Alþýðublaðið - 21.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.06.1942, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. juní 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Strandverðir. ' Ameríkumenn hafa mörg og sterk strandvirki meðfram ströndum sínum, ‘þótt aldrei hafi þeir búizt við beinni innrás, fyrr en e. t. v. nú. Hér sést mynd, sem tekin var í einu af virkjunum á Atlantshafsströndinni. Þeir svipast um eftir kafbátum og flugvélum. Þjóðverja egjast ve astopol flvar ern peir Ghurchiil og Roosevelt? JLeynllegar vldræðor einhversstaðar f U. S. A. ' Washington, 20. júní. | . EIR Churchill og Roose- velt ræðast nú við um framtíðarstefnu Bandamanna í stríðinu, en hvar þeir eru, hefir ekki verið gert kunnugt. Er að- eins sagt, að það sé einhvers staðar í Bandaríkjunum, en þeim mun hafa þótt helzt til ónæðissamt í Washington. Fréttaritarar í Hvíta húsinu hafa látið í ljós þá skoðun, að þeir muni ræða um opnun opnun nýrra vbgké xzðkó bm- Steven Early, einkaritari Roosevelts, hefir sagt, að sú skoðun, að rætt sé um nýjar vígstöðvar, hafi margt til síns máls. Margar tilgátur aðrar hafa komið fram um það, hver um- ræðuefni þeirra séu. Ein er sú, að þeir ræði um skipatjón Bandamanna, önnur, að þeir ræði um stefnu þá, sem taka beri í Kyrrahafsstríðinu. Allt eru þetta getgátur, en eitt er víst, að þeir hljóta að taka mik- ilvægar ákvarðanir, því að ekki fer Churchill yfir hafið til þess að ræða við Roosevelt um veðr- ið, HIN lútherska kirkja nbrskra Ameríkumanna hefir gefið út áskorun til allra meðlima sinna, en þeir eru 606 þús. að tölu, um að stuðla að sigri Bandamanna í stríð- itiu, af „öllum þeirra krafti, að jafnvel láta lífið, ef þörf er á.“ Rússneskar tilkynningar: öllum áhlaupum Þjóðverja hrundið. t>ýzkar tilkynningar: Siðasta vígi horgarinnar er eftir. —------».. SÓKNIN TIL SEVASTOPOL er látlaus og hafa Þjóð- verjar birt þær fréttir, að framvarðasveitir þeirra hafi brotið sér leið til hafnarinnar, gegnum suðurálmu varnarlínu Rússa. Segir í tilkynningum þýzku herstjórnar- innar, að mestur hluti bararinnar sé á valdi Þjóðverja, en Rússar verjist enn í seinasta vígi borgarinnar. Rússar hafa allt aðra sögu af bardögunum að segja. Halda þeir því fram, að þeir hafi hrundið öllum áhlaupum, og unnið Þjóðverjum mikið tjón. Segja þeir, nð 3000 þýzkir hermenn hafi fallið á degi hverjum undarfarið. Rúmenskar hersveitir hafa tekið þátt í áhlaupunum. Þjóðverjar segja í sínum fréttum, að hersveitir þeirra hafi brotizt gegnum suðurálmu varnarlínunnar í skjóli stórskota hríðar. Síðan segja þeir, brutu hermennirnir mótstöðu Rússa á bak aftur í návígisorustunum. Stór lliipllsir hjá flavana á Washington í gærkveldi. AMERÍKUMENN hafa gert samninga við stjórnina á Kúba um að byggja mikinn flug völl skammt frá Havana. Sem kunnugt er, hafa Kubanar sagt Öxulríkjunum stríð á hendur — og verða flugnemar frá Banda- ríkjunum og Kúba þjálfaðir á þessum nýja flugvelli. Þegar stríðinu lýkur, verður þessi flugvöllur fenginn Kúba í hendur og verður flugstöð fyr- ir kúbanska flugherinn og enn fremur bækistöð fyrir farþega- flugvélar. Brutuzt þeir fram til borgarinn- ar og náðu á sitt vald öllum vígjum þar. Nú eiga Þjóðverjar aðeins eftir' að ná á sitt vald meginvígi Sevastopol, ef marka rná þeirra eigin fréttir. Rússar hafa gert tilraunir til þess að létta sókninni af varn- arliðinu með því að setja lið úr Svartahafsflotanum á land -— skarhmt frá borginni. Þjóðv. segja, að þetta hafi ekki tekizt. Tilkynningar frá Berlín segja frá því, að tundurskeyta- bátur hafi sökkt 3000 smálesta herflutningaskipi skammt und- an Sevastopol. Fréttaritarar brezkra blaða í Rússlandi leggja áherzlu á það í skeytum sínum í gær, að á- standið við Sevastopol sé al- varlegt, en Rússar hafi hrund- ið mörgum áhlaupum og fellt mikinn fjölda Þjóðverja. EITT ÁR. Um þessa helgi er eitt ár lið- ið frá því, er Þjóðverjar réðust inn í Rússland. Var tilgangur þeirra að eyðileggja rússneska herinn á fáeinum vikum, en það tókst ekki, og verður enn Hersveltir Rommels hafa náð Bardia á sitt vald. .. Bretar hafa komlH sér fyrir við landamærin og eru