Alþýðublaðið - 04.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.03.1942, Blaðsíða 5
ÍJiðvíkuáai^ir 4. masss 1942. .,"■■:■■ — .., ——-—— :— -;—* "" 1 ' 1 1 Svartir og hvítir svanir. \ ' Svartir svanir eru, eins og við höfum lært í landafræðinni, upp runnir í Ástralíu. En þeir hafa eins og fleiri flutzt til Ameríku, þar sem þessi mynd er tekin í Hialeahgarðinum í Miami, Florida. I Rustur-lnöíur Hollanös og yfirhershöfðingi þeirra. / • r . Hollendingar sáu hvað Japanir hofðu i hyggju og voru viðbúnir AÐ MORGNI 10. maímánað- i ar árið 1940 hvíldi friður ■ og ró yfir borginni Bardung á Javahásléttunni. Hinum megin á hnettinum, áður en dagur reis í Evrópu, voru herir móður- landsins, Hollands, að hörfa undan fyrstu árásum Þjóðverja. En mildur morgunblærinn lék um hvíta steinbyggingu aðal- stöðva hersins í hollenzku Aust- ur-Indíum í Bandung. í skrifstofu eins af hershöfð- ingjum Hollenzku Austur-Indía sat aðalræðismaður Japana ó- aðfinnanlega klæddur, með gamanyrði á vör. Það var Oto- sugi Saito. Fylgdarmenn og yf-' irmenn, sem stóðu frammi í göngunum, heyrðu hann hlæja að orðum hershöfðingjans, Hein ter Poortens. Ein fylgdarmann- anna gægðist inn til þeirra, en í sama bili var hringt í símann. í símanum var einn af herfor- ingjum Hollenzka Austur-Indía- hersins, Gerardus J. Berenschot. Poorten greip símann, tók á móti skilaboðunum,' hengdi hlustunartækið á aftur og lét sér hvergi bregða. Því næst þrýsti hann á hnapp í skrifborði sínu. Fimmtán mínútum seinna, þegar Saito kom til Preanger- hótels, sem er í miðri borginni, varð hann ekki lítið undrandi, þegar hann sá hollenzka her- menn reka þýzka gesti og þjóna út úr hótelinu og aka þeim í fangabúðir. Sama var verið að gera á öllum eyjunum, um 3000 að tölu, sem voru undir stjóm Poortens. í hafnarborgunum höfðu hermennimir gripið alla Þjóðverja, sem voru í landi eða úti á skiþum á höfninni. Saito komst að raun um, að Poorter gat látið hendur standa fram úr ermum. Hann varð því ekki sérlega undrandi, þegar hann frétti að til Tokio 8. desember 1941, að tveim klukkutímum eftir að Japanir hófu árás sína, hefðu allir Japanir á eyjunum verið komnir í fangabúðir, og einn af kafbátum Hollendinga hefði sökkt fjórum japönskum flutn- ingaskipum. Því að hann vissi, að hersveitir Hollendinga í Austur-Indíum voru við öllu búnar. Hersveitirnar höfðu gripið til vopna um leið og Japánir köst- uðu stríðshanzkanum í Pearl Harbour. Nú var Hein ter Poorten orðinn yfirhershöfðingi. Hann hafði tekið við af Beren- schot hershöfðingja, sem hafði farizt í flugslysi. Landherinn hafði góða samvinnu við hol- lenzka Austur-Indía-flotann, en yfirmaður flotans var C. E. L. Helfrich, flotaforingi, lágvax- inn, gildur maður, og hann hafði farið af stað með flotann nokkr- xnn dögum áður. í stað þess að trúa friðmælum japönsku sendifulltrúanna í Washington, höfðu Hollending- arnir í Austur-Indíum búizt við j stríði. Heiss tep Poorten Hein ter Poorten er iæddur á Surabaya, og er því kunnugur öllum málum í Austur-Asíu. Hann vissi, að Japanir horfðu gráðugum augum á Austur- Indíur Hollendinga. Þegar Hein ter Poorter var í herskóla, varð hann að velja um hvar hann vildi gegna herþjón- ustu. Hann kaus að starfa í Hol- lenzku Austur-Indíum. Hann var æfður stórskotaliði og auk þess flugmaður, einn hinna fyrstu, er flaug omstuflugvél. Um að leyti, sem Ameríku- menn voru að gera fyrstu til- raunirnar með þetta nýja hem- aðartæki, konx Hein ter Poorten til Bandaríkjanna, keypti tvo Glenn Martin flugbáta og fór með þá til Java. Seinpa var hann að fljúga með einn af herfor- ingjum Austur-Indía-hers Hol- lendinga, en flugvélin hrapaði. Herforinginn fórst, en Poorten meiddist svo mjög, að blöðin töldu hann af. En brátt var Poorten kominn á fætur aftur og fór aðra ferð til Bandaríkj- anna til þess að sækja flugvélar. Eftir fyrri heimsstyrjöldina fór útlitið að verða skuggalegt við Javahaf. En Hollendingar bjuggu sig betur imdir styrjöld- ina en flestar aðrar þjóðir. Og þeir komu sér upp ágætum flugflota í Austur-Indíum. Þegar Hein ter Poorten tók við yfirstjórn hersins, hafði hann um 100 000 hermenn. Og herinn var ágætlega búinn að hergögnum. Undii’ olíuleiðsl- uimi var sprengjvun