Tíminn - 11.09.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.09.1963, Blaðsíða 14
■s ÞRIÐJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER munnlega frekari tillögum um sameiginlegar aðgerðir fyrir hönd hershöfðingja landhersins, ef Hitler reyndist erfiður viðureign- ar. Sérstaklega stakk hann upp á því, ef Hitler yrði erfið'ur, að hershöfðingjarnir segðu allir af sér samstundis. Og í fyrsta skipti í Þriðja rikinu bar hann fram spurningu, sem átti eftir ag koma oft fram við Nurnberg-réttarhöld- in: Hafði liðsforingi meiri lýð- skyl'du en foringinn? í Niirnberg afsökuðu fjölmargir liðsf'oringjar striðsglæpi sína með þvi, að svara þessari spurningu neitandi. Þeir urðu að hlýða skipunum, sögðu þeir. En Beck var á annarri skoð- un 16. júlí, og hann átti eftir að fylgja henni að mestu leyti árang urslaust, til hins síðasta. Það voru „takmörk“, sagði hann, fyrir skyld um manna við æðsta yfirmanninn, þar sem skynsemi, þekking og ábyrgð fyrirbuðu manni að fram- kvæma skipanirnar. Að hans áliti voru herforingjarnir nú komnir að þessum takmörkum. Ef Hitler krefðist styrjaldar, áttu þeir að segja af sér allir í einu. Hann sagði, að þá væri styrjöl'd ómögu- leg, þar eð enginn yrði til þess að stjórna hernum. Yfirmaður herforingjaráðsins hafði nú verið vakinn hastarlegar en nokkru sinni fyrr í l'ífinu. Augu hans höfðu lokizt upp. Hann sá nú, að það var annað og meira í veði iyrir Þýzkaland en að hrinda frá taugaveikiuðum stjórnanda þjóðar innar, sem af því einu að stolt hans hafði verið sært, var ákveð- inn í að ráðast á Utla nágranna- þjóð og hætta með því á, að stór- styrjöld brytist út. Fánýti Þrið'ja ríkisins, harðstjórn þess, ógnir, spilling, fyrirlitning þess á göml- um kristílegum dygðum, allt rann þetta skyndlega upp fyrir hers- höfðingjanum, sem einu sinni hafði verið fyl'gjandi nazistum. Þrernur dögum síðar, 19. júlí, fór hann aftur til Brauchitsch til þess að tala við hann um opinberun sína. Hann lagði ekki einungis til, að hershöfðingjarnir færu í verkfall til þess að hindra Hitler í því að hefja styrjöld, held'ur yrðu þeir að hjálpa td þess að hreinsa til í Þriðja ríkinu. Það yrði að l'eysa þýzku þjóðina og foringjann sjálf- an undan ógnunum S.S. og flokks- leiðtoga nazista. Koma yrði á aft ur ríki og þjóðfélagi, þar sem lög- in væru látin ráða. Beck lagði breytingaáætlun sína fram í fáum orðum: Fyrir foringjann, gegn styrjöld, gegn yf'irstjórn flokksleiðtoganna, friður við kirkjuna, frelsi til þess að láta í ljós skoðanir sínar, binda endi á Tékka-ógnanirnar, koma á aftur réttlæti, minnka framlögin til flokksins um helming, byggja ekki fleiri hallir, heldur íbúðir fyr- ir almenning og taka upp meira af prússneskum einfaldleika og ráðvendni. Beck var of barnalegur í stjórn- málum til þess að gera sér grem fyrir því, að Hitler, frekar en nokk ur einn maður annar, bar ábyrgð- ina á ástandinu í Þýzkalandi, eins og það nú var, og hann sjál’fur var svo andvígur. Samt sem áður var það næsta verk Beck að halda áfram að neyða hinn hikandi Brauchitsch til þess að leggja þessa úrslitakosti hersins fyrir Hitler, þar sem ihann var beðinn um að stöðva allan stríðsundirbún ing. Til þess að ganga enn lengra með þessar uppástungur sínar kom hann því til leiðar, að leynÞ legur fundur hershöfðingjanna fór fram 4. ágúst. Hann undirbjó mikla ræðu, sem yf'irmaður hersins átti að flytja, og hvetja eldri liðs foringjana