Alþýðublaðið - 25.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.04.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Independance eldspitur Kostar 10 aura stoklnmim. FÁST í ÖLLUM VEEZLUNUM S. T. husið i Safnarfirði ... 1 ■ ■■■■■|- ■' 1 • • » Dansleiknr 1 kvðlð U. 10 e. b. Hljómsveit hússins. Nótur Plðtur KLASSISKAE OG NÝTÍZKU , teknar upp í gær. % Kennslunótur SÖNGPLÖTUR o. fl. o. fl. / Gangadreglamir ERU KOMNIR Veggfóðursverzlun Victors Helgasonar Hverfisgötu 37. — Sími 5949. Dnglingsstika eða piltnr óskast í Kjötverzlun við afgreiðslu og annað starf. Tilboð merkt „Verzlun“ sendist afgreiðslunni fyrir miðvikudagskvöld. Laugardagur 25. apríl 1942. á sýnt i Hafnarfirði. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐÍN’ Frh. af 4. síðu. „klessumálara, sem þykjast hafa reynslu fyrir bláum eng-jum, gráen- um himni og brennisteinsgulum skýjum“. Og hann bætti við: „Ég aetla mér ekki að rökræða við þessa sjónvilltu menn, en ég vil í nafni þjóðar minnar leggja blátt hann við því, að þessum grátlega ógæfusömu mönnum gefist tæki- færi til að halda áfram að blekkja landslýðinn og telja honum trú um að það, sem þeir gera, sé list.“ Þannig hafði Hitler það og þannig fórust honum orð árið 1937. En hverjum verður ekki við slíkar endurminningar hugsað til þess, sem nú er að gérast hjá okkur í sömu mál- um? „Helgafell“ skrifar: „Það er eftirtektarvert að tæp- um sjö árum eftir að þessu fer fram í Þýzkalandi Hitlers, er sams konar sýning á úrkynjaðri list haldin í alþingishúsinu í Reykja- vík. Að vísu er ekki að fullu kunn- ugt hvers konar ræður hafa verið fluttar við það tækifæri, en hvað sem um það er, þarf tæplega mik- inn skarpleik * til að sjá, hvorum megin Hitler mundi skipa sér í taugastríði því, sem nú stendur um íslenzka myndlist, og má það vera báðum aðiljum nokkur huggun." Hér mun vera átt við sýn- ingu, sem Jónasi Jónssyni, for- manni menntamálaráðs, hug- kvæmdist fyrir nokkru að opna í alþingishúsinu, sem sýnis- horn af list þeirra málara hér á landi, sem hann hefir aðal- lega átt í útistöðum við. Hafði formaður menntamálaráðs að vísu opnað þessa sýningu í al- þingishúsinu án leyfis forseta sameinaðs þings, og varð að hverfa burt með málverkin þaðan. En í Tímanum hefir síð- an verið boðað, að sýningin verði opnuð innan skamms aft- ur á einhverjum öðrum stað í bænum. HAN3STES Á HORNINU Frh. á 6. síðu. er varla hægt að ætlast til að þær geti varað sig á þessu öllu saman. Þær eru margar hverjar svo dæmalaust einfaldar og óupplýst- ar, vaða í villu og svima — og þetta eru fremur snotrir menn á að líta, heimsvanir, kurteisir, nærý gætnir, að mirmsta kosti til að byrja með.“ „NÚ DKTTUR MÉR í HUG, hvort ekki sé hægt að upplýsa þær svolítið í þessum efnum, en hingað til hefi ég ekki séð þess merki að það væri gert, og virðist þó að þess væri ekki vanþörf á •svona tímum. Það þýðir ekki að vera með sífelldar árásir á þær og svívirðingar, — aðeins fræðsla og leiðbeiningar koma að haldi. Það þarf að skrifa af samúð um þessi mál. Greinamar verða að vera stuttar leiðbeiningar og heilræði, er vektu sómatilfinningu hjá þeim fyrir sjálfum sér og þjóðinni, en ’af henni hafa þær furðu lítið.“ „VILJA NU EKKI einhverjir góðir menn og konur skrifa stutta ákveðna, fræðandi pistla handa stúlkunum? Þungar greinar eða erindi þýðir ekki, því lítið gera þær að því að hlusta á útvarp eða lesa þess háttar greinar, en ég' ef- ast ekki um að þú gætir komið línum til þeirra, Hannes minn. Ég trúi ekki öðru en það sé hægt að vekja þær af þessari svefngöngu.“ „OG SVO ÞETTA til stúlkn- anna: „Munið að þið eruð íslenzk- ar, að ísland má ekki missa ykk- ur. Þið eigið að verðá íslenzkar mæður og eignazt íslenzka syni. Það er ykkar skylda og þá megið þið ekki hafa spillt ykkur. Þið verðið að vera hreinar og heil- brigðar svo að þjpð vor spillist . ekki. Hafið þið ekki tekið eftir því, hvað þær verða fljótt grettn- ár og gamlar, sem eru í ástand- inu?