Alþýðublaðið - 24.09.1941, Qupperneq 4
MlÐVl KUDAGUR
i
Næturlæknir er María Hall-
grimsdóttir. Grundarstíg 17, sími
4384.
Næturvörður er í Laugavegs-
og Ingólfsapóteki.
ÚTVARPIÐ:
15,30—16,00 Miðdegisútvarp.
19.30 Hljómplötur: Lög úr óper-
um:
20,00 Fréttir.
20.30 Erindi: Hraðfrysting og
hraðfrystihús (Guðni Ás-
geirsson frá Flateyri).
21.00 Einleikur á fiðlu (Þórir
Jónsson): Sónata eftir Hán-
del.
21,25 Hljómplötur: Tónverk fyr-
ir strengjahljóðfæri, eftir
Bliss.
21,50 Fréttir. Dagskrárlok.
Læknablaðið,
5. tbl. 27. árg. er nýkomið út,
gefið út af Læknafélagi Reykja-
víkur. Efni: Lyfseðlasyndir, eftir
Valtý Albertsson, Um Discus Pro-
laps sem orsök Ischias eftir Kjart-
an R. Guðmundsson. SwiftFeers
sjúkdómur eftir Þórð Þórðarson,
TJr erlendum læknaritum.
Tónlistarfélagið
og Leikfélag Reyjkavíkur sýna
operettuna „Nitouche“ í kvöld.
Bak við tjöldin
heitir ný mynd, 'sem Gamla Bíó
sýnir núna. Aðalhlutverkin leika
Maureen O’Hara, Louis Hayward
og Lucille Ball. Myndin er gerð
samkvæmt bók eftir Vicki Baum.
Nýja Bíó sýnir ennþá myndina
Hetjur Kanada.
Guðni Ásgeirsson
frá Flateyri flytur erindi í út-
sh» rcs e wo
M. s. Helfli
hleður á föstudag til Vest-
mannaeyja. Vörumóttaka til
hádegis sama dag.
varpið í kvöld kl. 20,30 um hrað-
frysting og hraðfrystihús.
Fertug er í dag
frú Halldóra Jónsdóttir, Vest-
urgötu 33 B.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ:
Afh. af Þórði Jónssyni frá frú
M. kr. 125,00. Frá Lárusi Björns-
syni: Vinningur í Happdrættinu
kr. 100,00. Með þakklæti móttek-
ið. — Ól. B. Björnsson:
ísafoldarprentsmiðja
gefur út Gylfaginningu í tilefni
Snorraafmælisins. Hefir Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason undirbúið útgáf-
una og fylgir henni formáli og
langar skýringar. Bókin er prýdd
mörgutn myndum og handritasýn-
ishornum.
40 ára
er í dag frú Halldóra S. Jóns-
dóttir, Vesturgötu 33 B.
Vorubílarnir
eru komnir.
Oo leyninefpdii hefur
loklö störfum.
ÖRUBIFREIÐARNAR,
sem bifreiðastjórar hafa
beðið eftir með mikilli óþreyju
eru nú loksins komnir. Þeir
eru aðeins 250 að tölu, Ford,
Chevrolet og nokkrir Stude-
baker. Vterið er að skipa þeim
upp
Leyninefndin var i miklum
vanda stödd. Fyrir henni lágu
um 800 umsóknir, en a'ðeins 250
gátu fengið bifreið. Nefndih hefir
lokið starfi sínu. úthlutaði hún
245 bifreiðum og sen.di tillögu
sína til fjármálaráðuneytisi'ns. —
Fimrn vögnirm var ekki útblutaö
og var það gert til að ráðuneytið
hefði möguleika til að uppfylla
þarfir einhverra ákveðinina staða.
Útbreiðið Alþýðublaðið.
ÞJÓÐARVILJINN I ÁFENGIS-
MÁLUNUM
Frh. Bf 3. síðu.
Barnaleg blaðammnska. Síðasti
hluti gneinariunar er samantvinn-
aðar endurtekiningar úr fyrri-
hluitanium, kryddað með úttuggð-
um slagorðum víndýrketnda,
barnaskap um það, hverju les-
endurnir trúi og dylgjum um lög-
bnot, sem greinarhöf. sjálfur telur
sig vita um, en mun þó hingað
til hafa hylmað yfiri þótt hann
viti sjálfur hvað við liggur. ekki
sizt ef hanu' er .iögfrœðingur eins
og ýmsir hyggja. En þessari ó-
skemmtilegu. samsuðu verður líka
að gera nokkur ski.]. Það sem
greinarhöf. endurtekur og ýkir
um ríkisstjórnina og á að vera
ámœli, fer alveg fram hjá marki
eins og fl. í grein þessari, því
það eina, sem hún á skilið á-
miæli fyrir, er það, að hún ekki
varð við áskarun meiri' hluta
kjósenda um að loka fyrir alla
áfengissölu þá þegak — Nú hefir
þetta verið gert, og þá á hún
sízt ámæli skilið fyrir það., og
þótt betra ihefðii verið að gera
það strax, þá e-r ástæðulaust að
deila um það nú.