til þess að fylkja sér að baki hans í sameiginlegri kröfu um, að ekki yrði af neinum nazista ævintýrum, sem leitt gætu til vopnaðra átaka. Sem betur fer fyr ir Beck brást Brauchitsch hug- rekki td þess að flytja ræðuna. Beck varð að láta sér nægja að lesa sjálfur bréf sitt frá 16. júlí, sem hafði djúp áhrif á flesta hers höfðmgjana. En engin úrslita- ákvörðun var tekin og fundi æðstu manna þýzka hersins lauk, án þess að þeir hefðu haft kjark til' þess að kalla Hitler til þess að gera upp reikningana, eins og yfirmenn þeirra höfðu eitt sinn gert við Hohenzollern-keisarana og ríkis- kanslarann. Brauchitsch hafð'i þó nægilegan kjark til þess að sýna Hitler bréf Becks frá 16. júlí. Svar Hitlers var að kalla saman, ekki hina mót- þróafullu hershöfðingja, sem stóðu á bak við það, heldur Þðs- foringjana, sem stóðu næst þeim að tign, liðsforingja úr landher og flugher, úr mismunandi tignar- stöðum, sem einnig voru yngri, og hann gat betur reitt sig á, eftir að hafa gefið þeim skerf af sinni miklu ræðusnilld. Þeir voru kall- aðir til Berghof 10. ágúst — Hitl- er hafði varla farið úr fjall'avillu sinni allt sumarið — og eftir að hafa snætt kvöldverð, fengu þeir að hlýða á ræðu, er samkvæmt Jodl, sem viðstaddur var og lýsti öllu í sinni nákvæmu dagbók, stóð í nær því þrjár klukkustundir. En við þetta tækifæri var mál- snilld foringjans ekki jafn áhrifa- mikil', og hann hafði vonað. Bæði Jodl og Manstein, sem einnig var viðstaddur, skýrðu síðan frá „mjög alvarlegum og óþægilegum árekstri“ milli von Wietersheim hershöfðingja og Hitlers. Wieters- heim var æðsti liðsforinginn, sem þarna var staddur og sem æðsti maður landhersins á vesturvíg- stöðvunum, undir yfirstjórn Wil- helm Adam hershöfðingja, þorði hann að segja frá aðalvandamál- inu, sem Hitler og OKW þögðu yfir: að Þýzkal'and væri varnar- laust í vestri og yrði ofurliði borið af Frökkum, þegar mest allur her styrkurinn væri bundinn í árás- inni á Tékkóslóvakíu. Hann sagði meira að segja, að ekki yrði hægt að halda vestursvæðinu lengur en þrjár vikur. — Foringmn verður ofsareiður (•segir Jodl i dagbók sinni) og þýt ur upp og grípur fram í þessa yfir lýsingu og segir, að í því tilfelli sé herinn í heild einskis nýtur. „Eg segi yöur, lierr general (öskr- ar HUler tu naka), að þessari stöðú verður haldið ekki aðeins í þrjar vikur heidur þrjú árt“ Hann sagði ekki á hvern hátt það yrði gert. Adam hershöfðingi hafði skýrt iundi hershöfðingjanna - 4. ágúst frá því, að hann myndi aðeins hafa yi'ir fimm starfhæfum herdeddum að ráða í vestri, og Frakkar myndu geta ráð'ið niður lögum þeirra. Wietersheim virðist •hafa gefið upp sömu tölu, þegar hann ræddi við Hitler, en foring inn vildi ekki hlusta. Jodl var nú svo flæktar í töfranet foringjans, enda þótt hann væri góður liðs foringi, að hann yfirgaf fundinn í þungum þönkum yfir því, að hers höfðingjarnir virtust ekki skilja snilligáfu Hitl'ers. — Ástæðurnar til þessarar kjarklausu skoðunar (Wieters- heims), sem því miður á marga fylgismenn innan herforingjaráðs- ins, eru margvíslegar. Fyrst af öllu er því (herforingja ráðinu) íþyngt með gömlum minn ingum og því finnst það bera ábyrgðina á stjórnmálalegri ákvörðun í staðinn fyrir að hlýða og framkvæma sitt hernaðarlega verkefni. Rétt er það, að það fram kvæmir hið síðarnefnda með venju bundinni hollustu, en ákafa sálar- innar vantar, því að þegar öliu er á botninn hvolft, trúir