Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 20. júní 1942,, JÓN BLÖNDAL: fU|><ÍðiibUðið Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Fjetursson Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Öðravísí mér áður brá. Uvl nokkurra ára skeið hefir verið hið nánasta samband og samstarf á milli Jónasar Jónásonar og Ólafs Thors. Þessi innilega samvinna formanna tveggja stærstu þingflokkanna hefir markað margar stjórnar- framkvæmdir og aðgerðir á al- þingi. Það hefir og greinilega komið í ljós, að Framsóknar- flokkurinn hefir sveigzt mjög til hægri áttar í stjórnmálum hin síðari ár, og má án efa rekja rætur þess til áhrifa Jónasar Jónssonar og sambands hans við liðsmenn Kveldúlfs. Þegar þessar ómótmælanlegu staðreyndir eru hafðar í huga, hlýtur það að koma mörgum einkennilega fyrir sjónir að lesa síðustu tölublöð Tímans. Eftir þeim mætti ætla, að Framsókn væri, að minnsta kosti í sum- um málum, róttækur vinstri flokkur — ekki einungis mið- flokkur —, og í ákveðinní bar- áttu við hina nýríku stríðs- gróðamenn, er ráða lögum og lofum í Sjálfstæðisflokknum. Þannig segir Tíminn 13. þ. m.: „Það mátti alltaf teljast ugg- laust, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi nota aðstöðu sína til að þjóna stríðsgróðamönnum, ef honum væri fengin stjórn landsins í hendur.“ Og síðar í sömu grein segir að Framsókn hafi aldrei veitt eða muni veita stjórn Sjálfstæðisflokksins stuðning. Eitthvað er þetta undarlegt, þegar athugað er hið nána sam- starf þessara flokka til mjög skamms tíma. Og enn undar- legra er þetta, þegar þær stað- reyndir blasa við augum, að Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn hafa beinlínis tekið hönd- um saman til framkvæmda á fullkomnu ofbeldi og ofríki gegn launastéttum landsins og til hlífðar stórgróða Kveldúlfs og annarra stórútgerðarmanna, með hinum illræmdu ákvæðum í skattalögunum um 10 ára tapsfrádrátt, stórkostleg vara- sjóðstillög og bann gegn álagn- ingu útsvars á stórgróða. Og ofan á allt þetta bætist, að það er ekki liðið nema rúmt hálft ár, síðan forráðamenn Framsóknar lýstu yfir því, að þeir væru reiðubúnir að veita stjórn Sjálfstæðisflókksins hlut leysi! En þetta skeði í byrjun vetrar 1941, eftir að Hermann Jónasson hafði beðist lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Og ekki var vitað að Framsókn ætlaði að setja nein sérstök skilyrði fyrir Dýrtíðarmálin, gerðardóm- urinn og vísitalan o LAFUR THORS forsætis-dettur ekki í hug að það sé af ráðherra birti í Mgbl. 18.fáfræði: þ. m. viðtal við sig um dýrtíð- armálin og gerðardóminn. Þar sem ráðherrann gerir mér þann heiður að gera afstöðu mína til þessara mála að sérstöku umtalsefni, þykir mér rétt að kvitta fyrir þessa viðurkenn- ingu með nokkrum orðum. Skal ég fyrst víkja að þeim iim- mælum, sem ráðherrann til- færir eftir mér. Verdhækkun og kauphækkura. Ráðherrann tilfærir ummæli eftir mig um nauðsyn þess að stöðva dýrtíðina. Það er ekk- ert merkilegt þótt hann geti tilíært slík ummæli. Ég hef skrifað ótal greinar til þess að áfellast hina ábyrgðarlausu verðhækkunarpólitík, er flokk- ur hans og Framsókn hafa rekið síðan stríðið hófst og 'átalið sviksemi þessara flokka við að framkvæma nokkrar raunverulegar • dýrtíðarráðstaf- anir. Ég hefi í þessari aðstöðu verið í algerðu samræmi við stefnu míns flokks, sem frá því fyrsta hefir krafizt raunhæfra dýrtíðarráðstafana og lagt fram tillögur um framkvæmd þeirra. En nú þykjast dýrtíðar- frömuðurnir sjálfir orðnir full- ir af áhuga fyrir baráttu gegn dýrtíðinni. 