Alþýðublaðið - 05.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.03.1942, Blaðsíða 6
1 © j Blómarós. Þessi fallega stúlka heit- , ir Rita Hayworth og .er alþekkt leikkona. Hún hefir meðal annars leikið á móti Fred Astaire.í nýjr , ustu mynd hans. Htakningasaga „Ægis“ (Frh. af 2. síðu.) ina. Hann gat aldrei dvalið lengi við hana og ekkert hlust- að. 'Þess vegna' heyrðum við ekki tilkynningu Slysavarnafé- lagsins í útvarpinu. Klukkan að ganga 12 í gær- kveldi sáu mvið skip stefna til okkar. Þetta var „ÓIi Garða“ og urðum við fegnir, enda bjarg- aði hann lífi okkar. Þá vorum við, eftir því, sem skipstjórinn á „Óla Garða“, Baldvin Hall- dórsson, sagði okkur, 35 sjómíl- ur norðvestur af Malarrifi. Klukkan 12Vá í nótt lagði „Óli Garða“ af stað með okkur til lands. Eftir það gátum við sofið til skiptis, en vitanlega varð að halda áfram að dæla af fullum krafti. Ég vil geta þess, að skipverjar á „Óla Garða“ tóku dásamlega vel á móti okkur, gáfu okkur ágætan mat og veittu okkur alla að- hlynningu. Ég vil biðja Alþýðu- blaðið að flytja skipstjóranum og skipshöfninni á togaranum innilegustu þakkir okkar. Enn fremur vil ég biðja blaðið að flytja Akurnesingum þakkir okkar fyrir góðar viðtökur. Sér- staklega viljum við þakka Níels Kristmannssyni útgerðarmanni, sem tók á móti okkur hér og bauð okkur öllum heim til sín.“ Gkról. Karlakór Akureyrai* hefir undanfarið haldið þrjá kirkjuhljómleika á Akureyri við ágæta aðsókn og prýðflegar við- tökur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. marx 1942. Reykjavik heflr verið illa stjðraað.. urinn barizt fyrir því, að Reykjavík tæki sig til að reka hér útgerð í atvinnuskyni. En þær tillögur hafa verið fljótar að falla. Einu afskipti forráða- manna Reykjavíkurbæjar af út- gerð eru þau, að forða stór- gróða einstakra útgerðarfélaga eins og Kveldúlfs frá löglegu og réttlátu útsvari til bæjarins. Þessh: hugsa nú um afkomu bæjarfélagsins. Eitt það, er skapar atvinnu fyrir verkamenn og iðnaðar- menn, eru húsbyggingar. Að ráðast í að byggja hús hefir bænum aldrei dottið í hug, nema þá nokkra póla. Bærinn á sem , kunnugt er ekki einu sinni hús yfir skrifstofur sínar .eða til nauðsynlegustu fundahalda sinna. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir á lélegu háalofti, sem illa er við haldið. Ef nokkurt veður er, hriktir svo og vaélir í þakgluggunum, að vart heyrist þar mannsins mál. Þetta er þó ekki það versta. Sýnu verra fyrir bæjarfélagið er aðbúnaður og húsakynni ýmsra skóla hér í bænum. Barna* og nnglinga« skólahús. Það er merkilegt fyrirbæri, að hér í bæ eru til bæjarhlutar, þar sem ekki er til jafn sjálf- sögð stofnun eins og barnaskóli. Skerjafjörður og Grímsstaða- holtið hafa aldrei átt barna- skóla. Þar hefir skólinn orðíð að hírast í óhentugu og dýru hús- næði, stundum í tveim þrem stöðum í einu. Fyrir það eitt, að ekkert leikfimishús er til þar suður frá fyrir börnin, borgar bærinn inn 900 kr. á mánuði fyrir leikfimishús og leikfimis- kennslu fyrir börnin niðri í bæ, að strætisvagnaferðum bam- anna með töldum. Þetta heitir nú að spara eyrinn en kasta krónunni. Þá er rétt að athuga ofurlítið, hvernig bærinn býr að unglingaskólunum. Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og öllum iðnskólanemendunum er hrúgað saman í eitt hús, gam- alt og úr sér gengið. í þessu hús- næði er kennt frá því snemma morguns og fram undir mið- nætti. Ég sá í Alþýðublaðinu, að verið er að athuga aðbúnað verkafólks í verksmiðjum og á verkstæðum, eftir tilmælum landlæknis. Ég held að næst lægi fyrir að athuga húsnæði og aðbúnað unglinga í skólahúsum hér, og væri þess kannske ekki síður þörf. Gagnfræðaskólinn í Reykja- vík er næst stærsti framhalds- skóli landsins. Þeim skóla hefir verið holað niður sitt á hvað, nú síðustu árin inni í franska spítala. Húsnæðið er ófullkomið og allt of lítið. Þetta er dagskóli. Þó verður að kenna þarna frá kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Árlega verður að neita fjolda nemenda um inntöku í skólann vegna þrengsla. í fyrra var loks skólahúsið málað að utan. Hafði það þá | staðið ryðgað, skellótt og skáld- I að í ein 6 ár, frá því að skélinn .........