það ekki á hæfileika foringjans. Og maður ber hann ef til vill saman við Karl XII. Og það er jafn áreiðanlegt og vatnið rennur niður í móti, að frá þessari uppgjöf stafar ekki aðeins 17 hrisgrjónakássu með þessu bráð skemmtilega fólki. Hún brosti til Gail um leið og hún skellti hurðinni á eftir sér. 8. KAFLI. Grant sótti hana stundvíslega. Hann leit á hana viðurkenningar- augum og sagði hlýlega: — Þér eruð mjög fallegar í kvöld. Hún brosti til hans. — Þakka yður fyrir, dr. Rae- burn. — Setjizt inn í bílinn. Eg ætla að aka gegnum verzlunarhverfið fyrst. Verzlunarhverfið var upplýst, neonauglýsingar blöstu við, hvert sem litið var. Flestir glugganna voru flóðlýstir og sýndu hið fræga og dásaml’ega austurlandasilki, gull og silfurmuni, ilmvötn, púður og varalit, fínleg nælonundirföt, allt, sem nöfnurn tjáði að nefna fékkst hér í verzlunum. Kínverskar kon- ur svifu um, klæddar brókaðe kjól um með klauf á báðum hliðum, — armbönd hringluðu og hringar glitruðu, menn í rúskinnsjökkum reikuðu um, betlarar frá komm- únista-Kína réttu út beinaberar skjálfandi hendur. Börn skutust um í mannþrönginni og sníktu sér fáeina skildmga. Gail horfði frá sér numin á hið fjölskrúðuga götulíf og sagði: — Eg veit ekki, hvað ég get sagt, mér finnst þetta svo marg- breytilegt og andstæðukennt. — Það skil ég vel. Eg hef nú verið hérna í rúman mánuð og enn er ég orðlaus þegar ég horfi í kringum mig, sagði Grant. Aberdeen er lítið fiskiþorp og stendur úti á tanga milli hafsins og eyjarinnar Hong Kong. Þarna úti á mjóu sundinu voru margir djunkarar og skammt fyrir utan voru margir veitingabátar. Þau lögðu bílnum og gengu út og voru innan skamms umkringd af svartklæddum bátskonum, sem reyndu hver um sig að fá þau til að koma með sínum bát út í glæsi lega veitingabátana, sem flutu fyr ir utan. Loks bar há og horuð kona sig ur úr býtum og dró þau með sér niður að lítilli trébryggju og næst um hratt þeim niður í bát sinn. Konan reri með sterkum, róleg- um handtökum, að því er virtist áreynslulaust. Þetta var allt framandi og dá- samlegt. Gail sat við hlið Grants og starði á veitingabátinn, sem þau nálguðust hægt og sígandi. Veitingabáturinn var uppljómað- ur og skreyttur margl'itum flögg- um. Þaðan barst hávær kliður og skvaldur. Gestgjafinn stóð við borðstokk- inn og fagnaði þeim, þegar þau gengu um borð. Hann brosti og hneigði sig í allar áttir og leiddi þau inn í dýrlegan borðsal. Stórt fiskaker var hinum megin við gluggana, þar syntu lifandi fisk- ar og biðu þeirra örlaga að vera veiddir og bornir á diska gestanna. Þar voru rækjur og sniglar, skel- fis'kar og humar. Eldhúsið var í einu horni sal- arins. Þar stóðu margir matsvein- ar, hver haf'ði sínum skyldum að gegna, einn blóðgaði fiskinn, ann ar hreinsaði, sá þriðji stakk hon- um ofan í sjóðandi vatn og svona gekk koll af kolli. Grant pantaði tvö glös af gömlu Maotai-víni meðan þau biðu eftir matnum. Þau voru létt í skapi og leið vel í félagsskap hvors annars. — En hvð þér voruð elskulegur að veita mér tækifæri til að kynn ast öllu þessu, doktor. — Gæti það ekki verið Grant, þegar við erum ekki í rannsókn- Maysie Greig arstofunni? sagði hann glettnis- lega. Hún varð mjög hissa og roðnaði'. — Jú — jú, auðvitað. — Meðan við erum hér á þess- um bát langar mig til að gleyma því smástund, að ég er læknir og þér eruð hjúkrunarkonan mín. Mig langar til að kalla yður Gail. Með sjálfum mér hef