Alþýðublaðið - 14.03.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.03.1942, Blaðsíða 7
Í&öganfóíéuí' 14.marimt wirrtfiw ;ny^-v,y.!a:y4-~ i ÍBærinn i dag. Næturlaeknír er BJörgvin Finns- ; són, Láufásvegi 11, sími 2415. Kæturvöf ðureriLaugávégs-og ! Ingólísapóteki. . . : ÚTVARPIÐ:: 12:15—13.00 Hádegisúivarp. 15!.30—16.00 Miðdegisútvarp. lð.30 Ðönskúkennsla, 2. fl. 19,00 Enskukennsla, 1. fl. 20,00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Hqrfin sjónarmið“, eftir J. Hilton og Barbara Burnbam, þýtt af Jakob ■i : ' ; Smára (L. Pálsson stjórnar) 21.15 Útvarpstríöið- Tríó 1 Es-dúr cftir Hummel. 21.35 Hijómpiötur: Tataralög. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. ■*: V: ''■-! •• - • ■ ■ ■ ■ ■••■■, Qúsbruni á Akureyri. í gærmorgun kom upp eldur i húsinu nr. 102 við Hafnarstræti á Akúreyri. Eyöilagðist húsið að mestu, en stendúr þó uppi. Var þetta gamal timburhús og hafði brezka setuliðið það á leigu. Slökkvilið Akureyrar og brezka slökkviliðið á staðnum slökktu eldinn og gátu komið í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Einn hermaður meiddist. er hann stökk út um glugga, til þess að forða sér. Næturvarzia lyfjabúða. Samkvæmt nýgerðum samningi milli Lyfsalafélags íslands og Lyf- fræðingafélags íslands og að fengnu samþykki hlutaðeigandi stjómarvalda skipta iyfjabúðimar með sér nætur og helgidagavörzlu þannig. að aðeins ein lyfjabúð hafi á hendi næturvörzlu og hélgidaga vörzlu eina viku í senn. Eyfirðingamót verður haldið í Oddfellow n. k. þriðjudagskvöid. Verður þar kaffi drykkja, ræðuhöld, söngur og dans. Umsækjendur um ísafjarðarlæknishérað eru þeir héraðslækarnir: Amgrímur Bjömsson í Flatey, Baldur John sen í ögrí, Bjami Guðmundsson á Flateyri, Brynjólfur Dagsson á Breiðumýri, Knútur Kristinsson á Hólmi í Hornafirði og Ólafur Ólafsson í Stykkishólmi. Úmsókn arfresturinn var úti um siðastiiðin mánaðarmát en embættið er enn óveitt. Svibráðin við Rvib. Frh. af 2. síðu við Framsókn i tætlur v,ið kjör borðið á morgun! Lánið Fram- sóknarlistanum ekM eitt ein■ asta atkvæði! Segið skilið við svikarana í Sjálfstæðisflokkn- um! Sameinist um lista Al- þýðuflokksins, eina flokksins, sem heldur uppi merki Reykja- vikúr, merki frelsisins og lýð- ræðisins í landinu, merki launastéttanna, sem eru yfir- gnæfandi meirihluti allra Reykvíkinga! Kjósið A-listann! Bil stolið i gærkveldi. IGÆRKVELDI var stolið bíl við Framnesveg 2 og var haim ekki fundinn, þegar blaðið fór í pressuna í nótt. Bílinrt á Ásbjöm Ólafsson heilds. Hafði verið'farið þarna vestureftir raeð sýnishorn af vörum og skruppu þeir, sem með bílinn Voru, snöggvast inn í húsið, en þegar þeir komu út var ‘bíllinn horfinn. EimskipaféSa Frh. af 2. síðu. ákveðið í apríl, gerðust við- skipti þau, ér Alþýðublaðið skýrði frá milli; Eihfökip og Geirs H. Zoega. Játár hann full- um fetum í Mgbl. að frásögn Geirs H. 2k>egaum, að hann hafi beðið Geir að síma Culliford & Clark Ltd og fá þá til að hækka farmgjöldin sé rétf. : Segikt honum svo frá viðtali sínu við Geir H. Zoéga um þetta efni: - ,£purði ég hann hvort . hann teldi ekki líklegt að Culliford & Clark vildu verða með í að hækka farmgjöldin og kvað hann það smnitegz. Spurði ég hann þá, hvort hann myndi síma Culliford & Clark um málið og játaði hann því” Allt er þetta beinlxnis stað- festing á ummælum