Alþýðublaðið - 27.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.03.1942, Blaðsíða 3
tl. matt Laié íiaili m fraiskéga. SIGLT ER norður með aust- urströnd Ástralíu, meðfram Yorkskaga og um 100 km. út i Torresundið, verður fyrir annað stærsta eyland heims- ins. Það er Nýja Guinea. Þetta mikla eyland er að mjög miklu leyti ókannað, .sérstaklega innri hlutar þess. Eftir landinu endilöngu er fjallgarður mikill og hár, en báðum megin við hann er all víðáttmnikið láglendi, þar sem miklir frumskógar gera samgöngur illmögulegar á landi. FYRIR ALLMÖRGUM ARUM fannst gull við bæinn Wau, sem er alllangt frá ströndinni Það var trygging þess, að nær allt yrði gert, sem mann- . legur máttur getur áorkað, til að koma bænum í sam- • band við umheiminn. En það reyndist erfitt, vegna frumskóga milli bæjar og strandar. Gullæðið deyr þó ekki fyrir þær sakir, enda var brátt gripið til seinasta strræðisins, ' loftleiðarinnar Lítill flugvöllur var gerður við Wau og öll þau áhöld, sem mega að gagni koma í gullnámum voru flutt loft- leiðina - þangað frá Moresby. ÞANNIG MUN samgöngumál- um Nýju Guineu víða háttað enn, þótt Ástralíumenn og Holllendingar hafi þar unnið mikið umbótastarf. Japanir eiga því enga skemmtigöngu framundan, er þeir hefja sókn yfir landið frá norðtu- ströndinni til Port Moresby á suðurströndinni. ÍBÚAR NÝJU GUINEU standa á mjög lágu stigi og eru flest- ir ósviknir villimenn, nærri því eins og kvikmyndirnar frá Hollywood sýna vestra Þeir ganga snöggklæddir, dapsa hópdansa, berja trumb ur og skreyta sig fjöðrum og trjáblöðum. Þorp þeirra og lifnaðarhættir minna helzt á steinöldina. Dýralíf eyjarinn- ar er einnig mjög f jölbreytt, og lifa þar t. d. fuglategund ir, sem vart finriast annars staðar á jörðunni. NÝJA GUINEA er skipt miUi Holllendinga og Ástraliu- madna, svo að segja eftir miðju landinu frá norðri til suðurs. Fyrir síðustu heims- styrjöld áttu Þjóðverjar hehning austurhlutans, en að stríðinu loknu fengu Astra- iíumenn hann sem verndar- svæði. Landinu hefir nú síð- - ari ár farið geysilega mikið i fram á öllum sviðum, enda hafa Hollendingar og Ástral- ir reynzt hinir beztu hús- bændur. Allmiklar auðlindir <eru í landinu, en búast má t víð, að enn. sé þ^r rrúkið éfundið. Kyrrahaíið. u. s. s. i. *LEUTIÁ*4 ,TOKYOf ^ SHANGH-Al’V V CANADÁ StTKA CHINA SAN FRANCISCO y LOS' n / . hongk°ng/,fobmosa MIDWAY WAKE MANIL ilLIPPICIE IS. »GUAM SINGAPORE/£> HONOLULU> HAWAIIAN IS. NEW GUINEA^, ..JjMARSHALL IS. „»MAKIN S. ’d GILBERT IS.j ** £AST' AUSTRALIA SAMOA. o* * ANGELESVfiN- • ' ■■ l" ' x i' ; :* i . f-v í ’ > íí ’ jv - ■ "* • í ‘ V 'j?: *. f > I Þeir skildu Finna eftir. ÞAÐ ATVIK kom fyrir ný- lega í Rússlandi, þar sem íýskar og finnskar hersveittr jerjasí saman, að þýskur her- foringi ákvað aðhörfa með sveit sína, eftir harða orrustur við Rússa. Næstu nótt gerði hann það ,en Iét ekki Finna vita af því, svo að um morguninn, þeg- ar birti, var finnska sveitin em síns liðs og umkringd. Finnar börðust,.þar til aðeins 4 voru eftir lifandi. FIJI NEW CALEDONIA •SYDNEY £a Jg Kort þetta gefur góða hugmynd um fjarlægðirnar í Kyrrahafi. Á því miðju sést Wake eyja sem nýlega var gerð árás á. Marcuseyja, sem einnig varð gerð árás á, er miðja vegu milli Wake og Japan. Bandaríkjamenn hafa ennfremur gert árásir á Marshall og Gilberteyjar. Jap- anir hafa nú nær allan eyjaklasann milli Ástralíu og meginlands Asíu á sínu valdi. — Allar birgðir, sem Bandaríkin senda til Ástralíu, verða að fara óravegu um Hawaii, framhjá Gil- bert og Marshalleyjum, þar sem búast má við árásum Japana, framhjá Samoa og Fijieyj- um til áfangastaðarins. — Takið eftir Aleutianeyjunum úti fyrir Alaska, en þar er sennilegt að Bandaríkjamenn hefðu bækistöð, ef þeir reyndu innrás í Japan. — Takið einnig eftir Vladivostock, sem Rússar ráða yfir, en þaðan væri auðvelt að leggja borgir Japana í rústir með góðum flugher. liri bnðrib brezkra sprenglnflng- véla gera ðrðsir á Vestnr-bjzkaland. Þýzkar steypiflugvélar gera ítrekaðar árásir á Malta. Áráslr á hafaarborglraar