Tíminn - 22.08.1963, Page 14

Tíminn - 22.08.1963, Page 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER sér stað rétt á eftir og brátt verð- ur skýrt frá, gerðu' að engu stað- tiæfingar sem (þessar. Skömmu síð- ar, þegar !hin tvö stóru vestrænu lýðræðisríki og Þjóðabandal'agið höfðu betra tækifæri til þess að stöðva Hitler, hrukku þau undan. og gerðu ekkert. En þennan við- burðaríka dag fór Sohuscbnigg samt aldrei fram á aðstoð frá London, París, Prag eða Genf. Ef til vill áleit hann þetta vera tíma- eyðslu, eins og fram kemur í minn ingum hans. Miklas forseti hafði hins vegar haldið 'tns og hann sagði frá síðar, að ■•n’stuiTÍska stjórnin, sem þegar í stað hafði tilkynnt París og London um þýzku úrslitakostina, héldi áfram „viðræðum“ vi ð frönsku og brezku stjórnina allan eftirmiðdag inn til þess að tryggja „hugar- ástand þeirra“. Þegar ljóst varð, að „hugar- ástand" þelrra náði ekki lengra en til þess að bera fram innantóm mótmæli, þá lét Miklas forseti undan skömmu fyrir miðnætti. Hann skipaði Seyss-Inquart kansl- ara og viðurkenndi ráðherralista hans. „Eg hafði verið algerlega yfirgefinn bæði heima og erlend- is“, sagði hann seinna biturlega. Eftir að hafa gefið út stórkost- lega yfirlýsingu til þýzíku þjóðar- innar, þar sem Hitler réttlætti árás sína með simni venjulegu fyrirlitn ingu á sannleikanum og hét, að austurríska þjóðin myndi fá að veltja sína eigin framtíð í „raun- verulegri þjÓðaratlkvæðagreiðslu“ — Göbbels las yfirlýsinguna í þýzka og auslurríska útvarpið á hádegi 12. marz, — hélt Hitler til föðurlands síns. Honum var tekið með miklum látum. f hverju þorpi, sem öll höfðu verið skreytt í miklum fiýti, var fagnandi mann fjöldi. Eft-ir hádegið náði hann til fyrsta áfangastaðar síns, Linz, þar sem hann hafði eytt skólaárunum. Viðtökurnar þar voru æðisgengn- ar, og Hitler var djúpt snortinn. Næsta dag, eftir að hann hafði sent Mussolini skeyti — „Eg mun aldrei gleyma yður vegna þessa!“ — lagði hann blómsveig á grafir foreldra sinna í Leonding og hélt síðan aftur til Linz til þess að halda þar ræðu: Þegar ég fyrir mörgum árum hvarf á braut frá þessari borg, flutti ég með mér nákvæml. sömu trú, sem í dag fyllir hjarta mitt. Þið getið sjálf dæmt um, hversu djúpar tilfinningar mínar eru nú eftir svona mörg ár, þegar mér hefur tekizt að gera að veruleika þessa trú mína. Ef forsjónin kall- aði mig einu sinni frá þessari borg til þess að verða að foringja ríkis- ins, þá hlýtur hún með þessu að hafa falið mpr ætlunarverk, og þetta ætlunarverk getur aðeins hafa verið að sameina aftur mitt kæra föðurl.and þýzka ríkinu. Eg (hef trúað á þetta ætlunarverk, ég hef lifað og barizt fyrir það, og ég trúi því nú, að ég hafi upp- fyllt það. Eftir hádegi hinn 12. marz hafði Seyss-Inquart flogið tU Linz í fylgd með Himmer, til þess að hitta Hitler, og þá lýsti hann full- ur af stolti ógilda 88. grein St. Germain-sáttaiálans, þar sem lýst var yfir óumbreytanlegu sjálf- stæði Austurríkis og Þjóðabanda- lagið gert að verndara þess. Þetta nægði ekki Hitler, sem var orðinn alveg