Alþýðublaðið - 14.03.1942, Side 8
8
ALÞVÐ&JBLA&lf)
Laugardagur 14. man 'lMÍSii
/HALDIÐ virðist ekki eiga
upp á pallborðið hjá
Reykvíkingum þessa dagana.
„Gummi í Skuggahverfinu“
segist hafa ort þessa vísu í
gær:
_Jhaldið er flúið,
einmana og lúið
og ærunni rúið.
Gengið er búið,
fylgið er flúið,
— fólkið er snúið.,(
TIL giftingar vilja menn
helzt gott veður, en þó
þykir það meir bæta en spilla,
ef hæg dögg eða hjúfurskúrir
koma upp úr hjónavígslu, þvt
það boðar frjósemi og búsæld
og samlyndi hjóna; en stórrign-
ing og steypihvolfur þykja of-
viða. (Þjs. J. Á.)
o
VEÐRIÐ í MARZMÁNUÐI
t AÐ er trú, að heiðríkt veð-
§-* ur i Martius boði gott ár.
Svo margir þokuhringar sem
verða í Marthts, svo mörg ofan-
föll verða á árinu, og svo marg-
ar hrímdaggir sem verða í Mart-
ius, svo margar verða þær eftir
páska með hreggi. Fyrir hund-
ruð árum hafa menn veitt því
éftirtekt, að ef á boðunardag
Maríu (25. Mar.), fyrir sólar-
uppkomu, væri heiðreikt og
stjörnuljós, þá væri von á góðu
árferði og veðráttufari. Sagt er,
að sjáldan sé sama veður á
passíónssunnudag (Judica),
palmasunnudag og páska.
*
SÉRHVER mikilvæg nýupp-
götvuð staðreynd kemst á
þrjú stig. Fyrst segja menn, að
hún stríði á móti biblíunni. Svo
segja þeir, að þetta hafi verið
uppgötvað áður. Loksins segj-
ast þeir alltaf hafa vitað þetta.
*
GUÐSPJÖLLIN
E*KKI er gaman að guð-
spjöllunum, enginn er í
þeim bardagin!n/c sagði kerling-
in.
„Og verri eru þó hélvízkir
pistlamir/( gáll önnur við.
E
um.
FTIR úrféllum á Góu þykja
jafnan fara úrfelli á sumr-
’C1 NGINN getur flúið ör-
lögin, þó hann væri létt-
stígari en vindurinn.
Jóh. Sigurjónsson.
Og þau héldu áfram að horfa á
máfaná út um gluggann.
— Þetta er heimskulegt,
hugsaði Dona. — Hvers vegna
geri ég þetta? Það var ekki
þetta, sem ég ætlaði að gera.
Ég hafði búizt við því að ég
yrði bundin og mér yrði varpað
í myrkvastofu hér í skipinu. En
nú stóðu þau, hún og ræningja
foringinn, hér í sólskininu og
köstuðu brauði til máfanna og
hún hafði gleymt því að réiðast.
— Hvers vegna eruð þér sjc-
ræningi? spurði hún að lokum
og rauf bognina.
— Hvers vegna farið þér á
bak á ótamda hesta? spurði
hann.
— Vegna þess að það er
hættulegt, ævintýralegt og æs-
andi, sagði hún.
— Það er líka vegna bess,
sem ég er sjóræningi, sagði
hann.
— Já, en ....
— Það er ekkert „en“. Þetta
er ofureinfalt. Ég el ekki í
brjósti neina beizkju gagnvart
þjóðfélaginu eða gegn neinum
manni. Ég hefi aðeins gaman fif
því að vera víkingur og höggva
strandhögg. Annars hefi ég enga
unun af blóðsúthellingum. Þ ið
þarf langan tíma til undirbun-
ings, þegar ákveðið hefir verið
að ráðast til landgöngu. A.Ut
Allt verður að reikna út fyrir-
fram. Mér er illa við alla ó-
reglu. Þetta er eins og stærð-
fræðidæmi. Það er verkefni
fyrir heilann. Og auk þess fylg-
ir þessu eftirvænting og æsing.
— Já, ég skil yður, sagði hún.
— Yður finnst þetta undar-
legt, er ekki svo? spurði hann
og horfði á hana brosandi. —
Þér bjuggust við, að ræningja-
foringinn myndi liggja fullur
hér á gólfinu og væri að leika
sér að blóðugum hnífum, veif-
aði tómum flöskum og hrópaði
á kvenfólk.
Hún brosti, en svaraði engu.
Einhver kvaddi dyra, og þeg-
ar hann sagði: „Kom inn“, opn-
aði einn af mönnum hans dyrn-
ar og kom inn með rjúkandi
mat á bakka. Loftið fylltist
matarangan. Maðurinn bar á
borð og breiddi hvítan dúk á
annan endann á borðinu. Dona
horfði á hann. Bæningjaforing-
inn gekk að ofurlitlum skáp og
kom þaðan með flösku af víni.
Dona var svöng og maturinn
freistaði hennar. Vínið var svalt
og auðséð á flöskúnni, að það
var gamalt. Maðurinn fór út, og
þegar hún leit upp, sá hún að
ræningjaforinginn horfði bros-
andi á hana.
— Má bjóða yður mat? spurði
hann.
Hún kinnkaði kolli, en fannst
þetta þó heimskulegt af sér.
Hann sótti annan disk og ann-
að glas í skápinn. Því næst dró
hann tvo stóla að borðinu. Hún
sá nýtt brauð á borðinu, bakað
á franska vísu.
Þau borðuðu þögul, og hann
hellti víni í glas hennar. Það
var svalandi og tært og ekki of
sætt. Og enn þá fannst henni
þetta vera eins og í löngu
dreymdum draumi.