—----------- byrjaði þar, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hlutaðeigandi um lag- færingu. Ekki er svo vel, að þessi stóri skóli njóti þeirrar rausnar, að hafa einn þetta gamla hús til umráða. Bærinn notar efri hæð hússins fyrir ýmislegt óskylt skólahaldinu. Stundum hefir Vetrarhjálpin þar að einhverju leyti aðsetur sitt, og oft er þar einhver starf- semi, sem skólinn hefir mikið ónæði af sökum hávaða og fyrir- gangs á loftinu. Enn þann dag í dag hefir ekki fengizt nauðsyn- leg endurbót á lóð skólans. Hún er ógirt og stór hluti hennar svað, sem óviðkomandi bílar ösla yfir og sitja einatt fastir í. Nærri má geta, hver þrifnaðar- auki er að slíku svaði rétt við dyr stofnunar, þar sem hátt á þriðja hundrað manns lifir og starfár daglega. Sjákrahúsmálin. Þá eru sjúkrahúsmál bæjarins í miklu ófremdarástandi. Far- sóttahúsið, þessi eldgamli kofi, er eina sjúkrahúsmyndin í eigu bæjarins. En af því að Reykja- vík er höfuðstaður landsins, þá hafa hér verið byggðir spítalar, og nýtur bærinn góðs af því. En hér er svo lítið um sjúkra- rúm, að í sumum tilfellum er ekki hægt að leggja inn sjúk- ling, þó að lífsnauðsyn sé. í þessu sambandi má nefna, að það er óhæfa, að hér skuli ekki verá neinn sérstakur barna- spítali: Lítil börn eiga ekki að liggja með fullorðnum. Þau geta ekki í neinu hagað sér eftir þörfum og hvíldartíma full- orðna fólksins eða hlýtt reglum, sem því eru nauðsynlegar. Börn þurfa sérstaka hjúkrun, enda er barnahjúkrun sérstök grein inn- an hjúkrunarnámsins. Þá er sérstök og aðkallandi þörf, að hér rísi upp fæðingar- stofnun, Stafar þessi brýna þörf af ýmsum ástæðum. Fæðingardeild Landsspítalans er svo lítil, að hún fullnægir hvergi nærri eftirspurninni, hnda er hún gerð fyrir allt land- ið. Húsnæðisleysi og þrengsli veldur því, að færri konur geta fætt heima en áður, og svo er enn fremur mjög erfitt að fá stúlkur til heimilisstarfa, því mikil atvinna býðst á ýmsum öðrum sviðum, sem stúlkur \ kjósa heldur. Við fjárhagsáætlunina var samþykkt ein af smæstu tillög- um okkar Alþýðuflokksmanna, og virðist þar vera farið hóflega í sakir með tillátssemi við minni hluta samstarfsmanna sinna. Tillagan var þess efnis, að veittar yrðu 15 þús. kr. í því skyni, að bærinn réði í þjónustu sína starfsstúlkur, er hann svo léði inn á hjálparþurfa heimili, þar sem húsmóðirin lægi á sæng eða forfallaðist á annan hátt. Efnaðri heimili skyldu borga þessa hjálp aftur, en fátækling- ar ekki. Ein stúlka var ráðin til þess- ara starfa. Lofað var af bæjarins hálfu að auka þessa sjarfsemi. Ég veit til, að stúlkur hafa spurt eftir þessu starfi, en ekki hafa fleiri verið ráðnar. Þegar farið var að hreyfa í bæjarstjóminni vandræðum þeim, er barnshafandi konur eiga að búa við hér í bæ, lofaði borgarstjóri að leggja fram 100 þúsund krónur, ef ríkið vildi byggja nýja fæðingardeild við Landsspítalann. Teikning mun einhvern tíma hafa verið gerð af fæðingardeild, sem á að rúma 25 konur, og yrði þá sú, sem nú er, lögð niður. Ýmsir þeir, sem þessum mál- um eru kunnugastir af hálfu þess opinbera, telja, að ný fæð- ingardeild við Landsspítalann, sem er fyrir allt landið, eigi fyrst og fremst að vera fyrir erfiðustu og óvenjulegustu fæð- ingartilfellin og um leið góður skóli fyrir ljósmæðraefni. Slík stofnun þarf að vera mjög vönd- uð að öllum útbúnaði og því næsta dýr, en þarf aftur á móti ekki að vera mjög stór. Því væri heppilegast, að bærinn ætti ódýrara og einfaldara fæðingar- heimili fyrir venjulegar fæðing- ar heilbrigðra kvenna. Slíkt fæðingarheimili yrði aftur á móti að vera rúmgott, því mjög færist í vöxt, að konur vegna ýmissa heimilisástæðna vilji ekki eða geti ekkj fætt heima. Hvernig þessum málum verð- ur til lykta ráðið eftirleiðis, er enn óvíst. En eftir því, sem ljós- mæður hér segja, er ástandið þannig hér í þessum málum, að brýn þörf