Alþýðublaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 6
 Siumudafrur 1. marz 13-12. Félag ungra jafnaðarmanna. Félagsfnndnr $ veröur haldinn i Iðnó uppi mánudaginn 2. marz kl. 8. 5 Fundarefni \ • s s \ V s s i 1. Stutt fræðaluerindi. 2. Ávarp: Arngrímnr Kristjánsaon. 3. Siga dýrtiðarmál8in8, umræður, frum- mælandi: Jón Emilsson. Fjölmennið! félagar! Stjórnin. Géður Asfaltpappi * á þök og innnan huss í mörgum þykktum, einnig ASFALTFILT undir Linoleum og' HÁRFLÓKI fyrirliogjandi. Jóra Loftsson Sími 1291. Á fundi í bifreiðastjórafélaginu „Hreyfill,“ er haldinn vár aðfaranótt þess 28. febr. s.l., var eftirfarandi ályktun gerð: „Fundur í bifreiðastjórafélaginu „Hreyfill" haldinn að- faranótt þess 28. febr. 1942 ályktar, að með tilliti tir bráða- birgðalaganna um gerðardóm og verðlags- og kaupgjalds- málum, býst félagið ekki við að fá þá kaups- og kjarasamn- inga fyrir meðlimi sína, við atvinnurekehdur, að viðunandi f sé, og samþykkir því að gera ekki heildarsamning íim kaup og kjör að þéssU sinni, og ákveður að gefá hverjum einum meðlim félagsins frjálst að ráða sig fyrir það sem bezt býðst en áskilur sér hins vegar rétt til þess að taka upp samninga- umleitanir við atvinnurekendur þegar tækifæri gefst að dómi félagsins. Þessi samþykkt gildir þó ekki fyrir þá bifreiðarstjóra sem starfa hjá Strætisvagnafélagi Reykjavíkur." Samkvæmt ofanritaðri samþykkt heimilast meðlimum félagsins að ráða sig sem bifreiðarstjóra fyrir þau beztu kjör, sem hverjum einum er mögulegt að fá.“ Reykjavík, 1, marz 1942. STJÓRNIN. Húseiggnin Kaplaskjólsvegur 12. ineð tilheyrandi érfðafestu- landi er til sölu. Tilboð sendist undirrituðum, er gef- ur allar nánari upþlýsingar, Réttur til að hafna öllum tilboðum er áskilinn. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Sími 2002. ÁVARP TUTTUGV VERKALÝÐSFELAGA. Frh. af 2. síðu. FA. sfjómar Verkakvennafél. „Framtíðin,“ Hafnarf. Sigurrós Sveinsdóttirir. Stjóm Bakarasveinafélags íslands: EgiU Gíslason. Guðm. B. Hersir. Ágúst K. Pétursson. Guðin. Ingimundarson. Þórður Hannesson. í stjórn Starfsmannaféiagsins Þór. Bjöm Pélsson. Stjórn Starfsstúlknafél. Sókn: Aðalbeiður 8. Hólm. Vilborg Ólafsdóttir. Guðrún 3. Kjerúlf, Rannhæfar dýrtiðarráðstafanir. Frh. af 4. síðu. ingsgjaldsins, eins og síð- ar skal nánar gerð grein fyrir. 6. Hinni ahnennu heimild um útflutningsgjald, sem nú er í lögum, sé breytt í heimild til þess að leggja útflutningsgjald á vörur, sem seldar eru með stríðs- gróða. 7. Úr dýrtíðarsjóði sé einnig varið fé til að styrkja þá framleiðendur, sem ekki fá viðunandi verð fyrir af- urðir sínar, hvort heldur þær eru seldar innanlands eða fluítar út. 8. Heimild fyrir ríkisstjórn- ina, ef nauðsyn krefur, til að kaupa birgðir af nauð- synjavörum og annast dreifingu þeirra á þann hátt, sem hún telur heppi- legast. Skulu nú þessi 8 atriði tillagn- anna rædd nokkuð. í dýrtíðarfrumvarpi Alþýðu- .flokksins á háustþinginu var bent á þann megingalla verð- lagseftirlitsins, að því væri dreift á marga aðilá, sem ekkért samstarf haf a sín á milli og enga . sameiginlega ábyrgð á því, að halda niðri verðlaginu. Núverandi stjórnarflokkar hafa nú loks fallizt á þessa kröfu Alþýðufl. og hafa falið hinum svo kallaða gerðardómi eins konar yfirstjórn alls verð- lagseftirlits. Þó að þetta þýð- ingarmikla atriði hafi verið tek- ið úr tillögum Alþýðuflokksins, hefir þeim þ.ó verið stórspillt að cðru leyti og því spurning, hvort ekki ér ver farið en heirria set- ið. í fyrsta lagi hefir ríkisstjórn- in við skipun dómsins gengið algerlega fram hjá samtökum launþega, og má það þó furðu- legt heita, þar sem gérðardóm- inum er jafnframt ætlað að vera æðsta úrskurðarvald í kaup- gjaldsmálum. - í öðru lagi eru starfsreglur gerðardómsins, hvað verðlags- eftirlitið snertir algerlega ófull- nægjandi. Gerðardóminum er fyrirskipað eftir hvaða reglum hækka megi kaupið, en honum eru engin fyrirmæli gefin um verðlagsákvarðanirnar eða eftir hvaða reglum hann megi leyfa verðhækkanir. Virðist þetta harla einkennilegt. Eins og fyrr var getið, leggja flutningsmenn til að „gerðardómur“ þessi verði lagður niður, en í hans stað á að koma ríkisverðlagsnefnd sú, sem um ræðir í frumvarpi þessu. Er gert ráð fyrir, að nú- verandi verðlagsnefndir verði aðeins ráðgefandi, 1 frumvarpinu eru ríkisverð- lagsnefndinni gefnar ákveðnar meginreglur að starfa eftir, sviþaðar því, sem tíðkast