Alþýðublaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 3
gnnnJngw’ 22. narz 1242. ALÞfðUSUUMD Olíuskipi var sökkt Þýzkir kafbátar láta nú mikið til sín taka við austurströnd Bandaríkjanna og sökkva þar fjölda skipa. Myndin sýnir eitt fórnardýr þeirra, olíuskipið Varanger, sem er norskt. Stafford Cripps á ráðstefnu með ðeila milli Ungverja iherforinoinm f Cairo. Llðssafnaðnr Þjóðverfa á Rtaodos og Tylftareyjumn. Rommel fær liðsauka. O TAFFORD CRIPPS er nú í Kairo og fara þar fram mikl- ^ ar ráðstefnur um Miðjarðarhafsmálin. Taka auk Cripps margir herforingjar þátt í þeim, bæði frá London og herjun- um í Egyptalandi, Libyu og Sýrlandi, þá fyrst og fremst Auchinleck, sem er yfirforingi alls herstyrks Bandamanna í Miðjarðarhafslöndxmpm. Rætt mun vera um aðstöðuna í Libyu og möguleiltana á innrás Þjóðverja í Tyrkland. Fréttir hafa nú borizt af miklum liðssafnaði Þjóðverja á eyjum ítala í austanverðu Miðjarðarhafi, sérstaklega við Tyrklandsstrendur, á Rhodos og Tylftareyjum. í þessu sam- bandi en minnt á árás þá, sem Bretar gerðu fyrir nokkru á Rhodos, er herskip og flugvélar tóku þátt. Sýnir það, að Bretar óttast þennan liðssamdrátt. Tyrkir halda fast við hlutleysi sitt, en þeim virðist um- hugað, að það sé vopnað hlutleysi, því að þeir vígbúast af kappi. Nokkra athygli hefir það vakið, að von Papen mun vera á leið til Berlínar til viðræðna rið Hitler. ; TvS japönsk beitiskip enn iöskíið i loftárás á RabanL Naeárthnr kominn til Melbonrne TiAT ACARTHUR kom til Melbourne í gær og var tekið með virktum. Á jámbrautarstöðinni voru þeir Ford, hermálaráðherra Ástralíu og Brett, varforingi MacArthurs, og ennfremur margir aðrir. Við komuna, sagði MacArthur: „Ég dáist að hermönnum Ástralfu, sem ég kynntist vel í síð- ustu heimsstyrjöld. — Ég er vcngóður um að okkur takist að verja Astralíu, en í nútíma hernaði þarf meira en hug- dirfsku og fómarlund, það þarf rækilegan undirbúning. «8 Rúrnena ót af Transalpinn. HINAK miklu deilur, sem staðið hafa lengi milli Ung- verja og Rúmena um Transil- vaniu, hafa aú blossað upp aft- ur. Er sérstaklega inikil óánægja meðal Rúmena, sem misstu 2 þriðju af Iandinu skömmu eftir að styrjöldin brauzt út. Rúmenar hafa farið hinar mesu hrakfarir á austurvígstöðv unum og misst þar fjölda smanna. En minna hefir borið á ungverska hemum þar eystra og nú segja Rúmenar, að Ung- yerjar séu að spara menn, ef til bardaga kæmi um Transilvaniu. ÍÞess hefir áður verið getið, aS mótmæli hafa verið send til Antonescus og farið fram á, að Rúmenar drægju sig í hlé á aust •urvígstöðvunum. Var á það foent, að lítil von væri á því, að Þjóðverjar ynnu þetta stríð, ef þeir gætu það ekki án þessara Íáu hersveita, sem Rúmenar leggja til. Hitler hefir enn heimtað meira lið af Rúmenum. ilekhine orðinn nazisti. Talar nœ „Gydinga* *fcðk“ og „Aríaskák^ Alexander alekhine, skáksnilliiíguriim heims- frægi, sem býr í hinum her- numda hluta Frakklands, hefir nú gerzt ákafur nazisti og er farinn að tala og rita um „aría- Skák“ og „gyðingaskák“. Hefir hann ritað allmargar greinar um þetta fyrir blöð í Þýzkalandi og Hollandi, og út- skýrir hann þar þessar furSu- Ýmislegt virðist benda til þess, að Rommel hugsi til sókn- ar á næstunni. Hafa brezkar flugvélar séð til allmikilla flutn- ingalesta að baki víglínum hans, en öruggar birgðir og flutning- ur þeirra er grundvallaratriði legu kenningar sínar. Arískir skákmenn, segir Alekhine, tefla djarft og horfast í augu við hætt urnar, en gyðingarnir leika sila- lega og tefla í varnarstöðu, en eru þó stöðugt að tala um sigur til að ergja andstæðingana. Ráðstafanir hafa verið, gerðar til að banna Alekhine að taka þátt í alþjóða skákmótum eftir stríðið, og margir frægir skák- menn hafa lýst yfir, að þeir muni neita að taka iþátt x mót- um, sem honum verður leyfð þátttaka í . sóknar í Libyu, enda er af mörg- um talið að það bafi orðið Bret- um að falli í síðustu sókn þeirra. Rommel mun hafa borizt liðe- styrkur frá ítaliu fyrir nokkru. En