væri á að koma hér- upp bráðabirgðafæðingarstofn- un strax með vorinu. En ég læt alveg ósagt um, hvort líkindi eru til að slíkt nái fram að ganga. Það rifjast margt upp af van- rækslusyndum forráðamanna þessa bæjar, þegar maður lætur hugann reika um þau efni. Það mætti fylla marga blaðadálka með því, ef öll atriði væru tekin til meðferðar. Það er freistandi að rifja upp fyrirhyggjuleysi í- haldsins í húsnæðismálum bæj- arbúa, meðferð þess á hitaveitu- málinu, misrétti þess í útsvars- málum, smekkleysi þess um ytra útlit og fyrirkomulag Reykjavíkurbæjar og eins og ég minntist á fyrr, síðast en ekki sízt, smáborgaraleg þröngsýni og fælni við áð samþykkja rétt- ar og heilbrigðar tillögur, er fram koma í bæjarstjórn, séu þær fluttar af minni hlutanum. Þá skal þess getið, að þegar Al- þýðuflokkurinn hefir verið bú- inn að hamra á ýmsum fram- faramálum nógu lengi og svo oft, að kröfumar um þau fóru að verða háværar og almennar og líklegar til kjósendafylgis, þá hefir íhaldið stundum rumsk- að, snúið við blaðinu, tekið mál Alþýðuflokksins upp og borið þau fram sem sín mál. Þannig er um hið mikla framfaramál Reykjavíkur, Sogsvirkjunina, um leigugarða bæjarins og erfðafestulönd, ljósböð barna- skólanna, að ógleymdu Alþýðu- bókasafninu. Það hefir íhaldið nú skýrt upp og kallað Bæjar- bókasafn, til þess að nafnið skuli ekki minna á, hverjir í öndverðu börðust fyrir því menningar- máli. Reykvíkskar konur! Við get- um víst í rauninni allar verið nokkurn veginn sammála um, að Reykjavíkurbæ er illa stjórn- að, og deyfð og fyrirhyggju- leysi um hin ýmsu vandamál almennings eru augljós. Breyting á þessu fæst aldrei, meðan þessi bæjarstjórnar- meirihluti situr við völd. Frísk- ari öfl þurfa að taka við og fá að spreyta sig. Þar er að eins um einn flokk að ræða, er gæti tekið forustuna. Alþýðuflokk- urinn hefir sýnt, að hann er fær um að stjórna bæj arfélögunum. Hafnarfirði og ísafirði tóku Al- þýðuflokksmenn við í rústum eftir íhaldsstjórnir. — Það er vert að athuga í sambandi við atvinnumál Reykjavíkurbæjar, að á ísafirði er ný ekkert at- vinnuleysi til. Þó er þar engin Bretavinna. Þó enn kunni að finnast kon- ur, sem af ókunnugleik finnst þær ekki þurfa að fylgjast með í stjórhmálum og álíta jafnvel, að þau komi sér ekki við, þá er engin sú kona, er ekki ber hag heimilis síns fyrir brjósti. Lífið gengur ekki fram v,hjá konunni. Fátækt, heilsumissir, atvinnuleysi og bölvun ófriðar- ins svíður konunni ekki minna en karlmanninum. Þess vegna hljóta konur að styðja stjórn- málabaráttu þess flokks, sem skilur og veit, að hver einstok stétt, hver einstaklingur, þó að hann sé umkomulítill, á sinn til- verurétt, sitt sæti við langborð lífsins. Engin fullgreind eða gégn kona, sem hefir ábyrgðartilfinn- ingu fyrir sig og sína, skerst úr leik, engin situr hjá í barátt- unni fyrir betri afkomu og bætt- um lífsskilyrðum fyrir sig og samborgara sína. Sýnum skilning okkar í þessu í verki. Fylkjum okkur undir merki Alþýðuflokksins. Kjósum A-listann við bæjar- stjórnarkosningarnar! Soffía Ingvarsdóttir. GENGISMÁLIÐ (Frh. af 2. síðu.) farið að lítast á blikuna? En skyldu Framsóknarmenn þurfa kostlega undanfarið á því, að gengisskráningin hefir verið byggð á óheilbrigðum grund- velli, og hún er raunhæf vegna þess að hún er einföld í fram- kvæmdinni.“ Óðar og Finnur hafði lokið máli sínu flýtti forseti sér að Ijúka umræðu, og bar undir atkvæði þá tillögu að vísa mál- inu til annarrar umræðu. Var það samþykkt með 20 samhlj. atkv. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN (Frh. af 4. síðu.) nokkuð á oddamanninum í bæj- arstjórn að halda til að ná yfir- ráðunum í Reykjavík? Nægir þeim ekki alveg, að þar sé Sjálfstæðisflokksmeirihl., þegar svo er komið, að Jónas frá Hriflu þarf ekki annað en að gefa Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni ofurlitla vísbend- ingu til þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykki það, sem Framsókn vill?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.