Alþýðublaðið - 14.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1942, Blaðsíða 2
Í sWfiSv, ■ Fyrir að ofurselja Reykjavik þannig Framsóknarvaldinu á Kveldúlfur að fá nýjar milljóna ívilnanir á skatti og útsvari. ■——-— ♦ —- Framsókn á að fá lánuð ihaldsatkvæði, en lofar að strika Jens út svo að bankastjórinn verði kosinn! SAMKVÆMT upplýsingum, sem Alþýðublaðinu bárust*- síðdegis í gær, getur enginn vafi lengur leikið á því, að fullt samkomulag er orðið milli Sjálfstæðisflókksins og Framsóknarflokksins á bak við tjöldin um, að samstjórn þessara flokka skuli fara með völd í Reykjavík eftir bæj- arstjórnarkosningarnar, ef þeir fá sameiginlegan meiri- bluta til þess. Hefir samkomulag orðið um það, að Sjálfstæðisflokk- urinn skuli lána Framsóknarflokknum nókkur hundruð atkvæði til þess að tryggja að listi hans komi manni að og atkvæði Framsóknar fari ekki til spillis. En líklegt þykir, að Framsóknarmaðurinn, sem þannig næði kosningu, yrði oddamaður í bæjarstjóm. En þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er óánægður með Jens Hólmgeirsson, efsta manninn á lista Fram- sóknar, hefir hann gert það að skilyrði, að hann verði strikaður út af nægilega mörgum, til þess að tryggja það, að það verði Hilmar Stefánsson, bankastjóri, 2. maðurinn á Framsóknarlistanum, sem kosningu nær af honum. Og hefir Framsókn lofað að sjá til þess, og það því fremur, sem forsprakkar hennar telja Jens heldur ekki heppilegan mann til samstarfs við íhaldið. Það lætur aö likindum, að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn muni ekki viðurkenna þetta baktjalda- samkomulag, opinberlega fyrir kosningarnar. Bjarni Ben. borgarstjóri tal- aði einnig drýgindalega um það við útvarpsumræðurnar á fimmtudagskvöldið, að hann myndi ekki gefa kost á sér sem borgarstjóra, eftir kosningam- ar, nema því að eins Sjálfstæð- isflokkurinn yrði einráður um borgarstjóravalið, og neitaði um leið harðlega þeim orð- rómi, sem þá var byrjaður um baktjaldasamninga Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar. Hagsmunir Kveldúlfs En það er alveg þýðingar- laust fyrir Bjarna Benediktsson að neita því að þessir samning- ar hafi verið gerðir, því verkin tala þegar á móti honum. Hann sjálfur er þegar áður búinn að viðurkenna í Morgunblaðinu, að hann hafi í samráði við Jónas frá Hriflu undirbúið það, að bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins kusu Framsókn- armann í niðurjöfnunamefnd nýlega og Jónas frá Hriflu hef- ir skýrt frá því sama í Tíman- um. Það er líka opinbert leyndar- mál, að næst Ólafi Thoips, hefir Bjarni Benediktsson borgar- stjóri verið potturinn og pann- an í makkinu við Framsókn, bæði um samvinnu í ríkisstjórn og bæjarstjóra, En allir vita hver tilgangurinn er með þeirri samvinnu af hálfu Ólafs Thors og fylgismanna hans: Hann er að tryggja fjölskyldufyrirtæk- inu, Kveldúlfi, áíramhaldandi milljóiiaívilnanir um skatt- greiðslur og útsvar á kostnað almennings í Reykjavík. Fyrir þetta — fjölskylduhags- muni ólafs Thors — er Sjálf- stæðisflokknum fórnað! Fyrir þetta er Reykjavik fórnað! En Framsókn: Hvað fær hún, ef þessar fyrirætlanir ná fram að ganga? Hún fær oddamanninn í bæj arstjórn og þar með raunveru- lega yfirráðin í Rvík. Bæjarfull trúar Sjálfst.flokksins verða sömu fangar hans og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru í rík- isstjórninni. Reykvíkingar! Forsprakkar Sjálfstæðísflokksins eru að svíkja ykkur í hendur Fram- sóknarvaldsins! Þeir eru að verzla með framtíð höfuðstað- arins, frelsi og æru, til þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni eins fjölskyldufyrirtækis, sem orðið er öllu ráðandi í Sjálf- stæðisflokknum. Þeim , nægir ekki að vera búnir að hjálpa Framsóknarvaldinu til þess að reyra launastéttir Reykjavíkur í fjötra kúguriarlaganna frá 8. janúar. Framsókn hejmtar meira. Hún vill fá yfirráðin í Reykjavík. — Og Ólafuri Thors og Bjarni Ben. eru reiðubúnir að afhenda henni þau með því að tryggja henni oddamanninn í bæjarstjórn! Risið upp gegn Bvik« ráðnnam! Reykvikingar! Slík svikráð við Reykjavík mega ekki ná jrwrn að ganga. Rífið baktjálda samning Sjálfstæðisflokksins Frh. á 7. síðu . Þeir ætluðia sér að stSöva AlpýðuMaðið Heimtuðu 5000 kr. sektarfé af prent- smiðjuuni