Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. júní 1942. ALSÞYfEMJBLAf>!Ð EG HlEFI OFT verið spurð að því, hvort óhætt muni að líta á Jaþani sem heilbrigðan og hraustan kynþátt, andlega og líkamlega. Auðvitað er ekki auðvelt að dæma um andlegt heilsufar þjóðar, sem er svo ger- ólík okkur og öllum öðrum Ev- rópuþjóðum. Fiskimennirnir og. bændurnir, sem búa við strönd- ina, eru mjög liðlegir og kná- legir á velli, enda þótt þeir séu fremur smávaxnir. En þegar við komum upp frá ströndunum til fjallanna, fara bændurnir að verða smávaxnari og óhraust- legri. Og því norðar sem dreg- ur, því meira fer að bera á fólki, sem sýnilegt er að hefir liðið skort. Og í borgunum eru jap- önsku skrifstofumennirnir jafn fölleitir, kinnfiskasognir og flatbrjósta og stéttarbræður þeirra í Evrópulöndunum. Margir borgarbúar hafa gam- an af að segja hver öðrum frá sjúkdómum sínum og kvillum — lungnaveiki, gigt, höfuðveiki, hita, taugaveiklun. Margir þeirra hafa með sér töflur og lyf og þeir hafa gaman af að láta lækni skoða sig. í engu öðru landi er jafnmikið rætt um lík- amsrækt og mataræði og í Jap- an. Japanir hafa einnig mikinn áhuga á íþróttum og fimleikum. Japanir öfunda hvítu mennina af kröftum þeirra og hreysti og líta á þá sem fyrirmynd, sem keppa beri eftir að líkjast. Þeir hafa alltaf álitið . Evrópumenn sterkari og hraustari en sig sjálfa, og ef til vill hafa þeir á réttu að standa. Almennt heilsu- far í Japan er vafalaust lélegra en í mörgum öðrum löndum. * Um margar aldir hefir meiri- hluti Japana búið í borgum. Á 18. öld var Tokio stærsta borg í heimi, en nú orðið er hún þriðja stærsta. Borgarlífið þar eins og annarsstaðar, veikir lík- amlegan og andlegan þrótt íbú- anna. Færustu og hæfustu menn Japana, hvort sem þeir eru her- foringjar, háttsettir embættis- menn eða fjármálaspekingar, eru sjaldnast komnir af háaðlin- um, eins og margir álíta, heldur eru bændasynir. Verksmiðjurn- ar útvega sér að mestu leyti starfsfólk úr sveitum landsins. Vera kann, að líkt sé í öðrum löndum, en í Japan er svo mikill skortur á bændum, að stór hætta stafar af fyrir tilveru þjóðarinn. ar. Líf japanska bóndans hefir jafnan verið erfitt og mjög hefir verið þröngvað kosti hans, og á síðustu áratugum hefir legið við algeru hruni bændastéttarinn- ar. Ástæðan er leiguliðaskipu- lagið, sem hefir neytt bændurna til ^ð borga 40—70 prósent af Yokohama í Japan. Mynd þessi var þegar gert tekin fyrir stríð af Yokohama loftárás á borgina og ema hafnarborg To'kio. Nú hafa Bandaríkjam. enginn veit, hvenær sú næáta kemur. H ÖFUNDUK þessarar greinar er þýzk stúlka, sem skriíar að jafnaði í þýzka blaðið Frankfurter Zeitung. Eng- inn grunar þana um að hafa tilhneigingu til að sverta Jap- ani. í bók, sem hún hefir gefið út, her hún fram þá skoðun, að Japanir muni aðlokum bíða ósigur fýrir Kínverjum. Hö£- undur greinarinnar, Lily Abegg, er fædd í Janan og hefir aiið þar mestan aldur sinn. af tekjum sínum. Það eru ákaf- lega fáir bændur í Japan, sem eiga jarðir feínar sjálfir. Hmn aukni hagnaður af silkiorma- rækt og hið lága vöruverð á hrísgrjónum hefir neytt bændur til að leggja svo hart að sér, að þeim hefir legið við hungur- dauða. Þessi heimskulega stefna í landbúnaðarmálum hefir verið ríkjandi um, langt skeið, og vel getur