komið fyr- ir. Þegar Japanir hófu árás 9 SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og aS undanföran. Höfiun 3—4 skip í förum. Tilkynm- ingar nm vörusendingar sendist CulUford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. sína, voru Hollenzku Austur- Indiur svo vel undir stríð búnar, sem kostur var á. Helfrich flotaforingi hafði flotann viðbú- inn: fimm beitiskip, tuttugu kafbáta, litinn en ágætlega æfðan flota tundurspilla, tund- urskeytabáta og herflutninga- skip. Það Var einnig ágæt flota- stöð í Surabaya og önnur í Am- boina. Árás Japasa. Mikfll árangur hefir orðið aí hinum grimmilegu árásum Ja- pana á Filippseyjar og Malaya. Þeir hafa þegar lagt undir sig Hong Kong, Manila og flota- höfnina Singapore. Leiðin til Austur-Indía er opin. Sókn Japana færist stöðugt suður á bóginn, og aðstaða Hein ter Poortens og Hollendinga hans er því kvíðvænleg. Það verður að sigra Hitler. Þó að Hitler væri sigraður, er ekki víst að Japanir myndu gef- ast upp. En nái Japanir Indíum á sitt vald, fá þeir þpr olíu og hráefnl til hergagnaframleiðslu frá lýðræðislöndimum og þá kæmi að því, að þau skorti þessi hráefni. Og það, sem væri enn þá al- varlegra fyrir bandamenn Jap- anir myndu ráða yfir einni þýð- ingarmestu siglingaleið í heimi. Frá Java og Sumatra gætu sprengjuflugvélar þeirra flogið út á Indlandshaf og grandað flutningaskipum á leiðinni til Suezskurðarins. Siglingaleiðin frá Bandaríkj- unum til Rangoon og Burma- vegaríns, sem er 11 100 enskar mílur, myndi lengjast og verða 14 300 enskar mílur vegna þess, að þá þyrfti að fara suður fyrir Ástralíu. Ef ekki yrði hægt að flytja birgðir til Kína, myndi mótstaða Kína gegn Japönum minnka, og Japanir gætu dregið úr herstyrk sínum þar og notað þær hersveitir annars staðar. Herstöðvar Hein ter Poortens eru því svo þýðingarmiklar, að ef hann missir þær, getur svo farið, að bandamenn haíi minni líkur til þess að vinna stríðið og verða að minnsta kosti miklu lengur að því en ella. Eftir nýjárið, þegar Banda- ríkjamenn og Bretar hófu sam- vinnu um vörn Hollenzku Aust- ur-Indía, viðurkenndu þeir um leið nauðsyn þessarar baráttu. Yfir varnarherinn var settur Sir Archibald Wavell, en Hein ter Poorten er undir stjórn hans. Yfir hinum sameinaða flota var Tommy Hart, unz Helfrich sjó- Iiðsforingi tók við af honum. Hollendingum þótti surt í broti að brezkur herforingi skyldi vera settur yfir þá. En þeir kvörtuðu ekki. Það, sem Frh. á 7. síðu. „Bamaleikvöllurinii'* við Grettisgötu. — Hræðilegt á- stand. — Aðvörun til ráðamanna bæjarins. — Látið ekki hitaveitugryfjuslysið endurtaka sig. — Frásögn af fundi, sem ekki var haldinn. BJARNI KJAKTANSSON tré- smiður, Laugavegi 28 A, sendi mér skiiaboð í gær og bað mig blessaðan að líta á hinn svo kall- aða „bamaieikvöir* við Grettis- götu. Ég gerði það, þó að mér væri í raun og veru nokkuð kunnugt um ástand þessa „barnaleikvallar“ áðnr. — Mig grnnaði þó ekki, ,að það væri eins hroðalegt og raun ber vitni. 1>ETTA ER ALLSTÓR „barna- lpikvöllur“, eða svo er hann kall- aður. Eftir honum endilöngum liggur stór tjörn, djúp og subbu- leg, en annars staðar er völlurinn leðja ein. Bjarni Kjartansson hefir vinnustofu Laugavegs megin við þennan „bai-naleikvöll“ og segir hann, að undanfarin ár hafi þessi leikvöllur og börnin, sem hann sækja, verið mesta áhyggjuefni sitt, og þannig sé um fleiri menn í húsum þarna nálægt. í I YRRA bjargaði Bjaxni Kjart- ansson barni frá drukknun í garð- inum — og nú er ástandið þannig, að litil börn geta hæglega farið sér að voða í honum. Þetta er ljóta. ástandið, eins og að vísu um flest hér í bænum. í fyrsta lagi er það furðulegt, að til skuli vera barna- Ieikvöllur í höfuðstaðnum, sem fyllist af vatni, ef rigningar koma. Það eiga að vera það góðar rásir frá leikvöllum, að vatn setjist aldrei á þá. Þeir eiga að vera þurr- ir, eða nokkurnveginn þurrir, þó að skúr komi úr lofti. í öðru lagi er það glæpsamlegt hirðuleysi, að dæla ekki úr garðinum vatninu, fyrst börnum er á annað borð leyft að sækja hann. í ÞESSU SAMBANDI vil ég minna ráðamenn bæjarins á það, að þeir ættu að hafa lært af reynsl- unni að fara varlega og vera vak- > Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.