Alþýðublaðið - 09.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.06.1942, Blaðsíða 5
Jtori&jwdagTir 9. júní 1942. ALÞYÐUBL40IHI 5 VS) komum á. staðinn á kaupskipi eftir langa sjó* * ferð. Allan morguninn lágum við upp við rifið og skipið vagg- aði yfir kóralveggjunum. Við lóðuðum dýpið og mældum faðmana. Því að kóralrifin eru rétt undir sjávarmálinu. Þeg- ar við litum út yfir borðstokk- inn, sáum við hvítan sand og fiska með gyltum deplum og röndum, sem eru eins og fugl- ar á grein milli kóralgreinanna. Og bárurnar skolast 'yfir rifin. En við erum innan við rifið, og beint fyrir framan okkur eru háar hæðir og hvít strönd. Þegar í stað koma eintrjáningsbát- arnir út til okkar. Sá fyrsti er hlaðinn gjjöfnm til okkar — ávöxtum og blómum. í öðrum bátnum er æðsti presturinn og helgitáknin. Síðast kemur kon- ungurinn og þjónar hans. Þeir eru í fallegum skikkjum með hjálma á höfði með stórum,rauð um fjöðrum í. Skikkja konungs- ins er gul og í sólskininu virð- ist hún vera gullroðin. Þegar þeir eru komnir um borð til okkar, varpa þeir skikkjunum um herðar okkar og setja hjálm ana á höfuð okkar, og fá okkur blævængina sína. Klukkutíma seinna skellur myrkrið á. Við höfum komið að eyju. Við vitum ekki, hvort hún er stór eða lítil. Þetta er haf hinna mörgu kóraleyja, þar sem hinir hálfvilltu menn búa. Á þéssari anganströnd býr margt fólk. Konurnar ganga í síðum, víðum kjólum, allavega litum, en helzt vilja þær rauðan og gulan lit. Sumar hafa mjóan linda um mittið. Á herðunum hafa þær silkisjöl, en á höfði krans úr rauðum og gulum blómum. Þær ganga berfættar. Höfðingjar eyjarskeggja eru í snjóhvítum skikkjum og draga langan slóða á eftir sér. Fiski- mennirnir ,veiða fiskinn með löngum stöngum, en stundum stinga þeir sér í sjóinn með handnet. Þannig er Kyrrahafið. Meðal þessara eyja finnum við Areöis. Kirkjufeðurnir hafa lýst líkum siðum á Ladroneeyj- um og þar erú tíðkaðir. Eyjar- skeggjar voru einskonar farand- leikarar eða trúðar, sem dýrk- uðu guðinn Oro með dönsum og látbragðalist. Skemmtanir þeirra voru fólgnar í því að dansa, glíma og flytja ræður með allskonar látbragðalist, en Kóraley í Kyrrahafi. Þessi mynd er af Wakeeyju i Kyrrahafi, tekin úr ameríkskri flugvél. Paradís Suðurhafseyja. EFTiRFARANDI grein um lifnaðarhætti hinna á Suðurhafseyjum og nátt- villtu og hálfviiltu kynþátta úrufar og veðráttu þar er eft- ir Sacheverell Sitwell og er kafli úr bók, sem hann hefir ritað um ferðir sínar um lítt kunna staði. undir var leikið á flautur og trumbur. Þannig eyddu þeir æv- inni og ferðuðust frá einum stað til annars og einni eyjunni til annarrar. Við skulum minnast á loft- lagið og landslagið. Þetta er síðdegis. Það er fuglasöngur í lofti og hitinn ætlar að steikja mann. Ótal trjátegundir ber fyrir auga, sem við kunnum ekki að nefna, sum hlaðin ljós- rauðum ávöxtum og Ijósrauðum blómum, hin dýrlegasa sýn, sem maimlegt auga fær litið. Fuglasöngur hljómar úr hverj- um runna og loftið