Alþýðublaðið - 10.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1942, Blaðsíða 4
ALMVU8UI0ÍD Sísaa'itdacgix* *' Iðt a*aí 1942. fUþií(ðnbUí>Í& Úlgefeoði: AlþýSaCMUcaiiu Ritetjóri: Stetám rjctassn Sitstjórn og afgreiðsla í Al- þýöuhúsinu við Hvrarfisgðtu Sfmar ritstjómar: 4901 og 4902 f Sfmar afgreióslu: 4900 og 4906 Verö í lausasðlu 25 aura. Alþj Önprentsnriðjam h. f. Sigir jafnréttlsias trirgoðnr. 1 |?i #i — ! - :'íl Þá er nú loksins svo langt komið, að teljast má tryggt að ' kjördæmaskipunarfrum- varp Alþýðuflokksins verði samþykkt á þessu þingi og því •næst borið undir þjóðina við almennar kosningar í vor. Fullírúar allra flokka í stjórn arskrárnefnd neðri deildar annarra en Framsóknar, þ. e Alþýðuflokksins, Sjálfstæðis- flokksins og Kommúnistaflokks ins, hafa skrifað undir sameig- inlegt nefndarálit um frum- varpið og lagt til að það verði samþykkt. Verður að sjáK- sögðu að líta á það sem skuld- bindingu af hálfu þessara þriggja flokka, að standa sam- an um málið þar til það hefir fengið fullnaðarafgreiðslu og kjördæmaskipunarfrumvarpið er orðið að lögum á þingi í sumar, að afstöðnum kosning- um í vor. En í þeirri skuldbind- ingu felst vitanlega einnig, að stjóm, sem væntanlega verður mynduð af SjáLfstæðisflokkn- um til þess að tryggja fram- gang málsins, verði gert mögu- legt að fara með vöid þangað til á sumarþinginu, þannig, að hinir tveir flokkarnir, sem að samkomulaginu um kjör- dæmabreytinguna standa, hindri að minnsta kosti, með Bændaflokknum, sem, einnig er málinu fylgjandi, að vantraustsyfirlýsing af hálfu FramsóknarfJokksins verði henni að falli þangað til. Því að annars væri framgangi kjör- dæmabreytingarþmar sjáKrar vitanlega teflt í algera tvísýnu á ný. MeS samkomulagi því, sem náðst hefir milli Alþýðuflokks- ins, Sjálfstæðisflokksins og Kommúnistaflokk,sins um kjör- dæmamálið, tókst að vísu ekki að tryggja frarngang Alþýðu- flokksfrumvarpsins óbreytts. Sj álfstæðisflokkurinn var ekki fáanlegur til að fallast á, að Ajkranes og Norðfjörður yrðu gerð að sérstökum kjördæm- utm. En xneginatriði frumvarps- ins ná fram að ganga: Þing- mönnum Keykjavíkur verður fjölgað úr 6 upp í 8, Siglufjörð ur verður sérstakt kjördæmi og fær 1 þingmann, og hlutfalls kosningar verða teknar upp í öllum tvímenningskjördæm- uiium. Munu Alþýðuflokksmenn telja þessa lausn málsins vel við unandi og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar yfirleitt fagna því, aö hið hróplega mis- Óver|aiuliy að nota ekkt tæki- fserið nú til gengisliækkunar. Minnlhluta álit Haraids Guðmundssonar, lagt fram eftir að fjárhagsnefnd neðri deildar Mofnaði i gengismálinu. FRA því var skýrt hér í blað- inu fyrir nokkru, að fjár- hagsnefnd neðri deildar alþingis hefði klofnað í gengismálinu. Lýstu fulltrxiar Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, Skúli Guðmundss., Sveinb. Högnason, Jón Pálmason og Stefán Stefánsson, því yfir, án þess þó að gera nokkra grein fyrir þeirri afstöðu, að þeir séu því andvígir, að gengisbækk- unarfrumvarp Alþýðuflokksins næði fram að ganga. Fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni, Haraldur Guðmunds- son, stendur þar einn á móti fjórum í gengismálinu. Hann leggur til, að gengishækkunar- frumvarpið verði samþykkt og hefir nú gert fyrir því ítarlega grein í minnihlutaáliti, sem hann hefir lagt fram. Fer greinargerð Haralds Guð- mundssonar eða minnihlutaálit 'hér á eftir „Nefndin hefir ekki orðið sammála um afgreiðslu frv. Meiri hlutinn (J. Pálni., Sk. G., St. St. og Svb. H.) er á móti frv. Mirrni 'hlutinn vill hins vegar samþykkja frumvarpið. Aðalatriði frumvarpsins eru þessi: Gongi íslenzku krónunnar verði hækkað til samræmis við það, sem það var skráð 1939, fyrir gengislækkunina. Ríkis sjóður skal bæta bönkunum þann halla (nettóhalla), sem þeir verða fyrir við gengishækk- unina. Til þess að gera honum það kleift skal leggja sérstakan eignarskatt á stríðsgróðann, er nemá 15% af eignaaukningu eignarskattsgjaldenda, sem orð- ið hefir árin 1940 og 1941 og er umfram 75 þús. kr. 