Alþýðublaðið - 15.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1942, Blaðsíða 3
 Halió, ísiand! Sunaúdagur 15. marx lM2. Orustan om Indlandshaf NCí í>EGAR er farið að tala um orustuna lun Ind- landshafið, og virðast svo, sem hún muni verða litlu ómikil- vœgari en hin margumtala orustua um Atlandshafi,. Um Atlantshafið liggja siglinga- leiðirnar milli Ameríku og Eng- lands, en um Indlandshaf liggja ieiðirnar frá Englandi og Ameríku til Egyptalands, Persíu ;og Indlands. . iÞað er talið vel mögulegt, að Japanir geri innrás á Ceylon við SUðuródda Indlands eða Madagaskar við Afríkustrendur og mundi , tap þessara eyja verða Bahdamönnum mjög al- varlegur missir. Hiklar lóltordstnr yfir lýjB-Gniiieu. T OFTOnUSTURNÁR 'yfir-' I i NýjtL ' Gúineu verðh te harðari, er Japanir hafa kom- ið sér betur; fýrir á flugvöll- um þeim, sem þeir hafa á sínu valdi. Ástrdlskar og . amerísk- ar flugvélar gera látlausar árás ir á skip. og stöðvar þeirra, en mæta nú stoðugt fleiri japönsk- um ■orusíufly.gvélum. Fljú.i- andi virki. taka. vírkan þátt í á- rásunum — og kasta smálest eftir smálest af sprengjum á Japani. Sprengjuf lugvélar , Japana. hafa í fyrsta sinni gert árásir á Fimmtudagseyju svokailaða en hún er rétt við norðurenda Yorkskagans, sem skagar norð- ur úr Ástralska meginlandinu. í?á háfa þeir gert 13. árásina á Port Moresby á suðurströnd Nýju: Giíineu. Enskur trúboði sem verið hef- ir á Nýju Guineu, lýsir Moresby á eftirfarandi hátt: Þetta er þokkalegur, lítill hafnarbær með öllum nýtízku þægindum, sem höfn mega prýða. En skammt frá sjálfri höfninni eru allmörg þorp ipnfæddra manna, mjög frum- stæð á allan hátt. Hafa þau ;sára lítið breytzt síðan á stein- öld og eru allir hættir hinna innfæddu að sama skapi frum- stæðir, enda standa Papúamir á mjög lágu menningarstigi. — Bærinn er umkringdur lágum fjöllum, en þegar upp á þau kemur, blasa tignarleg háfjöll- in, sem eru inni í landinú, við augum. Þau mynda öruggan garð milli undirlendisins á suðurhluta eyjarinnar og á norðurhiuta hennar, sem er á valdí Japana. illir, sem náð hafa 21 ðrs alðri i dao, hafa hosninoarétt. YFIRKJÖRSTJÓRN til- kynnti í gærkveldi, að allir þeú', scm náð hefðu 21 árs aldri á tímanum frá 25. janúar til 15. marz, hefðu kosningarrétt við bœjar- stjórnarkosningarnar í dag. Þessi mynd sýnú,-. hóp gmeríkskra -hjúkrunarkvénna, sem eru héú'á íslandi. Var hún tekin í Washington, rétt áðúr en þær lögðu af stað hingað. Þær hlökkuðu.sýnilega til ferðarinnar, en klæðnaðurinn b.ehdir til þess, að þær hafi ekki ætlað að láta sér verða kalt. En hvað skyldu þær hafa gert y.ið þessa búninga, þegar þær komu hingað, því að ekki hafa þær sézt í þeim! tjón i sjóoriisttinAii Sex beitlskipum og fjolda tundurspilia var sökkt par. Nákvæm frásifgm om orust urnar birt f Loudon fi gær. . . ■ —■■■■ —; . HP ILKYNNING var gefin út frá flotamálaráðuneytinu í London f gær, þar sem nákvæmlega var skýrt frá sjóornstunni miklu í Javasjó fyrir hálfum mánuði. Her- skip Bandamanna, sem þátt tóku í orustunni, börðust til hins ítrasta, — þar til þeim hafði öllum verið sökkt. Jap- anir höfðu ofurefli herskipa, sem var til vemdar flutn- ingaskipunum sem settu lið á land á Java. Frásögnin af þessari sjóorustu er átakanleg saga um hetjur, sem börðust gegn risanum — og féllu. , Java. Tjón Bandainanna var sem hér segir: . .Exeter, brezkt beitiskip, Perth, ástralskt beitiskip, Houston, ameríkskt bcitiskip, Java, hollenzkt beitiskip, De Ruyter, hollenzkt beitisk. Fjöldi tundurspilla, brezkra hollenzkra og ameríkskra. Gangur sjóorustunnar var í höfuðdráttum sem hér segir: 27. febrúar síðdegis var flota- deild Bandamanna á siglingu á Javasjó til að svipast um eftir flota Japana, sem búizt var við á hverri stundu. Þegar til hans sást, kom í ljós ,hversu öflugúr hann var: Fjöldinn ailur af beitiskipum og tundurspillum og e. t. v. orustuskip. Tundurspillar Bandamanna gerðu atlögu og beitiskipin komu rétt á eftir. í þessari hríð mun Perth hafa hitt einn jap- önsku tundurspillanna. Brezka beitiskipið Exeter fékk snenrima í orustunni skot í ketilinn og varð að draga