svo farið, að hún valdi að lokum ægilegu hruni Japana. * Hungur og eymd hefir valdið mörgum kvillum og sjúkdóm- um meðal japanskra bænda. Tíðustu sjúkdómarnir eru gigt og tæring. Erlendir læknar full- yrða, að sjötíu prósent að minnsta kosti af japönsku bændafólki gangi með tæringu. Gigtin, sem óteljandi Japanir þjást af, stafar sennilega af hinu raka og stormasama loftslagi og vinnunni á hrísökrunum. Jap- anir eru afarhræddir. við kvef. Jafnvel hlýjustu dagana um há- sumarið ganga þeir í þykkum og góðum fötum. Sjóböð þora þeir ekki að fá sér nema þegar milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendisf Cnlliford & Clark Ml. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. hlýjast er, frá júlímánaðarlok- um til ágústmánaðar. Evrópu- menn furða sig oft á því, hve Japanir eru augnveikir og hafa skemmdar tennur. Hvergi sjást jafnmargir menn með gleraugu og í Japan. Tannskemmdirnar stafa auðvitað af óhollri fæðu. Kínverjar eru miklu hraust- ari og hæfari hermenn en Jap- anir, og jafnvel Malayar líka. Ef til vill er það aðeins trúin á hið háleita hlutverk Japana, sem styrkir þá til þess að sigrast á veikleikum sínum. Það hefir verið sagt, að hin mörgu eld- fjöll hafi að sumu leyti mótað lundarfar Japana. Það er satt, að bræðiköstum og taugaæsinga flogum Japana má líkja við eld- gos. Til dæmis furða menn sig á hinum tíðu sjálfsmorðum í Jap- an. Meðaltal er 15 000 sjálfs- morð á ári í Japan, eða 50 á dag. Aðalorsök sjálfsmorðanna er sú, að litið er á þau sem fórn á altari þjóðarinnar. Til dæmis ef ungur maður hefir áhyggjur út af stefnu Japana í stjórnmálum, getur honum dottið í hug að út- vega sér áheyrn hjá forsætisráð- herranum. Að því fengnu réttir hann forsætisráðherranum skjal, þar sem hann hefir látið álit sitt í ljós, og til þess að und- irstrika það betur, fremur hann sjálfsmorð í nærveru forsætis- ráðherrans, meðan hann er að lesa skjalið. Þegar Bandaríkin samþykktu innflytjendalögin, frömdu fjöldamargil- Japanir sj álfsmorð fyrir framan ameríkska ræðis- mannsbústaðinn í Tokio. Þegar flotamálaráðstefnan var í Was- hington frömdu margir ungir Japanir sjálfsmorð, þegar jap- önsku fulltrúarnir lögðu af stað, þar sem þeim fannst opinber sendiför til Washington vera niðrandi fyrir þjóð þeirra. Af scmu ástæðu var Hara forsætis- ráðherra myrtur á sínum tíma ■ af ungum ættjarðarsinnum. í rússnesk-japönsku styrjöldinni frömdu japanskir, foringjar sjálfsmórð, af því einu, að þeir höfðu ekki orðið fyrir rússnesk- um kúlum fyrstu fimm mínútur styr j aldarinnar. * En tíðari eru þau sjálfsmorð, sem framin eru vegna vonbrigða í ástamálum, fjölskylduvand- ræða, særðra tilfinn., fátæktar og alls konar óheppni. Staðfestu leysi japansks sálarlífs sést bezt á því, að ef saklausir vegfarend- ur sjá af tilviljun einhvern ó- hamingjugepil vera að fremja sjálfsmorð uppi á hinu fræga sjálfsmorðsfjalli, Mihara, finna þeir ef til vill upp á því að labba til þeirra og fremja sjálfsmorð þeim til samlætis. Þess vegna er mönnum boðinn varnaður á því að ávarpa ókunnuga, sem þeir hitta á þessu fjalli. Mihara er eldfjall við Tokio- flóa, og þar er dásamleg útsýn. Þegar Japanir eru staddir uppi á þessu fjalli og horfa ofan í gíg- inn, fyllast þeir óviðráðanlegri löngun til þess að henda sér of- ’ an í