skiptiborðinu.
Undir gólfinu hérna liggja 25
mílur af vírum og köplum, sem
tengja öll þessi skiptiborð við
Chicago; allt þetta víradrasl tók
við 1.600.000 símahringingum s.
1. ár.
Símakerfi þetta er búið til af
Motorola kompaníinu og hefur
það sparað Chicagol'ögreglunni
óskaplsga vinnu og gert það mun
auðveldara að svara beiðni borg-
arbúans. Eins gerir þetta lögreglu
manninum starfið léttara, t d.
getur hann nú fengið upplýsing-
aar á svipstundu um stolinn bíl
eða lýsingu á afbrotamanni.
Næst sýndi officer White mér
þá deild, sem sér um allar skýrsl
ur, sem hver Iögregl'umaður gef-
ur. Þetta er einnig nýtt fyrir-
komulag og f staðinn fyrir að
láta hvern mann puða við að
skrifa hverja skýrslu, þá getur
hann bara hringt hana inn. —
Einhver ósköp voru þarna af seg-
ulbandstækjum og blikkaði rautt
ljós á þeim, sem voru í gangi.
Á hverju tæki var smától, sem
maður gat hlustað á lögreglu-
manninn. Ég tók nokkur þeirra
upp og hlustaði á þá gefa skýrsl-
ur um innbrot, nauðgun, þjófn-
að, slys og ýmislegt annað, —
Þegar skýrslunni er svo lokið,
tekur vélritunarstúlka spóluna
og setur hana í samband við tæki
sem hún hefur við ritvélina sína
og skrifar skýrsluna upp.
Eftir að hafa séð alla skrif-
finnsku-hlið lögvaldsins, fórum
við og fengum okkur kaffi. —
Officer White kynnti mig fyrir
hóp af lögreglumönnum. Ég not
aði tækifærið og spurði þá álits
á öllu því, sem hinn nýi lög-
reglustjóri, Orlando W. Wilson,
hefði gert fyrir lögregluna, síð-
an hann kom þangað 1960. Áður
en Wiison varð lögregl'ustjé*!
var hann prófessor í sakamále-
fræði við Kaliforníuháskólann og
var sérstaklega ráðinn til að
hreinsa til og reyna að bæta á-
lit lögreglunnar í Chicago á með
al borgarbúa. Lögreglan þótti lé-
leg og öðru hvoru komu upp alls
konar leiðindarmál, eins og t. d.
að lögreglumenn væru flæktir í
þjófnaðarmál og væru vægir við
vissa stórglæpamenn, eins var
Chicagolögreglan fræg fyrir spill
ingu. Daley borgarstjóri snéri
sér til Wil'son, sem hefur sérlega
menkilegan feril að baki sér,
bæði sem lögreglumaður og próf-
essor í sakamálafræði. Síðan Wil
son kom, hefur hann gjörsam-
lega hreinsað tU, rekið menn í
hópum og ráðið aðra í staðinn.
Eins hefur hann látið endurbæta
allt lögreglueftirKt, fengið nýja
bíla, komið með alls konar nú-
tímatæki til að hjálpa' til, eins
og fyrrnefnt símakerfi; rafmagns
heila og svona má lengi telja.
— Wilson hefur skapað nýja
lögreglu; það er aUt annað að
vinna héma núna, sagði einn við
borðið.
— Hann hefur hækkað öll laun
um samtals niu milljónir dollara
á tveimur árum og stækkað lög-
regluliöið úr rúmum 11 þúsund-
um upp í rúm 12 þúsund, sagði
annar.
— I 12 þúsund manna lögreglu
liði eru aUtaf nokkrir, sem taka
við mútum og eða fást við ein-
fiver skuggaverk. Annars er
þetta allt öðru vísi núna, síðan
Wilson kom; borgarbúar bera
mifclu meiri virðingu fyrir lög-
reglunni og mórallinn er miklu
betri innan liðsins, Ég hugsa
samt, að meir en níutíu og fimm
prósent af okfcur höfum alltaf
verið heiðarlegir í starfi okkar,
sagði einn, sem hafði verið í
búningi mestan sinn starfsaldur.
— Ef við ættum að geta komið
i veg fyrir öll afbrot, þá þyrft-
um við að hafa 100.000 manna
lið og það myndi setja Chicago
á hausinn. Það væri verra en að
hafa öll þessi afbrot og glæpa-
verk, sagði officer White.
Sá gamli sagði, að það yrði
verst, þegar Wilson hætti, en það
yrði fljótlega, þar sem hann er
að ná aldurstakmarkinu. „Ég
vona bara, að hann verði búinn
að koma öllu í gang og i l'ag, af
þvi, sem hann ætlar að gera og
að einhver góður taki við af
honum”.
Síðan barst samtalið að hvort
það sé lengur erfitt fyrir Svert-
ingja að verða lögreglumenn. —
Þeir eru allir sammála, að allur
mismunur væri löngu horfinn,
enda er um helmingur af starfs-
HIS nýja sfmakerfi lögreglunnar.
TÍMINN, fimmtudaglnn 22. ágúst 1963