Alþýðublaðið - 07.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.03.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 7. marz 1942. j^l|)í)ðubloí>i5 Útgefanði: Alþýðuflokkurinn Kitstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Feluleikurino á alþingi. HAFA menn hugsað út í það, hve óstjórnlega hræddir S j álf stæðisf lokksf orspr akkarnir hljóta að vera við kjósendur höfuðstaðarins, að þeir skuli ekki þora að ræða neitt af að- almálum alþingis fyrr en eftir bæj arstj órnarkosningarnar, sem fram eiga að fara 15. marz? Hafa menn hugsað út í það, hversu mjög Sjálfstæðisflokks- forsprakkarnir hljóta að vera sér þess meðvitandi, að hafa brotið af sér og ætla að brjóta af sér við kjósendur Reykjavík- ur, að þeir skuli ekki treysta sér til þess að ræða málin jafnóðum og þau koma fyrir þingið — bara af því að bæjarstjórnar- kosningar eru fram undan? Tökum til dæmis kúgunar- lögin gegn launastéttunum — bráðabirgðalögin um afnám samningsfrelsisins, bann við verkföllum og stofnun hins lög- þvingaða gerðardóms í þeim yf- irlýsta tilgangi, að halda niðri grunnkaupi allra launþega í landinu: Þau voru lögð fyrir þingið strax á öðrum eða þriðja degi þess, en hafa ekki fengizt rædd enn. Það var ætlunin að hespa þessi lög af í kyrþey inn- an fjögurra veggja og helzt fyrir sem auðustum áheyrendabekkj- um. En þá kom Alþýðuflokkur- inn með kröfu sína um, að um- ræðunum yrði útvarpað, og því var samkvæmt þingsköpum ekki hægt að neita. Nú var illt í efni. Með einhverju móti varð að hindra að Reykvíkingar gætu hiustað á umræðurnar um kúg- unarlögin og þann ömurlega þátt, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti í þeim. Útvarpsumræðurnar voru því ákveðnar klukkan eitt eftir hádegi, þegar vitað er, að svo að segja enginn vinnandi maður eða kona getur hlustað ó þær, nemaþví að eins, að hann eða hún taki sér frí til þess! Og það er nú vitað, að það voru S j álf stæðisf lokksf orsprakkar nir sem fundu þetta þjóðráð upp. Þeir heimtuðu beinlínis af fé- lögum sínum í Framsóknar- flokknum, að útvarpsumræð- urnar yrðu ákýeðnar á þessum tíma dags til þess, að sem fæstir gætu hlustað á þær. Þeir voru ekkert að hugsa um það, þótt þeir lítillækkuðu sjálfa sig þannig fyrir Framsóknarhöfð- ingjunum — ef þeir aðeins gætu komizt hjá því að ræða kúgun- arlögin í áheyrn Reykvíkinga. En einnig hér kom krókur á móti bragði. Alþýðusambandið SIQURÐUR ÓLAFSSON: Tvær stefnur í útgerð- armálum Reykjavíkur. Endurnýjun togaraflotans lífsskilyrði fyrir bæinn O IGURÐUR SIGURÐSSON ^ skipstjóri skrifaði grein í Morgunblaðið 27. f. m., þar sem hann gerir útgerðarmál Reykja- víkur að umtalsefni. Þar sem hann lofar svo mjög afskipti Sjálfstæðisflokksins af þeim málum, en niðurníðir allt ann- að, finnst mér rétt að athuga nokkur ummæli hans. Hann segir meðal annars: „Það er enginn tilviljun, að það eru Sjálfstæðismenn, sem fremst hafa staðið í útgerðar- málum hér í bæ, því það er okk- ar stefnumál, að atvinna við raunhæfa framleiðslu sé grund- völlurinn undir velmegun bæj- arbúa. Það er því heldur engin til- viljun, að við Sjálfstæðismenn, og þá ekki sízt þeir, sem fremst hafá staðið í útgerð, hafa allra manna mest verið lagðir í ein- elti frá hendi niðurrifsflokk- anna, bæði með persónulegum ofsóknum og með því að gera fyrirtækjujn þeirra sem erfið- ast fyrir, jafnt hvort sem út- gerðarfyrirtækin hafa tapað eða grætt.“ Og enn fremur: „Forkólfar þessara flokka hafa fyrir kosn. birt myndir af nýtízku togurum, sem þeir hafa látizt ætla að koma upp, og hafa haft fyrirheit um fjárframlög til í stórum stíi. En skipin þeirra sem myndirnar birtust af, hafa aldrei komizt lengra en á papp- írinn. Bæjarbúar þurfa ekki að búast við neinum framkvæmd- um úr þeim herbúðum. Loforð sósíalista um aukna atvinnu og velmegun almennings eru aldrei gefin með neitt annað fyrir augum en að þau verði svikin.