ég kallað yður Gad í nokkurn tíma. Það var einkennilegt að hann skyl'di biðja hana að kalla sig Grant. Hún hefði aldrei búizt við því. í London hefði það verig ger samlega óhugsandi, en hún hafði á tilfinningunni, að hér væri fátt óhugsandi. Og allt í einu heyrði hún mann reka upp skellihlátur og hún þekkti þann hlátur. Það var bara einn maður í öllum heim inum, sem gat hlegið svona — Brett Dyson. Hún ieit hægt um öxl og sá að nokkrum borðum fjær sat hópur fólks. AlUr hlógu og virtust ofsa- kátir. Brett stóð við borðið og var greinilega að halda einhvers kon ar ræðu. Hún heyrði ekki, hvað hann sagði, en hún horfði á hann, horfði á brosig í djúpum bláum augum hans — Brett. Hún sagði nafnið hálfhátt og áður en hún vissi af hafði hún risið á fætur eins og hana langaði mest ti] að þjóta til hans. Þessi hreyfing var ósjálfráð, en skyndilega fannst henni að hún væri allt önnur manneskja. Hjart-j að barðist ótt og títt í brjósti henn | ar og hún vissi, að hún skipti lit um. Hvað var það eiginlega í fari Bretts, sem gerði hann svo frá brugðinn öll'um öðrum mönnum, sem hún hafði kynnzt? Brett hafði komið auga á hana. Hún heyrði hann reka upp fagn- aðaróp: — En hvað sé ég! Þarna er ein mitt stúlkan, sem ég var að segja ykkur frá! Þessi undursamlega l’tla hetja! Þið verðið a^ hitta hana Hann ýtti stólnum aftur svo harkalega, að hann valt um koll. Svo kom hann þjótandi í áttina til þeirra. — Gail! Þetta var skemmtilegt! hrópaði hann skellihl'æjandi. — Eg var einmitt að segja þeim frá flugslysinu og hvað þú hefðir stað ið þig óskaplega vel, og sem ég lít upp’, þá ertu þarna í eigin per- sónu! Komdu og hittu vini mína! Það er verið að bjóða mig velkom- inn hingað, en ég get ekki skemmt mér, ef þú ert ekki hjá mér. Eg vil að þú hittir frænda. Eg er bú- inn að segja honum allt um þig. Hún stamaði. — Því miður, Brett. Eg er hérna í boði dr. Raeburn, og sem hún sagði þetta mundi hún, að þeir höfðu ekki verið kynntir. — Dr. Raeburn, hr. Dyson, Við vorum samferða hingað í flugvélinni. En hversu lengi hrökk sú skýr- ing? Hún fann, að Grant leit til skipt- is á hana og Brett. Hún sá. að gremjusvipur hafði færzt yfir and- lit hans. Brett þrýsti hönd hans. — Kom ið þér sæUr, dr. Raehurn. Þið verðið endilega að færa ykkur að borðinu okkar. Eg beinlíínis krefst þess. — Ef yður er sama, held ég að við . . . byrjaði Grant, en Brett þaggað'i samstundis niður í hon- um: — Enga vitleysu! Eg tek ekki mark á neinni sérvizku í kvöld; þetta er mitt kvöld. Og það er ekki nema hálf skemmtun, ef Gail er ekki með líka. Svo að ég held að þér ættuð að vera dálítið vlna- legur og slást í hópinn. Þér eruð doktorinn, sem hún vinnur hjá. Hún sagði mér frá yður. Hún vissi, að Grant mislíkaði þetta; hann kærði sig ekkert um að vera neyddur til að taka þátt í gleðskap með félögum Bretts, en þessa stundina kærði hún sig kollótta. Hún var ólýsan- lega hamingjusöm. Er þetta ást- in? hugsaði hún með sér og lét Brett leiða sig að borðinu, þar sem vinir hans sátu. — Og hérna er hún Gail Ste- wart, ‘sagði Brett. — Hetjan eina! Er ekki stórkostleg tilviljun, að hún skyl'di líka vera hér í kvöld? Eg hef verið að reyna að hafa upp á henni í allan dag til að fá hana með, og svo er hún hér. Og þetta er yfirmaður hennar, dr. Raeburn. Gerið svo vel og rýmið til fyrir þeim. T í M i N N, miðvikudagtnn 11, september 1963. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.