Alþýðublaðið - 04.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.03.1942, Blaðsíða 4
4 ÁJucYÍkudagur 4. tszszz Jón Axel Pétursson: Hvað tekur við í Reykjavík pegar Bretavinnan hættir? lUfrijðttblaiHð Útgefanði: AlþýSaflokknrinn Ritstjóri: Stefán Pjeturæon Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4002 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýfti prentsmiðjan h. f. Gengishækkun STJÓRNARBLÖÐIN hefir sett einkennilega hljóð við hið framkomna frumvarp Alþýðuflokksins um hækkun á gengi krónunnar upp í það — sem það var fyrir gengis- lækkunina árið 1939. Vísir steinþegir, Tíminn reynir að snúa sig út úr málinu með ó- merkilegum skætingi í garð Alþýðuflokksins, en forðast að ræða frumvarpið cjálft. Mgbl. eitt hefir minnzt ofurlítið nán- ar á það, og á, eins og vænta mátti um blað Ólafs Thors, — erfitt með að leyna óánægju sinni. Morgunblaðið þorir þó ekki að taka beinlínis afstöðu á móti gengishækkun — til þess er það sjálft of oft búið að gefa lesendum sínum vonir ujt hana, þó að það hafi senni- lega aldrei meint neitt með slíku hjali, frekar en með svo mörgu öðru lýðskrumi, sem það hefir verið með í áróð- ursskyni fyrir flokk sinn. En Morgunblaðið talar um það eins og einhverja ósvífni af Alþýðuflokknum, að hann skuli hafa tekið það á orðinu og gert alvöni úr tillögunum um gengishækkun, sem aðrir hafa aðeins gasprað um. Var blaðið að dylgja eitthvað um það á laugardaginn, að gengis- hækkunarfrumvarp Alþýðu- flokksins væri ekki tímabært. Hins vegar væri „alþingi, hve- nær, sem er, reiðubúið að samþykkja gengisbreytingu, ef ekki væri hér annar þröskuld- ur í vegi.“ Með þessum dularfullu orð- um er Morgunblaðið bersýni- lega að reyna að læða því inn hjá lesendum sínum, að al- þingi hafi ekki frjálsar hendur til þess, að hækka gengi krón- unnar, en að Morgunblaðinu og aðstandendum þess sé geng ishækkunin engu að síður mik- ið áhugamál. Væri hið síðara rétt, þá myndi blaðið þó ekki segja hið fyrra. Því það er al- gerlega ósatt. Alþingi hefir fullkomlega frjálsar hendur í þessu máli, síðan við losnuð- um við þá skuldbindingu í við- skiptasamningunum við Breta um áramótin, að breyta ekki gengi krónunnar. Og þetta veit Morgunblaðið mæta vel. Því til sönnunar skal þetta tilfært: Aðeins viku áður en Morgunblaðið kóm með þessar mótbárur gegn gengishækkun- arfrumvarpi Alþýðuflokksins, sem hér hefir verið vitnað í, flutti það langa grein eftir G. Thoroddsen prófessor, einn af gæðingum S j álfstæðisflokks- EGAR ENDURBYGGING- IN á gamla bænum og skipulagningin á Grjótaþorp- inu hefir náð því hámarki und- ir forustu Sjálfstæðisflokksins, að nálægt því, sem talið er að staðið hafi bær Ingólfs Arnar- sonar, hefir nú verið reist bráðabirgðavörugeymsla úr bráðabirgðaefni, en draumurinn um kvennaheimilið Hallveigar- staði en liðinn hjá í bili! Þegar undirbúningi undir aukna útgerð frá Reykjavík, að aflokinni Bretavinnunni, er svo langt komið, að Óskar Halldórs- son, sem gerði út skip frá 'Reykjavík í stríðsbyrjun, er nú skráður ásamt skipum sínum í Kothúsum í Garði, og bæði hann og skipin eru hér einungis sem gestir, en hlutafélagið Hængur, sem fætt er hér og upp alið og á togarann Baldur, hefir nú allt í einu fært heimilisfang sitt til Bíldudals, sjálfsagt til þess að létta áhyggjum af vissum Reyk- víkingum! Þegar svo að segja öll hin meiri sjávarútvegspláss hefja byggingu fiskiskipa, nema Reykjavík! Þegar húsin hér í bænum ganga orðið kaupum og sölum við tvöföldu og þreföldu verði! Þegar Jaunastéttirnar fá svo að segja fyrirhafnarlaust dýr- tíðaruppbótina — en líka dýr- tíðina! Þegar bankastjórar Lands- bankans og lögfræðingamir í Sjálfstæðisflokknum eiga að halda launum launastéttanna í skefjum og ákveða verðið á maís! Þegar hæstmóðins hríðskota- og gasbombu-byssur em fluttar inn af íslenzkum stjórnarvöld- um í fyrsta sinn! Þegar Jónas frá Hriflu sting- ur upp á í bæjarstjórninni, en Sjálfstæðisflokkurinn kýs þá, sem hann stingur.upp á! — Já, þá er ekki nema von til þess, að skólastjóri