Alþýðublaðið - 10.05.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.05.1942, Blaðsíða 6
e Sunnudagur 10. mai 1042. ALÞTÐUBLAÐIÐ StanníDð, stiónisköíiaoDFiBD eg aípýðuleiðtogian. Kveðja Staunings til Islendinga 1939. ■öOfc*ð^ ^í< f.. —-h-ra^ «- 1»í C.-<y>V2Í;., ^ .-a--^ ^SoSS, ** (- ^ <ÍL/ ' ■* <€*/? V' ^zíc_r\ fl-H Þessa kveðju skrifaði Stauning á skipsfjöl á leiðinni til íslands sumarið 1039, þegar hann kom hingað síðast. Hún hljóðar þannig á íslensku: ,,í>að er mér jafnan’ mikil ánægja að ráðgera ferðalag til bræðralands vors, íslands. Sem ráðherra hinna sameiginlegu mála íslands og Danmerkur hefi ég tækifæri til að fylgjast með þróuninni á íslandi og þekki því einnig marga af þeim örðugleikum, sem þar hefif ver.ið við að stríða. Ég óska íslandi góðs gengis í framtíðinni og íslenzku þjóð- inni alls góðs, og að lokum hlakka ég til að fá að dvelja fáeina daga með íslendingum og þeim Dönum, sem á íslandi búa“. Frh. af 5. síðu skap og lægni, enaa hlaut hann almenna viðurkenningu. Árið 1939 sagði Stauning af sér JQokksformennsku. Hann vildi gjarnan bæði létta af sér störfum, velja eftirmann sinn og vera honum til aðstoðar um skeið. Hans Hedtoft-Hansen yar einróma, að tiDögu Staunings, valinn formaður flokksins. Hed- toft-Hansen minnast margir frá komu hans hingað til lands 1939, og hinnar skörulegu ræðu hans á Arnarhólstúni. Er þar án efa að ræða um hinn efnilegasta mann meðal ungra, danskra stjórnmálamanna. Norræn |afnaðar-> stefna. Þau 40 ár, sem Stauning stóð í broddi fylkingar danskra jafnaðarmanna, hafa mest mót- að danskt þjóðlíf og orkað mestum þjóðfélagsumbótum þar í landi. Stauning á þar sína sögu, óvenjulega glæsilega og áhrifaríka. Hann var einn af að- aláhrifamönnunum við mótun hinnar norrænu jajnaðarstejnu. Sú stefna byggir á óskoruðu lýðræði og félagslegri þróun, frá auðvaldsskipulagi til jafn- aðarstefnu. Hún byggir á þroska, frelsi og þekkingu þegn- anna, til lausnar úr ánauð. Grundvöllurinn er kenning Karls Marx, mótaður eftir þjóð- félagsástæðum og staðháttum landanna, laus við stirfnar kennisetningar, er brostið hafa af tönn tímans. Hin norræna jafnaðarstefna hefir hrósað sigri. Fyrir hennar atbeina hafa orðið stórstígast- ar breytingar á kjörum og menningu alþýðunnar á Norð- urlöndum. Ég hika ekki við að fullyrða, að hvergi í heiminum sé aðbúnaður, lífsskilyrði og menntun alþýðunnar jafn full- komin og á Norðurlöndum. Frá því að vera ráðvilt, kúguð, I þjökuð og menntunarsnauð hef- ir alþýðan á Norðurlöndum sótt fram í skipulagslegri einingu, undir ágætri forystu, unnið ótal sigra og lagt undir sig lönd sín. Þeirra eigin lönd hafa orðið hennar föðurlönd í fyllsta skiln- ingi. Og allt hefir þetta náðzt með lýðræðislegri skipan, án blóðsúthellinga og ofbeldis, með félagslegum þroska og glöggum skilningi á stefnumið- unum. Fram til síðustu og verstu stríðstíma var fólkið á •Norðurlöndum öllum þjóðum jrjálsara, með fullum og óskert- um rétti til þess að láta í ljos skoðanir sínar í ræðu og riti, tilbiðja þann guð, er það óskaði, og aðhyllast þá list og feenni- setningar, er það sjálft valdi. Hvergi var aðbúð hinna mátt- arminni, hinna vönuðu, höltu og blindu jafn góð og fullkom- in. Hvergi var fjárhagur al- mennings jafnari og betri. Hin norræna . jafnaðapetefna var langt á leií komán að gera j hin fögru kjörorð byltingar- ' mannanna frönsku — jajnrétti, jrelsi og bræðralag, að veru- leika. Danmörk var ekki sízt Norð- urlandanna á vegi þessarar dá- samlegu þjóðfélagsþrounar, á leið til þess fullkomnasta og bezta þjóðskipulags, er ófull- komnir og ólíkir menn geta bezt skapað. Stauning var einn af höfuðs- mönnum þessarar hröðu en hóglátu nýskipunar. Hans nafn gleymist því aldrei. Stjö