utan við sig vegna ákafa austurríska fólksins. Hann skipaði dr. Wilhelm Stuckart að koma þeg ar í stað til Linz, en hann var að- stoðarinnanrikisráðherrí, og Frick ráðherra hafði sent hann í flýti til Vínar tU þess að gera þar upp- kast að lögum, sem gera skyldu Hitler að forseta Austurríkis. Til mikillar undrunar þessum lagasér fræðingi fól foringinn honum nú að „gera uppkast að lögum, sem kvæðu á um algera sameiningu“, en frá þessu skýrði hann í Niirn- bergréttarhöldunum. Stuckart lagði þetta uppkast fyrir hina nýmynduðu austur- rísku stjórn í Vínarborg sunnu- daginn 13. marz, daginn, sem þjóð- aratkvæðagreiðsla Schusehniggs ’hafði átt að fara fram. Miklas for- seti neitaði að undirrita það eins og þegar hefur komið fram, en Seyss-Inquart, sem tekið hafði í sínar hendur völd forsetans, gerði það og flaug síðan seint þetta sama kvöld aftur til Linz td þosS' að færa foringjanum lögin. Það var lýst yfir endal'okum Austur- rfkis. „Austurríki er hérað í Þýzka rfkinu,'‘ stóð fyrst í uppkastinu. „Hitler tárfelidi af gleði“, sagði Seyss-Inquart síðar. Þýzka stjórnin kunngerði einnig sama daginn í Linz htn svokölluðu sameiningar- lög, og þau voru undirrituð af Hitler, Göring, Ribbentrop, Frick og Hess. Þau heimil'uðu „frjálsa, leynilega þjóðaratkvæðagreiðslu", sem fram skyldi fara 10. apríl, þar sem Austurríkismenn gætu skorið úr um „sameiningarmálið við þýzka rikið.“ Þjóðverjarnir í rík- inu sjálfu, tilkynnti Hitler, 18. rnarz,, áttu einnig að greiða at- kvæði um sameininguna, um leið og kosning færi fram til Reichtag. Hitler hélt ekki sína sigurgöngu inn til' Vínar, þar sem hann hafði búið svo lengi sem flækingur, fyrr en eftir hádegi á máriudag, 14. marz. Tveir ófyrirsjáanlegir at- burðir urðu U1 þess að tefja hann. Þrátt fyrir ofsakæti Austurríkis- manna yfir voninni um að fá að sjá foringjann í höfuðborginni, fór Himmler fram á að fá einn dag í viðbót til þess að skipuleggja ör- yggisaðgerðir. Hann var þegar byrjaður að handtaka þusundir „óábyggilegra" 4- eftir nobkrar vikur átti talan í Vín einnig eftir að komast upp í 79.000. Auk þess höfðu brynvarðasveitirnar þýzku, sem svo mikið orð hafði farið af, stöðvazt löngu áður en þær voru komnar í námunda við hæðirnar í kringum Vínarborg. Að því er jodl sagði, höfðu eitthvað um 70% skriðdrekanna stöðvazt á leiðinni frá Salzburg og Passau til Vínar, enda þótt Guderian hershöfðingi, sem stjórnaði brynvarðasveitunum ætti síðar eftir að segja, að aðeins 30% af Uði hans hefði stöðvazt. Að minnsta kosti varð Hitler ofsa- Téiður vegria iþessarar tafar. Hann 160 var aðeins um kyrrt í Vín, yfir nóttina, og bjó á Hotel Imperial. Samt gat þessi sigurstranglega endurkoma þans til þessarar fyrr- verandi höfuðborgar keisaraveld- isins, sem honum fannst hafa hafnað sér og dæmt sig í æsku til þess að svelta og þjást í göturæs- unum og sem nú tók svo fagnandi á móti honum, ekki annað en kom- ið honum í gott skap aftur. Hinn stöðugt nálægi Papen, sem kom þjótandi frá Berlín til Vínar með flugvél, til þess að geta verið með í bátíðaihöldunum, fann Hitler, þar sem hann var að velta fyrir sér hinu Uðna fyrir framan Hofburg, hina fornu höll Habsborgaranna. „Ég get aðeins lýst honum“, skrif- aði Papen síðar, „sem utan við sig af gleði.