töluverðu af birgðum hans er þó sökkt á leiðinni af brezk- um kafbátum. Síðast í gær bár- ust fregnir af því, að þeir hefðu sökkt tveimur stórum birg&a- skipum. Miklar loítárásir eru stöðugt gerðar á stöðvar Þjóðverja, sér- staklega á aðalflugvöll þeirra, Matuba. í gær gerðu margar Boston sprengjuflugvélar úr Suður-Afríkuflughernum árás á völlnn og voru Kittyhawk og Hurricane orustuflugvélar í fylgd með þeím. Eldar komu upp í olíubirgðum og flugskál- um. Tvær orustuflugvélar voru skotnar niður fyrir hvorum að- ila. Loftárásum heldvsi- áfram norðan við Ástralíu. Bandamenn hafa gert enn eina árás á Rabaul á Nýja-Bretlandi og löskuðust enn tvö beitiskip á höfninni þar, en búizt var við, að annað þeirra sé nú sokkið. Japanskar orustu- flugvélar lögðu til orustu við flugvélar Bandamanna og áköf skothrið var hafin á þær, en þær komust allar aftur til stöðva sinna. Þá hafa flugvélar Ástra- líumanna heimsótt eyju eina, sem er tæplega 500 km. norðan við Ástralíu, og kastað þar niður sprengjum. Japanir hafa enn gert árásir á Moresby á Nýju Guineu. Þá hafa þeir verið yfir tveim bæj- um á norðurströnd Ástralíu, en skaði varð þar sáralítill. Japanskir kaf- bátar við Jóla- eyju. UJVÍ 350 km. suður af Java er lítil eyja, sem heitir Jóla- eyjan, og er hún eign Breta. í gær bárust fréttir af japönskum kafbátum við eyna og er það lengst, sem þeir hafa enn farið út í Indlandshafið. Þeir munu hafa verið tveir og gerðu tundurskeytaárás á og sökktu norsku kaupfari. Var skipverjum bjargað til eyjar- innar. Kafbátamir komu upp á yfir- borðið, en þá hófu strandvama- byssur þegar í stað skothríð á þá og neyddu þá til að kafa aft- ur. Síðan hafa þeir ekki látið á sér bæra, en þetta er vafalaust ekki í síðasta sinni, sem kafbát- ar Japana gera usla á Indlands- hafi. Rðssar sækja á ís fflr Ladogavatn. RÚSSNESKAR hersveitir sóttu nýlega fram yfir ísinn á Ladogavatni og notuðu þær sleða, sem eru knúðir af loft- hreyfli. Við Ilmenvatn hafa Rússar tekið átta þorp á f jórtán dögum, og þjarma þeir stöðugt meira að 16. her Þjóðverja. Á austurhluta Krímskaga eru stöðugar orustur og hafa Rúss- ar þar haldið uppi mikilli stór- skotahríð. Herskip úr Svarta- hafsflotanum hafa emi hafið skothríð á stöðvar Þjóðverja á landi. Kviðrista Japana. ♦ —— 1 JAPANIR álíta að sálin búi í ístrunni. Ef þú talar um sálina við Japana, er hann vís til að klappa ánægjulega á ístr- una á sér, og vilji hann full- vissa þig um eitthvað, segist hann ekki „skuli hengja sig upp á það“, heldur segir hann „Ég skal skera á ístruna á mér upp á það“. ÞANNIG er hin fræga japanska kviðrista til komin. Hún er á máli japana kölluð Hara-kiri, en hara þýðir kviður og kiri þýðir að skera. Talið er að árlega fremji nm 1500 Jap- anir sjálfsmorð á þennan hátt, en mjög lítið þarf til, að því er okkur finnst, að Japanir grípi til þess. KVIBRISTAN hefir verið til í Japan síðan á 8. öld og notuðu stjórnarvöldin hana til að Iosa sig við ýmsa háttsetta emhætt is eða aðalsmenn. Varð það á þann hátt, að keisarinn sendi tilsettum manni um 25 cm. langan hníf og keisaralega af- sökunarbeiðni. Nokru seinna varð svo sá, sem hnífinn hafði fengið að fremja sjálfsmorð í viðurvist allmargra vina sinna, opinberra starfsmanna og e. t. v. fleiri. ÞESSI skyldukviðrista var af- numin fyrir rúmlega öld, og er líklegast, að Japanir hafi tekið upp vesturlandaaðferS- ina, þ. e. að setja menn frá störfum vegna „heilsubrests“. ÞEGAR JAPANI hefir tekið á- kvörðun um að fremja kvið- ristu, tekur hann hníf, sem er með 25 cm. blaði, og hreinsar hann mjög vandlega. Hnífn- um er stungið efst vinstra megin í kviðinn og skorið nið ur til hægri en Ioks ofurlítið upp á við aftur. HOMMA, herforingi á Filipps- eyjum framdi kviðristu, eins og menn mima úr fréttum. Honum hafði ekki tekizt að inna það hlutverk af hendi, sem honum var ætlað, óg því átti hann aðeins tvo kosti, að lifa við litla sæmd, eða gera . það, sem hann gerði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.