angar. Auglýskfj um ðsáBBapksvertl. Dómnefnd í kaupgjalds og verðlagsmálum liefir, samkva^mt heimild i lögum 29. maí 1942, ákveðið að setja eftirfarandi bámarksverð: Haframjöl i heildsölu kr. K8,20 j>r. 100 kg., • í smásölu kr. 1,10 pr. kg. Álagning í heildsölu raá bó aldrei verða hærri en 61/2% af kostnaðarverði og I sruasölu aidrei banri en 26 „/" ■4 Rey r javík, 5. júní 1942. Dómnefnd- í keopgjalids og verðtagsmálum. Blómskrúðínu fá engin orð 'lýst. Sum blómin gefa énga angan frá sér. Þau eru flauels- mjúk viðkomu, sum eru töfr- andi og vekja þá tilfinningu hjá ferðamanninum. að hann sé staddur í töfralandinu. Allt virðist vera óraunhæft, ekkert virðist hafa orsök né afleiðing, lífið er eins og draumux, maður gleymir sjálfum sér. Þannig er Kyrrahafið. * En mitt í þessari draumadýrð getur mætt auganu hryllileg sýn. Það eru mannátsveizlurn- ar. Maður getur rekizt á mann- lega veru, sem ákveðið hefir verið að fónn'a. Hinn dæmdi maður er bundinn með hælana upp við þjóhnappa og hendurn- ar niður með síðunum, þræl- reyrður svo, að hann getur ekki hreyft sig. Þvi næst er honum lyft upp og hann lagður á log- heitar hlóðirnar, en trjáblöðum og mold er ausið að honum. Þegar búið er að steikja harm, er andlit hans litað svart, og því næst er hold hans étið með stórum kvíslum eða prjónum úr hörðu tré. Þannig eru siðir mannætnanna. Sumstaðar sáust útlimir af mörmum hengdir upp í tré. Þannig er landslag, siðir og hættir á þessum eyjum. Sum- ar eyjarnar eru stórar, svo sem Nýja Kaledonia, Tahiti eða Marquesaeyjar, en það eru meg- inlönd, sem hægt er að ferðast um svo hundruðum mílna skipt- ir, og þar gelur maður verig að villast dögum saman ínni í landi, án þess að sjá nokkru sinni haf. Á öðrum eyjum, svo sem Fijieyjum, Samoaeyjum, og Hawaii, eða í Nýja Bretlandi og Nýja írlandi bjuggu menn fram undir síðustu ár, sem höfðu ekki hugmynd um það, sem gerðist í umheiminum. # Skerandi raddir heyrast frá þorpinu. Þar eru ljós og þaöan heyritst tónlist. Það eru Areöar að leika listir sínar. Menn, kon* ur og ungar stúlkur klifra hlæj- andi um borð í eintrj áningsbát- ana. Kveðuorð eru hrópuð, en ekki sézt tár í neinu auga, því að þetta fólk kemur aftur. Það ferðast frá einni eyju til ann- arrar, og vindurinn ber bátana alla nótíina. Það þarf ekki að aýfa árum í sæ, en notalegt er að dýfa höndunum annað slagið ofan í sjóinn, til þess að kæla sig. Því að nóttin er hlý, og það er sungið og leikið á hin frumstæðu hljóðfæri alla nótt- ina. Areöi-þjóðflokkurinn fer í sextíu til sjötíu bátum og fer með kvöldkulinu. Skiptir engu, hvert hann fer. Svo lengi sem söngur er og h 1 j óðfærasláttur, mánabjört nótt með stjörnudýrð og silfurglitrandi sær, eru þéir ánægðir. Söngvararnir eru einkenni- legir. Fólkið eru skrípaleikarar með blóm um úlfliðina og háls- inn. Höndum er dýft í silfur- glitrandi bárur. Sumir eru nakt- h' <niður ,að beltisstað, aðrir með strengjahljóðfæri. Skraut úr skeljum glitrar í eyrum þess. Væri ekki gaman