“ Hann átti eftir að vera í þessu hugarástandi mestan hluta næstu fjögurra vikna, þegar hann fór um Þýzkal'and og Austurríki, frá einum stað til annars og sópaði a@ sér fylgi almennings og stóru Ja atkvæði til stuðnings sametn- ingunni. En í sínum miklu ræðum, lét hann ekkert tækifæri ónotað til þess að tala illa um Schusch- nigg eða til þess að bera á borð fyrir menn hinar útjöskuðu lygar um það, hvernig sameiningin hafði átt sér stað. í ræðunni, sem hann flutti Reichtag 18. marz, staðhæfði hann, að Schuschnigg hefði „geng- ið á bak orða sinna“ með kosningafölsunum" sínum, og svo bætti hann við, að „einungis brjálaður, blindur maður“ gæti hafa hagað sér á þennan hátt. Hinn 25. marz, þegar Hitler var í Königs'berg, hafði „kosningaföls- nin“ orðið að „þessum hlægilega skrípaleik“ í huga hans. Hitler fullyrti, að bréf hefðu fundizt, sem sönnuðu, að Schuschnigg hefði af ásettu ráði farið á bak við hann með því að draga allt á langinn í 1. KAFLI Hong Kong! Gail Stewart starði á dr. Grant Raeburn, og braut heilann um, hvort henni hefði misheyrzt. Að vera beðin að fara til Hong Kong — Hong Kong af öllum stöðum í heiminum! í hugum margra var þag töfrastaður — óskadraumur, cn í hugum annarra voru bundnar ömurlegar endurminningar einmitt vig þann stað. Þeirra sem mundu Gail' hafði ekki verið nema sex ára, en hún mundi nóg — raunar of mikið fyrir sálarró hennar. Hún sat enn og starði á dr. Grant Rae- burn, sem hafði sagt sinni lágu, rólegu röddu: „Mér hefur verið boðið starf við Malcolm Hender- son-stofnunina, en það er alþjóð- leg rannsóknastofnun í austur- landasjúkdómum í Hong Kong, og að koma með nokkuð starfslið með mér. Eg hafði hugsað mér að taka dr. Gordon með sem aðstoðar- mann minn; yður sem hjúkrunar- konu mina; ungfrú Harris sem einkaritara minn. Við höfum unn- ið öll sérstaklega vel saman síð- asta árið og ég heid ég gæti ekki komizt af án ykkar þriggja. Þeir vilja að við byrjum sem allra fyrst og ég vona innilega, systir, að þér getið komið með okkur. Gail tautaði eitthvað. Líklega var það. „Það er mjög vingjarn- legt af yður, að vdja fá mig með, doktor". En hún hafði ekki hug- ann við það, sem hún sagði. Hún var beðm að fara til HONG KONG, þar sem hún var fædd, þar sem foreldrar hennar höfðu dáið í fangabúðum. Hong Kong, þetta nafn var letrað eldstöfum í hjarta hennar, en hún hafði aldrei búizt við að eiga eftir að snúa þangað á ný. Þögnin var löng, kannski of löng. Grant trommaði með fingrum á skrifborðsplötuna; hann beið, beið óþolinmóður eftir svari hennar. Hann sagði löks til að rjúfa þögnina: — Jæja, systir, hvað seg- ið þér um þetta? Hún tók ákvörðun sína og furð- aði sig á að hún gat gert það svo auðveldlega: — Ef þér viljið að ég komi með ykkur, er mér ánægja að því, doktor. * Hún heyrði hann varpa öndinni, eins og honum létti mjög við orð hennar. — Eg er mjög glaður að heyra