r n mála maðnr inn Stanning. Þegar Staiming varð 60 ára, 26. okt. 1933, var gefið út minningarrit, þar sem allmargir flokksmenn hans lýstu honum sem stjórnmálamanni. i Aðdáun þeirra leýnir sér ekki, og traust þeirra á honum var takmarka- laust. Þannig var aðstaða hans í Alþýðuflokknum danska. Saga Staunings er stjórn- málasaga dönsku þjóðarinnar síðasta mannsaldurinn. Engan mann bar þar til líka jafnhátt. Hann var afburða stjómmála- maður. Stauning var ágætur ræðu- maður. Hann var karlmenni í ræðustól. Röddin mikil og hljómsterk, skýr og festuleg. Mál hans heyrðist í órafjar- lægð. Hann talaði af afli sann- færingar, af þekkingu og með frábærri rökvísi. Orðalag hans og setningaskipun var blátt á- fram og skýrt. Hann var harður og óvæginn andstæðingur, en aldrei ódrengilegur í málaflutn- ingi. Stauning hafði ágæta skipu- lagsgáfu og var sérstaklega sýnt um að orða hugmyndir sínar. Hann var jafnvígur á samningu kosningaávarpa til þjóðar sinnar, hvatningarorða til flokksmanna sinna og harðr- ar ádeilu á andstæðingana. En umfram allt var hanh þó samn- ingamaðurinn. Oft þurfti hann á því að halda að samhæfa nokkuð ólík sjónarmið sinna 'eigin floksmanna. En alltaf tókst það ágætlega. Hann varð og oftsinnis að semja við and- stæðinga sína, Dag eftir dag gat hann setið í þeim samningum, rólegur og ráðsnjall. Þegar eitt brást, reyndi hann annað. Og ef hann ætlaði sér það, náði hann oftast endunum saman að lok- um. Frægir eru Kanslaragötu-. samningarnir, er hann gerði við vinstrimenn árið 1932, eftir marga kvöld- og næturfundi á heimili sínu. Þá var gert sam- komulag um gengislækkun og stórfellda styrki til atvinnu- bóta. Stauning var með afbrigðum úrræðagóður stjórnmálamaður. Þó útlitið væri örðugt, brast hann aldrei kjark og var manna fundvísastur á leiðir til úr- lausnar. Hann hafði óbifandi traust á stefnu sinni og flokki. Ég minnist þess, er ég eitt sinn sat með Stauning í hópi nokk- urra manna. Einn andstæðingur hans vildí þá draga í efa, að danskir jafnaðarmenn myndu leysa þau vandkvæði, er að steðjuðu. Stauning sló í borðiö og sagði, gð það skyldi konra í ljós, að danski Alþýðuflokkur- inn myndi ráða fram úr öllum örðugleikum þjóðarinnar, sem ekki stöfuðu af beinum árásum annarra þjóða. Og hann reynd- is þar sannspár. Eins og vænta mátti um jafn mikinn baráttumenn, átti Stauning að sjálfsögðu. marga hárða andstæðinga. En flestir viðurkenndu þeir yfirburði hans og fádæma hæfni, og í huga sínum dáðust þeir að hon- um. Aðeins tveir flokkar eða hópar manna hötuðu Stauning innilega, og gerðu allt, sem þeir gátu honum til vanvirðu. Það voru nazistar og kommúnistar. Þeir skildu það réttilega, að þeir áttu engan jafn hættulegan andstæðing. Og að venju not- uðu þeir hin ódrengilegustu vopn í hinni áhrifalitlu baráttu sinni. Síðustu tvö árin hafa vafa- laust tekið mjög á Stauning. Jafn fölskvalausan ættjarðar- vin og lýðræðissinna gat ekkert sárara hent en atburðirnir, er skeðu 9. apríl 1940, og það, sem þá á eftir kom. En þá sem fyrr sýndi Stauning hetjulund, þrautseigju og karlmennsku. Honum hefir vafalaust verið það ljóst, að mjög myndi reyna á þolrif hans. En hann tók fús- lega að sér hið vanþakkláta verk, þó hann vissi að það myndi kasta skugga á lýðhylli hans. Þjóð sína yfirgaí þann. ekki í raunum hennar. Hann bjargaði því, sem bjargað varð. Og ég er óhræddur um dóm sögunnar um þennan síðasta og erfiðasta þátt í stjómmálasögu hans. Danska þjóðin er nú hnípin og í vanda. Hún hugsar án efa: „Hvér verður til að taka við af honum, nver treystir sér af landsins beztu sonum?