Alþýðublaðið - 29.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.05.1942, Blaðsíða 5
f’&rtsiáagur 2D. maí ÍNS. ALÞVÐUBLAÐH) loiald Nelsoo, maðariin, sei stjðraar hergagnaframleiðslQ Bandarikjanna.^ Hann'á að birgja heri Banda- manna að vopnum og f lugvélum DONALD M. NE.LSON hefir með höndum eitt hið erfið asta starf í heimi um þessar rnundir. Hann á að sjá um að stjóma ameríksku hergagna- framleiðslunni, sjá um, að skrið- drekamir, hyssurnar, skipin og llugvélarnar, sem ameríkski her inn þarf á að halda, sé tilreiðu. > Hann hefir fullt tuniboð frá forsetanum, óg enginn maður í Washingtön hefir meira vald en hann, nema forsetinn. Hið ábyrgðarmikla starf að breyta friðartímaframleiðslu Banda- ríkjanna í stríðstímaframleiðslu ihvílir algerlega á herðum Nelson’s. Á hverjum morgni fær hann frá hagfræðingum sínum stóra skrá, sem kölluð er Daily Progress Report, og á þessari skrá getur hann séð hvernig framleiðslunni miðar svo að tsegja á hverri klukkustund dagsins. I>ar getur hann séð, ef skriðdrekaframleiðslan í einni verksmiðjunni er orðin á eftir framleiðslunni í öðrum verk- smiðjum, og úrlausn málsins jgetur hann fundið við skrifborð sitt. Hann getur séð hvað að er í þessari verksmiðju, án þess að koma á staðinn, og gefið skipanir, sem kippa þessu í lag. Ef til vill kemst hann að raun um, að spara verður eitthvert hráefnið, svo sem aluminium, af því að það er nauðsynlegt til hergagnaframleiðslunnar, og þá gefur hann út skipun um, að allir Óbreyttir borgarar verði að hætta að nota það. Nelson er stórvaxinn og hraustur starfsmaður, rúmlega fertugur að aldri. Hann var einn af framkvæmdastjórum fyrir- íækis eins, þegar forsetinn bað hann að koma til Wasington og taka að sér þýðingarmikið emb- ætti í þágu iiergagnaframleiðsl- unnar. Fyrirtækið, sem hann var einn af framkvæmdastjór- um hjá, heiíir Sears Roebuck og rekur mjög víðtæka viðskipta- starfsemi. Það selur nærri því alla hugsanlega hluti til heimilis halds og foúskapar, allt neðan fráhámálum upp í dráttarvélar. í vörulistum fyrirtækisins eru ekki færri en hundrað þúsund mismunandi vörutegundir, og á venjulegum tímum verður fyr- irtækið að ná í um hundrað og fimmtíu milljón sterlingspimda virði árlega af vörum, til þess að fullnægja eftirspum viðskiptavinanna. Starf Nedsons sern eins aí aðalframkvæmda- stjórum þessa fyrirtækis var ekki ólíkt núverandi starfi hans í Washington, nema að núver- andi starf hans er töluvert erf- iðara. Hjá Sears Roebuck var starf hans fólgið í því að reikna út, hversu mikið þyrfti af hverri vörutegund af þessum hundrað- þúsund tegvmdum og líta eftir því, að vömtegundin væri til þegar eftirspurnir færu að ber- ast. Sem framkvæmdastjóri þessa risavaxna fyrirtækis, var hann vissulega einn af stærstu vörukaupendum í landinu. Starf hans krafðist nákvæmrar þekk- ingar á birgðum og framleiðslu landsins í hverri grein, og senni lega hefir enginn maður í Banda ríkjuniun haft meiri þekkingu á slíku en Nelson. Um þessar mundir þarf Nelson einnig að kynna sér hversu mikið þarf af hverri tegund hergagnafram- leiðslunnar, og hann þarf að sjá um, að aMt þetta sé til, þegar til þarí að taka. Munurinn er aðeins sá, að vörutegundimar, sem hann þarf nú að sjá um eru skriðdrekar, flugvélar, byssur og skip, en áður voru það hár- nálar, miðstöðvarofnar, raf- magnseldavélar og dráttarvélar. Nelson