Alþýðublaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. apríl Í942~ Njtt UDomennafélafl stofnað i Reykjavik. Siofnfnndur Ðess verður fiald- inn n. h. snnnndag. UNDANFARIÐ hefir verid unnið að því að stofnað yrði nýtt ungmennafélag hér í Reykjavík. Það er aðallega sambands- stjórn Ungmennafélaga íslands, sem átt hefir frumkvæði að þessu, en hún hefir og notið að- stoðar ýmsi;a ungra pilta og stúlkna, sem ekki eru ung- mennafélagar. Ástæðan fyrir því, að nú er hafizt handa um stofnun nýs ungmennafélags í Reykjavík, er fyrst og fremst nauðsyn á já- kvæðu starfi ungmenna bæjar- ins í andófi gegn óhollum er- lendum áhrifum, sem unga kynslóðin stendur nú berskjald- aðri fyrir en nokkru sinni áður í sögunni. En auk þess þykir U.M.F.Í. ekki sæmandi að ekk- ert ungmennafélag skuli vera starfandi í höfuðstaðnum. Stofnfundur hins nýja ung- mennafélags verður í Kaup- Frh. á 7. síðu. -J Hermann Jónasson hef> Ir hótað að segja af sér! ----—+► . -- Tilraun til þess að hræða Sjálfstæðisflokk- inn frá fylgi við kjðrdæmaskipunarfrumvarpið. STJÓRNARSKRÁRNEFNDIN, sem neðri deild alþingis kaus í kjördæmaskipunarmálið eftir fyrstu umræðu þess, hefþr nú, eins og við var búizt, kiofnað. FuIItrúar Fram- sóknarflokksins' í nefndinni hafa tekið ákveðna afstöðu gegn því, að kjördæmamálið verði afgreitt á þessu þingi, hvort heldur sjálfstæðismálið yrði afgreitt samtímis því eða ekki. Að aflokinni atkvæðagreiðslu í nefndinni um þetta, lýstu fulltrúar Framsóknarflokksins yfir því, að flokkur þeirra myndi bera fram dagskrártillögu á þingi um að vísa kjördæmaskipunarfrumvarpi Alþýðufloksins frá, og yrði sú dagskrártillaga felld, myndi Hermann Jónasson forsætisráðherra biðjast lausnar fyrir sig og stjórn sína. Augljóst virðist, að forsætisráðherrann hafi sent þessa hótun á fund stjórnarskrárnefndarinnar í því skyni að reyna að hræða Sjálfstæðisflokkinn á síðustu stundu frá fylgi við kjördæmaskipunarfrumvarpið, þó að engin á- stæða sé til að efast um, að það sé ásetningur hans að segja af sér, ef hin boðaða dagskrártillaga Framsóknar- flokksins verður felld. _________________^ Um leið og fulltrúar Fram- HERMANN JÓNASSON forsætisráðherra, sem nú hótar að segja af sér, ef kjósendur verði gerðir jafnréttháir til á- hrifa á þing og stjórn landsins. 66 listamenn kæra formann mentamálaráðs fyrir alpingi Telja. framkomu hans „litt við unandi, skaðlega heilbrigðum þroska islenzkra lista og ósamboðna velháttuðu þjóðfélagiu. B ^ANDALAG ÍSLENZKRA LISTAMANNA hefir nú sent alþingi ákæruskjal á hendur menntamálaráði, fyrst og fremst formanni þess, Jónasi Jónssyni, undirritað af 66 skáldum og rithöfundum, tónlistarmönnum, leikurum og myndlistarmönnum. Það var áður vitað, að slíkt skjal var í undirbúningi, enda alkunnugt, að megn óánægja hefir ríkt meðal lista- manna með menntamálaráðið og þó einkum formann þess, sem alltaf öðru hvoru hefir staðið 1 opinberum, oft illskeytt- um, blaðadeilum við þá menn, sem hann sem formaður menntamálaráðs