Alþýðublaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 2
Einræðisherrann, nýjásta mynd Ghaplins, komin. En Mésn wllja ekki sýna hana a£ pvfi,■ að hiln sé'svo dýr! FRÆGASTA KVIKMYND Charlie Chaplins, „Dikta- toren,“ eða Einræðisherrann, er komin hingað. — Alþýðublaðið hafði frétt þetta á skotspónum og snéri sér því til Gamla Bíó og Nýja Bíó og spurðist jyrir um þetta. Gamla Bíó svaraði, að það hefði ekki fengið myndina, enda myndi Nýja Bíó hafa umboð þess firma, sem leigir þessa kvikmynd. Bjarni Jónssoh, fofstjóri Nýja Bíó svaraði, að eftir því, sem hann vissi bezt, væri myhdin komin hingað til setuliðsins og væri það farið að sýna liðsmönnum sínum. myndina. „En verður hún ekki sýnd okkur íslendingum?“ spurði tíðindamaður blaðsins. „Það tel ég efasamt, því hún er svo dýr,“ svaraði forstjórinn. Þessi kvikmynd er eins og áður er sagt, frægasta kvik- mynd Chaplins. Var hún gerð, að minnsta kosti fyrir 4 ár- um, og hefir verið sýnd mánuðum saman um flest lýðræðis- lönd á þessum árum. Er hún kaldhæðnisleg lýsing á ein- ræðisherrum Evrópu og leikur Chaplin einræðisherrann af • framúrskarandi snilld, en jafnframt leikur hann hlutverk umkomuleysingjans, eins og vant er í kvikmyndum hans, og gerir það að sjálfsögðu af ekki minni snilld. Það mun vekja stórfurðu, ef kvikmyndin verður ekki sýnd hér. Munu menn eiga vont með að sætta sig við það. Það er ákaflega ótrúlegt, að myndin sé svo dýr, að ekki borgi sig fyrir kvikmyndahúsin að sýna hana. Okkur hefir verið boðið upp á svo lélegar myndir undanfarið, að full ástæða hefði verið að bæta okkur það upp með einni al- mennilegri myná — og það án þess að hæk.ka aðgöngumið- ana í verði. Alþýðublaðið skorar fastlega á Nýja Bíó að sýna þessa frægu mynd hið allra fyrsta. ALÞVPUBIAPIP WiðjndoKnr Jfl. Hroðalegur árekstur á Suðurlandsbrautinni. .. ."I. ♦ ðnnur bifreiðin rústaðist, en félk ið slapp með furðu lfitil meiðsli. Þ AÐ virðist hafa verið hreinasta tilviljun, að farþegar, sem voru í fólks- bifreið, sem varð fyrir ame- ríkskri bifreið s.l. laugar- dagskvöld, skyldu sleppa lif- andi. Fólksbifreiðin var í rúst eftir áreksturinn. Bif- reiðarstjórinn og tvær stúlk- ur meiddust nokkuð, en þó ekki hættulega. Þessi bifreiðaárekstur varð með þeim hætti, að um klukkan 22 á laugadagskvöld var bif- reiðin R 1791, eign Kristjáns Gíslasonar á leið austur Suður- landsbraut, rétt fyrir austan Þvottalaugavég. Var bifreiðin á vinstri „kanti”. Allt í einu kom ameríksk bifreið á fleygi ferð fram hjá á vinstri kanti annari hifreið og skall með heljar afli á íslenzku bifreiðina. Kastaðist íslenzka bifreiðin aftur á bak um 14—15 metra. íslenzka hifréiðin stór- skemmdist, éins og áður segir, ■og gekk véliri til dæmis bókstaf- lega upp úr henni. \ í bifreiðinni voni þrjár stúlk- Ur og íveir kárlménn. Slasaðist blfréiðaétjórinn og tvær stúlkn- anna, ’en hitt sakaði ekki. Bif- reiðastjórinn Gísli Kristjárisson^ Öidugötú 47 og stúlkurnar Anná 'Magnúsdóttír Öldugötii 7 og Birna Benjamirisdottir Béæðra- ' borgarstíg 3 b,' vbrii þégár 'fiutt ';í Laridsspítálariri og Var þar gért að sáfúm þeirra. Höfðu þau fengið alldjúpa skurði víða og taugaáfall, sérstaklega bif- reiðastjórinn, en eftir að búið var að gera að sárum þeirra gátu þau farið heim til sín. Þeir sem voru í ameríksku bifreiðinni munu ekki hafa meiðst. Einnig klukkan 22 varð á- rekstur