var fæddur í borginni Hannibal í Missouri-fylki. Þar var heimili Mark Twains, hins mikla kímniskálds, sem skrifaði um Tom Sawy er og Huckle- berry Finn og líf þeirra við Missippifljót. Nelson hefir þannig alizt upp í borg Tom og Hucks, enda þótt bemska hans hafi ekki verið jafn ævin- týraleg óg þeirra. Móðir Nelsons dó, þegar hann var þriggja ára, og faðir hans var eimlestarstjóri sem sá son sinn sjaldan í upp- vexti hans. Drengurinn var al- inn upp á heimili ömmu sinnar. Hún hét frú MacDonald, skozk að ætt, vingjarnleg, en ströng og siðavönd, dugleg og smekkvís. Nelson segir að hann hafi kom- izt að því mjög ungur, að hann gat ekki leikið á ömmu sína, og til þess að lenda ekki í missætti við hana yrði hann að vera þæg- ur og góður drengur. Hann virð- ist hafa verið góður drengur, Fólksbif reiðin B1111 er til sölu, svo sem hún nú er, í viðgerðarvinnustofu P. Stefánssonar. Verðtilboð, er miðað við staðgreiðslu, sendist skrif- stofu rninni fyrir hádegi latigardagiim 30. maí næstk. Borgarstjóriim. en engipn róömmudrengur. í>að má ef til vill segja sem svo, að Nelson tilheyri að sumu leyti eldri kynslóðinni, þeirri kyn- slóð, sem dó áður en bílamir fóru að þjóta um og hestvögn- unum var fleygt í ruslaskemm- una. Ei að síður er Nelson nú- tímamaður og virðist að útliti yngri en hann er. En að srnnu leyti virðist hann fremur hugsa sem nítjándu aldar maður en sem tuttugustu aldar maður. Hann er dugiegur, jafnlyndur maður og virðist miklu fremur traustur en glæsilegur. Oft- ast virðist hann vera áhyggju- laus, en það kemur stundum fyrir, að hann klemmir saman varirnar og verður embeittur á svipinn, þegar han nþarf að berjast fyrir einhverju máli. Hann hefir ágætt vald á sjálf- um sér, en þó er hann hvorki kaldur né tilfinningalaus, Hann er þvert á móti tilfinn- ingarríkur, góðhjartaður mað- ur, mjög samvizkusamur og má ekki vamm sitt vita í neinu. Hann ann starfinu. Hann heldur sér utan samkvæmislífsins í Washington að svo miklu leyíi sem hann getur, en þó getur hann ekki komizt hjá því að sitja fundi með samstarfsmönn- um sínum. Hann hefir gaman af að sitja í hópi vina sinna og drekka fáein glös af skozku víni. Venjulega fer hann á fæt- ur klukkan sjö á morgnana og er seztur við skrifborðið kiukk- an hálf níu. Hann heimsækir forsetann. einu sinni til tvisvar á viku hverri, og sækir ráðuneytis- fundi, talar við herforingja, flotaforingja, iðjuhölda og þing- menn, þegar svo ber undir. Hami er þægilegur og viðmóts- góður við alla, sem heimsækja hann í skrifstofuna, en þó má ráða það af svip hans, að nú standi styrjöld yfir, og hann hafi mikið að gera. Hann ein- beinir huganum að því einu að leysa þau vandamál, sem hon- um hefir verið trúað fyrir, halda hergagnaframleiðslunni í fullmn gangi. Hann er einlæg- ur ættjarðarsinni, og hann vill ekki, að Bandaríkin tapi þess- ari styrjöld. Skömmu eftir hið mikla áíall í Pearl Harbour, fór hann til New York, þar sem hann átti að halda undirbúna ræðu á fundi Sambands fram- leiðenda, en þegar hann var byrjaður að ávarpa þá, lagði hann frá sér hin skrifuðu blöð og talaði upp úr sér. — Ef einhver ykkar, sagði hann — dregur framleiðsluna á langinn með samningum, 'þá er hægt að gera samningana seinna, en framleiðslunni verð- ur að halda áfram, hvað sem það kostar. Framleiðið hergögn- in, skilmálana getum við rætt, þegar tími er