1 hinum tilgreindu ummæl- um mínum er talað um ,,verð- hækkunarkapphlaup“. ’Ólafur Thors gerir sér lítið fyrir og ályktar sem svo: Úr því Jón Blöndal er á móti verðhækkun, þá hlýtur hann líka að vera á móti káuphækkunum, því þær leiða altaf til dýrtíðar. Hann segir að gegn dýrtíðinni verði ekki barizt „nema með því að halda niðri kaupgjaldi og af- urðaverði“. En í þessum hugs- anagangi ^áðhdrrans er' bar(h engin heil brú eins og nú skal sýnt. Ólafur Thors segir: það var þjóðarnauðsyn að halda niðri kaupgjaldinu 1939 (þegar at- vinnuvegirnir töpuðu) þess- vegna hlýtur einnig að vera þjóðarnauðsyn að halda því niðri 1942 (þegar atvinnuveg- irnir græða á tá og fingri). Þar sem Alþýðuflokkurinn viður- kendi þjóða/rnauðsynina 1939, en ekki 1942, þá hlýtur þetta að stafa af því að kosningar eru íí vændum! Svona rök- semdafærsla um hagfræðileg mál nota engir nema lýðskrum- arar eins og kommúnistar — og svo ráðherrar eins og Ólafur Thors og Jakob Möller. Mér Lítum nú svolítið á sam- 1 bandið á milli verðhækkana og kauphækkana. Ef kaupið hækkar þegar at- vinnuvegirnir berjast í bökk- um eða tapa og ekkert annað er aðhafzt af hálfu hins opin- bera til þess að hafa áhrif í gagnstæða átt, þá er mjög sennilegt að af kauphækkun- um leiðir annaðhvort verð- hækkun, ef atvinnurekendurn- ir geta velt kauphækkunum af sér með því að hækka verðið, eða samdráttur framleiðslu og viðskipta með þarafleiðandi at- vinnuleysi. En ef kaupið hækkar þegar atvinnuvegirnir græða, þá þarf ekki að leiða af því neina verð- hækkun og heldur ekki neitt atvinnuleysi, vitanlega þó því aðeins að kauphækkunin sé aðeins að vissu marki. Kaup- hækkunin er þá greidd af gróða atvinnurekendanna, en hann verður auðvitað að sama skapi minni. Þetta er svo auðskilið mál, að það er ómögulegt að menn geti orðið ráðherrap, ef þeir skilja það ekki! Ráðherrar, sem ekki látast skilja það, hljóta því að trúa því í blindni sinni, að almenningur sé svo heimsk- um og fáfróður, að hann fái ekki skilið svona einfalda hluti. En þetta er mesti misskilning- ur. Nú hefir gróði atvinnurek- endanna um langt skeið verið svo ævintýralegur að það er auðskilið mál að kaupið hefir getað hækkað, og gróðinn er ifieira að segja svö mikill að það er ekki hægt að halda kaupinu niðri —. nema þá með reglulegri þrælalöggjöf, eins og þeirri sem Jónas Jóns- son er að harma í Tímanum 18. þ. m. að ekki hafi verið sett vegna samvinnuslita íhalds flokkanna tveggja út af kjör- dæmamálinu. Það er ekki hægt af því að hinn óhemjumikli gróði atvinnurekendanna rek- ur þá til þess að yfirbjóða hver annan í kapphlaupinu um vinnuaflið. Ummæll Hjarrara borgarstjóra. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri skrifaði í nóvember 1941 grein í Mgbl., sem sýni, að hann skildi vel að hægt væri að greiða hærra kaujp þegar atvinnuvegirnir stórgræða, heldur en þegar þeir tapa. Honum fórust þá þannig orð: „Þeir (þ. e. Sjálfstæðisverka- i© menn) sýndu fram á, að þótt eðlilegt hefði verið og óhjá- kvæmilegt að skerða rétt laun- þeganna 1939, þegar illa gekk og allt var rekið með tapi, þá gegndi allt öðru máli nú. Nú gengi allt atvinnulíf vel. Mein- ið væri sagt vera, að stríðs- gróðinn væri of mikill. En samt ætti ráðið að vera liið sama og áður. Ráðast á garð- inn þar sem hann væri lægst- ur og skerða enn rétt laun- þeganna, sem ekki væri of glæstur hjá þeim, sem aðeins hefðu sínar föstu tekjur og ófullkomna verðlagsuppbót. Fyrir þessum rökum beygðu rúðamenn Sj/álfstæðisfloÍcksins sig fúslega,.- Þeití( spu fullvel að ekkert vit var í að kunna aldrei annað ráð til bjargar en réttarskerðingu launastéttanna. Og að því aðeins er unnt að krefjast fórna af verkalýðn- um, þegar illa gengur, að hann fái rífan hlut, þegar betur vegnar.