Alþýðublaðið - 07.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.03.1942, Blaðsíða 6
« ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 7. marz 1942. Aðalfundur. Rafvirkjafélags Reykjavíkur verður haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna sunnud. 8. þ. m. kl. 8 e. h. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfuudarstörf. Áríðandi að allir mæti. STJÓRNIN. Unglingspiltur óskast til léttra starfa. Efnagerðin, Hverfisgötu 52. SIGLING AR milli Bretiands og íslands halda áfram eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar lun vörusendingar sendist TVÆR LEIÐIR í ÚTGERÐAR- MÁLVM RVÍKVR. (Frh. af 4. síð.) hefir verið látið halda því fram, að allt af sé útgerðin að tapa, en í hinu orðinu er því svo haldið fram, að hún skapi hagsæld. Við Alþ/ýðuí ^jkksmenn vit- um, að útgerðin er ekki alltaf að tapa, því sjón ér sögu ríkari. Útgerðin skapar hagsæld, en misjafnlega mikla. Við höfum oft deilt um það, hverjir og hvernig ætti að skipta arðinum af vinnunni, — hvort það væru þeir, sem bankastjórarnir líta á sem góða stuðningsmenn ákveð- innar stefnu og fá þannig að- gang að sparifé almennings til skipakaupa, eða hvort það væru þeir, sem vinna framleiðslu- störfin. Ég hefi alltaf litið svo á, að framleiðslutækin ættu að vera fyrir fólkið, en fólkið ekki fyrir framleiðslutækin, og þess vegna væri ekki sama, hver framleiðslutækin væru, svo að þau sköpuðu almenningi lífvæn- leg kjör, svo hægt væri að lifa menningarlífi. Við höfum því mótmælt sérréttindum örfárra manna á kostnað almennings. Ég held því hiklaust fram, að einstaklingsframtakið hafi brostið vilja til að endurnýja togarafl., af því að ágóðavon- in þótti ekki nóg, og því hafi meirihluta bæjarstjórnar borið skylda til að bæta úr atvinnu- leysinu. Og þá var ekki óeðli- legt að bent væri á þá leið, sem Alþýðuflokksmenn í Hafnar- firði fóru 1931, er þeir höfðu náð meirihluta aðstöðu þar í bæ. Þá hafði Hellýer frá Hull starfað með márga togara und- anfarnar vertíðir og dregið til sín fjölda fólks, sem hafði setzt að í bænum. Én einn góðan veð- urdag fór Hellyer úr bænum með alla sína togara; og fólkið stóð eftir atvinnutækjalaust. Hvað hefði gerzt í Hafnar- firði, ef stefna Sjálfstæðis- flokksins hefði ráðið þar þá? — Fólkið hefði flosnað upp og orð- ið að þola hörmungar hungurs og atvinnuleysis eða hrakninga til annarra staða. GullIIord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Auglýsioo um vegabréf Til viðbótar við það, sem áður hefir verið auglýst, tilkynnist hér með, að vegabréf eru nú afgreidd til fólks, sem bjó samkvæmt síðasta manntali við eftir- taldar götur: Mánagötu, Marargötu, Meðalholt, Miðstræti, Mið- tún, Mímisveg, Mjóstræti, Mjóumýrarveg, Mjölnisveg, Múlaveg, Mýrargötu, Njálsgötu, Njarðargötu, Norður- mýri, Norðurstíg, Nýlendugötu, Nönnugötu, Óðinsgötu, Pósthússtræti, Ránargötu, Rauðarárstíg, Réttarholts- veg, Reykjanesbraut, Reykjaveg, Reykjavíkurveg, Reynimel og Reynistað. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 5. marz 1942. / Agnar Kofoed-Hansen. En Alþýðuflokksmennirnir í Hafnarfirði, sem þá voru komnir í meiri hluta í bæjarstjórn þar, keyptu fyrst einn togara og síð- ar annan til að bjarga fólkinu í bænum; og þrátt fyrir marga byrjunarörðugleika hjá fátæku bæjarfélagi, verðfall á fiski og töp sum árin, hefir þessi rekstur sannað á glæsilegan hátt, að stefna Alþýðuflokksmanna var og er rétt. Skipin hafa skapað óhemju vinnu fyrir fólkið og lífvænleg kjör, og eiga nú um 3 milljónir skuldlausa eign. Hér er óhrekjandi staðreynd, framkvæmd eftir sömu stefnu og Alþýðuflokkurinn hér í Reykjavík hefir haldið fram um fjölda mörg ár. Og haldið þið nú ekki, að heldur betur hefði verið ástatt hér nú, ef stefna Alþýðuflokksins hefði sigrað um káup á 5 til 10 togurum, sem við Alþýðuflokksmenn vorum svo djarfir að birta myndir af á sín- um tíma — þegar tveir togarar Hafnarfjarðarbæja eiga nú um 3 milljónir skuldlausar? Sigurður Ólafsson. Bjarni Bjðrnsson leikari REYKJAVÍK er tómlegri og þungbúnari síðan Bjarni Bjömsson féll í valinn. Nú er ekki framar hægt að eiga þess von að mæta þessum kviklega hrokkinhærða manni, sem jafn- an flutti með sér hressandi blæ og oftast var með spaugsyrði á vörum. Bjarni Björnsson var al- heimsborgari í aðra röndina. Kormmgur hafði hann farið í víking. Þá þegar komst hann í