Iðnskól- ins, um dýrtíðarmálin. Þar gat að lesa eftirfarandi orð: „Það er af öllum viður- kennt, að íslenzka krónan sé nú skráð lægra verði en rétt- mætt sé miðað við viðskiptaá- standið út á við. Allir viður- kenna og, að nauðsynlegt sé, að fá leiðréttingu á þessu, en þetta hefir hingað til strandað á samningi eða samkomulagi við Breta. Nú skilst manni, að þessar hömlur séu ekki lengur fyrir hendi.. . “ Þetta vissi Morgunblaðið og þorði að birta þ. 21. febrúar. Þá treysti það því, að það yrði ekki tekið á orðinu og gæti komizt upp með lýðskram. En þ. 28. febrúar, þegar gengis- hækkunarfrumvaip Alþýðu- flokksins er komið fram, flýt- ir það sér að venda sínu kvæði í kross og segir, að „hér sé annar þröskuldur í vegi,“ en vilji alþingis!“ ™ • ................. ans, Helgi Hermann Eiríksson, taki sér penna í hönd og lýsi því rækilega, hvert ógurlegt ó- frelsi muni ríkja, ef andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins tækju við stjórn á bænum. Þá er heldur ekki að furða, þó að hann lýsi því hátíðlega yfir, að hann vilji sams konar frelsi og birzt hefir á undan- förnum árum í aðgerðum bæj- arstjórnarinnar, en rétt svona til smekkbætis fyrir launastéftir bæjarins lofsyngur hann bannið við launahækkunum, lögin um gerðardóminn. Já, hvílík bless- un fyrir Reykvíkinga! Allur sá mikli fjöldi, sem nú stundar Bretavinnu ýmist hjá Bretum sjálfum eða hjá þeim, sem vinna í þeirra þágu, svo og aðstandendur þeirra og raunar allir þeir, sem hugsa vilja um hag Reykjavíkur, líta nú senni- lega ekki jafn björtum augum þetta svo kallaða einstaklings- frelsi, sem er fyrst og fremst frelsi þeirra ríku til þess að verða ríkari, og margur mun sá, er mundi vilja fá þeirri spurningu svarað: Er það nú tryggt, að ekki fari fleiri suður í Kothús eða vestur á Bíldudal með skipin sín, og það þótt hér verði komin dýrindis bátahöfn og aftxir verði tekið upp útsvars- frelsi útgerðarinnar? Er það tryggt, að það freisi, sem birtist í þeim myndum, sem dregnar voru upp hér að framan, og sem er í öfugu hlutfalli við það, sem á sér stað í öðrum löndum, færi fólkinu í Reykjavík að Breta- vinnunni lokinni þann sjálf- sagða rétt, að geta fengið vinnu við heilbrigð störf fyrir laim, er gjöri því kleift að lifa menningarlífi? Er það tryggt, að þeir sem nú fá að njóta svo að segja ótakmarkaðs frelsis til að græða og þeir, sem fara méð meirihlutann í bæjar- stjórninni svari ekki eins og þeir svöruðu fyrir stríð, er at- vinnuleysið barði að dyrum. — En húsbændur Morgunblaðs- ins skulu ekki hugsa, að þeir komist upp með neinar blekk- ingar í þessu máli. Frumvarp Alþýðuflokksins mun innan skamms koma til fyrstu um- ræðu á alþingi. Og almenningur mun fylgjast vel með, hvernig því verður tekið. Astæðan, sem var til gengislækkunarinnar ár- ið 1939, er fyrir löngu burtu fallin. Útgerðin, sem iþá var á hausnum, græðir nú á tá og fingri. Og launastéttirnar, sem þá tóku á sig byrðar gengis- lækkunarinnar til þess að rétta útgerðina við, eiga kröfu til þess, að gengið verði nú aftur hækkað. Það er líka beztá dýr- tíðarráðstöfunin, sem hægt væri að gera. Hækkun á gengi krón- unnar nú, er yfirleitt bæði rétt- lætiskrafa og hagsmunamál yf- { irgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. ' j Það er ekki okkar hlutverk, heldur ríkisstjórnarinnar? Er það tryggt, að viðbúnað- ur til þess að tryggja Reylt- víkingum sómasamlega af- komu að stríðinu loknu, þegar afturkastið kemur, sé eins rík- ur í huga valdhafanna og það að sjá bændum fyrir ódýrari áburði með því að snara út úr ríkissjóðnum hálfri milljón kr. svona rétt til uppbótar á smjör og kjötverðið? Það kann að vera að þess sé von, en exm þá örlar ekki á neinu í þá átt. Þegar fjárhagsáætlun Rvík- ur fyrir yfirstandandi ár var afgreidd, bárum við fulltrúar Alþýðuflokksins meðal ann- arra tillagna fram einkar sak- lausa tillögu. Hún hljóðar svo: „Bæjarstjóm samþykkir að láta byggja hér í hænum á þessu ári 1Q0—150 smálesta járnskip með Diesel-vélum til fiskveiða„ og verja til þess hluta af handbæru fé bæjar- ins um síðustu áramót. Jafn- framt felur bæjarstjóra borg- arstjóra og bæjarráði alla framkvæmd í máli þessu, svo og að leita eftir þriðjungs- framlagi frá rikissjóði.