alviðbúnir. ALLSTERKAR ÞÝZKAR HERDEILDIR héldu í fyrradag í áttina til egypsku landamæranna, þar sem áttundi her Ritchies hefir tekið sér stöðu og búið um sig í víggirðingum, sem eru sterkar og góðar. Áttu Bretar von á, að gerð yrði fyrsta at- lagari að landamærunum, en svo varð þó ekki. Þegar þýzku her- sveitirnar áttu eftir ófarnar um 60 km., sneru þær við Bretar héldu í fyrstu, að þaér hefði farið til árásar á Tohruk, en £ gærkvöldi komu fréttir, sem sýndu, að svo var ekki. Þjóð- verjar höfðu haldið í áttina til Bardia og var búizt við, að þeir yrðu þangað komnir í gær. Fréttaritarar skýra svo frá, að Bretar munu ekki leggja áherzlu á að verja Bardia, og líklega kæmu Þjóðverjar að tómri borgirini, þar eð Bretar hefði yfirgefið hana. Hersveitir Ritchies hafa á ♦--------------- sípu valdi sterkar víggirðingar j í Hellfireskarði og hjá Capuz- zovígi, og hafa þær komið sér þar allvel fyrir. Hefir Ritchie endurskipulagt herinn, vegna þess róf's, sem hlaut að koma á hann við skiptinguna, er einn hluti hans varð eftir í Tobruk, en meginherinn hélt til landa- mæranna. Segir í tilkynning- um frá Kairo, að þessari end- urskipulagningu sé að mestu leyti lokið og Bretar séu reiðu- búnir að mæta árásum Romm- els. TOBRUK VIÐBÚIN Mikið er um að vera í To- bruk þessa dagana, eins og við má búast. Þar er saman komið mikið af alls konar birgðum, — sem brezki herinn hefir á að skipa, og er sem óðast verið að koma þeim fyrir og styrkja varn ir borgarinnar. Skipasamgöng- ur eru við borgina, eins og síð- ast, er hún var umsetin og er vafalaust, að Bretum tekst að koma til hennar liði og vistum sjóleiðina, sérstaklega vegna þess, að þeir hafa full yfirráð í lofti. Hitt er annað mál, að það getur verið, að Bretar leggi ekki eins mikla áherzlu á að verja Tobruk nú og þeir gerðu síð- ast. ekki sagt, hver endir verður á Rússlandsævintýri Hitlers. Mikil hátíðahöld fóru í gær fram í Empress Hall í London í tilefni af eins árs afmælinu. Var þar margt manna, m. a. Maisky, sendiherra Rússa í London. Sir Stafford Cripps hélt aðal- ræðuna og talaði um hinn mik- ilvæga þátt, sem Rússar hefðu átt í stríðinu. Ennfremur tÖl- uðu Mr. Attlee o. fl. Heillaóskaskeyti bárust. frá mörgum herforingjum um allan heim, þar á meðal Mac Arthur, Gort o. fl. Timoshenko sendi Bretum, bandamönnum sínum, skeyti, í tilefni af deginum. JAPÖNSKUM SKIPUM SÖKKT Bretar ilkynna að einn af kafbátum þeirra hafi sökkt þrem flutningaskipum Japana í Malakkasundinu. 300 orrustuflug vélar í árásum Norðmenn skjóta ni5 ur fjórar flugvélan UT FIR 300 orustuflugvélar fóru í gærdag í leiðangra til meginlandsins, og gerðu á- rásir á ýmsar herstöðvar. Með þeim voru margar sprengjuflug- vélar, sem köstuðu sprengjum á Le Havre og fleiri staði. Yfir Calais kom til all snarpra loftorusta, er þýzkar flugvélar, aðallega FW190, lögðu til at- lögu. Voru fjórar þeirra skotn- ar niður. í fyrradag fóru margar orustu- flugvélar yfir sundið og háðu bardaga við Þjóðverja. Þar á meðal var norsk flugdeild og skaut hún ein niður tvær FW 190 orustuflugvélar, og senni- lega tvær í viðbót. Nefnd til að atkaga friðlni, segir Welies. SUMNER WELLES, aðstoð- arutanríkismálaráðh., einn af fremstu stjórnmálamönnum U.S.A. lét þá skoðun í Ijós % dag, að endanlegir friðarskil- málar ættu að bíða þeirra tíma, þegar Bandamenn hafa lokið stríðinu og þangað til lokadóm- urinn hefir verið íhugaður með ró og skynsemi. Mr. Welles sagði í skýrslu sinni, að koma ætti á fót nefnd, þar sem Bandamenn gætu unn- ið að friði. Hann sagði, að nefnd in yrði að byrja starfsemi sína áður en stríðið væri úti. Sem fyrirmynd fyrir slíka nefnd má nefna láns- og leigu- samningana, sem nú þegar fleiri þjóðir hefðu skrifað undir. Þessi samningur tryggir frjálsari verzlun milli þjóð- anna eftir stríðið, með undir- stöðu Atlantshafssáttmálans. Fundur í Höfnum. í gær var tilkynnt hér í blaðinu að frambjóðendur í Gullbringu og Kjósarsýslu ætluðu að hafa fram- boðsfund í Höfnum á morgun, — mánudag kl. 2.-En þessi fundur fellur niður og verður auglýst síð- ar hvenær fundurinn verður haldinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.