Alþýðublaðið - 10.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1942, Blaðsíða 3
Sunmickagur 18 ixxaí 1942. ALPYÐUBLAÐSÐ 3 Boston sprengjuflugvélar. . Þetta er ein af hinum frægu sprengjuflugvélum af Bostongerðinni, en þær gera nú að heita má daglega árásir á stöðvar Þjóðverja á meginlandinu. Flugvélar þessar eru gerðar af hinum frægu^ ameríksku Douglas fiugvélaverksmiðjum. Bandamenn hrósa sigrifeftir ...'jgagwj?'«• t;g———• —míl;:;""”,..., - i mestu sjóorrustu stríðsinis. Bafldamenn misstu iivorki tirustn- ~"siip lé fiísieiréía méöiirslíip. Áætiamir Japana raskast stórkostiega. ----—^------ SJÓORRUSTUNNI í KÓRALHAFI er nú lokið. Stóð hún í 6 daga, að vísu ekki samfleytt, en hún hófst á mánudaginn. Orrustunni lauk með glæsi- legum sigri Bandamanna, sem nú er fagnað um öll lönd frelsiselskandi manna. Mildum flota, sem Jap- anir höfðu saínað saman, fyrst til að rjúfa samgöng- ur milli Bandaríkjanna og, Ástralíu, en síðan að gera stórkostlega innrás í álfuna, heíir verið sundrað, 9 herskipum sökkt og 3 löskuð alvarlega og mörg önn- ur rekin á flótta. Áætlanir Japana hafa raskazt alvar- lega og getur sigur Bandamanna í orrustunni haft hina s>órkostIegustu þýðingu. Beðið er með óþreyju eftir nánar'i fréttum af tjóni Bandaríkjamanna, en enn hefir engin tifkynning verið gef- in út um það. Hins vegar hefir því verið lýst yfir í Was- hington, að ameríkski flotinn hefði hvorki misst orrustuskip eða flugvélamóðurskip. Þegar litið er á tjón Japana, sést þegar í stað, að þá hljóta hlutföllin að vera Bandaríkja- mönnum mjög í hag, þar eð Japanir misstu tvö flugvéla- móðurskip, beitiskip og margt tundurspilla'. í tilkynningu frá aðalstöðvum Mac Arthurs í Ástralíu segir, að fregnir Japana um að þeir hefðu sökkt tveim ameríkskum flug- véiamóðurskipum, tveim orrustuSkipum og mörgum beiti- skipum, væru lygar og fjarstæða. Japanir hafa nú viður- keimt, að þeir hafi misst eitt flugvélamóðurskip og 3i xlug- vél, en síðan sagt var frá því í japanska útvarpiu, hefir ©kki verið á orrustuna minnzt. Stðln heiln far- Hegaskipi ogstrnkn .. til Enpiands. 1 FYRIR NOKKRU bárust hing- að jréttir um mikið ajrek, sem norskir piltar höfðu unnið. Var sagt, að þeir hefðu náð norsku strand- ferðaskipi og siglt því til Englands fullu af farþeg- um. Ekki var tálið heppilegt að skýra frá þessu, þegar það varð, en nú hefir sagan verið sögð í London. INOKKRIR PILTAR höfðu bundizt samtökum um að freista þess að komast úr landi. Þeir höfðu þó ekki ráð á neinni fleytu, og snérist því allt um það hjá þeim, hvernig þeir ættu að kom- ast yfir skip. XiOKS ákváðu þeir að gerast svo fífldjarfir, að taka far- þegaskip á sitt váld og sigla því til Englands. Ákváðu þeir að reyna að ná skipinu „Galtesund“ undir sig, en það var í strandferð milli fjarða frá Osló og við suð- ur og vesturströndina, og er skipið 623 smálestir að stærð. PILTARNIR dreifðu sér nú á viðkomustaði skipsins. ' — Stærsti hópurinn tók sér fari Osló, en svo kom dálítill hópur um borð í hverri smá- höfn. Höfðu piltarnir mjög hægt um sig í skipinú, þar til það var orðið fullt af far- þeýum. PILTARNIR TÓKU sér nú stöðu víðs vegar um skipið: ■á þilfarinu, á stjórnpálli, í vélarúmi og víðar. Þegar skipið var svo komið nokk- uð á sjó út var gefið merki <og gerðist þá margt í senn. Allir þeir piltar, sem höfðu getað tekið vopn með sér tóku þau nú fram. Skipti það heldur engum togum, að þeir náðu skipinu á sitt vald og breyttu nú stefnunni í flýti. Var siglt á fullri ferð í áttina til Englands, frels- isins og baráttunnar fyrir frelsi