“ Það má vel vera, sem Sigurð- ur segir, að það sé engin tilvilj- un, að það hafi verið Sjálfstæð- ismenn, sem hafa staðið fyrir útgerð hér í Reykjavík, því að vill nú svo einkennilega til, að þeir, sem hafa stjórnað láns- stofnunum (bönkunum), hafa einnig verið úr þeirra hópi, og það hefir litið þannig út í aug- um almennings, að Sjálfstæðis- menn hafi ekki alltaf þurft að hafa jafn haldgóðar tryggingar og aðrir, samanber Sæmundur í Stykkishólmi o. fl., sem ég skal ekki fara út í að þessu sinni. En svo kemur rúsínan: „Því það er okkar. stefnumál, að atvinna við raunhæfa framleiðslu sé grund- völlurinn undir velmegun bæj- arbúa.“ 'Hvernig hefir svo stefna SjáK- stæðisflokksins verið í útgerð- armálum bæjarins? Hefir hún verið lögð með velmegun bæj- arbúa fyrir augum? Ég segi nei. Hún hefi verið lögð til hags- muna fyrir örfáa menn, og það er enginn tilviljun, að þeir hafa verið í Sjálfstæðisflokknum. Ef við rifjum upp fyrir okkur stefnu Sjálfstæðisflokksins í út- gerðarmálum bæjarins, þá kem- ur í Ijós, að hún hefir verið nei- kVæð. Sjálfstæðisflokkurinn hefir alltaf haft hér hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn, svo langt sem ég man til, að framkvæma sín stefnumál, án þess að fá sam- þykki annarra flokka. En Sjálf- stæðisflokkurinn hefir aðeins bent á tvö úrræði í útgerðar- málum i'yrir bæinn, en gefizt upp á báðum. skoraði á launastéttirnar að taka sér frí til að hlusta á um- ræðurnar. Eftir það þorðu Sjálf- stæðisflokksforsprakkarnir ekki einu sinni að taka þátt í út- varpsumræðum klukkan eitt. Og veikindi Eysteins var not- uð sem átylla til að fresta þeim um óákveðinn tíma! Hvernig halda menn að sam- vizkan sé hjá þeim Ólafi Thors og Jakob Möller, þegar þeir eru svona óstjórnlega hræddir við það, að þurfa að standa fyrir máli sínu frammi fyrir Reyk- víkingum? Eða tökum gengishækkunar- frumvarp Alþýðuflokksins. — Sjálfstæðismenn þorðu ekki að segja eitt einasta orð við fyrstu umræðu þess í neðri deild og því var vísað umræðu- laust til annarrar umræðu og nefndar. Hvenær hafa menn heyrt um önnur eins vinnu- brögð á alþingi í slíku stór- máli? En Ólafur Thors og flokkur hans, sem er ráðinn í að drepa þetta frumvarp með hjálp Framsóknar, veit, a'ð með því brýtur hann enn á ný stórkostlega af sér við yfir- gnæfandi meirihluta allra íbúa Reykjavíkur, sem gera kröfu til þess með Alþýðuflokkn- um, að gengi krónunnar verði nú aftur hækkað. Þessvegna þorir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ræða þetta þýðingar- mikla mál fyrr en eftir bæjar- st j órnarkosningarnar. Og eitt málið enn: Hvers vegna kemur skattalagafrum- varp Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksstjórnarinnar ekki fram í dagsljósið? Kunnugir menn hafa sagt, að Sjálfstæð- isflokkssprakkarnir hafi beðið þess, að það yrði ekki lagt fram fyrr en eftir bæjarstjórn- arkosningar. Hvað halda menn þá, að það frumvarp hafi að færa almenningi, ef Sjálfstæð- isflokkurinn telur sér hættu búna af því, að það komi fyrir augu kjósenda í Reykjavík áður en kosið verður? Ætli Reykvíkingar dragi þó ekki sínar ályktanir af þessum feluleik iSjálfstæðisflokksins á alþingi, jafnvel þótt með hon- um kunni að takast að draga málið á langinn fram yfir bæj- arstj órnarkosningarnar ? Hið fyrra voru róðrabátar til atvinnubóta. Hið síðara var að endurnýja skipastólinn (togaraflotann í Reykjavík) með því að byggja mótorbáta. Aðeins 4 bátar voru byggðir og seldir einstaklingum með því skilyrði, að á þeim væru að- eins bæjarmenn, en oft hafa skipstjórar srnnra þessara báta orðið að fá á þá utanbæjarmenn, þrátt fyrir stopula vinnu í landi, sökum þess, að bæjarbúar hafa ekki talið sig geta franafleytt fjölskyldum sínum af þeirri þénustu, sem þeir hafa gefið. Þessir bátar áttu líka að leggja upp afla sinn hér í Rvík, til þess að skapa atvinnu fyrir landverkafólk. En hvað skeður? í einhverju mesta atvinnuleysií sem hér hefir verið, hrökkluð- ust sumir þeirra til Vestmanna- eyja og lögðu afla sinn þar á