með 2ja stunda fyrirvara. ÞAÐ er nú greinilega komið í ljós, að tilgangurinn hjá atvinnurekendum og ráðandi klíkum í Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokknum með ráðherr- ana í brjósti fylkingar var sá, að svíkjast að verkalýðnum og öllum launastéttum landsins með því að láta prentsmiðju- eigendur stöðva alla blaðaút- gáfu um áramótin og gefa síðan út kúgunarlög sin. Þá hefði öil gagnrýni verið þögguð niður og enginn getað borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta mistókst svo sem kunn- ugt er, af því að Alþýðuprent- smiðjan héh áfram að prenta Alþýðublaðið, þrátt fyrir barm annarra prentsmiðjueigenda og þrátt fyrir hótanir formanns Framsóknarflokksins, sem sagði að blaðið skyldi verða stöðvað. Stjórn Félags íslenzkra prent- smiðjueigenda kærði síðan Al- þýðuprentsmiðjuna og dæmdí gerðardómur hana brotlega fyr- ir að hafa gengið til samkomu- lags við prentara. Þessi dómur féll 2. þ. m. Stjóm F.Í.P. beið þá ekki boðanna, heldur kom hún saman á fund strax daginn eftir og ákvað að Alþýðuprent- smiðjan skyldi greiða 5000 kr. í sekt, en það er hæsta sekt, sem hægt er að ákveða samkv. lög- um félagsins. Ekki var sú kurt- isi viðhöfð að tilkynna stjórn Alþýðuprentsmiðjunnar h.f. úr- skurð gerðardómsins né heldur sektarupphæð. Aftur á móti var Guttormi nokkrum Erlendssyni Staríið Hðnr! lé AlþýðufíókKsiris" verður á morgun í Iðnó, Allt starfs^ Fólk íA-listans er beðið að mætá þar stundýísSíega kl. 9 í fyjrra málið. sWar sferif- stofúnnar verða 1.915, 2931, 3980 og 5020. ' ' Alþýðuflokkurinn leggur mikla áherslu á það, að allt öokksfólk, seiri : mögulega getur komið því við, kjósi fyrir hádegi. Iíúas.t má við að unnið verði víða á morgun, eins og venja hefir verið und- anfarið, og að verkamenn og iðnaðarmenn geti því ekki komið fyr eu eftir kvöldmat. Má því búast vlð geysilegri þröng um kvoldið. Á kjör- skránni ern á 25. þúsund manna, og þó að kjördeildír séu margar, mun vérða erfitt að afgreiða allan þennan fjölda, fyrst ekki var tekið það ráð að hafa kjörstað einnig í Austurbæjarskólan- um. | Kvittum fyrir kúgunarlög- in. Höldum einn hóp. Kjósum Alþýðuflokkiuuí Sameinumst mn A-listan! lögfræðingi falið að innheimte sektina. En þessi maður er þekktastur fyrir það, að hana var hér áður einn af helzttt mönnum í flokki þjóðernissinna og er spilafélagi Bjarna borgar- stjóra. NAZISTINN RUKKAR Og innheimtuaðferðín sór sig Frh. á 7. slðu. EimskipafélagshneyksHft Daö er nð staðfest, að leitað var sam- vlnnn erlendis nm farmojaldahækknn. Forstjérl Elmskipafélagsins riðnrkenndi það I greinargerð um málið i Morgunblaðinu f gær* Oplnber rannsékn á pætti Ólafs Thors er nauösynleg ÞAÐ hefir nú verið játað af Guðmundi Vilhjálmssyui, forstjóra Eimskipafélags íslands, að hann hafi snú- ið sér til umboðsmanns erlends skipafélags og fengið hann til að síma því fyrirspum, hvort það vildi ekki vera með í að hækka flutningsgjöld á vörum frá Englandi til íslands um 100%. Ennfremur er það játað, að Eimskip hafði þá aðeins eitt skipa sinna í förum á þessari leið, svo og tvö erlend leiguskip. Forstjóri Eimskip segist hafa hækkað farmgjöldin og haldið þeim þannig þangað til í ágúst sl. að Ministry of War Transport skarst í leikinn og lækkaði þau. Ennfremur er það upplýst, að hið erlenda firma neitaði Eimskip um að vera með í að hækka farmgjöldin; Allar þessar staðreyndir stað- l lætur Mgbl. birta í gær, og ger- festir forstjóri Eimskipafélags | ir það alveg blygðunarlaust, íslands í greinargerð, er hann rétt eins og hann álíti, að hér sé um nauðsynlega ráðstöfun að ræða til bjargar föðurland«, inu! Játningar forstjórá Eimskipa félagsins byrja á því, að hannt viðurkennir, að búið hafi verið að hækka farmgjöldin á vörum frá Bretlandi frá því, er þau voru fyrir stríð, um 200% og segir síðan: „Þann 16. apríl 1941 var á- kveðinn hækkun á farmgjöld- um, sem nam 100% á það, sem þau voru fyrir stríð. .. “ Þessi hækkun var numin úr gildi aftur þ. 15. ágúst 1941;. EFTIR að Ministry of War Transport tók að sér sígling- arnar milli íslands og Bret- Iands.“ En áður en þessi brezk* stjómardeild farin ástæðu tíl þess að afnema farmgjálda- hækkun þé, er Eimskip hafði Frh. :á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.