milli tveggja íslenzkra bifreiða við Lágafell. Tvær stúlkur sem voru í bifreiðum þessum slösuðust en þó ekki hættulega. Annað slys á Snðnr- landsbrant. Á sunnudagsmorgun varð enn eitt slys á Suðurlandsbraut. Tvær ameríkskar herbifreiðar rákust á, og slösuðust 5 her- menn sumir þeirra alvarlega. Nánari atvik voru sem ér segir: Maður nokkur, Einar Krist- jánsson, Sogabletti 4, kom hjól- andi eftir brautinni. Kora her- flutningabifreið á- móti honum og reyndi bifreiðarstjqfinn að sveigja framhjá honum ,en í sama vetfangi kom önnur amer- f ksk bifreið á móti og rakst húri á þá fyrrnefndu og köstuðuát hermenn, sem voru á vöfUpálli, til og slösúðust. :,'■ En Einar slapp ekki, heídUf •raksti einhig-á, biffeiðina, kastdðf ist af hjóhriö út fyrir veginn. Nú eiga þeir að kjósa hann eftir svik- in í kaup!ags- og verðlagsmáluniim! MORGUNBLAÐIÐ birti á sunnudaginn ávarp, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir látið stjóm Málfundafélagsins Óðins senda tií „Sjálfstæðis- verkamanna.“ Er í ávarpi þessu farið hin- um dólgslegustu orðum um Al- þýðuflokkinn og forystumenn hans og „Sjálfstæðisverka- menn“ grátbændir um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og koma Bjama Benediktssyni í bæjar- stjóm. Skyldu nú ekki meðlimir Óð- ins hafa minst þess, þegar þeir lásu þetta ávarp, hvernig Sjálf stæðisflokkurinn gabbaði þá sl. sumar til þess að samþykkja „harðorð mótmæli gegn hinni gengdarlausu verðhækkun inn- lendra afurða,“ samtímis því, sem nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins snéru sér til' landbúnðarráðherrans og kröfðust þess, að kjötverðið væri ákveðið 50 aurum hærra hver kgr. en kjötverðlagsnefnd armeirihluti Framsóknár hafði treyst sér til þess að ákveða? Finnst verkamönnunum í Óðni þeir ekki vera í þakkar- skuld við Sjálfstæðisflokkinn fyrir slík svik við þá? Og svo að minnst sé á Bjarna Benediktsson: í nóv- ember í haust skrifaði hann í Morgunblaðið: „Það er ekki hægt, að fara fram á fómir af hálfu verkalýðsins, þegar illa ár- ar, nema hann fái ríflegan hlut þegar vel gengur.“ En þegar vel er farið að ganga, og nokkur verkamanna- félög fóru fram á lítið eitt hækkað grunnkaup núna um áramótin, var skellt á lögþving uðum gerðardómi í kaupgjalds málum — og allar kjarabætur til handa verkalýðnum bann- aðar — og á fundi í Gamla Bíó lagði Bjarni Benediktsson blessun sína yfir þessi kaup- kúgunarlög — og sagði, að það hefði verið sjálfsagt að gefa þau út. Nú kemur Sjálfstæðisflokk- urinn og fer fram á það við ykkur, að verðlauna Bjarna Benediktsson fyrir svikin með því að koma honum í bæjár- stjórn. A-LISTINN ER LISTl AL- ÞÝÐUFLOKKSINS. Alþýðu- flokkurinn berzt fyrir frelsi og almennum mannréttindum 1 ’ •• gegn kúgun og íháldsöflum. KJÓSIÐ A-LISTANN. Slasaðist hann á. höfði og var fluttur á Landsspítalann, en gat sköminu síðar farið heim til sín- Hermenriirnir, sern slösuðu^t, voru einnig. fluttif á spítala en ’um meiðsli þeirra héfir blaðið ekki frétt nánar. MálverfeasýaiDB G-aðinnndssonar l^GGERT GUÐMUNDS- SÖN listmálari hefir opnað málverkasýningu í sal- arkynnum Þjóðminjasafns- ins í Safnahúsinu við Hverf- isgötu. Yar sýningin opnuð á sunnudag og verður hún opin til næstkomandi sunnudags- kvölds: Alþýðublaðið hafði í gær stutt samtal við listamanninn: ,,Ég hefi unnið að myndun- um, sem ég hefi á sýningunni, bæði í Danmörku og eins eftir að ég kom heim. Myndirnar eru samtals 50, aðallega „composi- sjónir“, myndir úr þjóðlífinU: Vermenn á ferð, Pósturinn í fjallshlíðinni, Glámur leggur á Gretti og fjöldi þjóðsagnateikn- inga, en á þær hefi ég lagt mikla stund undanfarið. Þá eru þarna margar andlitsmyndir og auk þess nokkrar landslags- myndir. Ég vil sérstaklega vekja athygli á einni mynd, sem er á þessari sýningu. Ég kalla hana: „Af jörðu ertu kominn,“ og sýnir hún jarðarför í sveit.