— Ég hefi lifað þessa stund
áður, hugsaði hún. — Þetta er
ekki í fyrsta skipti. En þó var
henni Ijóst, að þetta var
heimskuleg hugsun, því að auð-
vitað hlaut þetta að vera í
fyrsta skipti, og hann var henni
ókunnur. Hún fór að hugsa
um, hvað klukkan væri orðin.
Börnin hlutu að vera komin
heim úr ökuferðinni cg vafa-
laust var Prue farin að koma
þeim í rúmið. Þau myndu
koma hlaupandi og berja að
dyrum hjá henni, en hún myndi
ekki anza. — Það gerir ekkert
til, hugsaði hún. — Hverju
skiptir það? Og hún hélt áfram
að drekka vínið og horfði á
teikningarnar af fuglunum, sem
foringi sjóræningjanna hafði
dregið sjálfur og fest upp á
veggina í klefa sínum, og stöku
sinnum leit hún til hans, þegar
hún hélt, að hann snéri sér und-
an.
Því næst seildist hann eftir
tóbakskrukku á hillunni og fór
að troða í pípuna sína. Það var
dökkbrúnt, sináskorið tóbak.
Allt í eínu rann upp fyrir henni
ljós. Henni datt í hug tóbaks-
krukkan í svefnherbérgi henn-
ar og bindið af frönsku ljóðun-
um með teikningunni af máfin-
um á titilblaðinu. Hún sá í hug-
anum William hlaupa út að
skógarbeltinu. William! Var
ekki þetta húsbóndi hans, sem
IGAMLA Blð
Stolna haidritið
(Fast and Loose)
Amerísk leynilögreglu-
gamanmynd.
Aðalhlutverkin leika
Robert Montgomery
og
Rosalind Russell
Aukamynd:
Bandarfkin
stríðsþóttakandi.
Böm fá ekki aðgang.
Sýnd kL 7 og 9.
Framhaldssýning 3 V&—6Vá
GRÍMUMENNIRNIR
$
(Legion oí the Lawless)
með Cowboy-kappanum:
GEORGE O’BRIEN.
■ NÝJA BIO
Herki Zorres
(The mark of Zorro)
mikilfeingleg og spennandi
Amerísk stórmynd.
Aðalhlutverkin leika:
Tyrone Power
Linda Damed
Basil Rathbone
Sýnd kL 5, 7 og 9
Lægra verð kL 5
Aukamyndc
FRÉTTAMYND
er sýnir meðal annars
árás Japana á Pearl
Harbor.
hann hafði talað um, maðurinn,
sem ferðaðist frá einum stað til
annars, sem alltaf var á stöð-
ugum flótta. Hún stóð á fwtur
og starði á hann.
— Hamingjan góða! sagði
hún.
Hann leit upp.
— Hvað er að? spurði hann.
— Það eruð þér, sagði hún,
— það eruð þér, sem hafið skil-
ið eftir tóbakskrukkuna og ljóð-
in eftir Roneard í svefnherberg-
inu mínu. Það eruð þér, sem
hafið sofið í rúminu mínu.
Hann brosti að henni og
hafði gaman af því, hve hú»
var utan við sig.
— Skildi ég þetta eftir þar?
spurði hann. — Því hafði ég
seingleymt. En hve William er
hirðulaus, að hann skyldi ekM
athuga þetta.
— Það var yðar vegna, seca
®Ö$t
BARNASAGA
prestur til, að múrað 5rrði upp í
dyrnar á lestrarstofu Don Quix-
ótes. Hann átti ekki einu sinni
að finna herbergið, sem hann
var vanur að lesa riddarasóg-
urnar í.
Þetta var nú undir eins gert,
én riddarinn lá í rúminu og
mátti sig hvergi hræra.
Loks batnaði honum, svo að
hann gat farið á fætur og þá
dátt honum fyrst í hug að fara
að lesa. .Þegar hann korn að
veggnum, þar sem dyrnar að
lestrarstofunni höfðu verið,
nam hann staðar og góndi á
beran vegginn. Hann þukliði á
múrnum dálitla stund, og fór
svo að rölta um húsið til að leita
að herberginu, sem horfið hafði
svona skyndilega.
Eftir langa leit, sem engan
árangur bar, spurði Don Quix-
óte ráðskouna að því, hvað orð-
ið hefði af lestrarstofunni.
Presturinn hafði sagt konunní
hverju hún ætti að svara, ef
húsbóndi hennar spyrði að>
þessu.
„Það er engin lestrarstofa i
húsiriu lengur, svaraði hún,
„Og engin bók. Einhver illur
andi tók herbergið með sér og
allt, sem í því var.“
„Það hefir ekki verið illur
andi, heldur vondur galdramað-
ur,“ sagði þá frænkan. „Hann
kom nóttina eftir að þú fórst að
heimán. Hann kom ríðandi &
dreka uppi á vörtu skýi. Hannt
fór inn í lestrarstofuna þína, og
það stóð kolsvartur reykjar-
mökkur út um dyrnar. É-iO1
flaug hann út, upp um reykháf-
inn, og þegar við komum inn t
stofuna, voru þar engar bækur.
Við heyrðum hann öskra uppi í
loftinu, að hann hefði gert"
þetta af fjandskap við eiganda
hússins. Ég heyrði ekki al-
mennilega, hvað hann sagðist
[bLAINE/ CANT
YOU HEAJZ ME/
COME BACK....
/T'S SAf-
HEZE//
AP F«ature» ■
MYHDASASA
öm: Blein, komdu hingað!
Heyrirðu ekki? Við erum örugg
hér!
Blein: Við erum ekki örugg
meðan þessi kvendjöfull er enn
á lífi!
Blein: Ég kem, þegar ég hefi
lokið verki mínu hér!
Zora: ÞaS skal verða fljót-
lega!