Alþýðublaðið - 14.11.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.11.1941, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUK 14. NÓV. 1941 ALÞYÐUBLAÐiÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ♦I Ritstióri: Stefán Pétursson. Ritstjðrn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefáh Pét- ursson, (heima), Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son, (heima), Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. — 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Stjórnarmyndurt og kosningar. Jópas Cnðm«ndssoM: Siálfstæðismeni lofnðu samstarfi koaiðiist Meðal annars til þess var þjóðstjórnin mynduð eins og Hermann Jónasson hefir nú lýst yfir. .....-------- "jAÆ’ORGUNBLAÐIÐ finnur auðsjáanlega til sektar sinnar og flokks síns út af öllum þeim vanefndum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn er sekur um vegna samstarfs stjórnar- flokkanna, allt frá 1939 og til þessa dags. Eitt meginatriðið í samningum stjórnarflokkanna er þjóðstjórn var mynduð var það, að allt samstarf hætti milli kommúnista og Sjálfstæðismanna. Þetta hefir nú verið stað- fest á ótvíræðan og óvéfenganlegan hátt af Hermanni Jónas- syni forsætisráðherra í grein hans í Tímanum í gær. AÐ er óneitanlega dálítið einkennilegt undirspil, sem leikið er í Morgunblaðxnu, að- alblaði SjáKstæðisflokksins, þessa dagana, við umræður þær, sem nú eru byrjaðar um mynd- un nýrrar stjómar. í fyrradag gat í forystugrein blaðsins að lesa eftirfarandi orð: „Þegar flokkarnir fara nú í alvöru að ræða um það, hvort vera skuli samstarf áfram eða ekki, er rétt að þeir geri sér ljóst, að það var ekki vegna mál efnalegs ágreinings, að samstarf ið rofnaði1 nú, heldur vegna þess, að forráðamenn sumra flokk- anna þóttust sjá fram á, að kosningar myndu ekki langt undan. Þessrvegna er nauðsyn- legt, að þingið, sem nú situr, j taki skýrt og ákveðið af skarið j um það, hvort ákvörðun alþing- is frá í vor, er leið, um frestun alimennra kosninga eigi að standa eða ekki. Samstarf flokk anna verður aldrei einlægt, ef það er á vitund manna, að al- mennar kosningar standi fyrir dyrum“. — Þannig fórust Morg uríblaðinu orð. Það getur nú meira en vel verið, að þessu blaði Sjálfstæð- isflokksins veitist dálítið erfitt að sjá, og iþó sérstaklega að við urkenna, að átökin um lögbind ingu kaupgjaldsins, sem urðu þjóðstjórninni að falli, hafi ver- ið mMefnalegur ágreiningur. Því að sanníæring Sjálfstæðis- flokksiná í því efni var, sem kunnugt er, ekki sterkari en það, að haim var í september með lögbindingu kaupsins, en í október, eftir að Aiþýðuflokk- urinn, hafði sagt endanlegt nei, á móti henni. Það má, með tilliti til sláks stefnuleysis, ef til vill segja, að um málefnalegan á- greining hafi ekki verið að ræða fyrir SjáOfstæðisflokkinn, heldur aðeins um sannfær'ing- arfaust lýðskrum, fyrst fyrir bajndafylgjinju qg síðan fyrir verkamannafylginu, samfara óttanum við það að missa ann- aðhvorf. En fyrir launastótt- irnar mun þó verða erfitt að sjá, að um öllu meiri mólefna- legan ágreining geti verið að ræða en þann, sem upp kom í ríkisstjóminni miili Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins um lögbindingu kaupgjalds ■ ins eins og nú standa sakir í landinu; enda leit Alþýðuflokk- urfnn svo á, eins og fram kom í ótvíræðri yfirlýsingu ráðherra hans, að hann gæti ekki haldið áfram að eiga fulltrúa í þeirri stjóm, sem samþykkti slíka ráð- stöfun. En þetta er aðeins aukaatriöi í þelm ummæhim Morgunblaðs- ins, sem vitnað var í. Aðálatrið- ið er það, að Morguniblaðið er hér beinlínis