hann — og þeir láta það eftir sér. Japanskir embættismenn hlýða fremur íögunum en skip- unum yfirmanna sinna, ef þetta hvorttveggja er ekki í samræmi. Þess vegna er nýjum.skipunum oft ekki hlýtt. Margar lagasetn- ingar hafa verið stældar eftir Evrópulöggjöf, og embættis- mennirnir eiga erfitt með að skilja hana. Þess vegna kjósa þeir heldur að fara eftir bók- stafnum en að hugsa sjálfir. Hugmyndir Japana um skyldu sína hafa oft haft hinar kynleg- ustu afleiðingar. Embættismenn hafa framið sjálfsmorð af ótta við að þeir vanræktu skyldu sína, en aðrir, sem hafa óttast, að þeir væru ekki starfi sínu vaxnir, hafa framið sjálfsmorð. Flestir útlendingar, sem koma til Japan í fyrsta skipti, furða sig á því, hve Japanir eru seinir að skilja, og bera þá saman við Kínverja, sem virðast skilja allt strax. Þó er það ekki svo, að Frh. á 6. síðu. 00 ODDfíaiW _’\í no Do ao o| e ns a }■ n „ i Nú er íarið að nota mig sem grýlu. — íþróttamaður skrifar mér eftirtektarvert bréf um vonda stjórn á Ibróttavellinum. UTANBÆJAítMAÐUR“ skrif ar mér á þessa leið: „Mér finnst það skylda mín að segja þér frá dálitlu atviki, sem kom fyrir á einu helzta kaffihúsi bæj- arins fyrir nokkrum kvöldum. Ég kom þangað og bað um að mér yrðu seldar 3 „Grape fruit“-flösk- ur og Ginn pilsner. Þegar stúlkan kom með flöskurnar tók ég sjálfur upp tómar flöskur og vildi láta þær í staðinn svo að ég þyrfti ekki að borga glerið. Stúlkan neitaði því og kom mér það alveg á óvart, þar sem ég veit að það tíðkast alls síaðar, áð glar sé tekið í skiptum.“ „ÉG SAGÐI, að það yrði þá að hafa það, en ég myndi skrifa þér línu u msvona framferði. Þá sló stúlkan undan og kvaðst myndi taka glerið. Kom nú að því að ég skyldi borga innihaldið. Stúlkan nefndi þá verð, sem var hærra en sams konar vörur eru seldar ann- ars staðar. Ég hótaði Hannesi ait- ur og lækkaði stúlkan þá verðið. Ég vil aðeins þakka þér fyrir að- stoðina. Ég hygg að þú komir fleiru góðu til leiðar.“ KUNNUR ÍÞRÓTTAMAÐUR hér í bænum sendi mér eftirfar- andi bréf í gær: „Það er oft verið að ávíta íþróttamenn okkar fyrir lélega ástundun við æfingar ög því slæman árangur á kappmót- um. Sem betur fer felst þó minni sannleikur í þessu en margur hyggur. Eftir að hafa kynnzt vel öllum aðstæðum, dirfist ég jafn- vel að kveða upp alveg gagnstæð- an dóm og segja, að íþróttameim okkar séu yfirleitt duglegir og áhugsamir við æfingar.“ „ORSÖKIN til þess, að árangur þeirra er ekki betri en raun ber vitni um, felst aftur á móti í því að allar aðstæður eru slæmar og æfingaskilyrðin afleit, en vallar- stjórnin þó lélegust. Það er erfitt að bera í bætifláka fyrir þá van- rækslu og slóðaskap, sem vallar- stjórnin gerir sig seka í aftur og aftur. Nærtækt dæmi er 17 júní mótið núna, og ekki úr vegi að minnast þess lítillega.“ „ÞAÐ ER ekki ósennilegt að frjálsar íþróttir legðust álveg nið- ur, ef ekki væri til við suðurenda leikvangsins dálítill grasblettur til æfinga. Eins og gefur að skilja verða t. d. hlauparar oft að æfa á sjálfri hringbrautinni, jafnframt því sem þeir æfa á grasinu.“ „NÚ í VOR hefir þetta hins veg- ar ekki verið hægt með góðu móti, því brautin hefir verið bæði hörð og víða grýtt. Oft var kvartað und- an þessu við vallarstjórn, sem lof- Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.