Alþýðublaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 2
r v ■t: .y;rr:V-r-vi Hvaö l'/ Aðeins 3 skilnðn teikn inqnm f snmkeppn- inni, sem Bæjarráð efndf til. ,i EINS og kumiugt er efndi Bæjarráð til samkeppni um teikningar að 3—4 hæða húsum, sem talað hefir verið um að byggja, jafnvel á þrem ur stöðum í bænum, en Al- þýðuflokkurinn bár fram til- lögu um það í bæjarstjóm s. 1. sumar. t Fresturinn til að skila teikn- ingum var útrunninn s. 1. sunnu- dag, 15. þ. m. í dómnefnd.eru: Jón Axel Pét ursson, Helgi Hermann Eiríks- son, Sigurður Guðmundsson, húsameistari, Einar Sveinsson húsameistari og Valgeir Hjörns- son bæjarv.erkfræðingur. í gær, þegar nefndin kom sam an til að athuga teikningarnar sem borizt höfðu, kotm í ljós, að aðeins 3 húsameistarar höfðu skilað tillöguuppdráttum. Ber það ekki vott um mikinn áhuga húsameistaranna fyrir þessu máli, af hverju sem það stafar, og verður að harma, að ekki skyldu fleiri taka þátt í sam- keppninni. „Heiðarlepr“ Ujóínr Sfailaði stolnn bifreiðinni næstum sama stað. á OVENJULEGA „heiðalrleg- ur“ þjófur stal bifreiðinni R. 1586 á fimmtudagskvöldið. Eigandi bifreiðarinnar er Krist- ján Guðmundsson forstjóri Pípu gerðarinnar. Á föstudagskvöld- ið stóð bifreiðin, sem er Stude- baker fólksbifreið, módel 1931. í Garðastræti og var hún horfin, þegar taka átti til hennar. Framhald á 7. síðu. ALt>YÐUBLAÐIO Sunnudagur 22. xnarz lí4tr P alla launþega Tillogur meirihluta hafa verið lagðar fyrir Minnihlutinn, Eggert Claessen stingur upp á allt að helmingi styttra orlofi. ■ ■ ■ ------ FYRRVERANDI FÉLÁGSMÁLARÁÐHERRA, Stefán Jóhann Stefánsson, skipaði í fyrra nefnd manna til að athuga og gera tillögur um orlof fyrir vinnandi fólk til sjáv- ar og sveita. í nefndina voru skipaðir: Friðjón Skarphéðins- son bæjarstjóri, Sigurjón Á. Ólafsson forseti Alþýðusam- bands íslands, Eggert Claessen framkvæmdastjóri Vinnu- veitendafélags fslands, Jón Hannesson bóndi, fulltrúi Bún- aðarfélags íslands, og Davíð Ólafsson fórseti Fiskifélags ís- lands. Nefndin hefir haldið marga fundi, rannsakað öll gögn, sem að þessu máli lúta og rætt það frá mörgum hliðum. Var reynt að fá samkomulag í nefndinni, en þrátt fyrir allar til- raunir mistókst það. Fjórir nefndarmenn, þeir Friðjón Skarp- héðinsson, sem var formaður nefndarinnar, Sigurjón Á. Ólafsson, Jón Hannesson og Davíð Ólafsson skila þó sameigin legu áliti, hinir tveir síðamefndu þó með fyrirvara um ein- stök atriði og leggja tii að orlofstíminn verði ákveðinn 12 dagar, en Eggert Claessen gat ekki orðið þeim sammála og skilar því sérstöku áliti. VUl hann að orlofstíminn sé allt að helmingi styttri og að lögin nái ekki til þeirra, sem stunda fiskveiðar. Báðir hlutar nefndarinnar hafa samið frumvörp, sem nú munu hafa verið send ríkis- stjórninni til athugunar. Er þess að vænta, að hún liggi ekki á málinu, en afgreiði það hið fyrsta, svo að vinnandi fólk fái með lögum tryggt ollof nú þegar á þessu þingi. Hér fara á eftir aðalatriðin úr frumvarpi því, sem fjórmenning arnir hafa sent ríkisstjórninni: Lögin eiga að ná til allra, sem starfa í þjónustu annarrá, hvort heldur einstaklinga eða hins op- Tvaer