Tíminn - 11.09.1963, Blaðsíða 15
VÍSINDASTÓRVIRKI
Framhald af 1. síðu.
Kjarnorkuvísindastofnunin í
Hrísey, þar sem Ari byrjaði
geisl'unartilraunir sínar, er tal-
in mjög fullkomin stofnun og
einungis ætluð til rannsókna.
Þar eru tilrauna- og skrifstofur
sem ná yfir 20.000 kvaðrat-
metra svæði. Þar eru kjarn-
orkuofnar, sem m. a. eru notað
ir til rannsókna í sambandi við
aukinn iðnað Dana en hinn að-
alþáttur rannsóknarstarfsins er
í sambandi við nýtingu kjarna-
gei-sla til að gerilsneyða mat-
vörur og lyf, en einnig hefur
komið fram, að plastvörur hafa
betri eiginleika séu þær geisl
aðar. Hafa Danir lagt mikl'a
rækt við þessar rannsókntr, þar
sem þær eru sérstaklega mikil
vægar fyrir þá sem matvöru-
framleiðendur og mikla land-
búnaðarþjóð.
VAR HÉR í FYRRA
Framhald af 1. síðu.
— Eiginkonan hefur kannski
líka starfað við kjarnorkurann
sóknir, áður en hún gifti sig?
— Nei, hún er ag mig minn-
ir löggiltur skjalaþýðandi í
frönsku yfir á dönsku, en hún
er einrmtt frönsk í aðra ætt-
ina.
— Eru þau kannski búin að
vera g'ft lengi?
— Já, í ein ellefu ár, held ég.
— Að lokum vil ég spyrja
þig, Guðrún, hvort þér finnist
ekki ánægjulegt, að sonur þinn
skuli hafa staðið sig svona vel
á alþjóðlegum vettvangi?
— Jú, vissulega er það það,
ef þetta er þá rétt allt saman.
Guðrún, móðir Ara er ekkja
og býr, ásamt syni sínum, bróð-
ur Ara. á Ytra-Krossanesi í
Eyjafirði, en annars á Ari tvær
giftar systur hér í bænum.
SKOGARELDAR
Framtial -)t bls. 3.
unargögn til Parana. Sjónarvottar
hafa skýrt svo frá, að eldtungurnar
hafi stundum náð 50—100 metra
hæð, er bambus-svæði stóðu í björtu
báli, en bambusinn skilur að kaffi-
ekrurnar, Brennandi bambusinn ger
ii siökkvistarfið l'ífshættulegt, því
að stönglarnir springa og þeytast
tætlur úr þeim langar leiðir. Sjónar
vottar segja einnig, að margir hafi
gefizt upp á flótta undan eldinum
og orðið honum að bráð, en einnig
hafi margir farizt, er benzintankar
í bifreiðum þeirra, sem notaðar voru
til flótta, sprungu vegna hitans af
eldinum.
Lýsing í kirkjum
FB-Reykjavík, 9. sept.
Fyrir helgina kom hingað til
lands á vegum Ljóstæknifélaigs ís-
lands og Arkitektafélags íslands
Samue1] Franne arkitekt frá Sví-
þjóð. Franne hefur sérstakleg'a
lagt kig eftir lýsingu á kirkjum og
á igeysimiki® safn af litskugiga-
myndum, sem hann hefur tekið
í kirkjum víðs vegar um heim.
Fránne hélt í dag fyrirlestur fyr
ir almenning um lýsingu í kirkj-
um og sýndi við það tækifæri ein-
ar 150 skuggamyndir máli sínu til
skýringar, en næstu daga mun
hann halda fyrirlestra um kirkju
glugga, og eru þeir haldnir á ve^ !r
um Rotary-félaganna í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði.