“ Sá maður, Hedtoft-Hansen, er Stauning fyrir þrémur árum valdi eftirmann sinn, mun síðar koma til sÖgunnar, og hefja upp fánann, þar sem hanp féll úr hendi foringjans. Og ekkert •verður honum frekar til fyrir- myndar, en hin glæsilega saga Staunings. Maðurmn Stauning. Thorvald Stauning er ógleym anlegur öllum þeim, er honum kynntust. Hvar sem hann kom og fór, vakti harm hina mestu athygli. Hann var hár og þrek- inn, tígulegur á velli, og engum duldist, að þar var enginn hversdagsmaðuj. Hið fagra, brúna alskegg var frægt utan lands og innan, og vel notað verkefni fyrir skopteiknara og gamanvísnahöfunda. Svipur Staunings var hvorttveggja í senn, mikilúðgur og gáfulegur. Hann var alltaf mjög snyrtileg- ur og smekkvís í klæðaburði, og var það tilefni þess, að íslenzka kommúnigbablaðið taldi honum það til áfellis, að hann væri bezt klæddi maður í Danmörku. En því fór víðsfjarri, að Staun- ing klæddi sig að sið spjátrunga og sundurgerðarmanna. Klæðn- aður hans, eins og fas og fram- ganga, var tilgerðarlaus, en bar úm leið ótvíræðan blæ festu, hóflætis, virðuleika og smekk- vísi. Við fyrstu kynningu var Stauning frekar þurr á mann- inn. Hann var fámæltur, lág- mæltur en skýrmæltur við ó- kunnuga, kurteis, skýr og á- kveðinn í svörum. En við nán- ari kynningu, og í vina- og kunningjahóp var hann flestum mönnum skemmtilegri, alúðleg- ur og spaugsamur og hrókur alls fagnaðar. í þeim samtölum kom skýrlega í ljós staðgóð þekking, raunhæfni og ágætar gáfur. Hann var fundvís á kjarna málanna, hvort sem voru alvarleg stjórnmálavið- fangsefni, atvinnumál eða einkaviðskipti manna. Hann miðlaði vinum sínum og félög- um af gnægð þekkingar sinnar og reynslu, og lét sér mjög annt um viðfangsefni þeirra og gaf þeim góð ráð og leiðbeiningar. Allt var það laust við stærilæti og bar engan kennslublæ. Hann var einn vinurinn í hópnum, jafningi og félagi, en allir hlust- uðu, er hann talaði, og vissu sem var, að þa'ðan væri aðeins von þess, er væri gagn og gam- an á að hlýða. Stauning var sérstaklega vin- fastur og trygglyndur. Gömlum og góðum félögum gleymdi hann aldrei. Hann átti margar ánægjulegar stundir á kyrrlát- um veitingahúsum með Jensen ökumanni og gamla Hansen úr vindlaverksmiðjunni. Störfum hlaðinn sem forsætisráðherra og flokksforingi gaf hann sér samt oft tíma til slíkra sam- funda og vinafagnaðar. En það voru ekki eingöngu gömlu fé- lagarnir, er á þennan hátt nutu návistar hans. Ungir menn og upprennandi í flokki hans áttu þess oft kost að ræða við hann í glöðum hóp á síðkvöldum, bæði hin alvarlegustu stjórn- mál og gamansömustu dægur- mál. Þessar viðræður og sam- fundir voru hinum ungu mönn- um ógleymanlegar og merki- legur þáttur. í flokkslegu upp- eldi þeirra. Stauning átti óteljandi vini, bæði innan flokksins og utan, er dáðu hann og tignuðu, og vildu allt fyrir hann gera. Vit- undin um þetta gaf honum auk- inn styrk, er hann oft þurfti á að halda, því sorgir og áhyggj- ur hversdagslífsins sneiddu ekki fram hjá honum frekar en flestum öðrum. Ég hitti Stauning í síðasta sinn í ríkisþingshúsinu danska í byrjun september 1939. Þegar hann kvaddi mig sagði hann, að hann myndi aldrei oftar til ís- lands koma, en bað mig áð bera kæra kveðju til allra félaga og vina, og sagði að hann myndi sem fyrr oft hugsa til hins fágra íslands og vina sinna, er þar bjuggu. Hann rétti fram hendi sína og kvaddi. Handtakið var fast og innilegt, og ég sá bak við gleraugun einkervnilegan og angurværan glampa hins aldur- hnigna, stórbrotna manns. Því feandtaki gleymi ég aldrei. Fruxnsýning að nýju revyunni: Jlú er það svart, maður!‘ verður á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar verða af- hentir frá kl. 1—4 á morgun. Næsta sýning veröur á þriðjudag kl. 8 s.d. Aðgöngumiðar að þeirri sýningu seldir á morgun kl. 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.