St. Na- zalre og Le Havre í Frakklasidi. ---------4,------- MÖRG HUNDRUÐ brezkra sprengjuflugvéla gerðu í fyrradag miklar loftárásir á íðnaðarborgir í Vestur- Þýzkalandi. Voru veðurskilyrði ágæt og sprengjum kastað á margar verksmiðjur oð aðra hemaðarstaði. Bretar misstu 11 flugvélar. Mikið var tekið af ljósmyndum, sem sýndu það glögg- lega, hversu mikið tjón varð í árásunum á sömu staði 9. og 13. marz, þegar Essen varð fyrir hörðustum árásum. f gærdag voru árásir gerðar á hafnarborgir í Frakklandi, sérstaklega St. Nazaire. Var sprengjum kastað á þýzk skip. f gærdag í björtu fóru sprengju og orrustufiugvélar enn til árása á hafnir FrakkLands. Kom til mikillar loftorustu yfir Le Havre og skutu brezku flugvélamar niður 8 þýzkar orrustuflug- vélar, en þær skutu aðeins niður tvær brezkar. Nánari fregnir eru ókomnar af þessari árás. í sambandi við þessar miklu árásir brezka flughersins minna Bretar á orð Hitlers 4. septem- ber 1940, er hann sagði: „Fyrir hvcrja sprengju, sem varpað er á Þýskaland', mun þýzki flug- herinn kasta 100 á Bretland“. Skýra Bretar jafnframt frá því, að í fyxrinótt hafi og þýzk- ar sprengiflugvélar kastað nokkrum sprengjum á Dover og eina aðra borg Þjóðverjar gera nú nær stöð- ugar loftárásir á Malta og er þeirn aðallega beint gegn skip- um þeim, sem liggja á höfninni í Valetta og eru nýkomin þang- að með mikilsverðar birgðir. í gær voru gerðar tvær mikl- ar árásir á höfnina og tóku 30 steypiflugvélar þátt í hvorri um sig. Spitfire og Hurricane orrustuflugvélar lögðu til orr- ustu og skutu niður a. m. k. 17 niður. Flestar sprengjurnar féllu í sjóinn. 100 Borsldr faogar flflUir til Þýzkaiands FYRIR NOKKRU voru 100 norskir fangar fluttir frá Oslo áleiðis til Þýzkaiands. Er þetta stærsti fangahópur, sem emi hefir verið fluttur burt frá Noregi. Öll fangelsi í Noregi eru nú yfirfull og er aðbúnaður í þeim hinn vepti. Einn hinna 100, sem hafa verið fluttir til Þýzka lands, var settur í klefa með 9 þýzkum föngum og var hann þar í 24 klukkustundir án þess að fá vott eða þurrt. Af þessum 100 mun aðeins fjórðungur hafa verið dæmdur af dómstólum. Japanir sækja tii Mandaiajr. J APANIR sækja nú upp með Sittangánni til Mandalay, sem er önnur stærsta borg Burma. Mæta þeir harðri mót- spyrnu Kínverja, sem berjast af miklum vaskleik. Japanir hafa nú farið framhjá Tangoo; en Kínverjar berjast enn í borg- inni. MlkU loftárás á Murmansk. Eússar svara með gagi- árás al lanði og sjó. ÞJÓÐVERJAR hafa gert mikla loftárás á Mtrr- mansk, hafnarbæinn rússneska sem er skammt frá landamær- nm Finnlands við strendur Barentshafsins. Talið er, að yfir 100 sprengjufiugvélar varð- ar orrustuflugvélum hafi tekið þátt í árásinni. Rússar veittu harðvítuga mótspyrnu og skutu niður 11 flugvélar Þjóðverja. Flugvél- arnar kornu yfir borgina í þrem hópum og vörpuðu sprengjum sínum á víð og dreif, en tjón varð ekki alvarlegt. Skömmu eftir að árásinni var lokið, gerðu Rússar mikla gagn- sókn bæði á landi og af sjó. Rússnesk herskip seítu herlið á land, þrátít fyrir skothríð Þjóð- verja /og samtímis gerði fót- göngulið áhlaup á landi. Það er bersýnilegt, að þessi árás er liður í tilraunum Þjóð- verja til að stöðva hergagna- flutninga til Rússlands. Ef þeim tækist að ná Murmansk á sitt vald, hefðu þeir hina ákjósan- legustu bækistöð til árása á skipalestir Bandamanna, sem fara þar skammt undan strönd- inni. ðnnur stórárás á Gorregidor. JAPANSKAR sprengjuflug- vélar hafa gert aðra stór- árás á eyvirki Bandaríkjanna í Manilaflóa, og þá fyrst og fremst Corregidor. Yfir 50 stór- ar sprengiflugvélar tóku þátt í árásinni og skutu loftvama- hyssur ameríkumanna niður f jórar þeirra. Árásin stóð í sex klukkustundir og var skothriðin úr Ioftvamabyssunum svo mikil, að flugvélarnar urðu að fljúga mjög hátt. Nú, þegar einn bezti hers- höfðingi Japan hefir tekið við herstjóminni á Filippseyjumr eru þeir vafalaust um það bil að hefja stórkostlega sókn til að binda enda á vöm Ameríku- manna. «

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.