'hjá 'hverj- um einstökum gjaldanda. Enn fremur skal ríkissjóður, meðan brezk-íslenzki samningurinn er í gildi, þ. e. til 30. júní n. k., gi-eiða þeim framleiðendum, sem bundnir eru föstu. verði í samningnum, það tjón, sem þeir verða fyrir vegna 'gengishækk- unarimiar. Frumvaipinu fylgir ýtaiieg greinargerð, og vill minni hlut- inn vísa til hennar til rökstuðn- ings fyrir afstöðu sinn. Þau rök, sem falla undir gengishækkun nú, eru svo sterk, að það verður að hans dómi með engu móti réttlæít að nota nú ekki tæki- færið til þess að hækka krónuna. Meðan okkur var óheimilt að hækka krónuna vegna samninga við Breta, var óspart látið í ijós í blöðum Sjálfstæðis- og rétti kjördæmaskipunarinnar og kosningaíyrirkomulagsms verður nú loksins brotið á bak aftur og jafnrétti kjósendanna tryggt til áhrifa bæði á þing og stjórn. Það er nýr, traustur steinn, sem þar með er lagður í byggingu lýðræðisins hér á landi. Framsóknarflakksins. að æski- legt væri að hækka krónuna á ný, en nú, þegar við höfum fulla heimild til þess að breyta geng- inu, snúast þessix f lokkar önd- verðir gegn því, án þess þó að tilgreina ástæður fyrir iþví. í greinargerð frv. kemur fram sú skoðun, er ýmsir hagfræðing- ar, sem um málið hafa ritað, hafa einnig látið í Ijós, að geng- ishækkunin mundi vera einfald- asta og öflugasta dýrtíðarráð- stöfunin, sem völ er á. Þessu hefir ekki verið mótmælt með rökum. 'Einnig 'hefir verið bent á hið aukna öryggi allra spari- fjáreigenda af gengishækkun. Eignaaukning sú, sem skattur inn, 15%, leggst á, stafar svo að segja öll af hreinum stríðs- gróða, sem að miklu leyti er til orðinn af þeim ástæðum, að bankamir hafa keypt erlendan gjaldeyri of háu verði. Minni hlutinn er þeirrar skoðunar, að gengishækkunin sé einnig — auk þess að vera bezta dýrtíðarráðstöfunin — stórfellt réttlætismál gagnvart öllum laimþegum og sparifjár- eigendum, sem tóku á sig byrðar gengislækkunariruiar 1939 af þjóðarnauðsyn. Þá var aðal- ástæðan til gengislækkunarinn- ar talin taprekstur atvinnuveg- an.ua og þó fyrst og fremst tog- araútgerðarinnar og gífurlegur gjaldeyrisskortur. Lausaskuldir bankanna voru orðnar á 15. millj. kr. í apríl 1939. ,Nú hafa atvinnuvegirnir, sérstakiega stórútgerðin, setið að stórfelld- um gróða á þriðja ár, og þjóðin á gjaldeyrisvarasjóð, sem nem- ur hátt á annað hundrað milljón krónum. Minni hlutinn vill í þessu sambandi vitna til umrnæla Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra, formarms Sjálfstæðis- f loklxsins, er hann viðhafði á al- þingi 10. júní 1941 í umræðum um dýrtíðarmálin: „Ég er þeirrar skoðunar, að hækka ætti íslenzka krónu, ef unnt væri. Ég stóð fast með því að verðfella hana 1939, því að þá sá ég ekki önnur ráð til þess, að framleiðsla til útflutnings gæti (borið sig. Þeir, sem þá vildu fella, hljóta nú, þegar flest er gerbreytt, að hneigjast að því að hækka krónuna. Meg- inhluti íslenzkrar framleiðslu stendur nú þannig, að hann mundi fá borið hækkun, og þann skell, sem hann fengi af heimi, mundi hann hljóta að fá fyrr eða síðar, þegar verðlag hrapar. Þegar vel árar þannig, er tíminn til að bæta þeim tjón- ið aftur, sem biðu það við geng islækkunina, og það er ekki margt auðmamia í þeim hópi, heldur oft peningalitlir menn, sem mega ekki við því, að spari- skildingarnir rýrni, og þjóðfé- lagið má ekki við því , að menn miíssi trúna. á.. að eitHnsa& þýði að spara.. Ég skal játa, að þótt. Bretínn vildi heimila okkur sjálfræði um hækkuh krónunnar, væri eftir að ráða frarn. úr ýmsmn vandamálum í því. sambandi. Við megum ekki alveg gleyma þeim 5—6 millj. sterlingspund- um,. sem við eigum frystar í Bretlandi,.og getmmettgu breytt nema við treystum. okkur til að verðfella þær.