að ganga þarna á land og kynnast þessu fólki? Karlmennirnir eru leikarar og tónlistarmenn. Auðvitað eru það frumstæðar listir, sem fólk þetta iðlrar. Bráðum hefst dans og látbragðaleikur. Þannig er Kyrrahafið með öllum töfrum sínum. Þetta fólk lifir ekki nem einu sinni fremur en annað fólk, og það eyðir ævi sinni í að sigla frá einni ey til ann- arrar. Úívarpsstjóri um hádegisútvarpið. — Nauðsynlegt að spara rafmagn. — Dýrir gosdrykkir og öl. — Silkisokk- ar ófáanlegir. — Hvað eiga stúlkurnar að gera? FYRIR NOKKRU birti ég bréf, þar sem fundiff var aff því, að hártegisútvarpiff byrjar ekki fyrr en kl. 15 mín. yfir 12. Nú hefir útvarpsstjóri skrifaff mér og skýrt mér frá, aff ástæffan fyrir þvi, að útvarpiff byrjar ekki fyrr en þetta á daginn ,sé sú, aff raf- magnsstjórimi fór fram á þaff. Svo er mál með vexti, aff sögn raf- niagnsstjóra, aff rafmagn er mjög af skornum skamxnti einmitt um þennan tíma, því aff þá stendur eldamennska sem hæst, og vildi rafmagnsstjóri reyna, hvort þaff myndi ekki bæta úr, ef ekki yrffi útvarpað fyrr en þetta. VITANLEGA SPARAST gífur- lega mikið rafmagn á þessum tíma við það, að útvarpið byrjar ekki fyrr en 15 mínútur yfir eitt. Út- varpsstöðin sjálf eyðir miklu raf- magni og svo öll tækin í bænum. Útvarpsstjóri kvað ekki annaö hægt en að verða við þessum til- mælum rafmagnsstjóra, og felst ég á það. Við munum þá miklu erfiðleika sem urðu oft í fyrra- haust út af þvi, að, straumurinn reyndist ekki nógur ltl. 10—1 á morgnana. „NÚ ER ÞAÐ SVART,“ segir Jósep í bréfi til mín í gær — og heldur áfram: „Ég kom á hótel áðan og keypti sódavatn og bjór, sem er nú ekki markvert, en þeg- ar ég ætlaði að fara að borga þá, blöskraði mér verðið. Sódavatnið kostaði 1.50 og bjórinn 2.50. Finnst þér nú ekki þörf á verðlagsá- kvæðum á þessa vöru?“ JÚ, MER FINNST að það þyrfti að koma verðlagseftirlit á þetta. Hins vegar er ekki nema eðlilegt, að veitingahús selji dýrara en verzlanir. Það er alveg óþarfi fyrir fólk að kippa sér upp við það, þó að það verði vart við ótrúlegt verðlag á ýmsum vörum. Hvað sem hver segir, þá eru öll verð- lagsákvæði brotin að meira eða minna leyti. Alveg eins og kaup- gjaldsákvæði gerðardómsiaganna gru brotin, ekki aðeins af einstakl- ingum, heldur líka af ríkisvaldinu og stofnunum þess. „SÍUKISOKKAR ERU ÓFÁAN- LEGIR,“ segir Anna £ bréfi. „Eg hefi farið um búðirnar undanfarna tvo daga og get alls ekki fengið þá silkisokka, sem mér líka. Hvernig eigum við stúlkurnar að fara að? Eg veit engin sköpuð ráð.“ EG ER LÍTILL .- iidsokkafræð- ingur. Silkisokkakaupmaður sagði mér í gær, að silkis-kbar væru al- ,veg að vrT‘''~ 1 hj •— og væru búnir nú þegai :: im verzlun- um. Skki er heldnr aanað sjáan- legt, en að mjög erlút %ærði að fá silkisokka. Efnið sem notað er í þá, er nauðsynlegt til hernaðar, og auk þess kemur mikið af því frá Austurlöndum og allir vita, hvern- ið ástandið er í því homi verald- arinnar. Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.