tii. Reynið að finna heppilegri framleiðsluað- ferðir, ef þið getið, en haldið áfram að framleiða, hvað sem á dynur. \ Donald Nelson einn un þá skoðim, a5 það hafi verið alveg óforsvaranlegt að láta loftvamaæfingona i ívrra- kvöld standa eins iengi og raun varff á. Enda get ég ekki séff, hvaffa nauffsyn er á því aff hafa æfingu svona lengi. Starf loft- varnanefndar og starfsmanna hennar á aff ganga út á þaff aff hafa alit sem bezt nndirbóiff, e£ til árásar kemur. Æfingamar ern hafðar til aff geta kornizt aff ratiu tua hvemig þær starfsaffferffir gefast, sem bónar hafa veriff tii. I*Aí) ER MJÖG hægur vamdi fyrir loftvamanefnd aff hafa und- irbúið loftvamaæfingar þannig, að reynsla fáist um það skipulag, sem starfa ó eftir. Vitanlega mega æfingaimar og allt sem þá fer fram, ekki vera að öllu leyti „til- búnar“, því að þá er ekki hægt að fá nóga reymslu af því hvemig skipulagið gefst. Æfingamar eiga •þó aðeins að vera æfingar og ekk- ert annað. ÉG ER ALVEG sannfærður um það, að loftvartnanefmd tekst ekid. í framtíðinni að fá fólk til að hlýða cettuin reglum, ef hún ætl- ar að haga æfingunum eins og í fyrrakvöld. Enda sást þetta greinilega. Fólk hlýddi mjög vel öjlum reglum að svo miklu leyti, sem ég gat fylgsí með, fyrst í stað. Em fólk fór að ókyrrast þegar æf- ingin var búin að standa í eina j klukkustund, og þaö varð ekki við það iróðið, þegar hún hafði staðið í hálfan, annan tíma. Undir það síðasta var fólk hætt að hlýða, — það stökk um göturmar, þusti út úr loftvamabyrgjunum, lá t'iti í gluggunum og svo framvegis. LOFTVARNANEFND og fram- kvæmdastjóri henmpr hljóta áð sjá, að einmitt þetta dregur ur æfingunni. Það setur rugling & allar fyrirætlanir nefndarinmar og gerir starf hjálparsveitamna alveg óframkvæmanlegt. Ég sá þessa merki líka í fyrra kvöld. Varð- menn urðu að gefast upp við að stjóma fólkimi, þegar líða tók á æfinguna. Þeir streyttust við að fá fólk til að hlýða og tókst það ágætlega til að byrja með, en síð- ar fór þetta alveg út um þúfur. FÓLK VERÐUR að vita, að það sé nauðsynlegt að það hlýði — til þess að það geri það. Það játar að eðlilegt sé, að loftvama- nefnd þurfi að fá reynslu af þvf skipulagi sem hún hefir búið út, en það neitar því alveg að hún þurfí tvær klukkustundir til þess. Er þess að vænta, að loftvarna- nefnd haíi ekki næstu loftvarna- æfingu eins lamga og þá sem fram fór í fyrra kvöld, því að með því að hafa æfinguna svona langa, var fólki misboðið. „HÁDEGISVINUR" skrifar mér á þessa leið: „Getur þú sagt mér hvers vegna hádegisútvarpið byrj- ar ekki fyrr en klukkan 15 mín- útur gengin í 1? Ég skil ekki þessa ráðsmennsku. Vitanlega getur út- varpið byrjað á mínútunni 12, eins og það gerði áður, og það er áreið- anlegt að almenningur myndi vtlja það miklu fremur '' NEI, ÞVÍ M) ’ -eit ég 'eltíki með vissu hveis . þetta er haft svoma. En ef ég man rétt var* það haft til afsökunar þessari ráð- stöfun, að það væri gert til aff spara. Nú er það hins vegar kunn- ugt, að útvarpið stendur sig vel við það, eins og nú er komið hag þess, að það byrji aftur að útvarpa klukkan 12 á hádegi. Hannes & hcrniau. Loftvarnaœfingm stóð allt of lengi í fyrrakvöld. Hvemig eiga svona æfingar að vera? — Hvers 4 vegna er ekki hádegisútvarpið íátið byrja kl. 12 stundvíslega? G BÝST EKKI VIÐ, aff ég sé

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.