“ . — Hvað er langt síðan þú hefir haft sýningu hér? „5 ár. Aðstæður eru hér á- kaflega erfiðar, og nú erfiðari en nokkru sinni áður. Þessi sýning mín er tilraun. Vant- ar húsnæði, þar sem ég gæti fengið góða vinnustofu. Nú er ég á hrakhólum, eins og flest- allir aðrir listamenn.“ — Hefir þú selt nokkuð? „Ég hef selt 5 málverk, \átta ,Vinnr Reyhjavíknr* ÞAÐ hefir nú verið upp- lýst að Helgi Herm. Eiríksson sem er sjöundi maðurinn á lista Sjálf- stæðisflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar sagði fyrir nokkru á fundi í Gamla Bíó, að hann vildi heldur sjá þýzkum sprengjum rigna yfir Reykjavík en „rauðliða við völd í bænum.“ Um sama frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarn- ar hefir einnig verið upp- lýst, að hann leigir Bretum íbúðarhúsnæði á sama tíma óg Bjarni Benédikts- son er að stæra sig af bar- áttu sinrii fyrir því áð lósa íbúðirnar sem Bretar hafa haft. ' ' Það er góður „vinur Réykjáýíkur,“ þéssi fram- . bjóðandi Sjálfstæðísflotks íris, e: satt? Wt! - : i , ÓRSETI néSri deildar " I alþingis ' tílkynti þirigflokki Álþyðuflokks- iris í gær, að úÍvpirþsúm- raeðurnar úm gerðárdáms- iögin færu frám í ntíðri deild riæstkomaridi mið- vikudagskvöld. Alþýðuflokkurmn liafði ákveðið að halda flokks- fund einmitt þetta kvöld og má vel vera að hinir hafi komizt að-þvi. En það gerir ekkert til, fundurinn verður sarnt- á föstudags- kvöld. teikningar úr þjóðsögum og nokkrar vatnslitairiyndir. — Menntamálaráð héimsótti mig í dag og skoðaði sýriinguna. —- Okkur þykir það álltaf nokkur viðburður, þegar Menntamála- ráð kemur í heimsókn.“ Sýningunni er mjög vel fyr- ir komið og ætti fólk að skoðá hana þessa fáu dagá meðán hún er opin. Hversvegna þegja kommðnistar ont gengishækknnina? ÍVV ENN vita, hve mjög for- ystumenn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins eru á móti því, að hækka gengi íslenzku krónunn ar og skilja þessvegna ótta þeirra við allar umræður á al- þingi um gengishækkunar- frumvarp Alþýðuflokksins. En hversvegna þögðu komm- únistar líka, þegar það kom til fyrstu umræðu í neðrí deild? Og hvers vegna hefir blað þeirra ekki enn getið gengishækkunafumvarpsins með einu orði? Telja þeir það svo lítið hagsmunamál fyrír launastéttir landsins, að gengi krónunnar sé hækkað, að það taki því ekki, að ræða fram komið frumvarp þar að lút- andi? Eða er hatur þeirra til Al- þýðuflokksins svo heimskulegt og rótgróið, að þeir svíki slíkt hagsmunamál fólksiris, af því einu, að það er fram borið af honum? Góðar gœftir í Keflavík. Frá fréttaritara Alþýðubla&sins Keflavík í gærkvöldi. AGÆTAR gæftir eru nú hér í Keflávík óg róa allir bátar. í dag var afli yfirleitt góð- ur, en nokkuð misjafn. Fengu bátar frá 7 og vúþþ' í' 23 skip- pund. -Miv. v' Yár yélbáturínn JngQj|ur jhæstur með-23 skippund. . Bírgir. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.