sprengjnr falla flr flngvél rétt við böndabœ í Stérskemmdir á túninu, en bæ- inn og félkið sakaði ekki. C ÍÐASTLIÐINN föstudags ^ morgun um kl. 10 féllu tvær sprengjur úr norskri flugvél á túnið á Syðra-Hóli í Kaupangssveit í Eyjafirði og sprxmgu skammt frá íbúð- arhúsinu. Var það mesta mildi, að engin slys urðu. Mynduðust tveir gígir í tún- inu og rigndi mold yfir bæjar- húsin, en grjót og klakakögglar flugu í allar áttir. Voru tvö börn að leika sér við bæinn og sluppu þau ómeidd og ehgar skemmdir urðu á húsum. Gígarnir eru um 7 metrar í þvefmál og allt að þrem metr- um á dýpt. Um 6 þumlunga frost var í jörðu og þeyttust stór Makastykki um 30 metra fró gígnum. Milli gíganna eru 30— 40 metrar og hafði um 300 punda steinn kastast um 11 metra frá öðrum gígnum. Snorri Sigurðsson bóndi á Syðra-Hóli kærði strax á föstu- dag til lögreglunnar á Akur- eyri og gaf skýrslu um málið. Hefir sú skýrsla verið send norsku hernaðaryfirvöldunum, en ekkert svar hefir borizt frá þeim enn þá. Skömmu eftir að sprengjum- ar féllu, komu norskir hermenn í sjúkrabíl að Syðra-Hóli og höfðu lækni með sér. Munu þeir hafa ætlað að veita aðstóð ef slys hefði qrðið. Ekki er enn þá vitað hvemig ó þessu stendur, en um þetta leyti höfðu verið æfingar frammi á Eyjafirði. inbera. Undanteknir eru þó: iðn- nemar, starfsmenn fiskiskipa, sem ráðnir eru eftir reglum um hrein hlutaskipti og hlutarmað- ur tekur þátt í útgerðarkostnaði. Þó’ skal, ef hlutarmaður óskar þess, greiða honum orlofsfé þannig, að helmingur þess sé tekinn af kaupi hans, en hinn helminginn greiði útgerðarmað- ur. Þá segir í frumvarpinu: Lög þessi rýra í engu orlofs- rétt þeirra, sem samkvæmt samningi eða venju eiga eða kunna að eignast betri orlofs- rétt en í lögum þessum er á- kveðið. ■ Samningar um takmarkanir á orlofsrétti samkvæmt lögum þessum eru ógildir. Sérhver, sem lög þessi ná til, hefur rétt og skyldu til orlofs ár hvert jafnmarga virka daga og hann hefir unnið marga al manaksmónuði samanlagt næsta orlofsár á undan, en orlofsár merkir í lögum þessum tímabilið frá 15. mai —*• 14. maí næsta ár ■á eftir. Telst í þessu sambandi hálf- ur mánuður eða meira sem heill mánuður, en skemmri tími er ekki talinn með. Það telst vinnutími sam- kv. þessari grein, þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa meðan haim fær kaup greitt, eða hann er í orlofi. Sá sem fer í orlof á rétt á að fá greitt sem orlofsfé 4% — fjóra af hundraði — af kaupi því, sem hann hefir.borið úr být um fyrir vinnu sína næsta orlofs ár á úndan: ' ■ • ■ ■. Nú hefir maður unnið eftir- vinnu, nætur- eða helgidaga- Framhald á 7. síðu. sem m ð FJÁRLÖGIN verða til fyrstu umræðu í sam- einuðu þingi á þriðjudag- inn, og verður umræðunni útvarpað svo sem venja er til. U.tvarpsumræðurnar hefj ast kl. 1.30. Breytingartillögnnt- ar við lögin nm aþ F RÁSÖGN blaðsins í gær af frumvarpi Alþýðuflokks maima til laga um breytingar á lögum um alþýðutryggingar var ekki alls kostar rétt. Sam- kvæmt frumvarpinu skal greiða kr. 22 þúsund fyrir fulla örorku, og hlutfallslega minna fyrir minni örorku, til viðbótar við þær örorkubætur, sem ákveðnar eru í 10. grein alþýðutrygging- arlaganna, en samkvæmt henni og síðari breytingum á henni bar að greiða 6 þúsund krónur fyrir fulla örorku, að viðbættri f ullri dýrtíðaruppbót. Eins er með dánarbætur, sem ákveðnar eru í frumvarpinu. Þær eru viðbót við þær dánar- bætur, sem ákveðhar eru í 11. grein alþýðutryggingarlaganna. VeibSBlíknn mjólkorlnnar 5. ies., var bvggð a rðngnm forsendnm. •■I 't'/ W. ’■'' ' •• ^ ' r ' ; ' '' '■ ..