sig í hlé. Þetta skip vann sér mikla frægð fyrir þátttöku sína í orustunni við La Plata, þegar þýzka vasa- orustuskipið Graf von Speer var hrakið til hafnar, þar sem því var sökkt. Nú huldu japönsku skipin sig miklu reykskýi, en engu síður gerðu tundurspillarnir aðra at- lögu. Þar hvarf tundurspillir- inn Electra og hefir ekkert til hans spurzt síðan. Beitiskipin fóru nú og til annarar árásar og hrökktu óvinaskipin að sinni frá Java. Nú er degi’ tekið að halia en um nóttina var orustunni hald ið áfram. Daginn eftir reyndu skip Bandamanna að komast framhjá óvinaskipunum til að geta ráðist á flutnitxgaskipin, sem fyrst og fremst átti að hindra í að komast til Java. En það tókst ekki, vegna þess, að japönsku skipin voru miklu hraðskreiðari. Þá fór flotinn upp að ströndum Java og var ætlunin að sigla meðfram ströndinni og hindra landsetn- ingu. Þar voru 2 japönsk beiti- skip, og einnig hljóta japansk- ir kafbátar að hafa verið þar :— því miklar sprengingar sá- ust skyndilega í hollenzku skip unum Java og De Ruyter, sem bæði sukku á skammri stundu. Þar var brezka tundurspillin- um Júpíter einnig sökkt. Herskip Bandmanna voru nú innilokuð á Javasjó, þar eð Japanir réðu yfir sundunutn báðum, sem eru eina leiðin til undankomu. Nú hófust árang- úrslausar tilraunir til að kom- ast til Ástralíu, þar eð frekari vörn á sjó var tilgangslaus. Pearth iét úr höfn og fréttist það síðast til þess, að það ætti í órustu við óvinaskip norðan við Bali. Exeter lét úr höfn og einn tundurspiliir með því. Síðustu fréttir af því voru, að þrjú beitiskip nálguðust það. Síðan þögn. Houston lét úr höfn, en síðan engar fréttir af því. Tundur- spillirinn Stronghold einníg horfinn. Það er bersýnilegt af þess- ari lýsingu, að fáir eru til frá- sagnar um viðburði þessa, og er því allt / á huldu með það, hversu mikið tjón Japana ér. Þó er talið, að einu stóru skipi — beitiskipi — hafi verið sökt — en 4 mikið skemmd, og svo mörgum tundurspillum einnig sökkt. Mjög fáir björguðust af skipunum, eh nokkrir menn af Jupíter eru komnir til Ástra- iíu. Curtin aðvarar Ameríku. ♦ “ • GURTlN, forsætisráðherra Ástralíu, hélt í gær út- varpsræðu til ‘Ameríku, — og minnti hann Ameríkumenn á hina alvarlegu hættu, sem vofði ekki aðeins yfir Ástra- líu, heldur eiiínig yfir vestur- strönd Ameríku, þar eð Ástra- lía væri síðasta virlci Banda- manna á Kyrtahafi. Honum fórust orð á þessa leið: Við aðvörum Ameríku, Ástralía er síðasta virkið milli vesturstrandar Ame- ríku og Japan. Ef Ástralía fellur, er Ameríka opin fyr- ir japanskri innrás. Bjargið Ástralíu — og þið munið bjarga Ameríku. Það kann að vera, að brátt sé úti um allt það, sem við höfum verið að byggja upp síðastliðin 150 ár. En Ástralir munu halda bar- áttunni áfram, þar til betri tímar koma, þar til þeir geta gengið sem sigurvegarar um borgir Ástralíu, — eða rúst- ir þeirra. Ástralir eru viðbúnir al- geru stríði, og þeir munu berjast, berjast sem ber- serkir, þar til þeir geta kastað Japönum í sjóinn. John Curtin varð forsætis- ráðherra í okt. 1941, þegar jafnaðarmenn tóku við völd- um þar í landi. Hafði hann þá verið form. stjórnarandstöð- unnar um skeið, og þá neitað mörgum tilboðum um þjóð- stjóm með þátttöku ástralska Alþýðuflokksins. Curtin er 56 ára að aldri og var blaðamaður áður en hann tók að gefa sig að stjórnmálum. 10 pýzkar flngvélar sbotnar niðor. " ... <: ‘ ■ <,, , ■> . a • i BREZKAR orustuflugvélax fóru í gær í árásarferð yfir sundið og kom þar til mik- illar loftorustu, sem lyktaði þannig, að brezku flugvélamar skutu niður 10 þýzkar orustu- flugvélar, en misstu enga sjálf- ir; Ein flugsveit Bretanna, sem gat sét mikillar frægðar í orust- unni um Bretland, skaut niður átta í einni orustu, mætti hún 10 þýzkum flugvélum, en gerði þeim svo rækileg skil, að að- eins 2 þeirra komust heim aft- stöðum. Loftárásirnar ð Essea FRÁ því var skýrt i London nýlega, að loftárásir Breta á Essen í Ruhrhéraðinu hefðu verið mjög miklar. Segir, að þær hafi verið sízt minni en árásir Þjóðverja á Coventry, sem frægar eru orðnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.