Noregs. ÆFINTÝRIÐ heppnaðist með afbrigðum vel. Hinum fífl- djörfu norsku víkingum var vel fagnað er þangað kom og nú hafa þeir allir gengið í þjónustu norsku stjórnarinn ar í London. PILTARNIR náðu skiþinu á sitt vald 15. marz. Nokkru síðar var tilkynnt í Oslo áð skipsins væri saknað og væri óttast, að það hefði far- izt á tundurdufli, eða að ó- vinakafbátar hefði orðið því að t jóni. Þegar piltarrúr heyrðu þetta í útvarpinu í Os lö. höfðu þew gaman af. Ðýraverndarinn, 3. tbl. þessa árgaaage er nýtaom- m út. Efni: Ráðgátur og getgát- ur, eftir Guðmund Friðjónsson, — Brúnka, eftir Bjaima Siguirðsson, o. m. fl. Glímufélagið Ármann heldur skemmtifimd í Odd- iellowhúsmu á morgun, mánudag- Jim 11. maí, kl. 9 s.d. Leiðtogar Bandamaima hafa lýst ánægju sinni yfir þcssum mikilvæga sigri. Knox, flotamálaráðherra Bandaríkjanna sagði: Þetta er stórfenglegur sigur fyrir Banda menn. Cordell Hull sagðí: Ég get ékki látið hjá líða, að segja, að þetta er mjög mikilvægur sigur. Nánari fréttir hafa borizst frá fréttariturum í Ástralíu, af því, hvernig orrustan fór fram, en enn hafa engar fréttir borizt frá flotamálaráðuneytinu í Was- hington. Steypiflugvélar gerðu árásir á flugvélamóðurskipin og hittu annað þeirra þegar í stað mörgum sprengjum. Stórkost- legár sprengingar urðu og eftir nokkrar mín. sökk skipið. Tund- urskeytaflugvélar voru einnig á staðnum og hittu þær hitt skipið með mörgum tundur- skeytum. Kom upp eldur í því, stafna á milli. Þegar hér var komið, lögðu flest skip Japana á flótta og skildu mörg eftir. Herskip Am- eríkumanna héldu á eftir og segir í tilkynningu frá Mac Arthur, að þau séu tilbúin að ráðast á japönsku flotadeildina, ef færi gefst. Curtin, forsætisráðh. Ástra- líu, hefir sagt frá því, að ástr- ölsk skip hpfðu tekið þátt í sjóorrustunni og| mættu Ástra- líumenn vera stoltir af því. Það vekur nokkra athygli, að ekki hefir verið getið um þátt- töku japanskra orrustuskipa í bardaganum. ' / ■ l 1 Mikil loftárás ro á Warnemnnde. Aukin andstaða Þjéðverja í lofti. p. — ' REZKAR FLÓGVÉLAR fóru í fyrrinótt fíl borg- innar Warnemunde, sena er skammt noroan við Rostock í Norður-Þýzkalandi. Margir munu kannast við þá borg, því að þar kemur jámbrautaferjan frá Gedser í Falster í Danmörku að landi í Þýzkalandi. Bretar voru all fjölmennir í árás þessari, en þeir mættu mikilli andstöðu yfir borginni og misstu 19 flugvélar. Engu síður varð mikið tjón í borginni. Warnemunde hefir mjög svip- aða þýðingu og Rostock. Þar eru flugvélaverksmiðjur og stórar þjálfunarstöðvar fyrir flugmenn. Ennfremur er borgin mikilsverð samgöngumiðstöð, bæði fyrir flutninga til Noregs, Danmerkur og Rússlands. í Warnemunde er ennfremur mikill baðstaður. Það er sýnilegt, að Þjóðverjar hafa aukið varnir borganna í Norður-Þýzkalandi mjög mikið enda munu þeir búast við aukn- um árásum á þær. í gærdag fóru orrustuflug- vélar í marga leiðangra til Frakklands og Niðurlanda. Voru árásirnar gerðar á flug- velli. Hudson flugvél gerði árás á þýzkt birgðaskip úti fyrir Haugesund í Noregi og skildi við það brennandi. Foringi G-manna. Þessi mynd er af .1- Edgar Hoover, hinum heimsfræga foringja ameríksku G-mann- anna. Er hann að koma úr heimsókn til forsetans í Hvíta húsinu. Hoover hefir nú aðal- lega það starf á hendi, að veiða njósnara nazista og hefir hann þegar náð mörgúm þeirra. Gullna hliðið' verður sýnt í kvöld ki. 0 Er aðsókn að því égæt enn þa — þótt búið só að sýna það yfir 60 sinn- um. Revyan Halló, Ánieríka! verðiu' sýnd í dag kl. 2.30'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.