Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐEÐ Laugardagur 20. júní 1942,. Skemmtifondnr anna i Iðnó í kvöld. Alþýðuflokksfelög- IN gangast fyrir skemti- fundi í Inðó annað kvöld, og hefst hann klukkan 8,30. Fundurinn hefst með því, að efstu menn A-listans flytja stuttar ræður, en síðan skemmta þeir Lárus Ingólfsson, Brynj- ólfur Jóhannesson og Róbert Abraham. En klukkan 11 um kvöldið hefst dansleikur. Eru stuðningsmenn A-listans velk. á fundinn, meðan hús- rúm leyfir. Aðgöngumiðar að fundinum verða seldir í anddyri hússins frá klukkan 8 um kvöldið. Sjá nánar í augl. á 1. síðu blaðsins í dag. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Grótta heldur félagsfund á morgun kl. 1.30 e. h. í Oddfellowhúsinu, uppi. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga, félagsmál og fleira. Enginn íslenzkur verkamað ur hjá Eimskip síðan i gær. Verkamennirmr komu ekki til vinnu, þegar séð var, að Eimskip hafði kröfur þeirra að éngu. Félaglð sneri sér f gær tll Dagsbrúnar og bað hana að útvega 300 verkamenn. "C1 NGINN DAGLAUNAMAÐUR, sem tmnið hefir hjá ^ Eimskipafélagi íslands, mætti til vinnu hjá félaginu í gærmorgun. Þetta hefir haft þær afleiðingar, að ekki er unnið að uppskipun úr leiguskipi félagsins, sem hér liggur, nema hvað sagt er, að erlendir hermenn vinni að því að ná upp úr skipinu vörum, sem setuliðið á sjálft. Verður ekki enn séð, hvort Eimskipafélag íslands ætlar sér að njóta erlends vinnukraftar í framtíðinni við uppskipun úr skipum félags- ins við hafnarbakkann hér í Reykjavík. Félagið mun í gær hafa gert einhverjar tilraunir til þess að fá aðra verkamenn til að taka upp vinnu þá, sem verka- mennirnir gegn frá, en það mun félaginu ekki hafa tekizt. Bindíndismannadagurinn verður hér í Reyhjavíh á morpn. ■. ♦ ■ Mikilft fnndur bindlndísraanna befst í Iðné kftukkan 1. Margar tili. verða lagðar fyrir fundinn. ...................... SEX FÉLAGASAMTÖK, sem hafa innan sinna vébanda hátt á annan tug þúsunda félagsmanna, gangast fyrir bindindismannadegi hér í Reykjavík á morgun, sunnudag. Þessi félagasamtök eru: Stórstúka íslands, Kvenfélaga- samband íslands, íþróttasambanda íslands, Samband ung- mennafélag íslands, Bandalag íslenzkra skáta og Samband bindindisfélaga í skólum. , Þessi bindindismannadagur átti að vera á Þingvöllum og var búið að boða til hans þar. En nefnd þeirri sem átti að sjá um allan undirbúning dags- ins tókst ekki að fá nóg af bif- reiðum til þess að flytja þátt- takendurna til Þingvalla þenn- an dag og varð því að breyta fundarstaðnum. í framkvæmdanefnd dagsins eru Pétur SigurSsson erindreki, Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og Guðmundur Sveinsson, en aðrir í undirbúningsnefndinni eru Felix Guðmundsson, Sveinn Sæmundsson, Ragnhild- ur Pétuxsdóttir, Stefán Run-' ólfsson, Jón Þórðason, Helgi Sæmundsson, Guðm. Ófeigs- son og Helgi Júlíusson. Bindindismannadaguirinn hefst klukkan 11 fyrir hádegi með því að séra®Sveinn yíking- ingur predikar í dómkirkjunni. Að öðru leyti er dagskráin þannig: Fundurinn settur kl. 1 eftir hádegi í Iðnó. Framsöguerindi hefjast (15 mínútna erindij. Ræður