er- lendis. Ætlast er til, að nefndin hafi einnig með höndum á- kvörðun farmgjalda, og eru í frumvarpinu ákveðnar miklar farmgjaldalækkanir á skömmt- um tilteknum vörum. Ekki er unarvörunum og nokkrum öðr- þó tilætlunin, að sú lækkun verði til þess að farmgjöld á öðrum vörum verði hækkuð að sama skapi, heldur er gert ráð fyrir að lækkunin sé greidd úr dýrtíðarsjóði, að svo miklu leyti,. sem álitið er að skipa- félögin geti ekki borið lækkun- ina af gróða áranna 1940 og 1941. Lagt er til að allir tollar á skömmtunarvörum og nokkr- 'um öðrum vörum verði felldir niður. A.uk þess munu þm. Al- þýðuflokksins í sérstöku frum- varpi bera fram tillögur um breytingar á tollskránni til lækkunar. Greinargerð hins fyrra dýr- tíðarfrumvarps Alþ.flokksins fýlgdu útreikningar, sem sýndu, að ef tollalækkun þessi yrði tramkvæmd, svo og sú lækkun á farmgjöldum og álagningu, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, myndu þær ráðstafanir einar nægja.til þess að það lækki vísi- töluna um tæp 5 stig, og er þá aðeins tekin með hin beina lækkun vísitölunnar, en ekki hin óbeina. Var þetta miðað við verðlagið 1. október. Þótt skipafélögin hefðu feng- ið fullar uppbætur fyrir farm- gjaldalækkvinina, hefði þessi lækkuii visitölunnar ekki þurft að kosta hið opinbera nema rúmlega 2,7 millj. króna eða um 566 þús. kr. á hvert stig, sem vísitalan væri lækkuð. En vitanlega ættu skipafélögin að geta borið einhvern hluta þessa kóstnaðár. ' Dýrtíðarsjóði er fyrst og frerpst ætlað áð standa straum af útgjöldum til þess að koma í veg fyrir frekari hækkun vísi- töjunnar, ef hægt er. Er gert ráð fyrir að dýrtíðar- sjóður fái yfir að ráða um 13 milljónum króna tekjum miðað við 1 ár, auk hugsanlegra tekna af útflutningsgjaldi. Fylgdi sér- stök áætlun um tekjur dýrtíð- arsjóðs hinu fyrra frumvarpi og vísást til þess. Verði gengi íslenzku krón- unnár hækkað, þykir hæpið að gera ráð fyrir mjög miklum tekjum af útflutningsgjaldi, en sjálfsagt þykir þó að heimildin standi, ef um háar ísfisksölur yrði að ræða. Rétt þykir að kostnaðurinn við gengishækkunina verði að einhverju leyti greiddur úr dýrtíðarsjóði. Er því gert ráð fyrir að verja megi allt að 6 milljónum króna úr sjóðnum í þesu skyni. Má og benda á það, að þörfin til framlaga út dýr- tíðarsjóði verður miklu minni, ef gerigi er hækkað. Ef afgangur yrði af fé dýr- tíðarsjóðs, skal það geymt til þess að mæta þeim erfiðleikum og atvinnuleysi, sem búast mó við eftir stríð, og til þess að hefja nýjar framkvæmdir. Loks er í frumvarpinu á- kvæði um verðuppbætur til þeirra framleiðenda, sem ekki geta selt afvurðir sínar viðun- andi verði vegna styrjaldar- ástandsins og um heimild fyrir ríkisstjórnina til hirgðasöfnun- ar af nauðsynjavörum. Vísast um þetta til hinnar fyrri grein- argerðir, svo og um önnur atríði frumvarpsins, sem ekki hefir verið drepið á hér. Hálf milljón. Frh. af 2. síðu. þess, að ríkisstjórnin sjái um að bændur losni við þá hækk- un, sem orðið hefir á þessari nauðsynjavöru þeirra. „Tíminn“ skýrir frá því, að verð á erlendum áburði muni hækka um 30—40%., ef ríkis- valdið hlaupi ekki undir bagga Af þessu tilefni ræðir „Tím- inn“ nokkuð um „ráðstafanim- ar gegn dýrtíðinhi“ og segir: „Áburðarmálið verður próf- steinn um það, hvort hér er aðeins að ræða um samkomu- lag í orði, en ekki á borði. — Slíkt hefir, ekki verið óalgengt í sögu dýrtíðarmálsins. En flestum Framsóknarmönnum mun áreiðanlega þykja nóg komið áf slíkum vinnubrögð- um. Nú verður að fást úr því skorið, hvort heilindi eru á bak við samkomulagið eða ekki.“ Og þegar Tíminn skrifar þetta, veit hann um samþykt Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna í fjárveitinga- nefnd alþingis. Og hann veit það ennfremur, að þar með er þetta mál ákveðið, því að rík- isstjórnin ætlar að veita þetta fé, án þess að spyrja alþingi frekar um það. Hvað eiga stríðsgróðamerin Sjálfstæðisflokksins að fá jí staðinn fyrir þetta? Skipaferð fellur um næstu helgi vestur og norður, til Patreksfjarðar, Bíldudals, ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Tilkynningar um vömr, verða að koma fyrir miðvikudags- kvöld (4. marz). Bifreiðastjórafélaglð Hrejfill Ávkhátið félagsins verðnr haléin að Hótel Borg priðjudaginn 3. marz kl. 10 e. h. Aðgöngumiöar seldir: á Aðalstöðinni, Bifreiða- stöð tslands og Bifreiðastöð Steindórs, Skemtinefniin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.