Geirs H. Zoega. En auk þess upplýsir G. V., að með hinum hækkuðu farmgjöldum hafi Brúarfoss aðeins farið eina ferð, en að Eimskip hafi haft í forum tvö leiguskip brezk, þangað til um miðjan ágúst 1941. Þessar játningar G. V. eru Birtar með venjulégu letri í Mgbl., en síðar í greininni eru svo prentaðar nokkrar vifilengj ur um viðskipti Eimskipafé- lagsins og Geir H. 2k»éga, sem eru frekar þeirra eihkamál og aðalatriðum málsins ekki við- komandi. Það er vitanlega ekkert þjóS hagsatriði, hvort Eimskipafé- lagið eða Geir H. Zoega hafa skipaafgreiðslu, ef báðum fer það jafnvel úr hendi, þótt það vitanlega komi heldur illa heim við yfirlýsingar Sjálf- stæðisflokksins um hið frjálsa framtak, ef aðstaða hins opin- bera er notuð til þess að svæla menn frá störfum, sem eigi er annað vitað, en að þeir hafi sinnt vel og samvizkusamlega. G. V. segir í grein sinni, að Eimskip hafi sett það skilyrði við Ministry of War Transport, að það hefði afgxreiðslu allra skipa, er hingað sigldu og þarm ig náð afgreiðslu skipa þeirra, er Geir H. Zoega hafði áður. Alþýðublaðið hefir spurt Geir H. Zoega, hvort hann ósk- aði að gera nokkrar sérstakar athugasemdir við grein Guð- mundar Vilhjálmssonar. Kvað hann nei við því, þar eð grein G. V. væri staðfesting á öllum aðalatriðum í frásögn sinni, og bæri sú staðfesting þess Ijósan vott, að hin smærri atriði, er G. V. vildi rengja, væru líka rétt. Culliford & Glark hefðu fyrir 1. maí að vísu grundvall- að fragtir sínar á taxta Eim- skip, en í mörgum tilfellum gef ið mikinn afslátt frá honum og engan þátt viljað eiga í nýrri f armgj aldahækkun. Þáttar Ólafs Thors. Því er eigi að leyha, að upp- ljóstranir Geir H. Zoega í þessu máli hafa vakið óhug margra — og menn spyrja: Hvað eru takmörkin fyrir því, í hvaða skyni einstakir menn eða hálfopinber félög mega . leita aðstoðar erléndis í slikum j tilgangi og hér um ræðir? Og j hver erú afskiptí figlingamála- ráðherrans af þessu máli? Guðmundur Vilhjálmsson finnur hvöt hjá sér til þesS að reyna að hreinsa hann af allri þátttöku í þessu hneyksli. En sjálfur er Ólafur Thors nýbú- inn að lýsa því yfir, að Eim- skip hafi við sig náið samstarf, og geti það ekkert, sem máli skiptir, néma í samráði við sig. Hann hefir þrjóskazt Við að hafa áhrif á farmgjöldin til lækkunar, þrátt fyrir kröfur meðráðherra sinna og alþingis. Fyrst svona er, hefir hann þá samþykkt farmgjaldahækk- unina hjá Eimskip 16. apríl s.l. ár? Og sé svo: Hefir hann haft áhrif á, að símuð var til hins erlenda skipafélags ósk um, að það haekkaði farmgjöldin líka? Yfirlýsing hans um hið nána samstarf við Eimskip, sem gef- in var, eftir að umræður hóf- ust um þetta mál, henda ótví- rætt á hvort tveggja. Hvarvetna í heiminum myndu slík ráð gegn sínu eigin landi vera nefnd réttu nafni. Og hvergi í heiminum yrði nokkrum manni vært stundinni lengur í ráðherrastóli, eftir að hann hefði gert sig sekan um slíkt athæfi. Það er talað um, að við sé- um undir smásjá tveggja stór- þjóða. Þó svo væri ekki, er þetta slikt hneykslismál, að oj)- inber rannsókn verður að fara fram í því tafarlaust. ilMðnprentmiðian Frh. af 2. síðu. í ættina. Síðari hluta föstudags- ins 6. þ. m. barst stjóm Alþýðu- prentsmiðjunnar h.f. svohljóð- andi bréf: ,',Jafnframt því að senda yður meðfylgjandi útskrift úr fund- argerðarbók Félags