“ Þessar hugleiðmgar formattns Sjálfstæðisflokksins virðast eiga við engu síður £ dag en fyrir tæpu ári síðam Hindranirnar fyrir hækkun krónunnar, sem voru í samrúngnum við Breta, Margfaldið appskeruna. Sparið ekki eru nú fallnar burtu. Að öðru leyti er viðhorfið að mestu hið sama, nema hvað gengishækk- unin verður nauðsynlegri með hverjum mánuði, sem líður. Ég legg því til, að frv. verði samþykkt.5* NÝTT DAGBLAÐ gerði í leiðara sínum í gær kjör- dæmamálið að urntalsefni, og kemur þar í fyrsta sinn að því er virðist alveg ótvírætt fram, að Kommúnistaflokkurinn, eða Sósíalistaflokkurinn, eins og hann kallar sig, hefir nú á- kveðið að taka á þingi höndum saman við Alþýðuflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Bænda- flokkinn til þess að knýja kjör- dæmabreytinguna í gegn. Skýr- ir Nýtt dagblað svo frá, að sam- komulag hafi náðst um málið milli þeirra, sem eni í meiri- hluta í stjórnarskrárnefnd, og segir síðan: „Á nú að vera tryggt fylgi Sjálf- stæðisflokksins, Bændaflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalista- flokksins við þessar tillögur sem beild — og frumvarpinu þar rneð tryggður framgangur á þessu þingi. Þessar breytingar eru til stórra bóta á kjördæmaskipuninni, þó ekki gangi þær eins langt og Sósíalistaflokkurinn hefði kosið, en meiri breytingar í réttlætisátt voru ekki fáanlegar eins og þing er skipað og ber, því að taka þessu sem áfanga á leið að rnark- inu, líkt og breytingin 1933—34 var. Er það engum efa bundið að afturhaldið í þjóðfélaginu bíður tilfimoanlegan hnekki við þær, enda hefir flokkur Jónasar frá Hriflu barizt eins og ljón á móti beim og beitir öllum brögðum til að reyna að koma þeim íyrir katt- amef. Sá flokkur hefir nú um langt skeið lifað góðu lífi á rang- látri kjördæmaskipun og notað þá afstöðu, sem ranglætið veitti honum, til að þjóna auðvaldi landsins en fjandskapast við verkamenn. Er mál til komið að svo verði um hnútana búið, að kjördæmaskipunin veiti ekki slík- um flokki tvöföld áhrif fyrir hvert atkvæði móts við 'þau atkvæði, sem t. d. Sósíalistaflokkurinn fær.“ Er þetta vissulega rétt og þó ekki vonum fyrr, að blað Kom- múnistaflokksins taki af skarið um það, hvar í sveit sá flokkur ætlar að skipa sér í þessu sam- eiginlega réttlætismáli allra þeirra flokka, sem hingað til hafa orðið að þola rangindi vegna hinnar gömlu kjördæma- skipunar og hins gallaða kosn- ingafyrirkomulags. * Nýtt dagblað gerir einnig í leiðara sínum í gær væntanlega stjórnarmyndun Sjálfstæðis- floksins að umtalsefni og segir um hana meðal annars: „Samþykkt stjóínnarskirárbreyt- ingarinnar iþýðir og að fylking afturhaldsins á íslandi rofnar. Sú hatramma samfylking íhalds og Framsóknar ,sem *verkalýður- inn hefir tilfirmanlegast orðið fyrir barðinu á upp á síðkastiö og stafar mest hætta af í framtíð- inni, sundrast nú. Stjóm auð- mannanna verður við það miklu veikari en verið hefir. Þótt Sjálf- stæðisflokkurinn myindi nú einn stjóm .... þá verður það veik bráðabirgðastjórn, sem engan mátt hefir til að fitja upp á nýjum fjandskap við verkalýðinn, eins og samsteypustjómir undanfar- inna ára hafa í sífellu verið að gera. —• Alþýðan mun því sízt gráta það, þótt höggvið verði nú á tengslin milli íhalds og Fram- sóknair.“ Það ætti eftir slík ummæli Nýs dagblaðs ekki að þurfa Étð óttast, að Kommúnistaflokkur- inn verði til þess að bregða fæti fyrir þá bráðabirgðastjórn Sjálfstæðisflokksins, sem fyrir- huguð og nauðsynleg er fram á sumarið, ef kjördæmábreyting- in á að ná fram að ganga. Enda væri vissulega engum þar með greiði gerður nema óréttlætinu og Framsóknarvaldinu, sem á því hefir byggst. Jónas frá Hriflu kallar það í Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.