hefir átt að úthluta fjárhagslegum styrk af hálfu hins opinbera. í ákæruskjalinu kvarta listamennirnir undan þessari fram- komu og telja allan embættisrekstur formanns menntamálaráðs yfirleitt „lítt við unandi, skaðlegan fyrir framtíð íslenzkra lista og ósamboðinn velháttuðu þjóðfélagi“. Mælast þeir eindregið til þess við alþingi, að það skerisí í leikiim og sjái fyrir því, að menntamálaráð ræki framvegis skyldur sínar í menningarmál- um þjóðarinnar á þann hátt, að viðunandi sé, bæði fyrir rithöf- wndana og listamennina, sem við það eiga að skipta, svo og fyrir alþingi, sem hefir trúað því fyrir að fara með þessi mál fyrir það. Ákæruskjal 'listamannanna Ákæruskjal listamannapna er vohljóðandi „Frá því Menntamálaráð var ett á laggirnar. hafa ytri kjör slenzkra lista verið allmikið :omin undir ráðsmennsku þess, ■g þó einkum hin síðustu ár, er ilþingi hefir falið því nær öll ískipti ríkisválds af listastarfs- emi í landihu og stuðningi við lana. Það er því engin furða, »ótt Bandalag íslenzkra lista- nanna telji starfsháttu Mennta- nálaráðs nokkuru skipta og I ^ hafi reynt að ‘fylgjast með þeim eftir föngum, en samvinna við ráðið um þetta hefir reynzt heldúr erfið. Vér undirritaðir félagar í Bandalaginu viljum nú nefna fáein atriði í þessum starfsháttum, sem vér teljum þess verð, að hið háa' álþingi gefi þeim gaum. ■ Á síðastliðnu ári skoruðu ís- lenzkir myndlistamenn á alþing í samræmi við iyrri tilmæli í, svipaða átt, að hlutazt til um, að Menntamálaráð tæki sér ráðunaut, sem sérstakt skyn- bragð bæri á myndlist. Þéssu var vel tekið og slíkri áskorun frá menntamálanefnd n. d. beint til ráðsins. Þá áskorun hefir ráðið virt alveg að vett- ugi. Einu áhrif hennar urðu þau, að á árinu 1941 var engin mynd keypt af neinum mynd- listamanni. Það er samt ber- sýnilegt, hversu brýn þörf ráð- inu er á leiðbeiningu einhvers smekkvíss manns í þessu efni, og hefir formaður ráðsins lýst því átakanlega í nýútkominni blaðagrein. Hann játar þar, að ráðið hafi glæpzt á að kaupa myndir eftir þrjá nafngreinda málara, en verk „þessara ná- unga“ séu „flest-------geymd í dimmum kjallara, þar sem þau angra ekki fegurðartilfinningu sóémilega menntaðra manna“ (Tíminn, 26. marz, 1942). Hrein- skilnislegar er ekki hægt að játa vanmátt ráðsins til þess að velja myndir handa lista- safni íslenzka ríkisins, ekki sízt þegar þess er gætt að fyrir ein- um hálfum mánuði hafði Menntamálaráð enn ratað í þá> ógæfu að falast eftir myndum; til kaups af öllum þessum þrem-j ur náungum. Vér vonum að hið háa alþingi gangi nú fastar eftjrj því, að ráðinu verði fenginn örUggur leiðbeinandi, sem af-; stýrt géti slfkum slysum frám- vegis. ' ; Þá. vilj Randalagið vekja at- hygli hins háa alþingis á því,: Frh. á 7. síðu. sóknarflokksins í stjórnarskrár- nefnd fluttu þennan boðskap forsætisráðherrans, tilkynntu þeir, að flokkur þeirra myndi einnig koma með tillögu til þingsályktunar um . skipun milliþinganefndar bæði 1 kjör- dæmamálið og