Alþýðublaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 5
saai&MMaíiir sj^. ajwr3(, Síðustu dagar „Bismarcks“ híns mikla orustuskips. -------- M pví að þaö sðkktl orastnsklplna „Eiood‘ vestar at. fslandl og par tll pvf var sðkkt sjálfu saðvestar af Breflandseyjam. £ taflxr JtsMnr tdjón af stokkanflm Það var mikið um dýrðir hjá nazistum í Hamborg, þegar „Bismarck“ hljóp af stokkunum rétt fyrir heimsstyrjöldina. En gleðin yfir hinu mikla orustuskipi varð ekki langvinn. Það lagði af stað frá Bergen í Noregi í fyrstu herferð sína þ. 22. maí 1941. Aðeins’>fjórum sólarhringum síðar lá það á ■ sjávarbotni suðvestur af Bretlandseyjum. Sambúð okkar við setuliðið í augum Vestur-íslend- ings. Klippt úr ferðasögu Sóffóníasar Thorkellssonar. EGAR stærsta orrustuskipi þýzka flotans, Bismarck, var sökkt, var það öllum sigl- inga- óg sjóhernaðarfræðingum wiikið umhugsunar og rannsókn- arefni. Og nú er svo komið, að haegt er að gefa nákvæma frá- sögn af þessum sviplega við- fourði og skýra frá síðustu dög- unum, sem þetta stóra skip var ofan sjávar. íjC Aðfaranótt 22. maí 1941, fór Bismarck ásamt beitiskipinu Prinz Eugen frá Noregsströnd og stefndi milli íslands og Grænlands. í dögun þess 24. sama mánaðar sást stærsta her- skíp Breta, hið fræga orrustu- foeitiskip Hood. Skömmu seinna sást annað enskt herskip, Prince of Wales. Hood hóf fyrst skothríð og Bismarck hóf skothríð á móti iÞví næst hófu Þjóðverjr skot- hríð á Prmce of Wales. Prince of Wales varð fljótt fyrir áfalli og gat ekki haldið áfram bar- daganum. Það varð því einvígi miUi Hoods og Bismarcks. Við þriðju skothríðina frá Bismarck gaus upp svartur reykur á framþiljunum á Hood. •Hann hallaðist á bakborða og brotnaði því næst í tvennt. Framhlutinn fór þegar á kaf, en skuturinn flaut ofurlitla stund og sökk síðan. Fregnin um þetta barst þegar til allra sjóliðanna á Bismarck. Þar varð uppi fótur og fit, glaumur og gleði. Foringjarnir þyrptust upp á þiljur og föðm- uðu hver annan og sungu. Bismarck hafði orðið auðveld- ur sigurinn yfir stærsta orrustu skipi Breta. Bismarck hafði orðið fyrir skotum, en tjónið var hverfandi lítið. Fáeinir menn voru særðir. Allan þennan dag og næsta dag ríkti gleði um borð í Bis- marck. Lútjens aðmíráll kallaði skipshöfnina alla á þiljur og hélt þrumandi sigurræðu.' Húrrahrópin dundu út yfir sjóinn. Það dró ekki heldur úr ícátínunni, að aðmírállinn átti fimtíu og tveggja ára afmæli þennan dag. voru líka sæmdir heiðursmerkj- um. Þeir, sem höfðu mest að gera um borð, voru kvikmyndatöku- mermirnir frá útbreiðslumála- skrifstofu Göbbels. Þeir höfðu kvikmyndað bardagann við Hood, og nú voru þeir að ganga frá myndunum. Berlínarbúar áttu bráðlega að fá að sjá, hvernig þýzku sjóliðarnir höfðu ^taðið sig, þegar þeir voru að binda enda á herveldi Breta á sjónum, en minna nafn var þessum atburði ekki gefið. e» Flestir sjóliðanna voru ungir menn, um tvítugsaldur. Um borð voru einnig 500 sjóliðs- foringjaefni. Þessi mikli sigur kom sér mjög vel fyrir