að fara fram á, að aukaþingið, sem nú situr, slái því föstu, að ekki megi láta fara fram aimennar kosningar í ná- inni framtíð. Það sé nauðsyn- legt, ef samstarf eigi að vera áfram; því að „samstarf flokk- anna verði aldrei einlægt, ef það er á vitund manna, að al- mennar kosningar standi fyrir dyrum“, eins og blaðið kemst að orði. Á máske að skilja þessi orð Morguniblaðsins þannig, að Sjálf stæðisflokkurinn ætli að gera það að skilyrði fyrir þátttöku í áframhaldandi þjóðstjórn, að hann fái loforð um það fiá hin- um stjórnarfLokkunum eða al- þingissamþykkt fyrir þvi, að al- mennar kosningar skuli ekki fara fram fyrst um sinn? Það væri þá af, sem áður viar, þegar blöð Sjálfstæðisflokksins voru að gera sig sem breiðust yfir því,' að ekki skyldi vera gengið til kosninga í Norður-ísaf jarðar sýslu í haust! Það má vel vera, að Sjálfstæð isflokkurinn telji sér svo nauð- synlegt, að skjóta sér undan dómi þjóðarinnar í náinni fram- tíð, að hann vilji helzt gera það að skilyrði fyrir samkomulagi um myndun nýrrar þjóðstjórn- ar, að ekki verði kosningar fyrst um sinn. En jþá þorir Aliþýðu- blaðið að segja, að Alþýðuflokk urinn mun ekki gefa samiþykki sitt til slíks gerræðis við lýð- ræðið í landinu. Það var ekki meining alþingis í vor, að fresta almennum kosningum lengur en nauðsyn krefði vegna styrjald- aiástandsins. Og síðan hefir það hvað eftir annað komið greini- lega í ljós, ekki hvað sázt í Sjálf- stæðisflokksblöðunum, ,þegar þau voru að krefjast kosn- inga í Norður-ísafjarðarsýslu í haust, að sú nauðsyn væri ekki lengur fyrir hendi. Það er líka augljóst, að því verður ekki frestað til lengdar, að láta kjósa upp í þeim tveimur kjördáem- um, sem þingmannslaus eru. Og nú hefir að endingu sá þver- brestur gert vart við sig í stjóm arsamvinnunni, að óverjandi væri frá stjórnarfarslegu sjón- armiði, að láta ekki. almennar kosningar fara fram svo fljótt sem unrít er, jafnvel þótt sam- komulag næðist um nýja eða gamla þjóðstjórn næstu mánuð- ina, meðan ekki telzt möguilegt að kjósa árstíðarinnar vegna. Undir slíkum kringumstæð- um væri það ekki aðeins fuUkomið vkirðingarleysi fyrir okkar frjálsa stjómskipulagi, heldur og ibeint tilræði við lýð- ræðið í landinu, að ætla sér að' Þetta samstarf hafði þá með- al annars bihzt í því, að kom- múnistar og Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði höfðu gert með sér samning sem var þannig, að Sjálfstæðismenn skyldu kjósa kommúnista í stjórn Hlífar en síðan skyldu kommúnistar hjálpa Sjálfstæðismönnum til þess að. reka úr Hlíf alla þá Alþýðufi'.okks menn sem höfðu haft forastu .í málefnum félagsins undanfarin ár og sumir hverjir allt frá stofn- un þess- Nákvæmlega sama sani- starfið milli Sjálfstæðismanna og kommúnista átti sér stað í bæj- armálum á Norðfirði og þarráða þeir enn í dag bæjarmálum í sameiningu. Upp af þessu sam- starfi neis hin alkunna Hafna,r- fjarðardeila er kommúnistar og Sjálfs;æðismenn í Reykjavik söfn- uðw saman miklu liði, vopnuðiu( það með baneflum og héldu því til Hafnarfjarðar. Mörgum hinna ráðandi manna í Sjálfstæðis- flokknum þótti nóg um þetta samstarf og má í því sambandi minna á það, að þegar ríkis- stjómin var að reyna að stílla th friðar í deilu þessari vora þeir Bjami Beuediktsson og Bj. Snæbjörnsson læknir í líafnar- firði sendir í bíl til Hafnarfjarð- ar til þess að heyna að losa Sjálf- stæðismenn frá kommúnistum og skapa þannig skilyrði til frið- samlegrar lausnar. En þeir komu aftur með þær fréttir, að þeim, þessum tveim ráðandi mönnum í „verkajýðsdeildum“ Sjálfstæð- isflokksins hér og í Hafríaírfirði, hefði ekkert orðið ágeugt ogþeir gætu engu fengið um það þok- að. Svo sterk vorn þau bönd, sem saman bundu kommúnista og Sjálfstæðismenn. Erín í dag held- tir þetta samstarf áfram, bæði i Hafnarfirði og á Norðfirðri og e- t. v. víðar, og hé'r.