“ En þrátt fyrir þetta, var Bjarni rúmum mánuði seinna kominn að sömu niðurstöðu og Ólafur Thors, að það væri þjóð- arnauðsyn að koma í veg fyrir grun-nkaupshækkanir verkam. og annarra launþega og að þessi þjóðarnauðsyn væri svo rík, að það réttlætti að taka af þeim réttinn til frjálsra samninga við atvinnurekendur.. Já, þá færu gengislögin 1939 að vera verkamönnum dýr, ef það ætti að vera hægt að nota þau sem röksemd fyrir því að verkamenn mættu aldrei fá grunnkaupshækkanir. Því hve- nær má grunnkaupið hækka, ef ekki í slíku veltiári, sem hér hefir verið undanfarið? Nei, það er ekkert annað en svívirðileg og ódrengileg mis- notkun á þjóðhollustu Alþýðu- flokksins 1939, þegar hann sam þykkti gengislögin, að nota þau sem vopn á móti afstöðu hans nú, þegar allar aðstæður eru gjcírbdeyttar. Verði ekki slík vinnubrögð bráðlega niður lögS í íslenzkum stjórnmálum, þá er erfitt að sjá að lýðræðið eigi sér mikla framtíð fyrir hönd- um. Lýðræðið krefst heiðar- legra vinnubragða af stjórn- málamönnunum, ella hlýtur það- að verða fjandmönnum sínum að bráð. Stöðvrara dýrtíðar- iraraar. Ólafur Thors gumar mjög af því, að tekizt hafi að stöðva dýrtíðina (ætti að vera vísi- töluna) og þakkar það gerðar- dómslögunum. Ég hef nýlega sýnt fram á í grein í Alþýðulaðinu, að all- ar þær ráðstafanir, sem gerð- Framh. á 6. síöu. hlutleysi sínu. Nánasta fortíð Framsóknar bendir vissulega ekki til þess, að þeim flokki sé trúandi til ein- beittrar íhaldsandstöðu. Og það bætir ekkert úr skák, þó nú í aldrei bjarga íslenzku þjóðinni. þessum kosningum séu sterkir leyniþræðir spunnir á milli Framsóknar og kommúnista. Öfgarnar og einræðið til vinstri jafnt sem hægri handar munu JwaáT^TZ ÞJOÐVILJINN hefir nú ver- ið gripinn sama ótta og Morgunblaðið við „fallhlífar- hermenn" Þjóðólfslistans hér í Reykjavík, eins og Morgunblað- ið kallaði frambjóðendur hans og fylgismenn. Og eins og Morgunblaðið reynir Þjóðvilj- inn að hræða fylgismenn sína frá því að fara yfir á Þjóðólfs- listann við kosningarnar með því að saka forystumenn hans um nazisma. Um hitt er ekki getið, frekar en Morgunblaðiö gat um hina rnörgu, óánægðu Sjálfstæðismenn, sem að Þjóð- ólfslistanum standa, að Ragnar í Smára er bæði einn af fram- bjóðendum listans og einn að- alforgöngumaður hins nýja flokks, sem að honum stendur. Hingað til hafa kommúnistar þó ekki haft svo lítil skipti við þann mann, bæði um bóka- og blaðaútgáfu, að líklegt hefði þótt, að hann yrði stimpláður af þeim sem nazisti. En nú virðast þeir helzt vilja gera það. Þjóð- viljinn segir um Þjóðólfslistann meðal annars: „Þess hefir orðið greinilega vart síðustu dagana, að nazistarn- ir í bænum, sem legið hafa í póli- tísku dái og dregið sig inn í skel sína um skeið, hafa hafið undir- róður fyrir „lista þjóðveldissirma“. Þeir ætla auðsjáanlega að gera þann lista að prófsteini á fylgi sitt. Þegar athugaður er framboðslist- inn, þá kemur í ljós, að einn af helztu foringjum nazistaflokksins á íslandi og ritstjóri að einu af blöðum þess flokks, meðan þaS kom út, Jens Benediktsson, er einn af stuðningsmönnum listans.“ Og enn fremur viljinn: segir Þjóð- „Það er tilgangur þessara naz- iáta að nota sér hringlandaháttinn í stefnu Þjóðólfs til þess að smeygja inn áróðri s.ínum undir fölsku flaggi. Það er gömul aðferð nazista að nota sér einlæga andúð heiðarlegra millistéttarmanna gegnt afturhaldi og auðvaldi til fram- dráttar hinni svívirðilegu stefnu sinni. Sá er og leikur þeirra hér.“ Það, er ekki furða þó Þjóð- viljinn sé reiður yfir því, að nazistar skuli nú ætla að nota sér þannig einlæga andúð heið- arlegra millistéttarmanna. Því á hverju hafa kommúnistar sjálfir hingað til lifað, nema á nákvæmlega sömu aðferðinni og vinnubrögðunum. Og hvað var það fylgi, sem kommúnistar fengu við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vetur annað en slík- ur ,,hristingur“ óánægðra afla úr Sjálfstæðisflokknum (þar á meðal nazistarnir) og Fram- sóknarflokknum? Nú sjá þeir fram á að þeir muni missa þennan „hristing“; hann hefir gert sig sjálfstæðan. Þess vegna reiði kommúnistablaðsins yfir Þ j óðólf slistanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.