Alþýðublaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 3
£rið}udagur '10. mant 1942. ALÞÝDUBUVPIÐ imeríkskir kafbðtar slkkva japðnsknm herskipum. TILKYNNING frá flotamála- ráðuneytiuu í Washington I gærkvöldi segir frá því að síðastliðna viku hafi ameríkskir kafbátar í Kyrrahafi-sökkt ein- tun japönskum tundurspilli og stóru olíuskipi. Ennfremur hefðu þeir skenunt alvarlega og gert óstarfshæf 3 beitiskip og eitt flugvélamóðurskip. flitier kominn til dkrainn. Mynd þessi sýnir ameríkskan kafbát, þeir hafa, eins og kunnugt, er, sökt fjölda japanskra her-og kaupskipa á Kyrrahafi. Ameríkskur kafbátur. H XTLER er nú kominn til suðurvígstöðvanna, • þar •sem Rússar sækja í áttina til Dnépropetrovsk. Er talið, að haim muni leggjá mikla á- herzlu á að verja þá borg, enda væri það mikið áfall, ef Rússar næðu henni á sitt vald. Rússneska útvarpið til- . kynnti í gærkvöldi, að Rússar hefðu tekið rammvarinn stað á Krím, eins og það er orðað. Freghir hafa borizt um mik- inn liðssamdrátt Þjóðverja í ; Eystrasáltslöndunum. Þá er og sagt frá nýjum liðflutningum til Danmerkur. i fileymið ekki Peari i Hðrbari Ameríkska þjóðin vakn- aði við vondan draum, er í Japanar gerðu árásina á Pearl Harbor. En hún er ákveðin að gleyma þeím atburði ekki, eins og myndin sýnir. Á merkinu, sem stúlkan ber á barmi sér, stendur: „Gleymið ekki Pearl Harbor.” Alþýítiií okkarirut. er flokkur . iaunastéttanna. Þeir launamenn. ér vilja vexa sjáiíunj sér og stétt stoni trútr, Itjósa A- llstajut. Bandoeng fallin Japanir halda pvi fram að Surabaya sé einnig fallin. Bardögutn mun brátt vera lokið á Java. I f ÖRN Bandamanna á Java virðist nú vera á þrotum. ■— * Bandoeng, sem var aðsetur stjórnarinnar og talin bezt varða borgin, er fallin. Japanir tilkynna einnig, að Surabaya, flotastöðin mikla, sé á valdi þeirra. Það hefir þó ekki verið staðfest af Hollendingum, en stjórnin í London bendir á, að Japanir geti breitt út hávaðairéttir, sem þeim þóknist, þar eð hollenzka stjómin hefir ekkert samband haft við Java síðan á laugardag. í fregnum frá Tokio er skýrt frá því, að Japanir hafi neytt Bandoeng og Surabaya til að gefast upp skilyrðis- laust. Segir þar ennfremur, áð bardögum sé lokið á eynni og samningar hafi tekizt um vopnahlé. ( Þessu svarar hollenzka stjórnin í London á þá leið, að engir samningar verði gerðir við Japani, þótt .bardögum sé lokið. Hollenzkir foringjar á Java hafi fyrirskipanir um að verjast til hins síðasta, ef vörnin er ekki algerlega tilgangs- laus á stoðum þeirra. Nokkrir háttsettir foringjar Hollendincja hafa koynizt frá Java til Adeleide á Ástralíu í flugvél. Sögðu þeir við blaða- menn, er þeir stigu út úr flug- vélinni, að þeir hefðu slæmar fréttir: Bandoeng sé fallin. — Sögðu þeir ennfremur, að þeir væru ‘komnir til Ástralíu til að halda baráttunni áfram við Japani. Þeir sÖgðust vera viss- ir um að tímarnir mundu breytast Bandamönnum í hag. Loks skýrðu þeir frá því, að Japanir hefðu hdft 8 herfylki á Java, en það væri miklu meira lið en Bandamenn hefðu haft á að slcipa. 