það, systir. Síðasta árið höfum við unnið mjög vel saman. Og ég gæti ekki hugsað mér að sú sam- vinna slitnaði. Sannleikurinn er sá, að ég hefð'i ekki tekið við þessu starfi — og það er mjög þýðingarmikið — ef ekki hefði ver ið samþykkt, að ég fengi að koma með tnitt starfsfólk. Eg mun nú ganga frá helztu formsalriðm og vona að við getum lagt af stað inn- an mánaðar. Hún l'eit á hann yfir borðið. Hún sá háan, grannan mann nálægt þrítgu, með dökkt mikið hár, stór gáfuleg, grá augu, skarpa höku með pétursspori; hann var gædd- ur geysilegum viljastyrk. sem lagði sig allan fram og krafðist þess sama af starfsfólkinu. Hún hafði tilbeðið hann takmarkalaust síðan hún hóf að vinna fyrir hann. Hann var allt, sem hún hafði hugsað sér að karlmaður væri, harður þó mildur, ákveðinn en ekki sérvitur, gæddur ríkri kímni- gáfu en lét þó aldrei kímnigáfu sína trufla skyldutilfinningu sína. Þegar skyldan var annars vegar, var hann allt að því smámunasam- ur. Stundum rak hann starfsfólk sitt áfram við störfin með hlífðar- lausri hörku, en þau virtu hann enn meira fyrir það. — Eg verð að gera einhverjar ráðstafanir varðandi frænku mína, sagði hún. — En ég geri ráð fyrir að frænka mín frá Birmingham muni koma og annast um hana. Hann kinkaði kolli, eins og það væri Hiálinu óviðkomandi — eins og hann væri að brjóta heilann um eitthvað annað. Skyndilega brosti hann og strangleikasvipurinn þurrkaðist gersamlega af andlitinu: —- Vitið þér, að ég kvíði hálf- partinn fyrir að taka yður með, systir. Eg vil að þér gefið mér loforð áður en þér samþykkið að koma. Hún hrökk aðeins við, svo brosti hún: — Hverju viljið þér að ég lofi, doktor? — Eg ætla fyrst að segja yður hvers vegna ég vil fá þetta loforð hjá yður, ég vona að þér haldið ekki að ég sé ósvífinn. Nú hrökk hún alvarlega við; hann dr. Grant Raeburn, ósvifinn! Hún fann grá augu hans hvíla stöðugt á sér, fen ópersónulega eins og þau horfðu í gegnum smá- sjá: — Þér eruð of fallegar, systir, sagði hann loks. — Það er ástæð- an fyrir því, að ég er hreint ög beint hræddur við að taka yður með til Ilong Kong, nema ég hafi loforð yðar. Gail eldroðnaði — og það kom mjög sjaldan fyrir hana. Hann hél't áfram, sama óper- sónulega rómnum, en hann horfði enn á fagurt andlit hennar: — Þér eruð mjög fagrar, en ég býst við að þér vitið það. Margir — að minnsta kosti margir karlmenn — hljóta að hafa sagt yður það. Hún stamaði. — Eg hef unnið svo mikið, ég hef ekki haft mikinn tíma aflögu handa karlmönnunum, dofctor. Hann kinkaði fcolli. — Eg veit að þér hafið ekfci átt cnargar frístundir þetta síðasta ár. Eg er hálfgerður þrælahaldari, er það ekki? Að minnsta kosti fer það orð víst af mér. Þér hljótið einnig að hafa lagt yður fram og unnið mikig meðan þér voruð við nám, annars hefðuð þér ekki feng- ið ágætiseinkunn í líffræði. — Eg lagði mig fram, -játti hún. — Og í frístundum mínum var ég MUNIÐ KodakFILMUR í FERÐALAGIÐ Hans Petersen Sími 2-03-13 Bankastræti 4. 14 T í M I N N , fimmtudaginn 22. ágúst 1963 —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.