flytja: Pétur Sigurðss. ávarp framkvæmdarnefndar, Friðrik Á. Brekkan, frá Stór- stúku ísl., Úlfar Þórðars. læknir frá í. S. í., frú Ragnh. Pétursd., frá Kvenfélagssamb. ísl., séra Eiríkur J. Eiríksson, frá Sam- bandi ungmennafél., Helgi Sæmundsson, frá frá Sambandi bindindisfélaga í skólum, Lagð ar fram tillögur, Kaffihlé, kl. 3V2. Frjálsar umræður hefjast kl. 4.V2 til 7,15, Framsöguer- indi, Tillögur bornar upp, Al- þingiskosningarnar og áfengis- málin, Sameiginleg kaffi- drykkja kl. 9 og fundi síðan slitið. Nokkrar tillögur verða lagðar fyrir fundinn og hafa þær þeg- hentar fundarmönnum um leið og fundurinn verður settur. Gera má ráð fyrir því, að mikið fjölmenni taki þátt í fundahöldum bindindismanna dagsins ,enda eru allir þeír, sem skipa þau samtök, sem standa fyrir honum velkomnir, méðan húsrúm leyfir. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Jakob Jónssyni Guðrún Erlendsdóttir, Ásvallagötu 17 og Gunnar V. Þorgeirssqn bíl- stjóri, Njálsgötu 47. Heimili þeirra verður að Njálsgötu 60. Hallgrímskirkja í Saurbæ. Alieit frá N.N. kr. ' 5,00: Eimskipafélagið skrifaði verkamannafélaginu Dagsbrún bréf, þar sem framkvæmdar- stj. tilkynnir, að Eimskipafé- lagið vanti að minnst kosti 300 verkamenn í þjónustú sína og vitnar framkvæmdarstj. til þess ákvæðis í samningum Dags brúnar við atvinnurekendur, að Dagsbrúnarmenn hafi for- gang að allri vinnu. Dagsbrúnarstjórnin svaraði þessu bréfi um hæl og sagði í því, að allir meðlimir Dags- brúnar væru nú þegar önnum kafnir annars staðar, og félag- inu bæri heldur engin skylda til þess að útvega Eimskipafélag- inu, eða öðrum atvinnufyrir- tækjum nægan vinnukraft, — þrátt fyrir ákvæði samning- anna um forgangsrétt Dags- brúnarmanna til vinnu. Ennfremur gat stjórn Dags- brúnar þess í svarbréfi sínu, að henni væri kunnugt um það, að þeir verkamenn, sem unn- ið hafa hjá Eimskipafélaginu, teldu sig ekki geta unnið léng- ur hjá félaginu við þau kjör, sem framkvæmdastjórinn býð- ur. Þetta mun líka vera rétt hjá stjórn Dagsbrúnar. Dagsbrún- armenn eru önnum kafnir við vinnu og þeir vinna vitanlega þar, sem þeir hafa bezt kjör. Hins vegar er það líka vitað, að þeir menn, sern hafa unnið árum saman hjá Eimskipafé- laginu, vilja vinna þar áfram, því að verkamenn- vilja helzt geta unnið á sama vinnustað. En nú hefir félagið sýnt verka mönnum ósanngirni, kallað á Thorsaraklíkuna og Eggert Claessen til að hafa forystu — fyrir sína hönd — í deilu, sem félagið hefir lent í við verka- mennina, og þessir menn hafa komið fram með þeim hætti, að undrum sætir og fyrst hleypt illu blóði í verkamennina. Þeir munu ekki gleymá því að sinni, að umboðsrnenn, sem Eimskip hefir kvatt til' hjálpar, hafa Kosningafnndnr AipýðHflokksins í iHafnarlirði í kvðld Alþýðuflokksfe- LÖGIN í Hafnarfirði boða til almenns flokks- j! fundar í leikfimihúsi Hafn arfjarðar í kvöld kl. 8.30. UmræðuefniJ fundarins eru alþingiskosningarnar og verður Emil Jónsson frummælandi. — Margir aðrir flokksmenn munu taka til máls. 