/
(Niðuriag á morgiun.)
Hjrndlistardeild við
Handfðaskélann.
AKVEÐIÐ hefir verið, að í
sambandi við Handíða-
skólann fari fram í vetur nám-
skeið í tréskurði og verður Már
Ríkarðsson arkitekt k'ennari í
þeirri grein.
Þá verður og stofnuð sérstök
myndlistardeild við skólann,
þar sem kennd verður teikning
og málaralist. Kennarar. í þeim
greinum verða Kurt Zier
teiknikennari og Þorvaldur
Skúlason listmálari.
■ GAMLA BIOH
Bak við tjðldia
(DANCE, GIRL, DANCE.)
Aðalhlutverk:
Maureen O’Hara,
Louis Hayward,
Lucille Ball,
Sýnd klukkan 7 og 9.
NYIA Btð
Hetjnr Kanida
(Hearth of the North).
Skemmtileg og spennandi
ameríksk mynd um hetju-
dáðir Canadisku lögregl-
unnar. Tekin í eðlilegum
litum.
Aðalhlutverkin leika:
Dick Foran
Gloria Dickson
Gale Page.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Þökkum hjartanlega ættfólki og vinum okkur auðsýnd- ■
;; an vinarhug í tilefni af 25 ára hjúskaparafmælinu 19. þ. m. ;
;l Guðs blessun fylgi ykkur öllum. !;
ii GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON. !:
Ráð bandamaana
á fundi í London.
RÁÐ bandamanna kom sam-
an á fund í London í
morgun og er það í annað skipti
á þtessu sumri.
Fyrsti fu'ndurinn var haldi'nn
(Kinnig í Lomídon í júní og hétu
fuil triiarnir þá, hver fyrir hönd
ísinnar þjóðar, að haida samam í
striðinu gegn Hitler þar til full-
ur sigur væri unniran.
Nú hafa Rússar bæst í tölú
bandamanna og er Maisky sendi-
herra fuiitrúi þeirra.
Anthony Eden, utanrikismála-
ráðherra Breta, er í forsæti á
fundinum.
•
RÆÐA MAISKYS
Frh. af 1. síðu.
myndi halda baráttunni áfram.
En það væri skylda allra þjóða,
Þúsundára-
ríkið
eltir Upton Sinclair er j
saga sem gerist áriö 2000, t
par bregður fyrir gleði- j
höllum og risafiugvélum
framtíðarinnar, undraefn-
um sem eyðileggja alit
lífrænt á jörðinni, utan j
ellefu manns sem voru
uppi i himingeymnum.
Lesið um átök og athafn-
ir pessara ellefu manna,
sem eftir lifðu ájörðinni,
og pér munið sanna að
Þúsundárarikið, er ein
hin skemmtilegasta bók
sem hægt er að fá-
Útbreiðið Alþýðublaðið.
sem tækju þátt í baráttunni á
móti Hitler, að senda Rússum
hjálp, því að með því hjálpuðut
þær sér sjálfum.
63 VICKI BAUM:
SUMAR VIÐ VATNIÐ
og eðallyndari en jafnvel May. En þegar Puck litla
kom við handlegginn á Hell, missti hann alla stjórn
á sjálfum sér. Það hafðþ reynt mikið á þolinmæði
hans þetta sumar. Hann var búinn að fá nóg. Hann
þoldi ekki meira.
— Láttu mig vera, hrópaði hann. Hvað hafið þið
í hyggju? Hvað viljið þið mér? Hvers vegna getið
þið ekki látið mig vera í friði? Nú er nóg komið!
Nú er nóg komið, segi ég. Ég kæri mig ekkert um
ykkur Ég vil ekíri sjá ykkur, enga ykkar. Hefir
ykkur ekki skilizt það ennþá? Aldrei gétið þið séð
mig í friði. Aldrei er stundarfriður fyrir, ykkur. Þið
eltið mig hvert sem ég fer. Skiljið þið ekki, að ég
hefi annað um að hugsa? Ég er maður, eihs og aðrir,
maður, sem hugsar alvarlega, þið skuluð fá að kom-
ast að raun um það Það er aðeins ein, sem mér
iþykir vænt um, aðeins ein, en um allar hinar er
mér sama. Auk þess er ég veikur, og aldrei fæ ég
að borða lyst mína. Ég er að deyja úr hungri hérna
fyrir augunum á ykkur, en þið hugsið ekki um ann-
að en þessa heimskulegu ást En nú er nóg komið!