land. Verkamennirnir héldu á- fram í atvinnubótavinnunni, hinni raunhæfu framleiðslu S j álf stæðisf lokksins. Og hvernig var afstaða Sjálf- stæðisflokksins á bæjarstjórnar- fundi 4. febrúar 1937, til raun- hæfrar framleiðslu, í tilefni af tillögu, sem Jón Axel Pétursson bar fram, um að bærinn stuðí- aði að auknum upsaveiðum í febrúar og marz þ. á. í stað at- vinnubótavinnunnar ? Þá lýsti þáverandi borgar- stjóri Sj álfstæðisflokksins, Pét- ur Halldórsson, því yfir, að öll afskipti hins opinbera af þeim málum væru til bölvunar og geigvænlegs tjóns, og núverandi borgarstjóri, Bjarni Benedikts- son, fylgdi þar fast eftir. Þannig er sá raunhæfi grund- völlur, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefir haldið uppi hér í út- gerðarmálum Reykjavíkur. Berum nú saman við þetta afstöðu og tillögur Alþýðu- flokksins í þessum málum. Hann hefir allt af ótrauður haldið því fram, að bæjarfélag- ið yrði að bæta úr atvinnuleys- inu, þar sem einstaklingana brysti vilja eða getu til, og hefir í því sambandi hvað eftir annað beiít á nýtízku togara sem ör- uggustu, ákjósanlegustu og arð- bærustu framleiðslutækin til þess að hægt væri að leggja nið- ur hina takmörkuðu og seig- drepandi atvinnubótavinnu við óarðbært klakahögg og grjót- mulning, eða þá hina þjáninga- fullu fátækrastyrki, sem fólk hefir neyðzt til að þiggja. Svo kvartar Sigurður Sigurðs- son undan ofsóknum frá niður- rifsflokkum, sem hafi gert þeim svo erfitt fyrir, hvort sem þeir hafi tapað eða grætt. Hvenær hafa útgerðarmenn viðurkennt gróða af útgerð? Morgunblaðið Frh. á 6. síðu. r JAKOB MÖLLER hefir ein- hverjar áhyggjur út af því athafnaleysis- og kyrrstöðu- orði, sem komið er á Sjálf- stæðisflokkinn og stjórn hans á bæjarmálum Reykjavíkur. Hann er í gær að reyna að þvo flokkinn hreinan af þessu orði og skrifar meðal annars: „Það er með öllu vonlaust að ætla sér að telja Reykvíkingum trú um það, að Sjálfstæðisflokk- urinn í bæjarstjórn sé athafnalaus kyrrstöðuflokkur. Stórvirki þau, sem bæjarstjórnin hefir ráðizt í síðustu áratugina, vatnsveitufram- kvæmdirnar, gatna- og. ræsagerð, höfnin .virkjun Elliðaánna og síð- an Sogsins, Hitaveitan, stækkun bæjarlandsins og ræktun þess, sem samtals kosta tugi milljóna, eru svo opinberar staðreyndir, að engum heilvita manni dylst það, að liér hafa ráðið framkvæmdum stórhuga athafnamenn.“ Það er nú rétt. En það hafa bara ekki verið Sjálfstæðism. Því að þegar flest af þessu var gert, þar á meðal höfnin, vatnsveitan og virkjun Elliða- ánna, var Sjálfstæðisflokkur- inn enn ekki til! En af yngri framkvæmdum, sem upp eru taldar, knúði Alþýðuflokkur- inn í bæjarstjórn fram virkjun Sogsins gegn harðvítugri and- stöðu Sjálfstæðisflokksmanna. Og um hitaveituna skulum við nú ekki tala. Hún er ennþá ó- lcomin og búin að vera helzt til lengi á leiðinni til þess að hægt sé að segja, að þar hafi „ráðið framkvæmdum stórhuga at- hafnamenn.“ Morgunblaðið þykir það, sem Jens Hólmgeirsson, efsti maður á lista Famsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar, sagði við útvarpsumræðurnar á dögunum, hafa borið vott um „næsta lítinn kunnleik á mál- efnum Reykjavíkur.“ Blaðið segir í grein um þetta í gær: „En þá kastar tólfunum, þeg- ar hinn bráðókunnugi og hingað nýkomni Framsóknarmaður, fer að benda Reykvíkingum á, af upp- gerðri föðurlegri umhýggju, að þeir skuli nú taka sig til og leggja kapp á ræktun í nágrenni Reykja- víkur. — ... Það þarf nokkuð glórulausa vanþekkingu á mál- efnum Reykvíkinga til þess að Framsóknarmaður skuli álpast til rísa upp, og þykjast vera að kenna Reykvíkingum hollráð í þessu efni.“ Og fyrir aðeins örfáum dög- um kusu allir bæj arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal annar ritstjóri Morgun- blaðsins, þennan „bráðókunnuga og hingað nýkomna Framsókn- armann“ í niðurjöfnunarnefnd bæjarins af því, að Jónas frá Hriflu heimtaði það!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.