sjálfstæðismálið. Stjórnarskrárnefndin hefir þegar haldið nokkra fundi, og mun allri samvinnu þar milli fulltrúa Framsóknarflokksins annars vegar og fulltrúa AI- þýðuflokksins, Sjálfstæðis- f lokksins og Kommúnistaflokks- ins hins vegar vera lokið eftir þau tíðindi, sem hér hefir verið frá skýrt. Fundur hafði þó verið boðaður í nefndinni kl. 11 í gær- morgun, en hann var afboðaður á síðustu stundu. í stjórnarskrárnefnd eiga sæti 9 menn Ásgeir Ásgeirsson fyrir Alþýðuflokkinn , Gísli Sveinsson, Sigurður Kristjáns- son og Garðar Þorsteinsson fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, Einar Ol- géirsson fyrir Kommúnista- flokkinn og Bergur Jónsson, Gísli Guðmundsson, Jörundur Brynjólfsson og Sveinbjörn Högnason fyrir Framsóknar- flokkinn. Fluqslysiö i fyrradag. Ensbi hðfnðsmað- orinn er lðtinn. Hinnm iíðnr eftir ðllnm vonnm. ENSKI IIÖFUÐSMAD- URINN, sem var í flugvélinni „Smyrli“, þeg- ar hún hrapaði í fyrradag, lézt í gærmorgun. Axel Kristjánsson, kaupmaður frá Akureyri, fékk blóð- ' gjöf í fyrrakvöld, og í gær leið honum eftir öllum von - um. Sigurði Jónssyni líður bezt þeirra, sem lentu í slysinu, og Rosenthal, Þjóðverjanum, líður sæmi- lega. Þessar fréttir fékk Al- þýðublaðið um líðan þess- ara manna síðdegis í gær. Enn hafa menn ekki fengið að tala við Sigurð Jónsson flugmann, og eru litlar líkur til að hann geti gefið skýrslu sína um atburð- inn fyrr en eftir nokkra daga. Vita menn því ekki neitt um það, hvað varð slyssins valdandi. Kvenfélag Ælpýöuílokkins: Bazarinn verðnr Mndaflinn 28. ¥r/ENFÉLAG Alþýðuflokks- ins efnir til basars þriðju- daginn 28. þessa mánaðar & Góðtemplarahúsinu. Hafa fé- lagskonur unnið mikið starf til undirbúnings þessa basars og hefir verið mjög til hans vand- að. En konur þær í félaginu, sem enn hafa ekki sent muni á bas- arinn, eru beðnar að gera það hið allra fyrsta. Geta þær kon- ur, sem heima eiga í Austur- bænum, kpmið munum til frú Oddfríðar Jóhannsdóttur, Lvg. 61, og þær, sem heima eiga £ Vesturbænum, til frú Bergþóru Guðmundsdóttur, Brávállagötu. 50. Mjög er áríðandi að félags- konur styðji vel þessa starfsemi félagsins, því að á henni bygg- ist meðal annars framtíðar- starfsemi þess á öðrum sviðum. fieriinléiiriii ðkveðir a ERÐARDÓMURINN svokallaði færði fólki þær fréttir í gærkveldi, að ýmsar brýnar nauðsyrijavörur væru hækííaðar í verði. Hafði gerðardómurinn kveðið upp úr- skurði um allar þessar verðhækkanir. Ilaframjöl hækkar um 15 aura hvert kgr., úr 82 aurum í ,97 aura. Sagogrjón hækka um 4 aura hvert kg., úr kr. 1,92 í kr. 1,96. Kartöflumjöl hækkar um 21 eyri hvert kg., úr kr. 1,50 í kr. 1,71. Verð á smjörlíki og kristalsápu stendur í stað. En 100 kg. af kartöflum hækka um 3 kr., úr 57 kr upp í 60 kr» Gerðardómuripn ákveður ekki smásöluverðið, en í smásölu má leggja á kartöflur allt að 35%. Þannig vex dýrtíðin, sem lof- áð var að stöðva, þegar kúgun- arlögin voru sett gegn verka- lýðnum. Þetta er ekki anhað en Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.