Meir en nóg! Og til þess að gefa orðum sínum meiri
áherzlu, sló hann þrisvar sinnum út í loftið með
hægri hendi, en um leið fann hann svo mikið til, að
hann þagnaði og hneig aftur á bak ofan á svæfil-
inn, undrandi á sínu eigin máttleysi.
Puck hafði hörfað undan aftur á bak inn í horn-
ið, þar sem köngullóin spann vef sinn, og augu
hennar urðu stór og lýstu skelfingu, eins og jörðin
hefði opnazt við fætur hennar. Eitthvað hræðilegt
var að ske. Hún dró ótt andann, og eitthvað fór
fram í hjarta hennar.
— Segirðu þetta við mig? Slærðu til mín? spurði
hún. En af því að hálsinn á henni herptist saman
og varir hennar voru stirðar, gat hún naumast
stamað fram þessum orðum. Hell lá í rúminu sínu
og sneri frá henni andlitinu. Það var olíulykt í her-
berginu og sótflyksur svifu um • herbergið. Puck
gekk að lampanum og skrúfaði niður í honum. Svo
fór hún í blauta kápuna sína og setti á sig hattinn.
— Nú fer ég leiðar minnar — lang, langt í burtu,
sagði hún. Svo stóð hún kyr stundarkorn, eins og
hún væri að bíða eftir einhverju, sem aldrei kom.
— Já, farðu, hugsaði Hell, en hann sagði það ekki
upphátt. Hann var búinn að fá óráð aftur, og honum
fannst hann hafa breytzt í margar persónur, og enn
á ný var hann að reyna að finna upp eldtraustar
kvikmyndir. Hurðin var opnuð og svalur gustur kom
inn í herbergið.
En hve litla andlitið á henni var raunalegt undir
hettunni, hugsaði Hell. Svo fannst honum í óráð-
inu, að hann hefði misst saltsýru ofan á höndina á
sér. Svo lá hann kyr og horfði á ljósið. Loks gat
hann hert sig og með því að neyta allrar orku
komst hann fram úr rúminu. Hann slökkti á lamp-
num, reikaði að dyrunum og kallaði út í myrkrið:
— Puck, þú mátt ekki reiðast. En Puck sást hvergi.
Snemma um morguninn stendur rennvotur hund-
ur á strönd vatnsins. Hundurinn heitir Tiger, og
hann ýlfrar án afláts. Úti á vatninu er bátur, og bát-
inn rekur fram og aftur. í honum er enginn mað-
ur. Þetta er bátur Dobbersberg. Smalinn frá selinu
uppi í fjöllunum, sem kemur á hverjum morgni með
mjólkina hefir komið auga á bátinn. í höllinni ríkir-
ókyrrð. Fólkið gengur eirðarlaust fram og aftur.
Lenitschká leitar um allt, fer úr eíntú herbergi í
annað. leitar í útihúsum, grætur og kallar, en það
ber engan árangur. Hún skilur ekki, hvernig í þessu
getur legið. Einn vinnumannanna fer upp að selinu,
en það hefir áður komið fyrir að ungfrúin færi
þangað, þegar hún hefir viljað fá að vera í friði, en
iþar hefir enginn séð hana. Frúin situr alltaf við
símann og baróninn, sem er ennþá gulari én venju-,
lega, fer á hestbak og ríður eftir Wurmtal. Gestirnir
eru óttaslegnir. Þetta eru allt saman leikarar frá
Vínarborg. Þeir voru að skemmta sér kvöldið áður,
og enginn hafði tekið eftir því, að barónsdóttirin
hvarf. Stór maður með breiðar herðar fer í leður-
stígvél og kallar á karlmennina. Frú Bojan þolir
ekki svona alvarlegt áfall. Hún líður í ómegin og er
borinn upp í svefnherbergi sitt. Brátt berast frétt-
irnar yfir vatnið, yfir til þorpsins, sem var hinum
megin. Gestirnir í veitingahúsinu Stóri Pétur, þyrp-
ast saman á grasflötinni og ræða málið hljóðlega.
Allir vissu, að barónsdóttirin var ekki með öllum
mjalla. Og nú yar svo komið, að hún hafði svipt
sig lífi. Hún hafði fleygt sér í vatnið til hinna tuttugu
og fjögurra jómfrúa frá sextándu1 öld.
Það er svalur morgunn. Það hefir verið rigning
um nóttina, en nú er það ekki lengur. Rök þoka er
yfir öllu. Það drýpur af trjánum og af þakbrúnum
i+Mátiíinfcff