Alþýðublaðið - 14.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1942, Blaðsíða 4
I ■* fUþijðnblaðið Útgelanði: Alþýðnfiokkurinn Ritstjórl: Stefán Pjetursson Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura, Alþýðuprentsmiðjon h. f. IðfnðandstæOififfnr ihaldsins. FORSETI enn verandi bæj- arstjórnar í Reykjavík, Guðmundur Ásbjörnsson, sagði i útvarpinu fyrsta kvöldið, sem umræðurnar fóru fram um bæjarstjórnarkosningarnar, að Alþýðuflokkurinn væri „höfuð- andstæðingur Sjálfstæðisflokks ins“ hér í höfuðstaðnum. Og Bjami Benediktsson borgar- stjóri endurtók þessa yfirlýs- ingu í útvarpinu síðasta kvöld- ið, í fyrrakvöld. Þetta er alveg rétt: Alþýðu- flokkurinn e r höfuðandstæð- ingur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, enda bera blöð Sjálfstæðisflokksins þess greini- legan vott síðustu dagana, hvern geig þau hafa af Alþýðu- flokknum og hinum góða mál- -stað hans í kosningunum, sem fram eiga að fara á sunnudag- inn. Einstakir útúrdúrar Sjálf- stæðisflokksblaðanna eða ræðu- manna Sjálfstæðisflokksins um vaxandi fylgi kommúnista í Reykjavík eru ekki alvarlega takandi. Tilgangurinn með slíku skrafi er sá einn, að reyna enn , einu sinni að blása þennan klofningsflokk upp á kostnað Alþýðufl., ef vera mætti að * einhverja væri hægt að ginna til þess að gefa heldur hinu rússneska útibúi atkvæði sitt, þannig, að það atkvæðið að minnsta kosti yrði ekki til þess að auka vöxt og viðgang Al- þýðuflokksins, sem Sjálfstæðis- flokknum stendur nú meiri stuggur af en nokkru sinni áður. Forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins hafa fulla ástæðu til þess að óttast Alþýðuflokkinn við bæjarstjórnarkosningarnar. Ferill þeirra í stjórn landsins er ekkert annað en samfelld keðja af svikráðum og svikum við launastéttir Reykjavíkur og íbúum höfuðstaðarins yfir- leitt. Fyrir aðeins tveimur mánuðum kórónuðu þeir þenn- an svikaferil sinn með því að ganga Framsók'narvaldinu til fulls á hönd og hjálpa því til þess að gefa út kúgunarlögin gegn launastéttunum. Og þó er svívirðilegasta móðgunin við Reykjavík enn eftir: Það er framkvæmd baktjaldasamkomu lagsins, sem búið er að gera um samstjórn Sjálfstæðisflokks ins og Framsóknar í Reykjavík eftir bæjarstjómarkosningarn- ar, ef Framsókn fær mann kos- inn, eins og Sjálfstæðisflokk- urinn mun jafnframt hafa lof- að að styðja að. Þannig á að of- urselja Reykjavík Framsóknar- valdinu og „Hriflumennsk- AU»Y|NinLA»W ______ Laugardagur 14. matx 1942. OUNNAR STEFÁNSSON: Bæjarstjórnarihaldið fyrir dómstóli hinná vegalausu. SUMARIÐ 1940. Hemámið gengið um garð fyrir nokkrum dögum. Víða í bænum gefur að líta auðar íbúðir, sums staðar heil hús. Þetta var orðin algeng sjón á sumri hverju hér í bænum. Þó má ætla, að fleiri íbúðir hafi staðið auðar þetta sumar, og má eflaust rekja að nokkru ástæðuna til þess til hræðslu fólks við loftárásir og hernaðaraðgerðir. — Þegar líð- ur að hausti er sýnilegt, að flest- ar þessar íbúðir haf a verið leigð- ar út. Mjög margar hafa efnaðir