■■■■■-- Reikningar samsölunnar, sem nú era fram komnir, sýna það. — ■ ♦ O ÉIKNINGUR MJÓLKURSAMSÖLUNNAR fyrir árið A A i94i var Jagður fram á fundi mjólkursölunefndar síðast- liðinn föstudag. Alþýðublaðinu hefir ekki verið sendur þessi reikningur, en útdráttur úr honum birtist í Tímánum í gær, og kemur í ljós við athugun á honum, að mjólkurhækkun sú, sem kom til framkvæmda 5. desember síðastliðinn, var með öllu ástæðulaus, hvað snertir rekstrarafkomu sámsölunnar„ Þær röksemdir, sem meirihluti mjólkursölunefndar byggði verðhækkunina á, og Alþýðublaðið gagnrýndi þá mjög, hafa að miklu leyti verið rangar, samkvæmt þessum reikningi, Flestum munu enn í fersku minni deilur þær, sem risu út af mjólkurhækkuninni 5. des. s.l. Dagblöðin hér í bænum héldu því fram, og þá sérstak- lega Alþbl., að mjólkurhækk- unin væri byggð á fölskum for- sendum. Mjólkin var hækkuð um 12 aura líterinn vegna þess, að húsaleiga búðanna var sögð hækkandi, laun bifreiðastjóra og afgreiðslustúlkna hækkuð, nýrri bifreið bætt við og fl. þ. h. Voru í þessu sambandi tilnefnd- ar hinar fáránlegustu tölur hækkuninni til stuðnings. Það kom í ljós í blaðaummælum um málið, að upplýsingar þessar voru sumpart fengnar frá for- manni mjólkurverðlagsnefndar og sumpart frá framkv.stjóra M j ólkursamsölunnar. Nú er það orðið upplýst, þó seint sé, að þetta voru allt fals- rök. Tíminn, sem út kom s.l. laug- ardag, skýrir frá því, að Mjólk- uxsamsalan sé búin að sMla reikningum sínum fyrir s.l. ár, — og þeir staðfesta í öllum at- riðum það, sem Alþýðublaðið sagði um hækkunina. Alþýðublaðið hélt því fram, eins og menn muna, að launa- hækkun starfsfólks, bifreiða- aukning og annar tiltölulega smávægilega aukinn reksturs- kostnaður þyrfti ekki og ætti ekki að hafa svo mikil áhrif til hækkunar á mjólkinni, þar sem tekjur Mjólkursamsölunnar ykjust jöfnum höndum vegna verðhækkunar og aukinnar um- setningar. Tekjur þessar eru Framhald á 7. síðu. Hættuíegnr leilíur Drengur sltaðijrenn- isí á andliti m böndnm. Hafði kveikt í kensíni NÉLEGA brenndist 8 ára drengur alvarlega á höndum og andliti, er hann var að leika sér að því, ásamt öðr- um dreng, að kveikja í benzíni. Voru drengimir að leika sér bak við húsið Bergþórugötu 16. Höfðu þeir náð í b.enzínlögg úr brúsa í Bretaskúr, sem var þar rétt hjá og helt því dollu, sem þeir kveiktu svo í. Kviknaði þá í fötum annars drengsins og hljóp hann fram á götu með föt- in logandi utan á sér. Kóm maður þar að, slökkti í fötum drengsins og hljóp með hann heim til hans, en hann á heima á Bergþórugötu 20. Var því náest farið með hann strax ó spítala og gert þar að bruna- sárum hans. Drengurinn heitir Axel Eyj- ólfur Albertsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.