íslenzkra prentsmiðjueigenda, leyfi ég mér hér með að krefjast þess, að þér greiðið þargreíndar kr. 5000,00 til mín tafarlaust. Verði skuld þessi eigi greidd fyrir hádegi n.k. laugardag, mun ég krefja hana inn með málssókn. Virðingarfyllst, Guttormur Erlendsson." Tónninn í þessu bréfi er því líkastur, að sendimaður Hitlers væri að kalla inn sekt hjá Gyð- ingum. Skrifstofur og bankar opna kl. 10 á morgnana. Það voru því tveir tímar til umráða til þess að ná í fé og greiða sektina. Stjórnendur prent- smiðjunnar voru bundnir við önnur störf, sem þeir mátu meira en að hitta nazistann. Kom því stefna þegar sama dag' kl. 2 og skyldi sáttafundur hald- inn mánud. 9. þ. m. Þá er kom- in til viðbótar krafa um kr. / 375,00 innheimtulaun til lög- fræðingsins og um málskostnað og ýmislegt fleira. Formaður prentsmiðjustjórnar mætti síð- an á sáttafundi og greiddi þar þessar margumræddu kr. 5000, en hvorki málskostnað né km- heimtulaun, og missti nazistinn þama spón úr askinum sínum. HRÆÐSLAN VIÐ ALÞÝÐU- BLAÐIÐ Þétta er í fáum dráttum sága þessarar siðustu hefndarher- ferðar atvinnurekendavaldsj ws Elsku litlí drengurinn okkar, GÍSLI ALBERT lézt að heimili okkar, Týsgötu 5,'T3'þ.': ' • Jósefína Björgvinsdóttir. .. Sigurður Gíslason. frá skrifstafn lðgreglnst|óra I Reykjavík Til viðbótar við það, sem áður hefir verið auglýst, til- kynnist hér með, að vegabréf eru nú ,afgreidd til fólks, sem bjó samkvæmt síðasta manntali við eftirtaldar götur: Samtún, Sauðagerði, Seljalandsveg, Seljaveg, Shellveg, Sjafnargötu, Skálholtsstíg, Skarphéðisgötu, Skeggjagötu, Skólabrú, Skólastræti, Skólavörðustfg, Skólavörðutorg, Skothúsveg, Smáragötu, Smiðjustíg, Smirilsveg, Sogaveg, Sóleyjargötu, Sólvallagötu, Spítalastíg, Stýrimannastíg, Suðurgötu, Suðurlandsveg, Sundlaugaveg og Sölvhólsgötu. iLögreglustjórinn i Rcykjavík, 13. maxz 1942. TUkvnnlno Samkvæmt nýgerðum samningi milli Lyfsalafélags fslands og Ljrffræðingafélags íslands og að fengnu samþykki hlutaðeigandi stjómarvalda. Skipta apo- tekin með sér nætur og helgidagavörzlu þannig, að aðeins eitt apótek, hefir á hendi nætur og helgi- dagavörzlu, eina viku í senn. Næstkomandi sunnudag og næstu viku, verður sunnudags og næturvarzla í Lyíjabúðinni Iðuxmi, þar næst í Ingólfsapóteki, Laugavegs apóteki og Reykj avíkurapóteki Reykjavíkur-Apótek. Ingólfs-Apótek. Laugavegs-Apótek. Lyfjabúðln Iðunn. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. gegn verkalýðnum. Úr því að ekki tókst að stöðva Alþýðu- blaðið um áramótin, á að hefn- ast, á prentsmiðjunni, sem prentar það. Þessir herrar vita það, að þrentsmiðjan er fátækt fyrirtæki. Með því að heimta greiðslu á stórri f járhæð með tveggja stunda fyrirvara og hafa stefnu og stefnuvotta við hendina strax þegar fresturinn var liðinn, gerðu þeir sér von um að geta látið loka prent- I smiðjunni og komið þannig ^ í veg fyrir útkomu Alþýðublaðs- ins. Þeir eru hræddir við það og þeir mega vel vera það. Síð- an um áramót, og þó einkum þann hálfa mánuð, sem liðinn er síðan blaðið stækkaði, hefir kaupendum þess fjölgáð um mörg hundruð. Og þrátt fyrir háár sektir og þrátt fyrir hvers konsý, þvingunarráðstafanir og hótanir skal þeim aldrei takast að stöðva útkomu blaðsíns og baráttu þess fyrir hagsmunum alþýðií; : ÍÍfMÍÉÍI' /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.