í Rjeykjavík er langur vegur frá því að því sé að fullu slitið- byggja óframhaldandi þjóð- stjóm á samkomulagi um það að fresta kosningum um langan tíma. Það þvert á móti ætti því einmitt að byggja hina nýju þjóðstjói'n, og ratmar hvaða sitjórn sem mynduð yrði, ó yfir- lýstu samkomulagi um það, að láta almennajr kosningar fara fram svo fljótt sem unnt er í vor. Samstarf bommúnista og Sjálf- stæðismanna var um áríamótin 1938—39 orðið beinlínis þjóð- hættulegt, miklu þjóðliættulegra en menn alment hafa gert sér ljóst- Nazistaöflin í Sjálfstæðis- fíokknum virtust þá alveg vera að ná þar yfirhöndinni og þeim var — eins og forsprökkum koram- únista — kunnugt um þann sam- drátt, sem erlendis var á döfinni milU þýzku nazistanna og rúss- nesku kommúnistanna og sem síð ar á árinu 1939 leiddi til hins fræga griðasáttmála Rússlands og Þýzkalands x>g sem varð til þess að hleypa núverandi ófriði aJ s.að- Hjá öllum hugsandi mönn Hm í öllUm flokkum réði það þvi niiklu Um, er þjóðstjórnin var mynduð ,að takast mætti að spiengja þetta samstarf, Sú átylla, sem Sjálfstæðisríienn höfðu opinberlega sér til afsökun- arvið kommúni sia, var að Alþýðu- flokkurinn og Alþýðusamband- ið væri ekkr skipulagslega að- greint. Þegar í stað, er Sjálfstæð- ismenn ræddu þetta mál við okk- ur í alvöra .töldum við að ekk- ert væri því til fyrirstöðu að sú aðgneining yrði gerð, ef sam- starf þeirra við kommúnista hætti. Við. beittum okkur síðar fyrir þvi, að þetta var gerf. En hvað skeð- ur þá? Þá svíkur Sjálfstæðis- flokkurinn öll sin gefnu loforð um að hætta samstarfi við f jand- menn AJþýðufbokksins og tekur upp samstarf við og gerir að formanni í Dagsbrún þann mann, seem óheiðarlegast og ódrengi- legast hafbi veittst að Alþýðu- samtökunum, Héðm Valdimars- son. Moigunblaðið segir í dag að .jefndimar hafi engar orðið“ á þessu hjá okkur Alþýðuflokks- mönnum- Hér er eins og fyrr siað- reyndunium snúið við. Alþýðu- samband íslands er í dag laust úr öllum tengslum við Álþýðu- flokkinn. Þar hafa allir jöfn rétt- indi, jafna aðstöðu og öllUm frjálst að gegna þar hverju trún- aðarstarfi sem er. ÞaÖ eru okkax efndir. En hvar eru efrídir Sjálf- stæðismauna í þessum málum? Enti í dag er sams'arf milli þein® og kommúnista í Hafnarfirði- Enn í dag starfa þeir með Héðni hér í RBykjavík. Enn í dag eru þeir í samstarfi við kommúnista í bæjarstjórn Nes- kauipstaðar, og enn í dag er sam- bandið svo náið, aö ef Sjólfstæ&- ismenn halda að tillögur, sem þeir bera fram í Dagsbrún, séu í hættu af því, að kommúnistar þar era þe:m andvígir, þmrfa þeir ekte annað en að biöja Jöommúnista að liætta við að gredða atkvæði gegn þeim, og þá gera kommún- istarnir það, eins og átti sér stað um atkvæðagneiðsiuna siðustu í Dagsbrún um það, að ganga ekkS í Alþýbusambandið. Það eru þessar vanefndir Sjólf- stæðismanna, bæði í þessum efn- um og öðmm, sem nú era að boma þeim í koll, en eiga þó eft- ir að gera það miklu betur síð- ar, ems og ég mun sýna fram á bráðíega. Féla§g iinflra jafnaðarmanna; Aðalf undur félagsins verður n. k. mánudag 17. nóv. kl. 8.30 e. h. í Iðnó uppi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Félagar f jölmennið og mætið réttstundis. STJÓENIN Karlmannaskór margar tegnadir nýkonmar. vIlL.__£___— /k-k...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.