Undanfarna daga hefur Fránne
skoðað kirkjur í Reykjavík og
verða horium síðar sýndar kirkj-
ur í nágrenni borgarinnar og einn
íg farið með hann í Skálholt. Hann
sagði í viðtali við blaðamenn á
laugardag, að sér sýndust kirkj-
ur hérlendis vera heldur stærri
en kirkjur yfirleitt í Svíþjóð. Sín
persónulega skoðun væri sú, að
betra væri að hafa eina litla kirkju
fulla af fólki en stóra kirkju og
fátt fólk. í litlum kirkjum skapað-
ist meiri stemning, sagði hann en
ekki sagðist hann vita, hvort þetta
væri skoðun prestanna.
í samband við kirkjulýsingu
sagði Fránne, að mikið atriði
fær
(ðnskóli Vest-
mannaevja
25 bús. kr. gjöf
HE-Vestmannaéyjum, 9. sept.
IÐNSKÓLINN í Vestmannaeyj-
um var settur laugardaginn 7.
september Nemendur eru með
flesta móti í vetur, um 70 talsins.
3 kennarar starfa vig skólann. —
Skólastjóri er Þorvaldur Sæmunds
scn.
Við skólasetninguna flutti skóla
nefndarformaður, Ingólfur Arnar-
son ræðu og gat þess, að skólan-
um hefði borizt höfð'ingleg gjöf,
25 þúsund krónur frá vélsmiðj-
unni Magna h.f., í tilefni af 30
ára afmæli smiðjunnar. Upphæð-
mni skal varið til kaupa á kennslu
tækjum , eðlisfræði o. fl. Skólinn
á nú von a slíkum tækjum frá
Svíþjóð.
væri, að hún væri ekki of björt
og blindaði fólk. Fólkið ætti að
geta horft á prestinn og fylgzt
með því, sem fram færi í kirkj-
unni.
Aðalste'nn Guðjónsson formað-
ur ljóstæknifélagsins skýrði frá
starfsemi þess. Félagið er stofn-
að 1954 og eru meðlimir þess nú
um 200 þar af 30 fyrirtæki. Menn
geta fengið upplýsingar um lýs-
ingu bæði í heimahúsum og ann-
ars staðar hjá félaginu, með því
ag panta viðtalstíma á skrifstofu
þess. Sama máli gegnir um það,
tf einhveriir vildu fá ráðlegging-
frá Samuel Fránne á með'an
--■n er hér þá gætu þeir haft sam
band við annað hvort félagið, sem
hefur boðið honum hingað.
í júní s. 1. tóku tveir fulltrúar
íslenzka ljóstæknifélagsins þátt í
alþjóðaráðsfefnu Ijóstæknifélaga,
sem haldin var í Vínarborg. Þar
var Norð'urlandaþjóðunum falið
að gera greinargerð um lýsingu
á Norðurlöndunum og fjölluðu ís-
lendingar um lýsingu í verzlun-
um.
Varð undir
hveitisekk
BÓ-Reykjavík, 10. sept.
Kl'ukkan 14,20 í dag varð Ólaf-
ur Guðlaugsson, Hólmgarði 49, fyr
ir hveitisekk, er féll ofan á hann
í lest í Brúarfossi. Ólafur var
fluttur á slysavarðstofuna, og var
í ráði að flytja hann á sjúkrahús,
en hann kvartaði um þrautir í
hálsi og handlegg.
Verið var að hífa hveitisekki í
fremstu Iest, þegar heisinn slóst
után í lestarhliðina og nokkrir
sekkir hrundu.
ANGLÍA
Félagið Anglia efnir til skemmtiferðar fyrir börn
félagsmanna um hádegi n. k. sunnudag 15. þ. m.
ef nægileg þátttaka fæst. Romið verður aftur til
bæjarins um kl. 19. Æskilegt er að yngri börn séu
í fylgd með fullorðnum. Þátttaka í ferðinni tilkynn
ist fyrir föstudagskvöld i siraa 15883 eða 38226
þar sem nánari upplýsingar verða gefnar.
Stjórnin.