20 gísl skotin i Paris. JÓÐVERJAR hafa enn skotið 20 gísl i París fyrir árás á þýzkan varðmann. Stöðugar fréttir berast frá hinum herteknu löndunum um harðstjórn og ofríki nazista. í Noregi hafa allir bifreiða- viðgerðarmenn verið kvaddir í þjónustu nazista. Við Þrándheim er verið að byggja skrauthýsi fyrir þýzkan herforingja og vinna norskir verkamenn í nauðungarvinnu við bygginguna. Innrás á Nýjfl fiiiinen. JAPANIR hafa sett lið á land á Nýju Guineu. Sást mikill skipafloti úti fyrir Norð urströndinni og byrjuðu Jap- anskar herdeildir í smábátum brátt að streyma í land. Lítið mun hafa verið um varnir á landi, enda er eyjan stór og strjáibyggð. Aftur á móti gerðu ástralsk- ar flugvélar miklar loftárásir á skipin og bátana og munu þær hafa hitt mörg þeirra. Japanskar flugvélar hafa gert enn eina loftárás á Port Movesby, sem er höfuðborg Nýju Guineu. Hún er á Suð- austurströndinni. Birgðastöð i Indlandi. DANDARÍKIN hafa nú sent fjölmenna sendinefnd til Indiands til'að undirbúa mikla birgðastöð, sem koma á upp á Indlandi. Rangoon fallin ♦ Bretar ákváðu síðastl. laug ardag að yfirgefa borgina. —1 » Bardögum heldur enn áfram við Pegu. D ANGOON, höfuðborg Burma, er fallin í hendur Jáp- ana. Samkvæmt tilkynningu frá New Delhi í gær- kvöldi, var tekin ákvörðun um að yfirgefa borgina síðast- liðinn laugard. Voru nær allar birgðir, sem fluttar höfðu verið til borgarinnar, og áttu að fara til Kína, fluttar burt, og einnig var mikið af íbúum borgarinnar flutt á brott.— Ennfremur var allt, sem gæti komið Japönum að gagni, eyðilagt. Japanir tilkynntu í fyrradag, að þeir hefðu tekið borg- ina, en Bretar viðurkenndu það ekki fyrr en í gaerkveldi. Brezki herforinginn, Alexander, hefir verið skipaður til að stjórna bardögum í Burma. / Bardögum í Burma heldur áfram og er barizt mest í ná- grenni bæjarins Pégu, sem er 80 km: norðan við Rangoon við járnbrautina, sem liggur til Burmabrautarinnar. Ekki hefir | verið skýrt frá því enn, hvar stjórn Breta í Rangoon hefir sezt að. Það hefir aðeins verið tilkynnt, að allir brezkir þegnar, sem vom í Rangoon, séu heilir á húfi, þótt þeir geti ekki sent boð til fjölskyldna sinna, eins og sak- ir standa. Bretar gera niklar loftárásir á megínlandifi. Ll REZKI flugherinn hefir nú hafið miklar árásir á meg- inlandið að nýju ef dæma má eftir starfsemi hans undan- fama tvo daga. Árásir hafa verið gcrð á iðn- og orkuver í Norður-Frakklandi, á innrásar- hafnimar og Ruhrhéraðið. í fyrrakvöld gerðu stærstu sprengjuflugvélar Breta árás- ir á Essen, hina miklu iðnað- arborg í Ruhrhéraðinu, þar sem Kruppsverksmiðjumar eru. Flugmennimir töldu um 20 stórelda og marga smærri. í þessari árás yoru stærstu sprengjuflugvélar Breta notað- ar. í gærkvöldi gerðu Douglas (Frh. á 7. síðu.) flerforingi Japana á Lnzon fremnr kvið- ristn. (D4MKVÆMT því, sem jap- ^ anskir fapgar er hafa fall- ið Ameríkumönnum í hendur á Baatanskaga, skýra frá, hefir yfirforingi Japana á eynni, Masaliarn Homma, framið kvið- ristu. Japanir hafa mótmælt fregn- unum iim sjálfsmorð Homma. En Mac Arthur tilkynnir í sama mund, að foringi Japana í Malaya hafi tekið við herstjórii- inni á Luzon. Það leikur enginn vafi á, hver ástæðan er: Honum hefir ekki tekizt að sigra Mac Arthur og menn hans. Homma hefir komið fyrr við sögu en nú. Árið 1939 stjórn- aði hann hafnbanni Japana á brezka hluta Tientsinborgar. Þá tóku japanskir hermenn marga Evrópuþegna og léku þá á ýmsa lund grátt, m. a. flettu af kon- um klæðum. Þegar ameríkskir blaðamenn minntust á þetta við Homma, sagði hann að Japanir álitu enga skömm að nektinm. Homma, sem er maður stór og feit.ur, hefir haft náin kynni af Evrópumönnum og ferðast allmikið um VesturlÖnd. Fyrir hálfu öðru ári var hon- um fengið sérstakt starf með {Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.