“ \TÍSl verður enn tíðrætt um ™ þjóðstjómina sálugu og hann harmar það mjög, að hún skyld’. ekki halda áfram. í leið- ara Vísis í gær getur að lesa eftirfarandi orð um þetta: „Tvímælalaust var það íslenzku þjóðinni hið mesta happ, er deil- ur voru lagðar á hilluna og tekin upp samvinna allra ábyrgra flokka um stjó'rn landsins. Flokkssjónar- miðin voru látin víkja fyrir þjóð- arnauðsyninni, og gaf það góðar vonir um einingu og samstarf, þótt þær vonir sýnist nú ekki munu rætast nema að nokkru leyti.“ Það má segja um Vísi, að enginn veit, hvað átt heíir, fyrr en misst hefir. Þegar þjóðstjóm- in var mynduð, voru það ein- mitt aðstandendur Vísis, sem harðast börðust gegn því, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti nokkurn þátt í henni. Þeir voru þá ekki alveg á því, að „flokks- sjónarmiðin væru látin víkja fyrir þjóðarnauðsyninni.“ Og yfirleitt er það alveg nýtt, að heyra svo hjartnæm orð um þjóðstjórnina í Vísi. Eða hvað er langt síðan, að hann sagði, að fulltrúi Alþýðufloksins væri „óþarft fimmta hjól í henni“? Hvað er Vísir, vesalingurinn, því nú að kvarta? Hefir hann ekki einmitt fengið það, sem hann vildi? í leiðara Vísis í gær var enn- fremur eftirfarandi klausa: Áður en við réðumst i þettu, höfðum við tal af forstöSa manni stærstu vélsmiðj uimr hér og fannst honum það alla staði vel til fallið, að hai- ízt yrZi har.da í bessu efni, ojf mjög litlir tekniskir örðugieik- ar á því að framkvæma sUfca byggingu. Við hugsuðiim sem svo, nú er um að gjöra að hefj- ast handa, komast yfir byrj- unarörðugleikana, sem slikri smíði hljóta að vera samfara og vera við því búnir að hér geti hafizt síaukin skipasmiði jafnt úr járni sem úr tré. — Það mun heldur ekki verða vanþörf á því að ríki og bær snúi í tíma bökum samam og búi sig undir það, að mæta þörfunum fyrir vinnu — og auknum skipakosti að stríðínu loknu. Hitt álitum við næstum víst, en það var, að skólastjóri Iðnskólans og fulltrúi iðnaðar- ins, eins og það er orðað í Mbl., mundi fylgja okkur að málutn í þessu. Og við sáum í anda kjölinn lagðan vestur í Slipp, og kjalsíður og loks band af bandi og plötur tengdar við plötur og ótal hendur í fram- tíðinni vinna í sveita síns and- litis nauðsynleg störf, fyrir sjálfa sig, bæjarfélagið og landið í heild — fyxsta járnskipið hafði verið byggt á íslandi — í höfuðborg landsins — fleiri mundu á eftir koma. Ég sá það ekki þá, en ég sé það nú, að við gerðum eina vit- leysu í þessu máli og hún var Frh. á 6. svðu. „Gera má ráð fyrir að allir þjóðhollir-menn æski þess eindreg- ið að sundrungaröflunum verðí ekki frekar ágengt í þjóðlífinu, em orðið er, en af því leiðir óhjá- kvæmilega að þeir fylkja sér eim sem fyr undir merki Sjálfstæðis- flokksins, sem í öllu hefir reynzt köllun sinni trúr. Mun það koma í ljós við bæjarstjórnarkosning- arnar, að fylgi flokksins hefir aldrei verið öruggara en nú, af því að menn skilja það, að afstaða flokksins í dýrtíðar- og kaupgjalds- málunum var hin eina rétta.“ Hvaða afstaða er það? Hafðí ekki Sjlfstæðisflokkurinn eina afstöðu í dýrtíðar- og kauplags- málunum í október, þegar hann var „eindregið fylgjandi“ tillög- um Framsóknarflokksins um lögbindingu kaupgjaldsins, aðra í nóvember, þegar hann greiddi atkvæði á móti þeim á þingi, og þá þriðju í janúar, þegar hann tók höndum saman við Framsóknarflokkinn um stofn- un lögþvingaðs gerðardóms með bráðabirgðalögum? Og er það þá ekki til nokkuð mikils mælzt, að menn láti sér skilj- ast, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft „hina einu réttu af- stöðu“ í þessum málum, og fylki sér um hann við bæjar- stj órnarkosningarnar af þeirri ástæðu? Það er margt skrítilegt í harmóníu og undarlegt í kýr- höfðinu, sagði Stefán skóla- meistari. Og sama má segja um leiðara Vísis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.