liðsforingjar úr setuliðinu tekið á leigu, og sumum, ekki allfá- um halda þeir enn þá, eða þá herstjómin sem slík, og virðist það vera tálvon ein, að þær verði rýmdar fyrst um sinn, enda staðhæfir setuliðið, að húseig- endur hér í bænum fáist ekki til að leysa þá frá samningum sínum, og telji, að ef þeir (her- stjómin) rými íbúðirnar, þá muni húseigendur sjáKir taka húsin til eigin umráða, og bæti það ekki úr húsnæðisvandræð- tmum. Atvinnuaukningin er gífurleg í bænum þetta sumar, og fólk, hvaðanæfa af landinu flykkist hingað í atvinnuleit. Það tekur meginið af því húsnæði, sem setuliðið lætur óhreyft. Svo fer að lokum, að þegar innanbæjar- menn koma úr sumaratvmnu sinni eða sumardvöl, standa margir þeirra á götunni. 1. október 1940. Skráning vegalausra f jölskyldna fer fram. Staðreyndirnar tala, 70—80 fjölskyldur eru húsnæðislausar. Hvað gera yfirvöldin? Þau lánuðu Franska spítal- ann eða nokkum hluta hans 2—3 húsnæðíslausum f jölskyld- um, en flæmdu þær þaðan nokk- uð um of skjótlega, þegar næg- ar hörkur vom gengnar í garð. (Hjálpin var mikilvæg, þegar til- lit er tekið til þess, að öllum þessum fjölskyldum hefðu for- unni“! Og fyrir hvað? Fyrir áframhaldandi milljónaívilnan- ir handa fjölskyldufyrirtæki Ólafs Thors, formanns Sjálf- stæðisflokksins um skattgreiðsl- ur og útsvar á kostnað alls al- mennings bæði í Reykjavík og um land allt! I að er alveg rétt: Alþýðu- flokkurinn er höfuðandstæð- ingur slíkrar spillingar og slíkra svikráða við Reykjavík. Sjálfstæðisforsprakkarnir vita. að hann á, einmitt af þeirri ástæðu, vaxandi samúð og fylgi að fagna í höfuðstaðnum. Þessvegna óttast þeir Alþýðu- flokkinn. Þess vegna beina þeir nú öllum skeytum gegn honum. En Reykvíkingar munu ekki láta blekkjast. Þeir eru búnir að sjá í gegnum svikavef S j álfstæðisf lokksf orsprakk- anna. Þeir munu svara fyrir sig á morgun með því að kjósa A-LISTANN! ystumenn íhaldsins hér í bæn- I um, stóriðjuhöldarnir og húsa- braskararnir, getað tekið við í sín húsakynni, án nokkurra sýnilegra erfiðismuna. Þetta var þá.) Megin hluta þessara fjöl- skyldna kom húsaleigunefnd, vegna tilmæla þáveerandi fé- lagsmálaráðherra, Stefáns Jóh. Stefánssonar, fyrir með frjálsu samkomulagi við iiúseigendur (fékk þá til þess að innrétta geymslukjallara, leigja íbúðir aftur, sem teknar höfðu verið úr umferð sem slíkar, lána sæmilega sumarbústaði o. fL). Hvað af hinum varð, geta ætt- ingjar og vinir bezt um borið. 14. maí 1941. Þær hafa vart verið of velkomnar, fjölskyldumar, sem urðu allan veturinn að lifa á náð ættingja og vina í íbúðum þeirra, sem sumar voru ekki of stórar einni fjölskyldu, hvað þá tveimur, enda tóku margar iþeirra sig upp, þegar hlýna tók, og bjuggu um sig í tjöldum eða skúrræksnum til dvalar yfir sumarið. Nú rýmkaðist um hús- næði eins og á undanförnum sumrum í bænum. Fjölskyldur fluttu í sumarbústaði, eða fóru í atvinnu út um hinar dréifðu byggðir landsins eða kaupstaða. Áskoranir hinna áhrifamiklu föðurlandsvina um að helga ættjörðinni og