“ „FARIÐ í SVEIT í sumar og lif- : ið heilbrigðu sveitalífi, andið að ykkur íslenzku fjallalófti og hrist- ið af ykkur ástandsvímuna! ‘‘ Hannes á horninu. Kvenkápur, kjólar, rykfrakkar og regnkápur. — Drengja- stormblússur. Sel pússBiogarsand frá Hvaleyri. Kristján Steingrímsson Sími 9210. Nýkomið Karlmannaskór Kvenskór Unglingaskór LÆGSTA VERÐ LEIKSTARFSEMI hefir yfir- leitt verið erfið utan Reykjavíkur, einkum vegna mannfæðar og skorts á heppi- legu húsnæði. Þó hefir hún verið all-blómleg á Akureyri og ísafirði, ©n aftur á móti hefir hún átt örðugra uppdráttar í Hafnarfirði enda hefir ekkert verið leikið þar undanfarin misseri. En nú hafa Hafnfirð- ingar vaknað til nýs lífs, hvað þetta snertir. Áhugasamt fólk þar suður frá hefir tekið sig til og æft gamlán og góðan leik, sem oft hefir verið sýndur hér á landi og álltaf á vinsældum að fagna. Er það söngleikurinn „Ævintýri á gönguför“ eftir C. Hostrup. Er þegar búið að leika „Æv- intýrið“ þrisvar sinnum í Hafn- arfirði við ágætar undirtektir, en þá varð að hætta í bili vegna veikinda eins leikandans. Nú hefir annar maður verið æfður í hans stað, svo að sýnirigar fara að hefjast að nýju, og er það gott, því að margir bíða þess með óþreyju. „Ævintýri á gönguför“ er prýðilegur skemmtileikur; fjör og fyndni, alvara og áhyggjur, . klókindi og kjánaskapur, bland- ast þar þægilega saman og er kryddað ágætum söngvum, sem fjöldi fólks kann og hefir yndi af, eins og t. d.: „Og ég vil fá mér kærustu sem allra, allra fyrst“ og „Þér höfðuð orð á því áðari“. Það er auðvitað ekki við því að búast, þar sem um jafnlitla leikstarfsemi hefir verið að ræða og í Hafnarfirði, að í þess- ari sýningu sé allt vanir leik- arar. Enda er langt frá því að svo sé. Þess vegna vekur það furðu, hve margir leikendanna fara vel með hlutverk sín. Ekki er því að leyna, að Sveinn V. Stefánsson, sem leikur kamm- erráð Kranz héraðsdómara, ber af. Á frumsýningunni fór hann prýðilega með hlutverkið og kæmi það engum a óvart, þótt hann ætti eftir að geta sér góð- an orðstír á leiksviðinu í fram- tíðinni, ef haxm fær tækifæri til að reyna krafta sína. Ársæll Pálsson sem Skrifta-Hans var á köflum ágætur. Solveig Guð- mundsdóttir sem frú Kranz lék smekklega. Hulda Runólfsdótt- ir, sem lék Jóhönnu, var frjáls- leg og skemmtileg, alveg eins og hún átti að vera, rétt eins og hún ætti heima á leiksviðinu, en ekki veit ég, hvort hún hefir nokkurn tíma leikið áður. Um hina leikara mætti líka margt gott segja, enda eiga þeir þakk- ir skilið fyrir leiklistaráhuga sinn. Er það vonandi, að þessi menningarstarfsemi eigi ekki eftir að leggjast aftur niður í Hafnárfirði, því að leiklistin á gott erindi þangað eins og ann- að. Nokkrir verkamenn geta fengið atvinnu nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni. . f. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill.. TILKYN Þar sem félagið hefir ákveðið að reyna til að fá að hafa áhrif á, hvernig úthlutað verði þeim fólks- flutningabifreiðum, sem Bifreiðaeinkasala ríkisins hefir keypt og væntanlegar eru nú á næstunni, viljum við undirritaðir, er vorum kjömir til þess að vinna að þessum málum, vænta þess, að þeir félagsmenn, er hafa sótt ,eða koma til með að sækja um, að fá keypta bifreið hjá Einkasölunni, láti okkur í té fyrir 5. maí n. k. afrit af umsókninni, svo að allar nauðsynlegar upplýsingar, svo sem: Hvað lengi stundað akstur og hvar? Hvort umsækjandi eigi bifreið, hvað lengi hann hafi átt hana og þá aldur hennar og tegund. .. Daglega, til 5. maí n. k., mun einhver okkar ulndir- ritaðra verða á Bifreiðastöðinni Geysi kl. 4—5 síð- degis, til þess að veita móttöku umbeðnum afritum og upplýsingum. Reykjavík, 25. apríl 1942. Ingimundur Gestsson, Þorgrímur Kristinsson, Bergsteinn Guðjónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.