þá. Þeir tilheyrðu allir Hitlersæskunni og trúðu á „foringjann" eins og guð. —t í dag stjórnum við Þýzkalandi, á morgun öllum heiminum, hugsuðu þeir. Eitt þóttust þeir að minsta kosti sannfærðir um: Þýzki her- inn var ósigrandi. Og þetta skip var líka ósigr- andi. Þetta var, áreiðanlega sterkasta orrustuskip, sem nokkru shmi hafði verið smíð- að. Enginn, nema yfirmenn þýzka flotans, vissi hve burðar- magn þess var mikið. Þó er vissa fyrir því að það var meira en 35000 tonn. Sumir álíta, að það hafi verið 55000 tonn. f raxmsókn, sem seinna fór fram, kom það upp úr kafinu, að það fór 33 mílum hraðar á klukku- stund en hraðskreiðustu orrustu skip brezk og ameríksk. Ofan þilja var það mjög líkt öðrum on-ustuskipum. En undir þiljum var það einstakt í sinni röð. Skipshöfninni hafði verið sagt, að skipið gæti ekki einasta sigrað sérhvert brezkt herskip, heldur væri ekki hægt að sökkva því. Þessu trúði skips- höfnin, nema fáeinir gamlir sjómenn, svo sem til dæmis Lindemann kapteinn. Hann vissi ,að hægt var að sökkva þýzkum skipum eins og öðrum skipum. Hann var rólyndur, sjógarpur af gamla skólanum, meiri sjómaður en flokksmaður nazista. ur vexti, en hann var skap- harður og hvass undir brún að líta. Hann var ákaflyndur og veittist auðvelt að æsa upp þá menn, sem undir hann voru gefnir. Skipshöfnin hafði mikið um það rætt, hvert ferðinni væri heitið. Flestir héldu, að þeir ættu að sökkva bezkum kaup- förum á sama hátt og Scharn- horst og Gneisenau. Mikið auka- lið hafði verið sett um borð og það gerði þessa skoðun senni- lega, það gat átt að setja þá um borð í hertekin skip. Sumir höfðu frétt, að Bismarck ætti að ná á vald sitt Azoreyjum. Aðrir héldu, að þeir ættu að fara til Kyrmhafsins og sam- einast þar flota Japana. En það var ekki trúlegt, því að enginn undirbúningur hefði verið gerð- ur undir slíkt. Nú var erindið orðið augljóst. Þeir höfðu átt að sökkva Hood. Það er ekki hægt að ganga í sigurvímu í það óendanlega. Á öðrum degi kom afturkastið. Prinz Eugen sneri heimleiðis. Farið var að kólna í veðri, það var hríð og þoka. Flestir sjó- mannanna höfðu litla reynslu í siglingum um úthöfin. Þeim var það ljóst, að þeir voru einir úti á hinum víðáttumiklu þöf- tun og fjarri heimilum' sínum. Brátt urðu þeir þess varir, að þeir voru eltir. Þann 26r mán- aðarins, þegar þeir voru staddir undan suðurodda Grænlands, heyrðist í flugvél. Brátt kom ameríksk flugvél í ljós beint yfir skipinu. Skotið var á hana úr öllum loftvambyssum á skip- inu og varð af geysilegur háv- aði. Flugvélin hvarf von bráðar. En eftir ofurlitla stund kom önnur á vettvang og hélt vörð yfir skipinu. Skipshöfnin hafði það á vitundinni, að hætta væri í aðsígi. Þá /barst út slæmur orðróm- ur. Það hafði orðið rifrildi milli Luetjens og Lmdemanns kap- teins. Gegnum lokaðar dyr hafði heyrzt hvernig aðmíráll- inn hreytti ókvæðisorðum yfir kapteininn. Lindemann hafði bent honum á, að Bretar myndu gera það, sem þeir gætu til þess að koma Bismarck fyrir katt- amef og myndu