framleiðslunni krafta sína yfir annatímann, hafa og haft sín áhrif. Allt virt- ist leika í lyndi. Þó rigndi spurn- ingum frá þeim, sem ekki fiutu sofandi að feigðarósi: Er mér óhætt að leigja út íbúð mína í sumar, svo tryggt sé, að ég kom- ist í hana í haust? Hræðsla al- mennings við húsnæðisleysið var vakin, en bæjaryfirvöldin yptu öxlum: Þetta var allt í lagi. Allir bæjarbúar höfðu húsnæði. En það var síður en svo, að- eins var sá mxmurinn frá haust- inu, að nú lágu engar tölur fyr- ir, en margir töldu sig húsnæðis- lausa það vor. Sumarið var komið. öllum mátti ljóst vera, að þegar ekk- ert var byggt, eða svo sára lítið, að ekkert munaði um það í þeim vandræðum, sem þogar voru kunn orðan, að eitthvað þurfti nú að gera til úrbótæ En það var eins og ráðamenn bæjarins væru steinblindir fyrir því eymdarástandi, sem komið var. Þeir hafast ekkert að.í blöðum íhaldsins hér í bænum er ekki minnzt á þessi mál Bæjarfélag inu hefði þó verið í lófa lagið að láta reisa eitthvað af bygg- ingum þetta sumar. Þeir gátu eflaust fengið menn, sem hætt höfðu vinnu hjá sétuliðinu, og efni var fáanlegt. En áhugann og skilninginn á vandræðum fólksins vantaði. / 1. okt. 1941. Þegar sýnt þótti, að bærinn ætlaði að láta þessi mál sig engu skipta, lagði fé- lagsmálaráðherra svo fyrir húsaleigunefnd, að hún skyldi safna skýrslum um húsvillt fólk hér í bænum. Fór skýrslusöfn- un þessi svo fram allrasíðustu dagana í ágústmánuði s. 1. Svo að segja þegar, er lokið hafði verið við að vinna úr skýrslu- söfnun þessari, er bar með sér meiri húsnæðisvandræði en þeir svartsýnustu höfðu getað í- myndað sér, ( allt að 800 fjöl- skyldur og 400 einstaklingar, með þeim, er síðar komu til skráningar, en heita mátti, að fólk Væri að koma til skráning- ar fram í miðjan októbermán- uð), voru gefin út bráðabirgða- lög um húsaleigu, er flestum mun kunn vera, og því óþarfi að fara frekar út í. Ég staðhæfi, að með bráðabirgðalögum þess- um kom þáverandi félagsmála- ráðherra í veg fyrir, að í algert öngþveiti færi í húsnæðismál- um bæjarins á síðastliðnu hausti. Hver eru svo afskipti íhalds- meirihlutans í bæjarstjórn af iþessu vanda- og óhugnaðarmáli bæjarbúa? Um viku eftir 1. okt. fer það að kvisast, að nafn- ins eigi að ráðstafa hinu hús- TMINN gerði á miðvikudag- inn útsvarsálangninguna í Reykjavík að umtalsefni í sam- bandi við breytingu þá, sem gerð hefir verið á skipun nið- urjöfnunarnefndar. Fórust hon- um meðal annars þannig orð: „í niðurjöfnunamefnd Reykja- víkur hafa rikt tvær stefnm: um það, hvernig útsvörunum skal jafnað niður. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafa beitt sér fyrir þvl, að útsvörin væru há á lágum tekj- um og miðlungstekjum, en tiltölu- lega lægri á háum tekjum. Fram- sóknarmenn og jafnaðarmenn I nefndinni hafa hinsvegar beitt sér fyrir því, að útsvörin væru lág á lágum tekjum og miðlungstekj- um, en þeim mun hærri á háum tekjum. Síðarnefnda stefnan hefir ráðið á undanförnum árum vegna þess að bæjarstjórnin hefir ekki kosið alla niðurjöfnunarnefndina heldur hefir skattstjórinn í Reykjavík verið oddamaður. Nú er sú breyting orðin, að bæjarstjórnin kýs alla niðurjöfn- unarnefndina. Það þýðir, að hér eftir ræður meirihluti bæjarstjórn- arinnar meirihlutanum í niður- jöfnunanefndina og þá jafnframt, hvernig útsvörunum verður skipt niður á gjaldendurna. Ef Sjálfstæðisflokkurinn held- ur áfram meirihlutanum í bæjar- stjórninni mun hann þess vegna ráða því, hvernig útsvörunum verður jafnað niður næstu fjögur árin. Þá mun útsvönmum verða greindur emgættáamaður bæjar- næðislausa fólki. Sú vikan hefir verið mörgum vegalausum þungbær. Ég held að ekki sé of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að píslarganga hinna hús- villtu til ráðamanna bæjarins á þessu tímabili sé svartasti blett urinn á þeim ráðamönnum, sem aldrei vildu við það kannast, að þeim bæri nein skylda til að sjá fólki þessu farborða, hvað þá að'þéir kæmu sæmilega kurteis- lega fram/við það...Sá blettur mun seint verða þveginn hreinn af bæjarstjórnaríhaldinu í með vitund þeirra, sem svo óhepnir voru að verða húsnæðislausir á því herrans ári 1941 í höfuð- stað íslands, Reykjavík. Þá var það ráð upp tekið, að skipta upp fjölskyldum þeim, sem húsvilltar voru. Konur og börn flutt hreppaflutningi, upp á gamla móðinn, austur í Yal- höll á Þingvöllum. Heimilisfeðr- um og fyrirvinnum hrúgað sam- an í sóttvamahúsið, hálfónýtan timburhjall fyrir vestan bæ, og húsgögn þessara nútíma hreppsómaga reykvöcska í- þaldsins flutt að Korpúlfsstöð- um. Var hægt að ganga nær þessu fólki? Hvað hafði það til saka unnið, að svo skyldi með það farið? Sumt af því hafði hrökklazt úr húsn. sínu vegna óskabama íhaldsins, stríðsgróða mannanna, vegna hins gífurlega brasks, sem átti sér stað um iþeíta leyti á húseignum hér í bænum, og hefir ekki verið und- ir það búið að notfæra sér rétt sinn samkvæmt fyrrnefndum bráðabirgðalögum. Sumt af því, Frh. á 6. síðu. breytt á þann veg, að þau verða lækkuð á hátekjumönnuxn, en hækkuð á lágtekjumönn um og mönnuni, sem hafa miðlungstekj- ur.“ Þetta er mjög fyndin rök- semdfærsla. Það er Framsókn- arflokkurinn, sem hjálpað hefir Sjálfstæðisflokknum í meiri- hluta í niðurjöfnunarnefnd með lagabreytingunni á skipun hennar. Og nú kemur blað Framsóknarfl. og biður Reyk- víkinga, að koma í veg fyrir afleiðingarnar af breytni hans! En meðal annarra orða: Tók ekki Framsóknarflokkurinn höndum saman við Sjálfstæðis- floklcinn í niðurjöfnunarnefnd síðasliðið vor um að lækka út- svarið á hátekjufyrirtæki fjöl- skyldumálaráðh. mn meira en 1 milljón á kostnað láglauna- manna og manna með miðlungs- tekjur í Reykjavík? Og var ekki skipun niðurjöfnunarnefndar breytt beinlínis með það fyrir augum að tryggja Ólafi Thors og Kveldúlfi slíkar milljóna- ívilnanir áfram? Og er það ekki ein aðaluppistaðan yfir- leitt í bandalagi Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokksins? Hvaða látalæti eru þetta þá í Tímanmn? Frh. á 6. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.