Hafnarfjörður
Bókasafnið vill ráða mann til afgreiðslustarfa
nokkra tíma á dag frá 1 okt. n. k. til 1. maí. —
Umsóknir sendist fyrir 26 þ. m. til bókavarðar
sem gefur allar nánari upplýsingar
Stjórnin.
Barry slæðir
Á síðustu árum hefur þess orðið
vart, að á botni Eyjafjarðar og Seyð
isfjarðar muni liggja slitur af tundur
duflagirðingum frá striðsárunum,
sem ætlað var að hefði verið eyði-
l'agðar í stríðslok, en því virðist ekki
hafa verið lokið að fullu. Fyrir milli
göngu íslenzkra stjórnarvalda hefur
íslenzka landhelgisgæzlan fengið að-
stoð sérfræðinga brezka flotans, sem
þessum tundurduflalögnum eru kunn
ugastir, til þess að vinna að undir-
búningi þess að fjarlægja eftirstöðv
ar girðinganna. Kemur brezk flota
deild tundurduflaslæðara, alls 15
skip, hingað til lands í miðjum þess-
um mánuði, til þess að vinna verk
þetta með íslenzku landhelgisgæzl-
unni. Fyrir brezku fl'otadeildinni er
Captain Barry J. Anderson. Land-
helgisgæzlan mun birta nánarí til-
kynningar til sjófarenda um aðgerðir
þessar er að þeim kemur. Gert er
ráð fyrir að þeim verði lokið um
18, þessa mánaðar.
(Frá dómsmálaráðuneytinu).
Silfurskotti! ovtt
Heilbrigðisnefndin á Akranesi
upplýsir hér með, að gefnu tilefni,
að hún hefur látið rannsaka barna
skólabygginguna á Akranesi og
eyða úr henni svonefndri „silfur-
skottu", og var það gert á s. 1-
vori, en hennar hafði aðeins orðið
vart s. 1. vetur.
Nú í haust var skólabyggingin
rannsökuð að nýju og fannst þá
meindýr þetta þar ekki. Samt sem
áður var eitrað fyrir hana að nýju
til öryggis. Starf þetta fram-
kvæmdi Aðalsteínn Jóhannsson,
meindýraeyðir, Reykjavik. — Heil
brigðisnefndin á Akranesi.
Leiðréttiug
Tvenn línubrengl hafa átt sér stað
í greininni „Að fjallabaki", sem birt
ist á 9. síðu blaðsins í gær-. Síðasta
línan í öðrum dálki á að vera fyrsta
lína undir myndinni í þriðja dálki,
og síðasta línan í þriðja dálki á að
vera fyrsta lína undir myndinni í
fjórða dálki. Málsgreinarnar eru
þannig: — Hann hefur átt við foss-
inn, að við gleymdum honum ekki,
var sagt inni í tjaldinu, og: — Þetta
var á mánudagsmorgni, við að halda
úr Tungunni o.s.frv.
Söngför til
Norðurlands
KARLAKÓRINN Fóstbræður
íer í söngför til Norðurlands í
lok þessarar viku. Mun kórinn
syngja í Samkomuhúsinu á Akur-
eyri á föstudagskvöld kl. 8,30 og í
Skjólbrekku í Mývatnssveit á laug
.írdagskvöld kl. 9,00. Stjórnandi
Fóstbræðra er Ragnar Björnsson,
einsöngvarar með kórnum eru Erl-
ii’gur Vigfússon, Kristinn Halls-
son, Gunnar Kristinsson og Hjalti
Guðmundsson. Píanóleikari er
Carl Billich. Á söngskrá Fóst
bræðra eru 9 íslenzk og 11 er-
’end lög, m. a. eftir Jóhann Ó.
Haraldsson, Emil Thoroddsen. Sig-
fus Einarsson, Jón Nordal, Pál
ísólfsson og Ragnar Björnsson. Af
erlendum höfundum má nefna m.
a. Selim Palmgren, Olav Kielland
og Erik Bergman.