'aIU Alþýðuflokksfólk er velkomið á fundinn. Hafnfirðingar! — Fjöl- mennið á þennan fyrsta fund Alþýðuflokksins í þessari kosningabaráttu. krafizt þess af Dagsbrún, að hún reki verkamennina úr fé- laginu, ef þeir féllu ekki frá kröfum sínum. Það er yfirleitt mjög undar- legt, hvað Eimskip lendir oft í deilu við verkamenn og verka- lýðssamtökin. Það virðist næst- um því sem því sé af einhverj- um öflum, sem standa á bak við, att út í fremstu línu, þegar deilt er við verkamenn eða samtök þeirra. Er slíkt ekki einleikið. Væri mjög æskilegt, að einhver breyting yrði á þessu til batnaðar. Það er líka víst, að verkamönnum yfirleitt er ekki í nöp við Eimskipafé- lagið, heldur þvert á móti. — Ætti félaginu því fremur að takast að komast hjá árekstr- um við þá. Gamla konan sem slasaðis er látin. Margret VIGFÚSDÓTT- ir, gamla konan, sem varð fyrir vöruflutningabifreið — og slasaðist s.l. föstudag, lézt í Landsspítalanum í gær. Meiðsli hennar reyndust meiri en fyrst var gert ráð fyr- ir og reyndist ekki mögulegt að bjarga lífi hennar. Hún var eins og kunnugt er, kona Bjarnar Jóhbnnssonar, verkamanns, Iiverfisgötu 58, sem nú liggur rúmfastur, mjög aldraður. Fálkinn, sem kom út ; gær, flytur m. a. þetta efni: Hallgrímskirkja í Rvík — Undanhald Napóleons frá Moskva, eftir Edwin Muller, Heim boS forstjórans, eftir R, Urban, Eg á aS giftast honum, eftir Ur- sula Blom, ó. mt.'fl. " Nordahl firieg les kvæði sín á snnnn t kvikmyndahúsi setuliðsins við Barónstíg- NORDAHL GRIEG, hið fræga norska skáld les upp kvæði sín gömul og ný í kvikmyndahúsi setuliðsins við Barónsstíg og Skúlagötu, kl. 8.3.0 á sunnudagskvöld. Það er Normannslaget hér £ Reykjavík sem gengst fyrir því að fá skáldið til að lesa upp og gengur allur ágóðinn til „Kong Haakons Fond.” Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og eru allir Norðmenn og vinir Noregs vel- komnir. Stjórnniálafnndir hefjast í finllbringU' og Hjösarsjrslu. Fyrsti fundurion i Keflavik á sunnudaginn. O TJÓRNMÁLAFUNDIR í ^ Gullbringu- og Kjósar- sýslu hefjast annað kvöld með fundi í Keflavík. Byrjar sá fundur kl. 8. Er það sameigin- legur fundur og mæta allir frambjóðendurnir fjórir þar. Þá verða og sameiginlegir fundir í sýslunni, eins og hér segir: í Höfnum á mánudag kl. 2, í Grindavík sama dag kl. 8. Á Vatnsleysuströnd á þriðju- dag kl. 2 og í Sandgerði sama dag kl. 8 og í Gerðum á mið- vikudag kl. 8. Songfðr harnakórs- is Sólskinsdeildin til Norðnr-og Anst- nrlands. T> ARNAKÓRINN „Sólskins- •LJ deildin“ leggur af stað í söngför sína, sem áður hefir verið sagt frá, en varð að fresta sakir ófærðar á vegunum til Austurlands, kl. 3 í dag. Stjórni andi og fararstjóri er Guðjón Bjarnason. Fyrsta söngskemmtunin verð- ur á Akranesi í kvöld, á sunnudaginn verða söngskemt- anir á Hvammstanga og á Blönduósi. Á mánudagskvöld verður sungið á Sauðárkróki og á þriðjudagskvöld á Akureyri. — Þaðan verður svo haldið áfram til Austurlands. Asgeir frá Fróða teknr afmr sprengi- franboð sitt. ANNAPi sprengiframbjóð- andinn á Snæfellsnesi, Ás- geir Ásgyirsson frá Fvóðá, sem bauð sig fram þar, sem Sjálf- stæðismann, í; trássi við mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins, hef-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.