ekki una sér svefns né hvíldar fyrr, en höfuð- óvinurinn lægi á mararbotni. Hann hvatti aðmirálirm til þess að snúa heim þegar í stað. Luetjens varð fokreiður og harðneitaði því. Hann lýsti því yfir fyrir skipshöfninni, að hann ætlaði að leiða hana til meiri sigra. Skipshöfnin hróp- aði húrra og lét fögnuð sinn í Ijós. Ei að síður fóru menn að gá út á hafið í von um liðsauka. (Niðurlag á morgun.) Sóffónías Thorkellsson, Vest- | ur-íslendingurinn, sem hér dvaldi lengi 1940—1941, er nú að skrifa ferðasögu sína I Heims- kringlu. I»að er reglulega gaman að þessari ferðasögu. Hún er fyr- ir margra hluta sakir merkileg, eins og maðurinn sjálfur er hinn merkilegasti. Sóffónías lýsir þarna mönnum og málefnum hér heima, og maður kemst ekki hjá því að finna milli línanna ofurlítinn sársauka. Hann er ekki vel á- nægður með ýmislegt hér, hefir áreiðanlega gert sér hugmyndir um að meiri festu og hyggni væri hér að finna, meira þjóðarstolt og mciri andlegan þrótt. Ég er ekki undrandi yfir þessu. Þetta er ekki nema eðlilegt. Sóffónías reynir og að berja í brestina, eins og hann getur. SÓFFÓNÍAS dvaldi hér, þegar Bretar hernumdu landið, og lengi eftir það. Það er dálítið at- hyglisvert, að lesa það, sem þessi veðurbitni vinnuþjarkur og auð- maður segir um sambúð okkar og setuliðsins. Ég set því hér á eftír nokkrar klausur úr ferða- sögu hans. Hann segir meðal ann- ars: „ÞÆR VORU ekki einar um Íþað að haga sér óskynsamlega 1 ungu stúlkumar við brezka her- inn; ég vissi mörg dæmi þess, að menn sóttust eftir því með ótrú- legri ákefð að kynnast þeim, núa sér upp við þá með öllu hugsan- legu móti, jafnvel með því líka, að fólk sagði, að útvega þeim vín og kvenfólk; mér sýndist sem það verða veruleg sýki að vilja vera íleppur í skóm brezka herslns í ótrúlega mörgum tilfellum og at- riðum. Heimilisfeður buðu þeim til sín og gerðust þeim á allan máta handgengnir, jafnvel þótt þeir kynnu ekki meira en tíu orð í málinu, en sumum þeirra var sagt, að hefði orðið mjög svo hált á því, og þeir komið oftar en hús- bóndinn taauð.“ „ALLUR FJÖLDI íslendinga skildi það ekki, iþegar ég var heima, og skilja það ef til vill aldrei, að þeim bar bein siðferðis- skylda til að umgangast herinn með varfærni og kurteisi, en ekki með iþeirri dýrkun, sem þeir gerðu mái'gir, og margir vel skyn- bærir menn. Þeir gátu ekki áttað sig á því, að þeir voru hemumin þjóð, sem ekki var sjálfráð gerða sinna.“ „EN ÍSLENZKA ÞJÖÐIN er ekki sú eina, sem borga verður fyrir siðferðisbrot sín; sefn eina af afleiðingum þessa herfilega stríðs. Öll stríð hafa þessar af- leiðingar. hjá öllum þjóðum. — (Frh. á 6. síðu.) Tilkynning kom í útvai'pinu Jrá Hitler. Hann sæmdi Schneider, yfirmann skotlið- anna, jámkrossinum. Fleiri En yfirmaður hans var æstur nazisti. Gúnther Luetjens að- míráil var ekki glæsilegur mað- Jðrð ca. 50 km. frá Reykjavík, til sölu. Nánari upplýsingar gefurv ðstðlaaigfiSM’ Parláð&ss®!! Austurstræti 7. Sími 2002.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.