Karlakórmn Fóstbræð'ur fór síð
ast í söngför innanlands fyrir 3
árum og fór þá um Suðurland.
SIGURFARI
Framhald af 16. síðu.
sem brann og sökk á Selvogsbanka
árið 1960, Gunnbjörn, sem síðar
var skírður Hamar og hvolfdi á
Faxaflóa í bezta veðri í fyrrasum
ar, fsbjörn, sem síðar var skírður
Erlingur IV. og sökk út af Vest-
mannaeyjum í marz í vetur og
fórust tveir menn, Borgey, sem
hvolfdi út af Hornafirði strax ár-
ið 1946 og fórust þá sex menn,
Snæfugl, sem sökk skammt frá
Seley 30. júlí s. I., Ásþór, sem síð-
ar var skírður Bergur og Ihvolfdi
í vetur á Faxaflóa, og loks Frey-
dís, sem nú heitir Sigurfari og er
nú einn orðinn eftir ofan sjávar.
Til að fyrirbyggja misskilning
skal tekið fram, að löngu var
ákveðið, að skipshöfn sú, sem
gekk af bátnum í haust, hætti með
hann núna, og stóð það ekki í
sambandi við fyrrgreinda atburði.
Átta lestum var bætt í ballest
Sigurfara í vor. Það mun ekki síð
ur vera vegna ættuigja í landi,
sem svo treglega gengur að fá
menn á Sigurfara, en þeir eru að
vonum orðnir uggandi vegna ófara
systurskipa hans.
ENGINN fundur var haldinn I
farmannadeilimni í kvöld og eng-
inn hefur heldur verið boðaður á
morgun.
BANGSÍMON-
BARNABUXUR KR. 89,00.
MóSir okkar og tengdamóSir
Guðrún Jónsdóftir
prestsekkja frá Þingeyri
lézt aS heimili sínu, EskihlfS 14, 9. sept. — JarSarförin verSur gerS
frá Fossvogskapellu, mánudaginn 16. sepf. kl. 10,30. — ÚtvarpaS
verSur frá jarSarförinni.
Ólöf SigurSardóttir, Hjörtur Þórarinsson;
Dóra SigurSardótir, Jóhann G. Erllngsson,
Jón SigurSsson, Kristín J. Ingólfsdóttir;
Ásgeir SigurSsson; GuSný Leósdóttir;
Jónas SigurSsson; GySa GuSmundsdóttir;
Gunnar SigurSsson, og barnabörn
Hjartans þakklr til allra þeirra, er sýndu samúS og vlnarhug viS
fráfall og jarSarför
Halldóru M. Guðmundsdóttur
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegustu þakkir fyrir auSsýnda samúS viS andlát og jarSarför
Steinunnar GuSnadóttur
frá Baldurshaga
ASstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auSsýnda samúS og hluttekningu viS andlát
og jarSarför
Halldórs Gestssonar
Borgarnesi.
Kristján Gestsson; Olga Þorbjarnardóttir;
Ásdís Kristjánsdóttir; Sævar Þórjónsson;
Sigrún Gissurardóttir, Sigurdór Sigurdórsson;
Gunnar Kristjánsson.
Innilegar þakkir færum við öllum, sem veittu hjálp og sýndu samúð
við fráfall og útför eiginmanns míns, afa, föður og tengdaföður
Ólafs Þórðarsonar,
járnsmiðs, Borgarnesi,
Sérstaklega þökkum vlð Félagi iðnaðarmanna i Borgarnesi fyrlr
þeirra miklu aðstoð og hluttekningu.
Guðleif Jónsdóttir; Sigrún Guðmundsdóttlr;
Ása Ólafsdóttir, Kristján Ólafsson,
Bálför
Jónasar Gíslasonar
móðurbróður míns, fer fram frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 12.
þ. m., kl. hálftvö síðdegis. — Fyrir hönd ættingja,
Ósvaldur Knudsen.
T í M I N N, miðvikudagtnn 11. september 1963.
15