samneyti við íslenzka mennta- menn og listamenn í Kaup- mannahöfn og hóf nám í leik- list og málaralist. Síðar hélt hann í Vesturveg og lék í kvik- myndum í Hollywood, hann stundaði um skeið kirkjumáln- ingar í Cigago, og hann fór um íslendingabyggðir í Canada. Þegar hann kom heim fór hann um allt landið til að halda leik- samkomur sínar. En samt var Bjarni þó fyrst og fremst Reyk- víkingur, enda efast ég/Um að nokkur maður hafi verið vin- sælli og þekktari hér í bænum á síðari árum. Ég sagði einu sinni í gamni við Bjarna, að það væri varla fært að verða hon- um samferða um fjölförnustu götur bæjarins. Alltaf urðu hattarnir að vera á lofti og í þriðja hverju spori varð hann að nema staðar til að segja nokkur orð við einhverja kunn- ingja. Allir virtust þekkja Bjarna Björnsson, fólk í öllum stéttum, á öllum aldri. Osjaldan kölluðu börnin til hans og báðu hann að syngja fyrir sig vísu. Menn, sém hversdaglega bera á sér þurrlega yfirborðsskel broddborgarans, urðu oft þýðari og mannlegri á svip, þegar þeir skiptu gamnyrðum við Bjarna Björnsson. Hann hafði til að bera þann eðlilega léttleik, sem hlýjar mönnum um hjartaræt- urnar. Og ég er þess fullviss að þegar þeir, sem enn eru ungir, fara á efri árum að draga upp fyrir eftirkomendum sínum mynd af Reykjavík æskuára sinna, þá verður Bjarni Björns- son þar nefndur sem einn þeirra manna, sem settu svip á bæinn. Bjarni var listhneigður mað- ur. Hann setti leiklistina öllu ofar og harmaði það að haf a ekki alltaf jafngóð tækifæri til að sinna þessu hjartans máli sínu. Hennar vegna brauzt hann til fjarlægra landa við lítil efni, og hennar vegna dvaldist hann ár- um saman fjarri átthögum sín- um. Og áhugi hans fyrir leik- listinni var ófölskvaður þegar hann féll frá, og síðasta sinn steig hann á leiksviðið í Iðnó kvöldið áður en hann dó. Á síðari árum var Bjarni þekktastur fyrir hinar sjálf- stæðu skemmtisamkomur sínar og var hann brautryðjandi á því sviði. Hann lét einskis ófreistað að gera skemmtiskrá sína sem bezt úr garði, og það lýsir mann- inum vel, hversu vel honum tókst að sneiða hjá græsku og illkvittni í skopi sínu. Þótt hann væri óspar á það að sýna mönn- um sjálfa sig og samtíðina í spéspegli, mun það hafa verið afar sjaldgæft, að menn reidd- »« Bjarni Bjömsson. ust honum, og höfðu þó allir óblandið gaman af. Ég hygg, að Bjarni hefir haft bætandi áhrif á kýmnigáfu þjóðarinnar, því að íslenzk fyndni hefir oft þótt nokkuð illkvittin. En Bjami fór aldrei með það, sem líklegt var til að vekja óánægju og sárs- auka. Það voru fleiri listgreinir en leiklist, sem Bjarni unni. Hann málaði mikið í tómstundum sín- um og er allmikið af málverk- um til eftir hann. Einnig í þessu tómstundastarf i birtist list- hneigð hans. Bjarni Björnsson varð ekki gamall maður. Enda á ég afar erfitt með að hugsa mér hann aldraðan og hálfgleymdan sam- tíðinni. Slíkt hefði átt illa við hann, sem unni fjörinu og frels- inu manna mest. En hann féll frá á liiiðjum aldri eftir æfin- týraríkan æfiferil, og áður én pokkurra ellimarka vari farið að gæta hjá honurri. Þeir eru margir sem sakna Bjarna Bjö,mssojaar, — bæði sem listamanns og manns. Hinir mörgu kunningjar hans harma ■glaðværð hans og hlýju, og öll þjóðin minnist hans með þakk- læti fyrir marga ánægjulega i' samverustund. R. Jóh, HANNESÁ HORNINU (Frh. af 5. síðu.) mestu asnapör og skrípalæti, sem kvikmyndatrúðar geta framleitt. Hlátur er eins góður —mætti ef til vill segja — og vín, en hann verður líka að vera í hófi, því aðeins hóf- lega drukkið ví.ri, gleður mannsins hjarta." VIÐ VERÐUM að fá leikhuss- menningu hér. Við verðum að læra að skilja leiklistina, eðli hennar og innri tilgang. Ósæmileg hegðun leikhússgesta stafar af því, að þeir sem þannig koma fram, vita ekki hvað leiklist er og kunna því ekki að bera virðingu fyrir henni. Hannes á horninu. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað kl. 2 séra Ámi Sigurðs- son. Unglingafélagsfundur kl. 4 á venjulegum stað, upplestur: saga o. fl. Hallgrímskirkja á morgun kl. 10 f. h. sunnudaga- skóli í Gagnfræðaskólajnum við Lindargötu og kl. 11 f. h. bama- guðsþjónustu í Austurbæjarskóla, séra Sigurbjörn Einarsson, kl. 2 e. h. messa í bíósal Austurbæjar- skólans, séra Jakob Jónsson. Eftir messu stofnfundur kvenfélags fyrir Hallgrímssókn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.